Morgunblaðið - 06.10.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 06.10.2020, Síða 2
Mikið umstang var á Stokkseyri í sl. viku þar sem stóðu yfir upptökur á raunveruleikaþáttunum Challenge fyrir MTV. Myndatökumenn filmuðu meðal annars þegar fólk stökk í sjó- inn úr grind sem hífð var upp af bryggjunni. Hafnarsvæðinu var lokað meðan á upptökum stóð og gæslumenn stugguðu við heimafólki sem ætlaði að fylgjast með því sem fram fór. Einu sinni áður hefur Ísland verið í aðalhlutverki í Challenge- þáttunum, það er fyrir 22. seríu þeirra sem tekin var upp árið 2012, en nú er sú 36. í framleiðslu. Mikið umstang við sjónvarpsupptökur á Stokkseyri 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hressingarhælið á Kópavogstúni fær nýtt hlutverk á næstunni. Bæj- arstjórn Kópavogs hefur ákveðið samhljóða að það verði lýðheilsu- og geðræktarhús þar sem lögð verði áhersla á fræðslu og færniþjálfun til andlegrar vellíðunar, eins og það var orðað í tillögu í bæjarráði. Fram- kvæmdum við hús og lóð er að ljúka. Hressingarhælið er sögufrægt hús, teiknað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara og hefur tengst heil- brigðismálum frá upphafi. Konur í kvenfélaginu Hringnum reistu húsið og tóku í notkun á árinu 1926 sem hressingarhæli fyrir berklasjúklinga. Gátu þeir dvalið þar að lokinni sjúkrahúsdvöl þangað til fullum bata var náð. Hringskonur gáfu ríkinu húsið um 1940. Þá var berklasjúklingum að fækka og í stað- inn komu holdsveikisjúklingar af Laugarnesspítala til dvalar og húsið nefnt Holdsveikraspítalinn í Kópa- vogi. Húsið varð síðar hluti af Kópa- vogshælinu þegar ríkið byggði upp aðstöðu fyrir þroskahefta í nágrenni hússins. Bjargað frá eyðileggingu Húsið var orðið svo illa farið að ákveðið var að rífa það og byggja blokk á lóðinni. Hætt var við það og húsið friðað. Bæjarstjórn Kópavogs ákvað að bjarga húsinu og lagði í um- talsverðan kostnað við að skipta um þak og glugga og múrviðgerðir að ut- an og innan. Framkvæmt var í sam- vinnu við húsafriðunarnefnd. Stóð sú vinna yfir í nokkur ár og sér nú fyrir endann á henni. Þessa dagana er verið að ljúka fram- kvæmdum við lóð og standsetja hús- ið að innan. Kostnaður við loka- áfanga er um 100 milljónir kr. Þá eru ótalin útgjöld við að bjarga húsinu frá eyðileggingu á sínum tíma. Forvarnastarf fyrir ungmenni Á vegum Kópavogsbæjar er verið að móta starfsemi lýðheilsu- og geð- ræktarhúss. Bærinn hefur á undan- förnum árum lagt áherslu á lýð- heilsu. Samþykkt hefur verið lýð- heilsustefna þar sem áhersla er á geðrækt og verkefnisstjóri lýðheilsu fylgir málum eftir. Húsið er hugsað sem aðstaða til að rækta andlega heilsu. Verkefnisstjóri lýðheilsu hjá Kópavogsbæ vinnur að frekari út- færslu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið rætt um að í upphafi verði lögð áhersla á for- varnastarf og þá sérstaklega horft til barna og ungmenna en í framtíðinni muni það nýtast öllum aldurshópum. Þá sé horft til samstarfs við félaga- samtök sem veiti fræðslu og aðstoð á sviði geðheilbrigðismála. Reiknað er með að starfsemin í gamla Hressingarhælinu geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lóðarframkvæmdir Síðustu þökurnar lagðar á sinn stað við Hressing- arhælið í Kópavogi. Þar verður lýðheilsu- og geðræktarstarf. Hressingarhælið fær hlutverk  Lýðheilsa og geðrækt í Kópavogi Andrés Magnússon andres@mbl.is Aðeins 60,7% nemenda í 2. bekk grunnskóla í Reykjavík reyndust geta lesið sér til gagns í lesskim- unarprófi, sem skóla- og frí- stundasvið Reykjavíkurborgar gekkst fyrir vorið 2019. Það er næst- versti árangur í árlegri lesskimun, sem fram hefur farið frá árinu 2002. Þetta kemur fram í skýrslu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, en hefur ekki verið gerð opinber. Lesskimun 2019 var lögð fyrir í apríl og sendu 34 grunnskólar af 36 með 2. bekk niðurstöður til skóla- og frí- stundasviðs, 31 almennur grunn- skóli og 3 af 5 sjálfstætt starfandi skólum. Gríðarmikill munur á ein- stökum grunnskólum Árangur einstakra skóla er afar mismunandi. Þannig skara Austur- bæjarskóli, Hamraskóli, Háteigs- skóli og Melaskóli fram úr en þar gátu um og yfir 80% nemenda lesið sér til gagns. Aftur á móti voru Fellaskóli, Langholtsskóli og Sel- ásskóli í sérflokki á hinn veginn, en þar gátu aðeins um 30% barna lesið sér til gagns í lok 2. bekkjar 2019. Um 62% telpna og 59% drengja gátu lesið sér til gagns í lesskim- uninni, en sá munur er í minna lagi miðað við fyrri niðurstöður. Ástæð- an er þó ekki sú að drengirnir hafi bætt sig svo mikið, heldur er hlutfall stúlkna, sem geta lesið sér til gagns, nú hið lægsta í sögu skimunarinnar. Aðeins 60% lásu sér til gagns  Bágur lesskilningur í 2. bekk grunnskóla í Reykjavík  Næstverstu niðurstöður í lesskimun skólasviðs til þessa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.