Morgunblaðið - 06.10.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 06.10.2020, Síða 4
Ljósmynd/Bogi Þór Arason Ungur haförn Á flugi yfir fjörunni í grennd við Stykkishólm í sumar. Nokkrir ernir voru á ferð og vöktu athygli. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Merkingar á ungum hafarna með leið- arritum hafa gefið mikilvægar upp- lýsingar um ferðir þeirra og háttalag. Nú bera tólf ungir ernir slík tæki og segir Kristinn Haukur Skarphéð- insson, dýravistfræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun, að skráningar frá þessum sendum gefi mikilsverðar upplýsingar um það skeið í lífi fuglanna, sem minnstar upplýsingar hafi verið um. Í pistli Jóns Gunnars Ottóssonar forstjóra í nýútkominni ársskýrslu Náttúrufræðistofnunar fyrir 2019 er fjallað um þessar rannsóknir. Þar kemur fram að hafernir hafa verið merktir hér á landi í stórum stíl, fyrst með hefðbundnum málmmerkjum en síðar með sérstökum litmerkjum, sem geri kleift að greina einstaklinga á færi. Yfir 98% arnarunga sem komist hafi á legg frá og með 2004 hafi verið litmerkt og hafi þeir margir skilað sér inn í varpstofninn, svo nú sé um helm- ingur varpfuglanna litmerktur. Ernir fari yfirleitt ekki að verpa fyrr en 5-7 ára gamlir og til þess að varpa skýrara ljósi á búsvæðanotkun ungra arna hafi leiðarritar (gps- loggers) verið settir á unga sumarið 2019, í fyrsta sinn hér á landi, segir í pistli Jóns Gunnars. Kristinn Haukur segir að tveir af þeim átta ungum, sem merktir voru 2019, hafi drepist, en sendingar berist reglulega frá hinum. Í sumar voru sex ungar merktir til viðbótar og berast nú sendingar frá tólf ungum örnum. Hann segist eiga von á að framhald verði á verkefninu, en hvert tæki kostar um 320 þúsund krónur eða um tvö þúsund evrur. Eitthvað áhugavert daglega Á hverjum morgni er lesið af gögn- unum og segir Kristinn að nánast sé um nafnakall að ræða þegar ungfugl- arnir hafa samband við móðurstöð. Nokkur spenna sé þessu samfara meðal vísindamanna og á hverjum degi komi eitthvað áhugavert í ljós. Hann segir að ekki verði hægt að veita almenningi aðgang þar sem þar komi fram viðkvæmar upplýsingar um staðsetningu óðala. „Við eigum eftir að vinna úr gögn- unum, en það er margt sem þegar hefur komið á óvart,“ segir Kristinn Haukur. „Til að mynda fá ungir fuglar að valsa um á óðulum annarra arna og í þeim efnum virðast fullorðnir ernir vera umburðarlyndir gagnvart að- komuungum. Í einu tilviki var par með unga sinn á óðali, en til viðbótar voru fjórir ungir aðkomuernir á svæð- inu. Í fyrrahaust yfirgáfu fyrstu ung- arnir óðalið í lok október, en þeir síð- ustu ekki fyrr en í febrúar. Ungarnir hafa lært að afla sér fæðu þegar kem- ur fram í október, en sumir velja að halda sig á heimaóðalinu fram yfir áramót og njóta þá væntanlega stuðn- ings foreldra. Þeir fara oft í 7-8 kíló- metra ferðir, en koma til baka og fá að gista heima hjá sér.“ Ævintýraþá virðist einkenna líf ungu fuglanna og þeir fara í langar könnunarferðir. Eins og búist var við héldu þeir sig mikið við ströndina í fyrravetur og upp með ám sem ekki leggur að vetrinum. Aðrar ferðir og furðulegri er erfiðara að útskýra og nefnir Kristinn Haukur að einn hafi lagt í ferðalag inn á Arnarvatnsheiði í vor þegar allt var þar ísi lagt. Hann hafi þó séð sitt óvænna og snúið við. Annar hafi haldið norður fyrir Skjald- breið í vor á tíma þegar ekkert var að sækja þangað og þriðji fuglinn hafi sportað sig á Þingvallahringnum. Stundum séu skýringarnar nær- tækar eins og þegar ungur fugl hélt sig í hálfan mánuð á Mýrum. Í ljós kom að hann hafði fundið dýrahræ og undi glaður við sitt. Senditæki kortleggja ferðir ungra hafarna  Eins og nafnakall þegar þeir hafa samband við móðurstöð Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lagning ljósleiðara Mílu yfir hálendið er langt komin. Þegar hann kemst í gagnið eykst fjarskiptaöryggi á Norðurlandi til muna og tækifæri gætu skapast til uppbyggingar gagnavera víðar en nú er. Neyðarlínan og Rarik í samvinnu við fleiri aðila lögðu fyrir þremur ár- um rafstreng og ljósleiðara frá Geysi og upp á Bláfellsháls og á síðasta ári var farið alla leið að Hveravöllum. Ríkið studdi þá framkvæmd. Tilgang- urinn var að auka fjarskiptaöryggi á þessu svæði. Rafstrengurinn skapar einnig möguleika á að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla á Kili. Míla er að prjóna við báða enda. Lagði í sumar streng frá Reykholti í Biskupstungum að Geysi, til að geta tengt við ljósleiðara frá Reykjavík, og hélt áfram norður frá Hveravöllum með stefnu á Steinsstaði í Skagafirði þar sem Míla er með símstöð. Byrjað var frá Hveravöllum, farið yfir Blöndu, norðan við Blöndulón og yfir Guðlaugstungur. Jón Ríkharður Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu, segir að Guðlaugstungur séu friðland og hafi lagning strengsins tafist vegna þess tíma sem tók að fá leyfi. Skipulagsstofnun taldi að lokum ekki þörf á að fara í umhverfismat vegna lagningar strengsins þar um og Umhverfisstofnun veitti leyfi með ýmsum skilyrðum. Jón segir að vegur sé í gegn um friðlandið, nánast alla leið, og strengurinn plægður í veg- kantinn. Því séu lítil ummerki eftir framkvæmdina. Verkið er unnið með þremur hóp- um. Fyrsti hópur jarðvinnuverktak- ans plægir ljósleiðarastrenginn niður. Annar hópurinn fer á eftir og lagar öll ummerki. Þriðji hópurinn er á vegum Mílu og hann annast tengingar og lokafrágang. Á leið niður í Skagafjörð Nú eru tækin að koma niður í Skagafjörð og telur Jón að verkið muni klárast áður en vetur skellur á fyrir alvöru. Verktakarnir hafi til þessa fengið ágætisveður. Snjóföl hafi um tíma verið yfir án þess að það setti strik í reikninginn. Strengurinn verður tilbúinn í nóv- ember en kemst ekki í full not fyrr en á næsta ári þegar aðalflutningskerfi hans, bylgjulengdarkerfið, verður sett upp. Upphaflegur tilgangur ljósleiðara upp á Kjöl var að auka fjarskipta- öryggi á hálendinu. Jón segir að með tengingunni norður fáist viðbótar- öryggi. Meginhluti efnis fyrir fjar- skiptin sé framleiddur á höfuðborg- arsvæðinu og Míla telji mikilvægt að hafa fleiri varaleiðir. Ljósleiðari ligg- ur hringinn um landið og því er ein varaleið ef eitthvað klikkar. Með há- lendisleiðinni, sem er í raun tenging frá Reykjavík til Akureyrar, eftir öðr- um leiðum en hringtengingin, séu varaleiðirnar orðnar tvær. Fjárfesting til framtíðar Fjarskiptin eru ekki að aukast og skapar því hálendisleiðin fyrirtækinu ekki nýjar tekjur. „Við teljum þetta þó góða fjárfestingu til framtíðar, fyr- ir utan aukið öryggi, og erum þá að hugsa 20-30 ár fram í tímann,“ segir Jón. Sveitarfélög víða um land vinna að því að fá til sín gagnaver sem lið í at- vinnuuppbyggingu. Ýmsir innviðir þurfa að vera fyrir hendi, til dæmis aðgangur að raforku og ljósleiðara. Gagnaver sem byggt hefur verið upp á Blönduósi nýtur væntanlega góðs af nýja strengnum og Jón segir að sveit- arfélög fyrir norðan og víðar séu að skoða möguleika sína. Hálendisleið eykur fjarskiptaöryggi  Lagning ljósleiðara Mílu yfir hálendið er langt komin  Verður önnur varaleiðin fyrir fjarskipti  Sveitarfélög á Norðurlandi kanna möguleika á að laða til sín gagnaver til atvinnuuppbyggingar Ljósmynd/Míla Skagafjörður Verktakar plægja niður ljósleiðarastreng meðfram vegi nið- ur í Skagafjörð. Snjóföl á jörðu truflar vinnuna ekki að neinu ráði. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 t í næsta óteki Kemur sem hentugur úði en honum er spreyjað yfir augnlokin þ.e. á lokuð augun. Úðann má nota með farða og augnlinsum. Fæs Ap Kórónuveirufaraldurinn er enn í vexti. Ef ekki er gripið inn í gætum við farið að sjá alvarlegri faraldur hér á landi. Engin merki eru um að sjúkdómurinn sé vægari núna en hann var áður. Þetta er meðal þess sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær, en þeir verða framvegis á nýj- um tíma, klukkan 11 á mánudögum og fimmtudögum. Alls greindust 59 manns með kór- ónuveirusmit á sunnudag, 58% þeirra voru í sóttkví við greiningu. Alls hafa tæplega 770 einstaklingar greinst frá því að þessi bylgja hófst og þar er miðað við upphafsdaginn 15. september. 670 eru í einangrun. Fimmtán liggja inni á Landspítala vegna Covid-19. Þrír voru á gjör- gæslu í gær og allir í öndunarvél. Þórólfur sagði faraldurinn vera í línulegum vexti en bætti við: „Á köfl- um finnst manni að hann sé að fara í veldisvöxt.“ Aðeins þrír greindust með veiruna utan höfuðborgarsvæðisins í fyrra- dag. Smit hafa komið upp á landinu á vinnustöðum, innan fjölskyldna, í vinahópum, á krám og á líkamsrækt- arstöðvum, þar á meðal hnefaleika- stöð í Kópavogi. Þá hafa komið upp smit á hjúkrunarheimilum. Faraldurinn í örum vexti  Þrír í öndunarvél á gjörgæslu LSH Kórónu- veirusmit H ei m ild : co vi d. is Nýgengi innanlands 29. september: 156,3 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 15 eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu 289.017 sýni hafa verið tekin 2.391 einstaklingar eru í sóttkví 670 er með virkt smit og í einangrun Nýgengi, landamæri: 7,1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.