Morgunblaðið - 06.10.2020, Side 20

Morgunblaðið - 06.10.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 ✝ Alma DröfnGeirdal Æg- isdóttir fæddist 6. september 1979. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Land- spítalans 19. sept- ember 2020. Foreldrar henn- ar eru Lilja S. Jónsdóttir, f. 9. júlí 1948, og Ægir Geirdal Gíslason, f. 4. maí 1946. Þau eru búsett í Hafn- arfirði. Systkini Ölmu eru: 1) Freyja Geirdal, f. 25. september 1969. Maki Ulf Sundin. Börn þeirra eru Saga Therese og Alex Æg- ir. 2) Sigurborg Geirdal, f. 16. desember 1970. Maki Valdimar Víðisson. Dætur Sigurborgar eru Elísa Rún og Lilja Rut. Sonur Valdimars er Víðir Jök- ull. 3) Jón Gunnar Geirdal, f. 3.október 1974. Maki Fjóla Katrín Steinsdóttir. Börn þeirra eru Jökull Ægir og Matthías Maron. Einnig á Jón Gunnar Maríu og Óðin úr fyrra hjónabandi. is þjónustustörf en hennar uppáhaldsiðja var að vinna við ljósmyndun og uppistand, enda einstaklega listræn. Hún var mikil baráttukona og lét sig félagsmál varða og stofnaði m.a. Forma, samtök átrösk- unarsjúklinga árið 2007. Síð- asta árið hélt Alma úti síðu þar sem hún ræddi opinskátt um baráttu sína við krabbamein og benti á það sem betur mætti fara varðandi heilbrigðiskerfið. Alma fann ástina í lífi sínu, hann Gumma, rétt áður en hún greindist aftur með krabba- mein í fyrrasumar. Þrátt fyrir erfið veikindi hennar safnaði hún góðum minningum, með samveru og ferðalögum, fram að síðustu dögum. Hún fór óhefðbundnar leiðir í lífinu, lifði hratt en lagði sig fram við að lifa í núinu og gerði það vel. Útför Ölmu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6. október 2020, og hefst útförin klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin ein- ungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Athöfninni verður streymt: https://www.facebook.com/ alma.geirdal og á Facebook-síðunni Alma vs cancer Virkan hlekk á streymi má finna á https://www.mbl.is/andlat Unnusti Ölmu er Guðmundur Sig- varðsson, f. 20. ágúst 1979. Þau bjuggu saman á Nönnustíg 8 í Hafnarfirði. Alma átti 3 börn og 2 stjúpbörn. Börn Ölmu eru: 1) Sylvía Sól Geirdal Pétursdóttir, f. 5. júlí 1999. 2) Martin Máni Geirdal Kárason, f. 14. október 2003. 3) Henrik Hugi Geirdal Helgason, f. 15. maí 2008. Börn Guðmundar eru: 1) Sólveig Rut Guðmundsdóttir, f. 26. janúar 2004. 2) Gunnar Logi Guðmundsson, f. 28. ágúst 2009. Alma ólst upp í Kópavogi og var alla sína grunnskólagöngu í Kópavogsskóla. Leið hennar lá síðan í Fjölbrautaskólann í Garðabæ en Alma fann fljótt að hefðbundið bóknám átti ekki við hana og breytti hún því um og fór í skapandi nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Síð- ar lærði hún ljósmyndun í Ljós- myndaskólanum. Hún vann ým- Mamma. Eigum við að fara í búð sam- an? Viltu koma í mat á morgun? Hringdu þegar þú ert vöknuð ástin mín. Hringdu áður en þú sofnar gullið mitt. Ég er á leið- inni til þín með smá glaðning. Sá þetta í búðinni og fannst þú þurfa að eiga svona. Mamma gerir allt til að gleðja Sólina sína. Mamma elskar þig miklu meira en allt – aldrei gleyma því. Svona var mamma mín. Hún gerði allt fyrir mig og okkur systkinin. Hringdi í mig mörgum sinnum á dag og stundum fannst mér hún hringja of oft. En núna myndi ég gera allt til að geta hringt í hana – bara einu sinni enn. Mamma var og mun alltaf vera mín besta vinkona. Enginn þekkir mig betur, hún var alltaf til staðar og verður það áfram. Hún mun fylgja mér, leiðbeina mér, hlæja með mér og að mér, hvetja mig áfram og umvefja mig hlýju og ást. Þín Sylví Sylvía. Elsku mamma mín, ég elska þig endalaust. Þinn Martin Máni. Elsku uppáhalds- yngsta barnið okkar, Krílið, eins og hún var kölluð, enda var hún alltaf smávaxin og yndisleg. Hin voru Ljósið, Ögnin og Stubbur. Þar sem fimm ár voru á milli yngsta og hennar var henni vel tekið, þótt Stubbur hefði heldur kosið að fá bróður. Úr því sem komið var var það ekki til umræðu. Þetta var afskaplega góður systkinahópur og samhentur. Nutu þau þar góðs af yndislegri móður sinni, Liljurósinni, sem ég kýs að kalla hana. Við elskum þig Alma Dröfnin okkar allra. Þín er mikið saknað en ég veit að þú ert okkur áfram nálæg. Við eigum ekki að syrgja of lengi. Við grát- um vegna þess sem veitti okkur gleði. Þín ég sakna, ástin mín, orðin ertu fögur sýn, uppá himni háum, ó, svo ósköp bláum. Alltaf verð ég mamma sín, eftir tíma kem til þín, aftur verður þú með grín. Allt hið besta fáum. Til jarðar við horfum með hneigju, hörmum öll þennan dag. Kveðjuna færðu frá Freyju, fagurt þitt sólarlag. Hlýtt var þitt hjartalag. Þarna Sigurborg stendur, streyma tárin um kinn. Öllum fallast hér hendur, himinninn býður þér inn. Hjartans kjáninn þinn. Reyndi að bægja burt hættum, brostuð þið kinn við kinn. Elsku Jónsi er mættur, uppáhaldsbróðirinn minn. Engan betri ég finn. Sylvíu Sólar, sólin varst, sækjast sér um líkir. Ástúðina alltaf barst, yndisleikinn ríkir. Ástin, sorg burt víkir. Martin Máni mjúkur er, milt er hjartað ljúfa. Mömmu sína sorg hann ber, senn mun ástin rjúfa. Yfir svífur dúfa. Drúpir höfði Henrik Hugi hörð er sorgin hér. Mömmu ósk að Drottinn dugi, dátt hann hlúi að þér. Dásamlegt finnst mér. Lilju Rutar óskin er, Alma hvíld’ í friði. Innst í hjarta alltaf mér, alltaf ert að liði. Ástin að markmiði. Alma Dröfn, hún elsku bar, aldrei vildi kvarta. Vininn sinn, hann Valdimar, vafði sér að hjarta. Vonin lifir bjarta. Elísa Rún er ósköp góð, elskar Ölmu sína. Arkar Alma aðra slóð, engum mun hún týna. Áfram mun hún grína. Börnin Gumma, Sólveig Gunnar, gráta eins og þið. Brostnir eru góðir grunnar. í gleði opnast hlið. Til hjálpar stöndum við. Uppáhaldslagið Ölmu Drafnar, Inní mér syngur, vitleysingur, Gummi og Alma, ástin dafnar, eltast við hvern sinn fingur. Í Álfheimunum nú hún syngur. Yndislegust elskan mín, allra kærust varstu. Inní veröld, viskan þín, vasa fulla barstu. Eins og sáðir upp það skarstu. Elsku Alma Dröfnin mín, þér fannst gaman að vísunum hans pabba. Þú varst eina barnið okk- ar, sem ég tók á móti. Þetta ein- staka kraftaverk, sem fæðingin er, verður alltaf stórkostlegasti viðburður sem ég hef upplifað. Það styrkir minninguna um þig. Við eigum hafsjó af minningum um þig og munum aldrei gleyma þér. Hann Bjartur er með kveðju, við erum einmitt að leggja af stað í okkar daglega labbitúr. Við spjöllum alltaf sam- an og oft kemur þú þar við sögu. Þannig mun það verða áfram. Það er gott. Nú kveðjumst við, elsku Ölmu Dröfnin okkar allra. Við elskum þig og munum sakna þín. Pabbi og mamma. Sit og hlusta á „Inní mér syngur vitleysingur“, sem er lag- ið hennar Ölmu minnar, og hugsa um hversu fáránlega ósanngjarnt það er að elsku litla systir skuli vera farin frá okkur. Hvernig getur lífið verið svona fáránlega óréttlátt og ósann- gjarnt. Elsku Alman mín sem var svo mögnuð manneskja að ekki er hægt annað en dást að. Hvernig hún tókst á við allt sitt af æðruleysi og án nokkurs bit- urleika er með ólíkindum. En ég er sár og reið og leið, fyrir henn- ar hönd, yfir því hversu mörg og erfið verkefni hún fékk í lífinu. Get bara ekki sætt mig við að hún hafi þurft að takast á við át- röskun, fíkn og andleg veikindi og fá svo helvítis krabbann ofan á allt annað. Það er einfaldlega meira en nokkur á að þurfa að glíma við. En hún tókst á við það allt, lifði í núinu og gerði gott úr öllu. Alma var hvatvísa flögrandi litla fiðrildið okkar sem fór ávallt óhefðbundnar leiðir í lífinu. Hún var litríkur karakter sem gerði það sem hana langaði til og ef hún fékk hugmynd þá fram- kvæmdi hún hana. Hvort sem það var að fara á fullt í uppistand eða gefa út bók þá var hún óhrædd, gaf allt í það sem hún gerði og lét drauma sína rætast. Hún var svo einstök þessi elska. Var með risastórt hjarta sem umvafði alla. Hún tók öllum eins og þeir voru, dæmdi engan og var algerlega fordómalaus. Hún var óhrædd við að segja fólki hvað það skipti hana miklu máli og hversu vænt henni þótti um það og baðst afsökunar þegar þess þurfti. Þessir eiginleikar gerðu hana svo dásamlega og heillandi. Við systur áttum ein- stakt og fallegt samband sem ég er svo óendanlega þakklát fyrir í dag. Við vorum alls ekki alltaf sammála um allt og tókumst á eins og systur gera. En við stóð- um saman í gegnum allt enda var það mitt hlutverk að passa hana og það gerði ég alla tíð, alveg fram á síðustu stundu. Lífið verður svo miklu tómlegra án hennar og missir okkar fjöl- skyldunnar er mikill, enda var Alma svo elskuð. Ég mun sakna hennar meira en orð fá lýst og elska hana endalaust og alltaf. Þín stóra systir, Sigurborg. Elsku hjartans litla systir, elsku besta Alma okkar. Kveðja Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Skyndilega slokknar á loga sem yljað hefur og gefið okkur allt. Blásið var á kerti og skyndilega varð allt ískalt. Eitthvað brestur hljóðlega, rödd og söngur deyja út, og brátt skynjar maður greinilega að ekkert er eða verður eins og það var áður. (Bo Setterlind) Ég, Ulf, Saga Therese og Alex Ægir varðveitum þig endalaust í hjörtum okkar elsku besta Alma, elsku besta litla systir, mágkona og móðursystir. Söknuðurinn er mikill og sár. Elskum þig Almanían okkar. Puss og kram Freyja stóra systir og fjölskylda, Svíslendingarnir þínir. Sjötta september árið 1979 var fimm ára mér tilkynnt að ég væri að eignast enn eina syst- urina, nokkuð sem mér hugnað- ist alls ekki og grátbað ég for- eldra mína um bróður. Bænum mínum var ekki svarað og á þess- um örlagaríka degi fékk ég það mikilvæga hlutverk að vera stóri bróðir þinn og ég átti eftir að taka það mjög alvarlega. Það veitti heldur ekki af því dásam- lega þú lést svo sannarlega reyna á það hlutverk í gegnum þitt allt- of stutta og stormasama lífs- hlaup. En ég ætlaði aldrei að þurfa að upplifa það að missa þig. Litla systir mín látin. Þessi fjögur orð verða óraunverulegri í hvert sinn sem ég endurtek þau. Ég er ekki stóri bróðir þinn lengur og sorg- in mölbrýtur tilveru mína. Hvað segir maður svo þegar þú ert öll? Hvað á ég að rifja upp, mín kæra? Hvaða minningar standa upp úr? Of margar. Allt- of. En vá hvað þær áttu að vera miklu fleiri, elsku gullfallega Alma mín. Mér þykir mjög vænt Alma Dröfn Geirdal Ægisdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA JÓNASDÓTTIR, Snægili 34, lést 21. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigursteinn Kristinsson Heiðdís Sigursteinsdóttir Jón Víkingur Árnason Hjördís Sigursteinsdóttir Jónas Leifur Sigursteinsson Ragnheiður I. Ragnarsdóttir Sævar J. Sigursteinsson Fjóla Guðmundsdóttir Jóhannes K. Sigursteinsson Harpa Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG GEIRSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð Akureyri 30. september. Útförin mun fara fram í kyrrþey að hennar ósk. Margrét Ó. Jónsdóttir Sævar Óskarsson Bryndís Jónsdóttir Egill Geirsson Soffía Jónsdóttir Árni Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GRÍMUR MARKÚSSON frá Þorlákshöfn, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka, laugardaginn 26. september. Soffía Einarsdóttir Bettý Grímsdóttir Árni Hrannar Arngrímsson Arngrímur Árnason Soffía Sif Árnadóttir Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS BJARNASON, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, lést miðvikudaginn 30. september á Hrafnistu, Laugarási. Lilja Jónasdóttir Stefán Atli Halldórsson Gunnar Örn Jónasson Sigrún Jónasdóttir Óskar Jónasson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, JAKOB STEINGRÍMSSON, Vorsabæ 5, Reykjavík, lést á heimili sínu 27. september. Útför hans verður frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 8. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Karen Þorvaldsdóttir Hulda Jakobsdóttir Jón Árni Rúnarsson Anna Margrét Jakobsdóttir Tómas Gunnar Viðarsson Brynjar Berg, Sölvi Rafn, Daníel Darri Hildur Steingrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.