Morgunblaðið - 06.10.2020, Page 15
15
Náttúra Sannkallað haustlitagallerí er nú á Þingvöllum. Fallegt er að líta frá Rauðukusunesi til suðurs, þar sem við blasa gufubólstrar við Nesjavallavirkjun og Hengillinn með hvítan koll.
Sigurður Bogi
Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra átti góða lykilsetn-
ingu þegar hann kynnti fjárlög og
fjármálaáætlun í síðustu viku.
Hann sagði einfaldlega að við
þyrftum að hlaupa hraðar.
Með þessu var hann að segja að
hagvöxtur þyrfti að verða meiri en
nú stefnir í að óbreyttu. Ef við eig-
um á annað borð að ná tökum á
hallarekstri ríkissjóðs og verja lífs-
kjör. Þessari nálgun er ég sam-
mála.
Getan er ekki nóg ef viljann skortir
Þegar við komum svo saman á Alþingi að
kvöldi sama dags til þess að ræða stefnuræðu for-
sætisráðherra kom í ljós að ríkisstjórnin er ekki
með nein framtíðarplön sem gera okkur kleift að
hlaupa hraðar. Það voru mikil vonbrigði.
Sjálf held ég að stjórnarflokkarnir, hver um
sig, geti hlaupið hraðar en sameiginleg plön
þeirra gefa til kynna. En þetta snýst ekki bara
um getuna. Hindrunum verður ekki rutt burt ef
viljann skortir.
Það er nákvæmlega hér, sem hnífurinn stend-
ur í kúnni. Það eru hindranir á veginum. En uppi-
staðan og innihaldið í sáttmála stjórnarflokkanna
er að hreyfa ekki við þessum hindrunum. Til þess
skortir viljann. Þess vegna er hún kölluð kyrr-
stöðustjórn. Og kyrrstöðustjórnir hlaupa ekki
hraðar, jafnvel þótt þörfin sé brýn og knýjandi.
Ríkisútgjöldin sjálf
stækka ekki þjóðarkökuna
Viðreisn hefur stutt ríkisstjórnina í bráða-
birgðaráðstöfunum. Að vísu finnst okkur að hún
hafi ekki staðið við eigin fyrirheit um að gera
meira en minna. En það er ekki aðalatriðið hér.
Kjarni málsins er að þjóðarkakan til framtíðar
stækkar ekki sjálfkrafa með aukningu ríkis-
útgjalda. Við hlaupum ekki hraðar við það eitt.
Því ræður viljinn til að ryðja hindrunum úr vegi
svo við getum hlaupið hraðar.
Sagan segir okkur að á síðustu öld áttum við
þrjá áratugi þar sem við hlupum hraðar af því að
hindranir voru ekki í vegi eða þeim var rutt úr
vegi. Á grunni pólitískra ákvarðana.
Þegar við hlupum hraðar
Á fyrsta áratug síðustu aldar varð atvinnubylt-
ing í landinu með nýsköpun sjávarútvegsins.
Efnahagslegu forsendurnar fyrir þessu stökki
inn í nútímann voru tvær. Annars vegar hindr-
unarlaus milliríkjaviðskipti með fisk,
landbúnaðarafurðir og iðnaðarvörur. Hins vegar
stöðug mynt með þátttöku í Norræna mynt-
bandalaginu.
Þessi gengisfesta fékk erlenda fjárfesta til þess
að setja hér á fót banka. Hann gat síðan lánað er-
lent fjármagn til nýsköpunar sjávarútvegsins.
Á sjöunda áratugnum ruddi Viðreisnarstjórnin
tveimur hindrunum úr vegi svo þjóðin gæti
hlaupið hraðar. Annars vegar hvarf hún frá höft-
um í vöruviðskiptum. Hins vegar hætti hún að
biðja um sérlausnir frá Bretton Woods-
samstarfinu um stöðuga gjaldmiðla. Það leiddi til
greiðari aðgangs að erlendu fjármagni til nýrrar
iðnbyltingar.
Á tíunda áratugnum var líka ákveðið að hlaupa
hraðar og henda út hindrunum. Þá
féllust stjórnvöld á þá lykilforsendu
þjóðarsáttarsamninga að tryggja
stöðugt gengi. Til þess að sú tilraun
gengi upp þurfti að opna nýjar leið-
ir.
Annars vegar var það gert með
því að gefa framsal aflahlutdeildar
frjálst. Það leiddi til gífurlegrar
hagræðingar og framleiðniaukn-
ingar í sjávarútvegi. Hins vegar var
það gert með inngöngu í innri
markað Evrópusambandsins. Inn-
gangan eyddi margvíslegum hindr-
unum og stórjók viðskipti.
Hindranir sem nú
þarf að ryðja úr vegi
Þær hindranir, sem nú þarf að ryðja úr vegi til
að við getum hlaupið hraðar, kalla á kerfisbreyt-
ingar af svipuðum toga og áður.
Í fyrsta lagi verðum við að gerast aðilar að
evrunni eða tengjast henni. Það er knýjandi mál.
Gjaldgeng stöðug mynt er forsenda fyrir því að
nýsköpun í þekkingariðnaði takist. Fólk innan
nýsköpunarfyrirtækja hefur ítrekað bent á
gjaldmiðinn sem helstu hindrunina til vaxtar.
Gleymum heldur ekki að Marel og Össur tóku
flugið á gengisfestutímanum á tíunda áratugn-
um.
Ef engar breytingar verða á gjaldmiðlinum
munum við halda áfram að stofna sprotafyr-
irtæki, sem síðar lenda í útlöndum. Fyrir aukinn
hagvöxt hér heima eru það vondar fréttir en
einnig fyrir atvinnusköpun ungs fólks. Auðlinda-
nýting ein og sér mun ekki standa fyrir þeirri
fjölbreytni og verðmætasköpun í atvinnulífinu
sem þarf til að gera ríkissjóð sjálfbæran til lengri
tíma litið.
Í öðru lagi þarf að auka framleiðni í sjávar-
útvegi með því að láta markaðinn ákveða verð
fyrir tímabundinn veiðirétt. Samhliða þarf að
mæta veikari sjávarbyggðum með því að styrkja
umgjörð smábátaveiða og nota hluta af auðlinda-
gjaldi til nýsköpunar á landsbyggðinni.
Í þriðja lagi þurfum við að stíga lokaskrefið til
fullrar aðildar að Evrópusambandinu. Þótt það
sé ekki augnabliksmál er það skref þó mun
minna en það sem við tókum á tíunda áratugn-
um, þegar við ákváðum að verða aðilar að
kjarnastarfsemi sambandsins. Slíkt skref eykur
stöðugleika, bætir lífskjör og getur hleypt nýju
lífi í viðskipti, meðal annars með íslensk matvæli.
Kyrrstöðustjórnin þarf að fara fyrst
Kjarni málsins er sá að við verðum að hlaupa
hraðar. Það hefur tekist þegar kerfisbreytingar
hafa verið gerðar til að ryðja hindrunum úr vegi.
Fyrsta hindrunin, sem ýta þarf til hliðar, er
kyrrstöðuríkisstjórnin. Að því búnu er hægt að
bretta upp ermar og leggja af stað.
Eftir Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur
»En uppistaðan í sáttmála
stjórnarflokkanna er að
hreyfa ekki við þessum hindr-
unum. Til þess skortir viljann.
Þess vegna er hún kölluð kyrr-
stöðustjórn
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er formaður Viðreisnar.
Að hlaupa hraðar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020
Í upphafi Covid-faraldursins
var talað um að fletja kúrfuna.
Seinna virtist stefnt að bæl-
ingu veirunnar. Það er til-
tölulega auðvelt á Íslandi
vegna landfræðilegrar stöðu,
fámennis og getu til að greina
og rekja smit.
Helsti kostur bælingar er að
hún lágmarkar fjölda dauðs-
falla og afleiddra kvilla.
Bælingarstefna takmarkar
hins vegar líf og frelsi okkar til
langframa sem hefur neikvæðar afleiðingar,
eins og t.d. aukna tíðni sjálfsvíga, ofbeldi
gegn börnum og heimilisofbeldi og hafa
þessi áhrif eflaust ekki komið fram að fullu.
Þá hefur efnahagslegur skaði verið mun
meiri en óttast var og það mun hafa áhrif á
heilsufar til langframa.
Á Íslandi hafa einungis 1-2% þjóðarinnar
sýkst af Covid. Það er frábær árangur, en
það þýðir líka að flestir eru útsettir fyrir
sýkingu. Aðrar þjóðir hafa ekki staðið sig
eins vel, t.d. mælast 16% íbúa Stokkhólms
og 33% íbúa í New York með mótefni. Þetta
er ekki nóg til að hjarðónæmi myndist en
það takmarkar þó útbreiðslu Covid og íbúar
þessara borga geta núna leyft sér meira
frelsi innanlands en við og eru ekki eins lík-
legir til að fá nýjar smitbylgjur yfir sig.
Ég talaði fyrir því í Silfrinu á RÚV hinn
6. september að við ættum að halda áfram
þáverandi aðgerðum innanlands vegna þess
að smitstuðull var rétt undir 1, þ.e.a.s. hver
einstaklingur smitar innan við einn annan
og þá breiðist faraldurinn ekki út. Við sigld-
um þar í meðalhófi, skólar voru opnir og líf-
ið var eins nálægt eðlilegu róli og hægt var
miðað við aðstæður.
Því miður var slakað á aðgerðum innan-
lands 7. september, smitstuðullinn rauk upp,
og þetta olli því að þriðja bylgjan byrjaði
viku seinna. Einstaklingsbundnar smitvarn-
ir innanlands skipta nefnilega meira máli en
aðgerðir á landamærum. Smit munu alltaf
komast inn í landið og mikilvægasta leiðin
til að hindra að þau breiðist hratt út er að
hafa ekki „frjóan jarðveg“ innanlands.
Það hafa flestir áttað sig á að það er tál-
sýn að halda að Ísland geti verið veirufrítt
land eða að það sé hægt að lifa alveg eðli-
legu lífi þar til faraldurinn er yfirstaðinn.
Sóttkví á landamærum skrúfaði fyrir ferða-
mannastraum sem slökkti lífsneistann í
ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þannig
hafa á undanförnum vikum verið gerð tvenn
afdrifarík mistök í aðgerðum gegn Covid,
þ.e.a.s. farið í mjög harðar aðgerðir á landa-
mærum og of mikla slökun á aðgerðum inn-
anlands. Þessi mistök hafa valdið miklu
heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni.
Hver á þá langtímastefnan á Íslandi að
vera? Við virðumst hafa ákveðið að halda
okkur við bælingarstefnu og erfitt er að
skipta um hest í miðri á. Þessi leið er skyn-
samleg á margan hátt en hefur eins og áður
segir ákveðna ókosti. Það er mikilvægt að
forðast endurteknar bylgjur og þær miklu
raskanir sem þeim fylgja.
Fyrst þarf að ná niðurlögum þriðju bylgju
faraldursins, og aðgerðir þar
hefðu vissulega mátt hefjast
fyrr en gert var.
Þegar komið er á jafnvægi er
nauðsynlegt að viðhalda smit-
stuðli undir einum þar til meiri-
hluti þjóðarinnar hefur verið
bólusettur. Spóla ætti til baka í
aðgerðir sem voru hér fyrir 7.
september og halda sig u.þ.b.
þar. Framhaldsskólar ættu að
vera opnir og kennarar í við-
kvæmum hópum að halda sig
heima og kenna þaðan. Stórar
hópamyndanir án takmarkana eru hins veg-
ar úr sögunni í bili og halda þarf í
fjarlægðartakmarkanir, sprittun og notkun
grímna.
Varðandi landamærin, þá koma ekki
ferðamenn hingað ef nýgengi smita er svona
hátt. En þegar smitstuðull innanlands hefur
haldist undir einum í nokkurn tíma má slaka
örlítið á, þ.e.a.s. halda áfram skimun en
breyta sóttkví í heimkomusmitgát. Þetta er
innan meðalhófs því hætta á veldisvexti er
lítil ef smitstuðull innanlands er undir 1.
Önnur leið væri að skima ferðamenn í
heimalandi nokkrum dögum fyrir komu og
hafa seinni skimun við komu til landsins.
Þetta einfaldar ferlið á landamærum og hafa
sumar þjóðir þegar tekið þetta upp.
Loks á að minnka ótta í samfélaginu og
beina athygli að öðrum heilsufarsvanda-
málum sem hafa fallið í skuggann af Covid.
Það er t.d. mikið fjallað um aukningu smita í
Evrópu núna en lítið fjallað um þá stað-
reynd að dauðsföllum hefur ekki fjölgað
næstum því eins mikið og í vor. Það finnst
mér merkilegt og undarlegt að það fái nán-
ast enga umfjöllun. Þetta hefur eflaust
margar skýringar, t.d. er að meðaltali yngra
fólk að smitast, þeir veikustu féllu frá í vor
og e.t.v. er eitthvað um krossónæmi en það
er líka verið að skima miklu meira. Á landa-
mærum okkar er yfir helmingur jákvæðra
PCR-prófa hjá einstaklingum sem mælast
jafnframt með mótefni. Þar sem flestir
ferðamenn koma frá Evrópu er þetta í raun
stikkprufa á ástandið þar og því hugsanlegt
að mikill fjöldi jákvæðra PCR-prófa í Evr-
ópu þessa dagana sé hjá einstaklingum sem
þegar hafa myndað mótefni og því ekki með
virkan sjúkdóm.
Þegar bóluefni koma er ekki víst hversu
áhrifarík þau verða og því er hugsanlegt að
halda þurfi áfram lágmarkssmitvörnum í
eitt ár í viðbót. Það er mikilvægt að halda
smitstuðli undir einum en jafnframt að sigla
í meðalhófi og stöðugt að meta hvort lækn-
ingin sé verri en sjúkdómurinn.
Hver er leiðin út úr kófinu?
Eftir Jón Ívar Einarsson
Jón Ívar Einarsson
» Þriðja bylgja Covid-farald-
ursins orsakaðist af tilslök-
un aðgerða innanlands. Mik-
ilvægt er að halda smitstuðli
undir einum þar til faraldurinn
klárast
Höfundur er prófessor við læknadeild
Harvard-háskóla.