Morgunblaðið - 06.10.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vætutíð setti mark sitt á sumarið
2020 að því er fram kemur í tíðarfars-
yfirliti Veðurstofunnar. Þar er farið
yfir svonefnt „veðurstofusumar“ sem
stendur frá 1. júní til og með 30. sept-
ember. Nýliðinn september var sval-
ur og úrkomusamur. Sumarið var
mjög sólríkt á Akureyri.
Meðalhiti í Reykjavík var 9,9 stig
þessa fjóra mánuði, sem er 0,6 stigum
yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en
-0,6 stigum undir meðallagi síðustu
tíu ára. Meðalhiti sumarsins er í 54.
til 55. sæti á lista 150 ára samfelldra
mælinga. Á Akureyri var meðalhitinn
10,0 stig, 1,0 stigi yfir meðallagi ár-
anna 1961 til 1990 en jafnt meðallagi
síðustu tíu ára. Meðalhitinn þar rað-
ast í 31. sæti á lista 140 ára mælinga.
Júlímánuður var sérlega kaldur, var
víða um land ýmist sá næstkaldasti á
öldinni eða sá þriðji kaldasti.
Nýliðinn september dró niður
meðaltals sumarsins. Hann var frem-
ur svalur og hiti undir meðallagi síð-
ustu tíu ára á landinu öllu, að því er
fram kemur í yfirliti Veðurstofunnar.
Að tiltölu var kaldast á Vestfjörðum
en hlýjast á annesjum austanlands.
Neikvætt hitavik miðað við síðustu
tíu ár var mest -2,3 stig á Þverfjalli en
minnst -0,3 stig í Seley. Meðalhiti í
Reykjavík í september var 7,4 stig og
er það jafnt meðallagi áranna 1961 til
1990, en -1,4 stigum undir meðallagi
síðustu tíu ára. Á Akureyri var með-
alhitinn 6,9 stig, 0,6 stigum yfir með-
allagi áranna 1961 til 1990, en -1,4
stigum undir meðallagi síðustu tíu
ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn
6,9 stig og 7,9 stig á Höfn í Horna-
firði.
Margir úrkomudagar
Úrkoma í Reykjavík mældist 292,4
millimetrar í sumar sem er 27% um-
fram meðallag áranna 1961 til 1990. Á
Akureyri mældist úrkoman 160,9 mm
sem er 20% umfram meðallag áranna
1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma
mældist 1,0 mm eða meiri voru 10
fleiri en í meðalári í Reykjavík en 3
fleiri en í meðalári á Akureyri.
Nýliðinn september var úrkomu-
samur og mældist úrkoman vel yfir
meðallagi á flestum stöðum. Úrkoma
í Reykjavík mældist 105,1 millimetri,
sem er um 60% umfram meðallag ár-
anna 1961 til 1990. Á Akureyri mæld-
ist úrkoman 61,6 mm sem er um 55%
umfram meðallag áranna 1961 til
1990. Í Stykkishólmi mældist úrkom-
an 85,2 mm og 195,2 mm á Höfn í
Hornafirði.
Dagar þegar úrkoma mældist 1,0
millimetri eða meiri í Reykjavík voru
19, sjö fleiri en í meðalári. Á Akureyri
mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri
10 daga sem er tveimur fleiri en í
meðalári.
Sólskinsstundir mældust 636,5 í
Reykjavík í sumar, 24 fleiri en að
meðaltali 1961 til 1990 en 46 stundum
færri en að meðaltali síðustu tíu ár.
Sumarið var sólríkt á Akureyri.
Mældust sólskinsstundirnar í sumar
674,2 og er það 118 stundum fleiri en
að meðaltali 1961 til 1990 og 117
stundum fleiri en að meðaltali síðustu
tíu ár.
Vætutíð setti mark sitt á sumarið
Úrkoma í Reykjavík mældist 292,4 millimetrar sem er 27% umfram meðallag Úrkoma á Akureyri
var 20% umfram meðallag en þar var sólríkt Nýliðinn september var bæði svalur og úrkomusamur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rigningasumar Regnhlífar sáust á lofti óvenjumarga daga sumarið 2020.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Íslensku menntaverðlaunin eru
veitt til að benda á það metnaðar-
fulla og frjóa starf sem fram fer í
skólum og frístundamiðstöðvum
með börnum og unglingum. Það er
nauðsynlegt að
halda á lofti því
sem vel er gert,“
segir Gerður
Kristný, formað-
ur nefndar um Ís-
lensku mennta-
verðlaunin. Eftir
nokkurra ára hlé
verða þessi verð-
laun, sem eru í
þremur flokkum,
nú veitt aftur og það gerir Guðni Th.
Jóhannesson forseti Íslands 13. nóv-
ember næstkomandi.
111 ábendingar bárust
Aðalflokkar Íslensku mennta-
verðlaunanna eru þrír. Fyrst ber að
nefna Framúrskarandi skólastarf
eða menntaumbætur en þau verð-
laun koma í hlut stofnunar þar sem
unnið hefur verið vandað og gott
starf. Framúrskarandi kennari er
annar flokkur og sá þriðji ber heitið
Framúrskarandi þróunarverkefni.
Verðlaunin eru veitt verkefni í skóla-
starfi sem stenst ýtrustu gæðakröf-
ur um markmið, leiðir, inntak, mat
og kynningu, hefur samfélagslega
skírskotun og nýtist til að efla
menntun í landinu. Að auki verður
veitt hvatning til einstaklings, hóps
eða samtaka sem stuðlað hafa að
menntaumbótum sem þykja skara
fram úr.
Láta sig menntamál varða
„Óskað var eftir uppástungum frá
almenningi um tilnefningar og gaf
það góða raun því alls bárust 111
ábendingar. Fyrir hönd nefndar um
Íslensku menntaverðlaunin vil ég
þakka fyrir þær og áhugann sem
þær báru með sér. Íslendingar láta
sig menntamál greinilega varða,“
segir Gerður Kristný. „Ástandið nú
á veirutímum hefur sannfært okkur
endanlega um hve magnað starf fer
fram í skólum þessa lands og sýnt
okkur ótrúlega aðlögunarhæfni bæði
krakka og kennara. Kennarar bera
þarfir nemenda sinna ávallt fyrir
brjósti og ætla greinilega að láta
skólastarfið ganga upp, hvort sem
það er með fjarkennslu eða öðrum
lausnum. Skiptir þá engu þótt fyrir-
varinn sé oft lítill. Þessi starfsstétt á
miklar þakkir skildar.“
Margir standa að verðlaunum
Að Íslensku menntaverðlaun-
unum standa, auk embættis forseta
Íslands, mennta- og menningar-
málaráðuneyti og samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneyti. Einnig
Kennarasamband Íslands, skóla- og
frístundasvið Reykjavíkurborgar,
Samband íslenskra sveitarfélaga,
háskólar og undirsvið þeirra og ým-
ar stofnanir og félög sem starfa á
sviði menntamála. Má þar meðal
annars nefna Félag um mennta-
rannsóknir og Grunn – félag
fræðslustjóra og stjórnenda skóla-
skrifstofa.
Magnað starf í skólum landsins
Íslensku menntaverðlaunin endurvakin Forseti veitir þau 13. nóvember
Umbætur sem skara fram úr Kennarar bera þarfir nemenda fyrir brjósti
Morgunblaðið/Golli
Frímínútur Stúlkur í Dalskóla í Úlfarsárdal í Reykjavík, nýjasta skóla borg-
arinnar, þar sem börn nema í hverfi sem er í mótun og uppbyggingu. Gerður Kristný
Framúrskarandi skólastarf
eða menntaumbætur
Dalskóli fyrir þróun þverfag-
legra skapandi kennsluhátta,
Leikskólinn Rauðhóll fyrir fram-
úrskarandi og fjölbreytt þróun-
arstarf og nýsköpun
Menntaskólinn á Tröllaskaga
fyrir nýjar leiðir í skipulagi
náms og kennslu með áherslu á
valdeflingu nemenda, frum-
kvæði, sköpun og áræði.
Pólski skólinn fyrir mikil-
vægan stuðning við tvítyngda
nemendur og þróun fjölmenn-
ingarlegs samfélags á Íslandi.
Tónskóli Sigursveins fyrir
framúrskarandi tónlistar-
kennslu m.a. við leikskóla.
Framúrskarandi kennnari
Anna Sofia Wahlström, leik-
skólanum Holti í Reykjanesbæ.
Birte Harksen, heilsuleikskól-
anum Urðarhól í Kópavogi,
Björn J. Sighvatz, kennari á
málmsmíða- og vélstjórnar-
braut Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra.
Ólöf Ása Benediktsdóttir,
kennari við Hrafnagilsskóla,
Þórunn Elídóttir, kennari við
Hamraskóla í Reykjavík,
Framúrskarandi
þróunarverkefni
Frístundalæsi. Þróunarverk-
efni sem snýr að eflingu máls
og læsis barna í gegnum leik á
frístundaheimilum og í tóm-
stundastarfi, m.a. með útgáfu
handbóka fyrir starfsfólk og
foreldra ásamt gerð vefseturs
Listrænt ákall til náttúrunnar
(LÁN): Samtal náttúrufræði og
listgreina. Þróunarverkefni þar
sem nemendur fjalla um mál-
efni náttúrunnar á skapandi og
nýstárlegan hátt með aðferðum
list- og verkgreina.
Smiðjan í skapandi skóla-
starfi. Þróunarverkefni á ungl-
ingastigi í Langholtsskóla í
Reykjavík sem beinist að því að
auka veg þverfaglegra viðfangs-
efna.
Vistheimt með skólum. Lang-
tímafræðsluverkefni í grunn- og
framhaldsskólum um vistheimt
og mikilvægi hennar.
Snillitímar í Gerðaskóla í
Suðurnesjabæ. Þróunarverkefni
í að efla frumkvæði nemenda í
eigin námi með skapandi verk-
efnum á eigin áhugasviði þeirra.
Valdefling
og vistheimt
FJÖLBREYTNIN RÆÐUR
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar