Morgunblaðið - 06.10.2020, Side 6

Morgunblaðið - 06.10.2020, Side 6
Kranar 53% íbúða í byggingu í ná- grannasveitarfélögum eru í fjölbýli. Morgunblaðið/Hari Um 820 íbúðir eru nú í byggingu í nágrannasveitarfélögum höfuðborg- arsvæðisins en voru 1.020 á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Samtaka iðnaðarins um niðurstöður talningar á íbúðum í byggingu í sept- embermánuði. Fram kemur að samdrátturinn nemur rétt tæpum 20% á milli ára sem er svipað samdrættinum sem kom í ljós í sömu talningu á höfuð- borgarsvæðinu. „Jafn margar íbúðir eru nú á fyrstu byggingarstigum samanborið við hausttalninguna 2019 eða um 330 talsins. Samdráttinn má því rekja til fækkunar íbúða á byggingarstigum 4 og 5 þegar 579 íbúðir voru á þeim stigum í hausttalningu 2019 en 332 nú og nemur samdrátturinn 43%. Hins vegar eru fleiri íbúðir nú á byggingarstigum 6 og 7 en fyrir ári og nemur aukningin um 35%, fer úr 116 íbúðum í 157,“ segir enn fremur í umfjöllun SI. Ef litið er á byggingu íbúða í fjöl- býlishúsum kemur í ljós að sam- kvæmt talningunni eru 53% íbúða í byggingu í fjölbýli í nágrannasveit- arfélögum höfuðborgarsvæðisins, 33% eru í byggingu í rað- eða par- húsum og aðeins 14% flokkast sem einbýli. „Það er nokkuð frábrugðið því sem er á höfuðborgarsvæðinu en talningin bendir til þess að um 93% íbúða í byggingu þar séu í fjölbýli og aðeins 4% í einbýli,“ segir þar. Tæplega 20% samdráttur í smíði nýrra íbúða frá síðasta ári  820 íbúðir í byggingu í nágrenni við höfuðborgarsvæðið 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 ...betra fyrir umhverfið Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 TAUBLEIUR bambus.is Ný og endurbætt netverslun SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ný talning Samtaka iðnaðarins (SI) á íbúðum sem eru í byggingu leiðir í ljós verulegan samdrátt, sér í lagi á fyrstu byggingarstigum. Talningin fór fram í nýliðnum mánuði og kom í ljós að á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum eru 4.946 íbúðir í byggingu. „Samdráttur íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni mælist um 18% frá hausttalningu SI 2019. Mestur samdráttur eða 41% er á fyrstu byggingarstigum, þ.e. að fokheldu. Leita þarf aftur til eftir- hrunsáranna 2010-2011 til að finna viðlíka samdrátt í byggingu íbúðar- húsnæðis á umræddu svæði. Hins vegar fjölgaði fullgerðum íbúðum umtalsvert á milli ára,“ segir í um- fjöllun samtakanna. Er staðan talin benda til þess að umtalsvert færri fullgerðar íbúðir komi inn á íbúða- markaðinn á næstu árum. Ójafnvægi á næstu 2 árum ,,Það sem slær mig í þessum tölum er fyrst og fremst að við erum að sjá verulega mikinn samdrátt á fyrstu byggingarstigum þ.e. fram að fok- heldu. Hann heldur áfram og er að dreifa sér meira út eftir byggingar- stigunum en áður var, segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ingólfur segir þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að mun færri fullbúnar íbúðir muni koma inn á markaðinn á næsta og þarnæsta ári. Að sögn hans hafa samtökin því lækkað fyrri spá sína úr því að ríf- lega 2.500 fullbúnar íbúðir verði til- búnar á næsta ári niður í tæplega 2.000 íbúðir. Síðan megi gera ráð fyrir að fullbúnum íbúðum muni halda áfram að fækka enn meira á árinu 2022 og að á því ári komi um 1.900 fullbúnar íbúðir á markað, sem er mikil lækkun frá fyrri spá fyrir ári, sem gerði ráð fyrir að um 2.700 íbúðir verði fullbúnar á árinu 2022. ,,Þetta er veruleg breyting frá fyrri framtíðarhorfum, sem á sér stað á sama tíma og maður sér fyrir sér að hagkerfið er þá að taka við sér miðað við þær spár sem hafa verið settar fram að undanförnu. Við stöndum þá væntanlega frammi fyr- ir því að ójafnvægi sé að koma aftur upp á íbúðamarkaði á næstu tveimur árum líkt og við höfum verið að tak- ast á við á síðustu árum, þar sem uppsöfnuð þörf hefur skapast vegna þess að það hefur verið mun minna byggt heldur en þörf hefur verið á. Það bjó til þann skort sem litaði markaðinn á tímabilinu 2016 til 2019, segir hann. Spurnin eftir íbúðarhúsnæði hefur ekki verið að dragast saman á mark- aði að undanförnu og bendir Ingólf- ur á að veltutölur á íbúðamarkaði í júlí og ágúst sl. leiði í ljós að í umtals- verð aukning átti sér stað í þeim mánuðum frá síðasta ári. Þannig fjölgaði t.d. kaupsamningum í ágúst um 40% frá sama mánuði í fyrra. Einnig hefur raunverð íbúða verið að hækka. ,,Undir niðri eru tiltölulega sterkir eftirspurnarþættir til staðar þrátt fyrir niðursveifluna, sem er harla óvenjulegt. Það eru kannski þrír þættir sem eru að ráðandi þar. Það er sú vaxtalækkun sem hefur orðið á húsnæðislánum og að kaupmáttur launa hefur verið vaxandi. Við sjáum líka að fólksfjölgun hefur átt sér stað í landinu þrátt fyrir niðursveifluna. Allt eru þetta þættir sem þrýsta á aukna íbúðareftirspurn um þessar mundir, segir hann. Eftirspurnin á næsta og þarnæsta ári knýi einnig á um frekari upp- byggingu íbúðarhúsnæðis og aukið framboð á fullbúnum íbúðum. ,,En samkvæmt okkar spá sem byggist á þessari talningu íbúða í byggingu, þá eru líkur á að þróunin sé í gagnstæða átt, þ.e. að fullbúnum íbúðum muni fækka talsvert, segir hann. 9% samdráttur í Reykjavík Sé eingöngu litið á stöðuna á höf- uðborgarsvæðinu kemur í ljós að í september voru rúmlega 4.100 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt talningu SI. Mælist sá samdráttur um 17% frá haust-taln- ingu síðasta árs. Benda samtökin á að viðlíka samdráttur í byggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæð- inu hafi ekki sést síðan á árunum 2010-2011. „Um 78% íbúða í byggingu á höf- uðborgarsvæðinu eru innan Reykja- víkur og Kópavogs. Í Reykjavík nemur samdráttur íbúða í byggingu á milli ára tæpum 9%, en þar af er um 47% fækkun á íbúðum á fyrstu byggingarstigum. Þá fjölgar full- gerðum íbúðum um 179% frá sept- ember í fyrra. Í Kópavogi var sam- dráttur bæði á íbúðum að fokheldu og íbúðum sem eru fokheldar og til- búnar til innréttinga (byggingarstig 4 og 5). Hins vegar fjölgaði fullgerð- um íbúðum frá haust-talningu SI en í heildina nam samdráttur íbúða í byggingu í Kópavogi ríflega 31% á milli ára,“ segir í umfjöllun SI. Á undanförnum árum hafa taln- ingar SI á íbúðum í byggingu bent til að fram undan væri vaxandi fjöldi fullbúinn íbúða að koma á markað. Ákveðin vatnaskil virtust þó verða í fyrra þegar SI birtu haust-talningu sína sem benti til þess að fjöldi fullbúinna íbúða myndi fara minnk- andi á næstu árum. Nýja talningin bendir til hins sama og að fækkun fullbúinna íbúða á næstu tveimur ár- um verði enn meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir eins og fyrr segir. „Í spá SI nú í september 2020 er gert ráð fyrir að 1.986 íbúðir verði fullbúnar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum árið 2021. Það eru um 21% færri íbúðir en SI spáðu fyrir árið 2021 í september 2019 en svipaður fjöldi og kom fram í spá SI í vor-talningunni í mars á þessu ári. Í nýju talningunni er gert ráð fyrir að fullbúnum íbúðum muni halda áfram að fækka á árinu 2022 þegar áætlað er að 1.923 fullbúnar íbúðir fari á markað. Það eru um 28% færri fullbúnar íbúðir en SI spáðu fyrir það ár í september-spá sinni í fyrra,“ segir í samantekt SI. Veruleg fækkun íbúða í byggingu  Leita þarf aftur til eftirhrunsáranna 2010-2011 til að finna viðlíka samdrátt í byggingu íbúða  Ný talning SI bendir til að mun færri fullgerðar íbúðir komi inn á íbúðamarkaðinn á næstu árum 1.986 2.513 1.923 2.667 0,7 2,4 3,1 0,6 2,9 2,5 0,8 2,8 1,8 1,3 2,2 1,5 Íbúðir í byggingu skv. talningu Samtaka iðnaðar ins Fjöldi íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni Fjöldi íbúða í byggingu að fokheldu á höfuðborgarsvæðinu Spá SI um fullbúnar íbúðir árin 2021 og 2022 Spá í sept. 2019 Spá í sept. 2020 Þúsundir íbúða Að fok heldu Til búnar til innréttinga Fullgerðar íbúðir mars september mars september 2019 2020 Heimild: SI 2021 2022 Samtals 4.946 íbúðir sept. mars sept. mars sept. mars sept. 2018 2019 20202017 1.156 2.190 2.668 Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Úlfarsárdal 1.156 íbúðir eru í byggingu á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu, sem er 47% samdráttur en mun fleiri íbúðir eru þó á síðustu byggingarstigum, þ.e. fullbúnar íbúðir, en taldar voru á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.