Morgunblaðið - 06.10.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020
Við Fellsmúla | Sími: 585 2888
ÚRVAL ÚTILJÓSA
Allir vita hver Jón
Sigurðsson var. Þó vita
fæstir nokkuð um hann
og ekki man ég eftir að
vitnað hafi verið í hann
eða stefnumál hans á
Alþingi Íslendinga nú á
dögum. Enda þótt
mynd í anddyri hússins
sýni hann á hástundu
ævi hans, og flestir
þekki orð hans við það
tækifæri, þá vita fæstir
hverju hann var að mótmæla.
Öfugt við flesta ráðamenn lands-
ins. Allt frá því að þeir tóku þátt í
stofnun einokunarverslunarinnar
1602, og til þessa dags, því leifar
hennar lifa enn góðu lífi. Hugarfar
hennar á sér enn djúpar rætur í við-
skipta- og fjármálakerfi landsins.
Mann fram af manni hefur Íslend-
ingum án raka verið innrætt af ráða-
mönnum hér að allt það illa, misbeit-
ing valds og auðsöfnun, væri Dönum
að kenna. Þessi staðleysa lifir enn
með þjóðinni.
Í byrjun árs 1848 tók
við einvaldskon-
ungstign í Danmörku
Friðrik, hinn sjöundi.
Hann hafði ungur verið
sendur til Íslands í út-
legð 1834, og kynntist
hann landanum og
stjórnkerfinu vel. Hann
tók sér að einkunn-
arorðum: „Ást fólksins
er minn styrkur.“ Síð-
an afsalaði hann sér
einveldinu og sagði að
þjóðin ætti að fara með
völdin.
Jafnframt þessu kallaði hann til
fimm Íslendinga, sem ásamt dönsk-
um áttu að leggja til drög að stöðu
Íslands í umheiminum. Ætlunin var
að leggja plaggið fyrir þjóðfund á Ís-
landi, til samþykktar eða synjunar.
Friðriki var kunnugt um hag lands-
ins, fátækt, samstöðuleysi og áhuga
málsmetandi manna á versl-
unaráþjáninni. Með þjóðfundinum
vildi hann gefa Íslendingum kost á
því sem fólst í einkunnarorðum hans.
Friðrik hinn sjöundi var lifandi af-
komandi Febrúarbyltingarinnar í
Frakklandi og hafði mótast af bylt-
ingaranda fyrri hluta nítjándu aldar.
Með þetta í huga var hugmyndin
að Þjóðfundinum 1851 snilldarverk.
Þótt framkvæmdin hafi ekki gengið
jafnvel og miklum tíma var eytt og
mörgum þingfundum í að koma sér
saman um fundarsköp, form og
stjórn fundarins. Síðan voru versl-
unarmálin tekin fyrir. Afganginum
af ætluðum fundartíma var eytt í að
staðfesta það, að verslunin væri að
minnsta kosti eins frjáls og í Dan-
mörku.
Að þessu loknu var það ljóst, eins
og búast mátti við, að íslenskir væru
í engu tilbúnir að verða hluti af
danska ríkinu. Lokahnykkurinn var
þá aðeins eftir, og hann þróaðist með
þeim ágætum, að á Íslandi varð öflug
þjóðernisvakning. Því til viðbótar
höfðu landsmenn einnig öðlast leið-
toga, sem ekki aðeins krafðist
nýrrar stjórnarskrár fyrir landið,
heldur barðist einnig fyrir frjálsri
verslun landsmönnum til heilla.
Það fór nú síðan eins og það fór. Ef
til vill mun framtíðin bera þá gæfu
til, að 618 ára saga viðskiptahindr-
ana og hafta líði endanlega undir
lok.
Eitt fyrsta verk fullvalda rík-
isstjórnar eftir 1918 var að stofna
Utanríkisverslun ríkisins. Röð við-
líka fyrirbæra fylgdi í kjölfarið.
Hver man ekki eftir Viðtækjaversl-
un ríkisins, Kartöflueinkasölunni,
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins,
ÁTVR? Hvaða nöfnum sem þessi
einkasölu- og haftarekstur nú kall-
aðist. Ekki verður Dönum þar um
kennt.
Eitt verk Jóns Sigurðssonar á
þingi, var að leggja fram frumvarp
um holdsveikispítala í Reykjavík,
með staðbundnum læknum tveim,
ásamt stofu landlæknis. Þar hafði
hann fyrir sér tímamótarannsóknir
vinar síns Jóns Hjaltalín sem síðar
varð landlæknir. Jón Hjaltalín
hafði Laugarnes fastlega í huga
fyrir slíkt sjúkrahús.
Þetta tímamótafrumvarp Jóns
Sigurðssonar 1845 náði ekki að
koma til umræðu á því þingi. Bar-
átta Jóns fyrir málstað sem hann
var fylgjandi varð þó ekki enda-
slepp, enda bar Jón aftur þetta
frumvarp fram á þinginu 1847.
Hvergi hef ég fundið þessa mál-
flutnings getið í ritum um hann.
Einn ævisöguritarinn segir, að
þetta þing hafi verið „átakalítið og
fremur sviplaust“.
Frumvarp þetta hlaut þau örlög,
að allt í því sem kostaði peninga var
fellt og afganginum vísað í hverfult
minni þingmanna, annarra en Jóns.
Ég er ekki í vafa um að Jón hafi bor-
ið þá von ætíð í brjósti, að einhvern
tíma mundu hans óskir rætast. Í ljósi
þess freistast ég til að álykta að þeir
læknar danskir, sem á árunum
þarna á eftir gerðu sér ferð til lands-
ins, til að rannsaka holdsveiki á land-
inu öllu, hafi notið hvatningar þing-
mannsins íslenska, sem þá og síðan
bjó í Danmörku.
Hálfri öld síðar, tóku Danir sig til,
og söfnuðu fé, til að láta þennan
draum Jóns Sigurðssonar rætast, en
hann var þá látinn. Eins og síðar hef-
ur komið í ljós voru störf hans um
margt gleymd og Jóns var í engu
getið í sambandi við Holdsveikra-
spítalann í Laugarnesi.
Já, það voru Danir. sem söfnuðu fé
í Danmörku og víðar til byggingar
þessa mannvirkis. Danir réðu ís-
lenskan lækni til forstöðu,og með
skilyrði um sérmenntaðar hjúkr-
unarkonur, sem var nýyrði í ís-
lenskri tungu, og olli straumhvörfum
í hlutverkum kvenna hér á landi.
Sextíu rúm voru þar og í fyrsta sinn
á ævinni upplifðu sjúklingar það hér
á landi, að velferð veikra væri höfð í
fyrirrúmi.
Danir hafa alltaf verið vinir Ís-
lendinga og greitt leið okkar í
mörgu. Það er margt sem við getum
tekið okkur til fyrirmyndar í fram-
göngu og fari Dana. Um leið eru
margar kreddur og staðleysur sem
enn eimir af um danska tímann hér í
gegnum aldirnar. Annað er gleymt.
Eftir Kristján Hall » Stóra vandamálið
varðandi Jón Sig-
urðsson var að hann var
einarður talsmaður
frjálsrar verslunar.
Kristján Hall
Höfundur er á eftirlaunum.
Danir og Jón Sigurðsson
Nýlega birtust okk-
ur forkastanlegar
teikningar af Kristi,
sem áttu að sýna hann
alls konar. Það kom
mér svo sem ekkert á
óvart, að Radíusbróð-
irinn og fyrrverandi
samstúdent minn í
guðfræðideildinni
Davíð Þór Jónsson
skyldi vera einn
þeirra, sem stóðu að baki athæfinu,
og heldur ekki, að prófessor Arn-
fríður, fyrrverandi samstúdína mín,
skyldi mæla því bót. Það var við því
að búast af þeirra hálfu. Radíusbróð-
irinn og guðfræðingurinn virðast
greinilega vera komnir í einn hræri-
graut í Davíð, sem fer illa þeim
presti, sem vill láta taka sig alvar-
lega.
Á sama tíma eru múslimar í París
enn að hefna afskræmdra teikninga
af spámanni sínum, sem birtust í
frönskum fjölmiðlum fyrir margt
löngu, með því að skjóta mann og
annan þar úti. Nú vita múslimar vel,
að Jesús er okkur kristnum mönn-
um jafn heilagur og smámaðurinn
Múhameð er þeim. Því kæmi mér
ekki á óvart, þótt múslimar hér á
landi séu furðulostnir yfir við-
brögðum yfirstjórnar kirkjunnar
vegna þessa teikningarugls, sem
birtist af Jesú, og viðbragða hennar
við þeim. Því hvað hefðu þeir gert, ef
einhver bíræfinn klerkur í þeirra
röðum hefði dirfst að teikna Múham-
eð þannig og birt það? Davíð Þór
ætti að hugsa um örlög þess stétt-
arbróður síns, sem hefði gert slíkt
og þvílíkt, því að sá hefði annaðhvort
verið skotinn eða hálshöggvinn fyrir
atvikið. Svo alvarlega líta múslimar
á slík brot. Á Englandi 16. aldar
hefði hausinn svo verið settur upp á
eina pílár Thamesárbrúar öðrum til
viðvörunar. Það má líka spyrja, hvað
við hefðum sagt, ef einhverjum
múslima hefði dottið þessi ósvinna í
hug og birt okkur svona teikningar,
eins og hér um ræðir. Það er ekki
víst, að við hefðum tek-
ið því þegjandi og
hljóðalaust.
Ef við lítum okkur
nær suður í Páfagarð,
þá hefði sá prestur, sem
hefði boðið upp á svona
óhæfu, ekki aðeins ver-
ið víttur harðlega, held-
ur mátt eiga von á því
að verða bannfærður
fyrir vikið og settur út
af sakramentinu og
friðlaus eftir það, enda
get ég nokkurn veginn getið mér til,
hvað trúsystkin okkar í Landakoti
hugsa núna um þetta teikningarugl.
Mér varð samt ekki síst hugsað til
forföður míns Jóns Vídalíns, sem ef-
laust hefði haldið eina af þrumuræð-
um sínum yfir gerendunum vegna
þessa, og sömuleiðis frænda míns,
Sigurbjörns biskups, svo ekki sé
minnst á æskulýðsleiðtogann sr.
Friðrik, sem hefði aldeilis ekki líkað
að eiga að leggja svona rugl og vit-
leysu fyrir blessuð börnin. Gott, ef
þeir hafa ekki bylt sér eitthvað í
gröfum sínum vegna þessa. Það
hefði líka svo sannarlega þurft á
slíkum heiðursmönnum að halda í
yfirstjórn kirkjunnar í dag til þess
að halda nauðsynlegum aga, svo og
eins og einum Lúther til þess að sið-
bæta kirkjuna og rétta kúrsinn af,
þegar hún virðist vera á leiðinni
langt út í móa með kenningar sínar
og boðun, og það á tímum, eins og
við erum að upplifa núna. Ekki veitti
af, og mál að linni, enda er oss fjarri
því að vera skemmt yfir uppá-
tækinu.
Oss er ekki skemmt
Eftir Guðbjörgu
Snót Jónsdóttur
Guðbjörg Snót Jónsdóttir
»…heldur hefði sá
mátt eiga von á því
að verða bannfærður
fyrir vikið og settur út
af sakramentinu og frið-
laus eftir það.
Höfundur er guðfræðingur
og fræðimaður.