Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Page 29
Í kynningu forleggjarans, Hach- ette Books, segir að Rust In Peace: The Inside Story Of The Megadeth Masterpiece sé saga um þrautseigju og þá viðleitni okkar mannanna að pússa upp ryðið sem með tímanum leggst á allt; okkur sjálf, sambönd okkar, poppmenninguna, listina og tónlistina. Tónlistarblaðamaðurinn Joel Selvin aðstoðaði Mustaine við skrifin og það er enginn annar en Slash, gít- arleikari Guns N’ Roses, sem ritar formála, en þeir Mustaine eru alda- vinir. „Hvíl í ryði kom bandinu á kortið,“ skrifar Slash, „eftir að hún kom út var Megadeth á allra vörum. Ég skil vel að stórafmæli Hvíl í ryði sé fagnað sem mikilvægri vörðu á vegi Megadeth og þungarokksins yfirhöfuð.“ Hvíl í ryði hlaut einróma lof gagn- rýnenda. Greg Kot hjá Chicago Tribune sagði hana bestu plötu Megadeth og hrósaði bandinu fyrir virtúósískan hljóðfæraleik, snjalla textasmíð og pönkaða heift. Robert Palmer hjá Rolling Stone sagði plötuna ákjósanlegt dæmi um það hve duglega mætti reyna á þan- þol þrassins, þess ógnarhraða og ill- skeytta forms, án þess að það yrði formúlulegt og þreytandi. Lagasmíðar Mustaines á Hvíl í ryði voru þroskaðri og heilsteyptari en áður. Ekki vantaði lengur herslu- muninn og nærvera nýs gítarleikara, Martys Friedmans, er almennt talin hafa lyft spilamennskunni á hærra plan. Mustaine er sem fyrr pólitísk- ur og persónulegur í textum sínum en þessi alvörugefni þjóðfélagsrýnir hefur alla tíð risið upp úr meðal- mennskunni í þeim efnum. Þurfti kannski ekki mikið til? Hvergi er snöggan blett að finna á Rust in Peace. Þekktustu lögin eru líklega Holy Wars … The Pun- ishment Due, sem margir skil- greina sem hápunktinn á ferli Megadeth, og Hangar 18. Bandið tekur þessi lög á öllum sínum tón- leikum og á sínum tíma voru bæði lög á lista, sem Mustaine tók saman fyrir Rolling Stone, yfir þau fimm- tán lög sem haft hafa mest áhrif á líf hans. Í fyrrnefnda laginu veltir Mus- taine vöngum yfir styrjöldum og bendir hlustendum á að horfa ekki eingöngu til Ísraels, „It might be yo- ur homelands“. Í Hangar 18 fær bandaríski herinn á baukinn en hann á að hafa lokað verur frá öðrum hnöttum inni í téðu flugskýli. Áfram má telja. Dawn Patrol fjallar um hlýnun jarðar og gróður- húsaáhrifin og Take No Prisoners um stríðsfanga. Þarna eru líka per- sónulegri mál, Poison Was the Cure er uppgjör Mustaines við heróínfíkn sína, Tornado of Souls hverfist um fyrrverandi ástkonu hans og Luc- retia er óður til vofu nokkurrar sem tekið hefur sér bólfestu á háaloftinu hjá honum. Segir sagan að Mustaine blandi stundum geði við hana í skjóli nætur – þegar enginn sér til. Megadeth lék Hvíl í ryði í heild sinni á tónleikaferð sinni fyrir tíu ár- um en sá leikur verður ekki end- urtekinn nú enda skilyrði til tón- leikahalds ekki fyrir hendi, eins og við þekkjum. Lúsiðið band Bandið hefur verið lúsiðið gegnum tíðina enda þótt listinn yfir meðreið- arsveina Mustaines sé orðinn á lengd við gömlu góðu íslensku síma- skrána. Hljóðversskífurnar eru fimmtán og kom sú síðasta, Dy- stopia, út fyrir fjórum árum. Það er lengsta hlé milli platna í sögu sveit- arinnar, sem var stofnuð 1983. Skýr- ingin á því liggur öðru fremur í veik- indum Mustaines en hann greindist með krabbamein í hálsi á síðasta ári. Meðferðin gekk vel og snemma á þessu ári upplýsti Mustaine að hann væri laus við meinið. Téður Friedman og trymbillinn Nick Menza, sem léku á Hvíl í ryði, eru löngu horfnir á braut en sá síð- arnefndi lést 2016; fékk hjartaslag á miðjum tónleikum. Hann var 51 árs. Hann var ekki fyrsti fyrrverandi trommari Megadeth til að falla frá en Gar Samuelson, sem lamdi húðir á fyrstu tveimur plötunum, lést árið 1999. Bassaleikarinn David Ellefson er enn þá í Megadeth en hann hefur fylgt Mustaine mestallan tímann. Skrapp þó frá í fýlu um tíma. Með þeim nöfnunum í bandinu eru í dag brasilíski gítaristinn Kiko Loureiro og belgíski trymbillinn Dirk Ver- beuren. Mögulega endast þeir betur úr því þeir tala annað tungumál. Dave Mustaine í ham á sviðinu með Megadeth. AFP 20.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 SJÓNVARP Þættirnir um Ratched hjúkrunarfræðing, sem margir muna eftir úr skáldsögunni og kvikmyndinni um Gaukshreiðrið, komu inn á efnisveituna Netflix á föstudaginn var. Þeir hafa verið að fá glimrandi dóma í bresku press- unni; til að mynda fullt hús, fimm stjörnur, á vef breska ríkisútvarps- ins, BBC og þykir gagnrýnand- anum andi Alfreds Hitchcocks og Ógnareðlis (e. Basic Instinct) svífa yfir vötnum. Sarah Paulson þykir fara einkar vel með titilhlutverkið. Hitchcockst ógnareðli Sarah Paulson í hlutverki Ratched. Netflix BÓKSALA 9.-15. SEPTEMBER Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Lygalíf fullorðinna Elena Ferrante 2 Bekkurinn minn 1 Prumpusamloka Yrsa Þöll Gylfadóttir 3 Alls ekki opna þessa bók Andy Lee 4 Bekkurinn minn 2 – geggjað ósanngjarnt! Yrsa Þöll Gylfadóttir 5 Saumaklúbburinn Berglind Hreiðarsdóttir 6 Verstu kennarar í heimi David Walliams 7 Strákurinn í röndóttu náttfötunum John Boyne 8 Líkkistusmiðirnir Morgan Larsson 9 Þín eigin saga – risaeðlur Ævar Þór Benediktsson 10 Sundkýrin Sæunn Eyþór Jónss./Freydís Kristjánsd. 1 Saumaklúbburinn Berglind Hreiðarsdóttir 2 Þegar karlar stranda Sirrý Arnardóttir 3 Vörn gegn veiru Björn Ingi Hrafnsson 4 Brosað gegnum tárin Bryndís Schram 5 Ástarsögur íslenskra karla María L./Rósa Björk 6 Þess vegna sofum við Matthew Walker 7 Úr hugarfylgsnum augnlæknis Ingimundur Gíslason 8 Veiðar á villtum fuglum og spendýrum Einar Guðmann 9 Sveppahandbókin Einar Guðmann 10 Borgríkið - Reykjavík sem framtíð þjóðar Magnús Skjöld Allar bækur Handbækur/fræðibækur/ævisögur Ég hef alltaf verið mikill lestr- arhestur en er búin að lesa óvenju mikið það sem af er þessu ári. Ein af fyrstu bókunum sem ég las á árinu var bókin Aust- ur eftir Braga Pál, en hún kom út á síðasta ári. Ég vissi í raun- inni ekkert hvað ég væri að fara út í en ég bjóst svo sannarlega ekki við því sem raun bar vitni. Höfundur lýsir bókinni sinni sjálf- ur sem hversdagslegri hrollvekju og hittir með því naglann beint á höfuðið, því það besta (eða versta) við bókina er að allir at- burðirnir gætu vel átt sér stað í raunveruleikanum. Stuttu seinna las ég fyrstu og einu vísindaskáldsöguna sem ég hef lesið, Leiðarvísi puttaferða- langsins um vetrarbrautina (e. Hitchhikers Guide to the Galaxy) eftir Douglas Adams. Ég bjóst ekki við að njóta hennar jafn mik- ið og ég gerði. Hún greip mig al- veg og eru framhaldsbækurnar klárlega komnar á leslistann. Ég las líka Beðið eftir bar- börunum eftir suðurafríska höf- undinn J.M. Coetzee en hún kom út í ís- lenskri þýðingu fyrr á árinu. Þetta er mögn- uð ádeila á nýlendustefnuna sem á alltaf erindi, og kannski ekki síst í dag. Bókin er líka einstaklega vel þýdd, en að henni stóðu Sig- urlína Davíðsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson. Fýkur yfir hæðir (e. Wuthering Heights) eftir Emily Brontë stendur líka upp úr. Þvílík ást- arsaga! Ég fann mig knúna til að lesa hana eftir að hafa hlustað temmilega oft á samnefnt lag með Kate Bush og ég varð ekki fyrir von- brigðum. Ég las hana í þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur frá árinu 1951, sem er líka mjög skemmtileg. Ég kemst svo ekki hjá því að nefna mína uppáhaldsbók, Skugga-Baldur eft- ir Sjón. Ég las þessa bók fyrst í MR og hef lesið hana reglulega síð- an. Hún er ekki nema um 120 blaðsíður og mað- ur les hana í einum rykk, en þrátt fyrir það get ég lof- að að hún skilur engan eftir ósnortinn. Rómantísk náttúru- lýsing er allsráðandi og hún er stútfull af vísbendingum sem les- andinn púslar saman jafnóðum. Í lokin fléttast svo allir þræðirnir saman í svo snjallan endi að mér finnst engin bók standast saman- burðinn. INGIBJÖRG IÐA ER AÐ LESA Grípandi geimferðir og bók sem ber af öðrum bókum Ingibjörg Iða Auðunardóttir er íslensku- nemi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.