Morgunblaðið - 06.10.2020, Page 21

Morgunblaðið - 06.10.2020, Page 21
um New York-ferðina okkar fyr- ir tíu árum síðan; taxi til Brook- lyn að fá okkur flúr, Maxwell- tónleikar í Madison Square Gar- den – það var svo ótrúlega gaman hjá okkur. Þá varst þú öxlin sem ég þurfti að styðja mig við. Kletturinn hans brósa. Við fengum okkur svo aftur saman flúr í vor og í hvert sinn sem ég legg hendur mínar í bæn þá minna krossarnir á yndislegu þig. Mér fannst þú alltaf æðisleg, líka þegar þú varst ekki æðisleg. En það er nákvæmlega það sem stóru bræður gera, þeir standa með þér þegar þú stendur ekki einu sinni með sjálfri þér. Það voru mikilvægustu augnablikin okkar. Þar fundum við systkinin styrkinn okkar í öllu sínu ógn- arsterka veldi. Þér tókst nefni- lega oftar en ekki að sannfæra sjálfa þig um að best væri að standa í auga stormsins, töffar- inn hans brósa með hendur á lofti, að reyna að dansa sig í gegnum erfiðleikana. Alltaf stóðstu upp aftur og við vorum svo stolt af þér, þangað til brósi stóð einn upp eftir þann síðasta. Í síðustu andvörpum þínum skein sólin í gegnum rokið og rigninguna og okkur fannst það ofboðslega táknrænt fyrir lífs- hlaup þitt. Í gegnum alla erfið- leikana voru bjartir og fallegir tímar og ætli okkur fjölskyldunni reynist ekki erfiðast að sætta okkur við það að þær góðu stundir hefðu svo sannarlega getað verið mun fleiri. En ég ætla ekki að vera reiður eða sár mikið lengur. Ég vill nefnilega muna þig ótrúlega fallega, skelli- hlæjandi með fallega brosið þitt, ánægð að njóta með Geirdöllun- um okkar. Gleðigjafinn þú sem smitaðir svo út frá þér til allra í kringum þig. Við sem syrgjum þig svo sárt eigum fjölda góðra minninga sem við munum hlæja og gráta okkur í gegnum saman þegar við minnumst þín. Mín lífsins sorg er að verða ekki gamall maður með litlu systur minni. Ég sá aldrei fyrir mér að þú yrðir langlíf en að falla frá fjörtíu og eins árs er mar- traðarkenndur veruleiki okkar sem elskuðum þig svo mikið. Ég elskaði þig frá þínum fyrsta and- ardrætti og mun að eilífu þykja vænt um að hafa haldið í hönd þína þegar sá síðasti yfirgaf þig. Við elskuðum bæði tónlist og okkur fannst Bubbi Morthens frábær. Í gegnum brekkur lífs okkar tengdum við oftar en ekki við texta hans. Þess vegna fannst mér viðeigandi að velja nokkrar línur frá honum fyrir síðustu kveðjuna þína. Allar óskir regnbogans ávallt bíða, eftir þeim sem þurftu sársaukann að líða, Það er sagt í hinsta andvarpinu mætir …þú sjálfum þér í regnbogans stræti. Taktu frá sæti fyrir brósa við regnbogann fagra og mundu að inni í mér syngur líka vitleys- ingur. Loksins ertu frjáls Al- manían mín. Jón Gunnar Geirdal. Elsku mágkona mín og vin- kona, hún Alma Dröfn eða Lafð- in eins og hún kallaði sig gjarn- an, er látin eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Ölmu kynntist ég um leið og ég og systir hennar, hún Sigur- borg, fórum að rugla saman reyt- um. Alveg ljóst frá fyrstu kynn- um að Alma samþykkti mig í fjölskylduna og við urðum um leið góðir vinir. Sá strax að þarna var mikill húmoristi og gleðigjafi sem fór ekki alltaf sömu leið og samferðamenn hennar. Hún var mjög listræn og fallega heimilið hennar á Nönnustíg, þar sem hún bjó lengi, var eins og æv- intýraheimur útaf fyrir sig. Hún hafði einstakt lag við að gefa hlutum líf, hlutum sem við hin setjum venjulega í geymslu eða förum með í Sorpu. Ég kom oft í heimsókn á Nönnustíg og var að sjá eitthvað nýtt í hvert sinn, hvort sem það var nýr kerta- stjaki, ný mynd á veggnum, bein, steinar eða bara hvað sem er. En í raun var það ekki nýtt, ég hafði bara ekki tekið eftir því áður. Það var nefnilega svo mikið um að vera á fallega heimilinu henn- ar. Húmor var eitt af hennar að- alsmerkjum. Hún var með uppi- stand víða um land fyrir nokkr- um árum og sló alltaf í gegn. Húmorinn hennar í uppistandinu var þannig að hún lét jafnvel hörðustu jaxlana fara hjá sér. Groddalegur húmor sem hitti yf- irleitt í mark. Hún hafði gaman af lífinu og lifði fyrir líðandi stund án þess að vera velta of mikið fyrir sér hvað framtíðin bæri í skauti sér. Lífið er núna átti svo sannarlega vel við hana. Henni leið yfirleitt best með fólk í kringum sig og börnin hennar voru henni allt. Það er svo sann- arlega líf og fjör í kotinu sagði hún reglulega þegar barnahóp- urinn var allur heima. Lífshlaup Ölmu var langt í frá að vera alltaf dans á rósum. Fyr- ir utan krabbameinið þá þurfti Alma að glíma við andleg veik- indi sem tóku mikinn toll. En hún átti auðvelt með að ræða það, hvort sem það var að tala um átröskun, fíknisjúkdóma og aðra geðræna kvilla. Hún fékk sér húðflúr á bakið þar sem stendur: Inni í mér syngur vit- leysingur. Og var það hennar leið að láta vita útávið að hún væri örugg með sjálfan sig. Alma kynntist honum Gumma sínum í upphafi baráttunnar við krabbameinið og hann hefur staðið eins og klettur við hlið hennar. Hjálpað henni í veikind- um, ferðast með henni um landið, komið henni til að hlæja og verið hennar stoð og stytta þegar kom að því að glíma við erfiðar fréttir. Þeirra samband var alltof stutt en yndislega fallegt. Elsku Gummi, Sylvía, Martin, Henrik, Sólveig, Gunnar, Lilja, Ægir, Freyja, Sigurborg, Jón Gunnar og aðrir ættingjar og vinir. Ykkar missir er mikill. Alma skilur eftir sig skarð sem aldrei verður fyllt en með tím- anum lærið þið að ylja ykkur við dásamlegar minningar um ein- staka unnustu, dóttur, móður, systur, frænku og vinkonu. Ég bið góðan guð að styðja og styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Valdimar Víðisson. Elsku Alma Dröfn fallin frá í blóma lífsins. Hún var dásamlegur og litrík- ur persónuleiki og góð vinkona, hún gafst aldrei upp og háði hetjulega baráttu við krabba- mein fram á síðasta dag. Alma lá aldrei á skoðunum sínum, var með hárbeittan húm- or, orðheppin og fyndnust allra. Hún gerði óspart grín að sjálfri sér og sínu fólki en samt svo ljúf og dásamleg. Henni var margt til lista lagt, meðal annars riggaði upp veislum með dýrindis mat eins og ekkert var, svo var hún ljósmyndari og myndaði hún brúðkaupdaginn okkar hjóna og eigum við fallegar myndir frá þeim degi. Það var alltaf heitt á könnunni á Nönnustígnum og alltaf hægt að renna við í spjall en heimilið var ávallt notalegt og upplýst kertaljósum. Litla Lafði, takk fyrir allar dásamlegu stundirnar okkar saman í gegnum árin. Elsku fjölskylda, þið voruð henni allt, og hafið verið svo ótrúlega sterk og samheldin í gegnum þennan erfiða tíma. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Hafdís Ársælsdóttir. Elsku yndislega Alman mín, Alman mín með risastóra hjartað sem elskaði svo heitt. Það sem ég elska þig og sakna þín mikið. Það er bæði sárt og ósanngjarnt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig, spjalla við þig og taka utan um þig aftur en ég er þess full- viss að þú sért hér hjá okkur, vakir yfir okkur og verndir. Þú varst algjörlega einstök, með ótrúlega fallega útgeislun og stóran karakter. Þú varst fyndn- ust og skemmtilegust, alltaf með skemmtilegar sögur til að segja og sagðir þær á svo einstakan hátt. Það sem þú varst elskuð. Við eigum endalaust að minn- ingum saman, þær sem standa upp úr eru heimsóknirnar þínar til mín norður og allir göngu- túrarnir okkar, þar sem við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þú varst alltaf svo góð við mig, talaðir alltaf svo fallega til mín og um mig, sýndir öllu sem ég gerði áhuga, elskaðir mig eins og þína og hafðir alltaf trú á mér. Mér þótti alltaf svo vænt um það og finnst svo dýrmætt í dag. Síðustu þrjú ár hafa verið ótrúlega erfið, það var svo sárt þegar þú greindist með krabba- meinið. Þegar þú greindist þá varstu á besta stað sem þú hafðir verið á lengi, eftir erfiðan tíma, og framtíðin var björt með öllu fólkinu þínu. Fréttirnar voru svo óraunverulegar og óskiljanlegar en þú varst svo dugleg. Þú sýnd- ir ótrúlegt æðruleysi í öllu ferl- inu og kenndir okkur hinum að nýta tímann okkar vel og lifa einn dag í einu, algjörlega aðdá- unarvert. Ég mun alla tíð halda minn- ingu þinni á lofti, tala um þig og vera verndari elsku barnanna þinna eins og þú baðst mig um. Ég mun elska þig og sakna alla daga þangað til við hittumst aft- ur. Þín Lilja. Elsku hjartans Alma mín. Mikill er söknuðurinn og veru- leika án þín er erfitt að sjá fyrir sér, hvað þá að setja í orð. Þó svo að stundirnar hefðu mátt vera mun fleiri geymir hjartað ljúfar minningar af litlu lafðinni með stóru skoðanirnar. Gönguferðir um fallega Fjörðinn okkar, hlát- ur yfir skemmtilegum uppákom- um og samverur sem innihéldu dans langt fram eftir morgni. Hittingar víðs vegar um landið og þá stendur Akureyri upp úr, þar sem við heimsóttum Lilju okkar. Þar voru augun máluð, neglur lakkaðar og brjóstum þrýst upp á við, allt til þess að heilla norðlenska landann. En alltaf þótti mér þú fallegust þeg- ar þú varst bara þú, engin sýnd- armennska, engin læti, bara þú. Ráma röddin, smitandi hláturinn og brosið sem bræddi hvert hjarta. Fiðrildið sem sá sér ekki værð og þurfti stanslaust að vera á flakki. Hvort sem það var að læra nýja hluti, starfa á nýjum stað eða að finna vettvang til að hjálpa öðrum þá staldraðir þú sjaldan of lengi við. Kannski var það einfaldlega því þú sást fyrir þér að aðrir myndu bera kyndil- inn áfram eftir að þú hafðir kveikt á honum, kannski var það bara vegna þess að þú sást ný og meira spennandi tækifæri á hverju horni. Um þetta fáum við ekki skorið að sinni, en mörg eru sporin sem þú hefur fetað, hvort sem það var að starfa fyrir Rauða krossinn, stofna samtök fyrir fólk með átraskanir eða festa á filmu minningar fyrir sjálfa þig eða aðra. Já, lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þér en sama hverjar hindranirnar voru stóðstu keik þegar yfir var stað- ið. Sama hvað þá bjóstu alltaf til heimili fyrir þig og ungana þína, hvar sem þið enduðuð var fyrsta reglan alltaf að gera heimili, öruggt skjól þar sem allir fengu svigrúm til að vera hvernig sem þeir vildu, því þannig varstu, allt- af opin fyrir því að sjá það fallega í öllum. Þessir eiginleikar lifa áfram í börnunum þínum sem eru heppin að geta kallað sig þín. Eftir sitja minningar sem verma hjartað en þangað til við hitt- umst aftur þakka ég þér sam- fylgdina. Fjölskyldu þinni færi ég hlýjar kveðjur. Þó að kali heitur hver, hylji dali og jökul ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. (Vatnsenda Rósa) Þín vinkona, Anna Guðný. Elsku hjartans gullið mitt. Mikið finnst mér erfitt að setjast niður og skrifa. Allar minning- arnar hellast yfir mig. Fallega brosið þitt, hláturinn, hlýjan og faðmlögin. Ekki hefði mig grun- að þegar ég flutti á Nönnustíginn að í næsta húsi biði mín ung fal- leg kona í blóma lífsins sem yrði mín besta vinkona. Við töluðum oft um það hvað sambandið okk- ar varð strax náið og það væri eins og við hefðum þekkt hvor aðra alla ævi. En við vorum líka alveg með skýringu á því. Við vorum svo líkar. Við skildum hvor aðra og með okkur þróaðist svo innileg og falleg vinátta sem ég mun varðveita í hjarta mínu alla ævi. Fyrsta skiptið sem þú bauðst mér yfir í kaffi lýsir þér svo vel. Við vorum búnar að vera að spjalla saman í mörg ár, þú stóðst úti í garði og ég á svöl- unum. En þér fannst þetta nú ekki ganga lengur og hringdir í Robba í vinnuna og sagðir hvað er síminn hjá konunni þinni, þetta gengur ekki lengur, ég ætla að bjóða henni í kaffi. Eftir þetta var ekki aftur snúið. Við hlógum oft að því að þetta hefði verið eins og í bíómyndunum, ást við fyrstu sýn. Við tóku endalaus hlaup á milli húsa, í hvaða veðri sem var og í hvaða dressi sem var, mörgum sinnum á dag, og já, náttfötin voru sko alveg gjald- geng á milli húsa, okkur fannst það bara notalegt. Það er svo sárt að hugsa til þess að vakna ekki lengur á morgnana við skilaboðin frá þér: „Ertu vöknuð, komdu, ég er að bíða, ég sakna þín.“ Æi, elsku hjartað mitt, þú varst svo mikið krútt, þegar þú stóðst úti í garði og kallaðir og sagðir mér að koma: „Unnur, þú ert ekki búin að koma í 3 klukku- tíma, ég sakna þín“ og þegar þú stóðst í forstofuglugganum og vinkaðir mér að koma. En þetta lýsir okkar sambandi svo vel, við gátum ekki séð hvor af annarri og þurftum að hittast mörgum sinnum á dag. Takk fyrir öll fal- legu skilaboðin sem þú sendir mér um hvað þér þætti vænt um okkar vináttu. Þau lýsa þér svo vel, elsku vinkona, þú vildir að þeir sem þér þótti vænt um vissu af því. Við elskuðum að tala um börnin okkar og hversu heppnar við værum. Elsku Sylvía, Martin og Henrik Hugi voru stolt þitt og yndi. Við vorum svo ánægðar hvað stelpurnar okkar væru miklar vinkonur og óskuðum þess að þeirra vinkonusamband yrði eins og okkar, og jú! við er- um víst fyndnar, sama hvað þær segja hahaha. Ég lofa því elsku hjartað mitt að ég mun hlúa vel að þeirra vinskap og hugsa vel um stelpurnar okkar. Ég dáðist að því hversu jákvæð og dugleg þú varst. Í öllum veikindunum var það þitt markmið að nýta tímann og skapa minningar fyrir fólkið þitt. Ein af þessum minn- ingum er mæðgnaferðin upp í bústað með stelpurnar okkar, það var svo gaman. Við vissum að tíminn vann ekki með okkur og við töluðum opinskátt um það. En það gat ekkert undirbúið mig undir það tómarúm sem ég finn fyrir í hjarta mínu núna. Nú kveð ég þig með þeim orðum sem við kvöddumst alltaf með: Bless, ég elska þig. Elsku Gummi, Sylvía, Martin Máni, Henrik Hugi, Ægir, Lilja, Freyja, Jón Gunnar og Bogga og fjölskylda. Innilegar samúðar- kveðjur. Þín besta vinkona að eilífu, Unnur. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HÖRÐUR REYNIR HJARTARSON, húsasmiður og þúsundþjalasmiður, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 8. október klukkan 13. Útförinni verður streymt á Facebook-hóp, útför Harðar Hjartarsonar. Helgi Harðarson Hjörtur Lárus Harðarson G. Svava Guðmundsdóttir Ingibjörg Pála Harðardóttir Þórður Rúnar Þórmundsson Lilja Hafdís Harðardóttir Frank Þór Franksson og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR THEÓDÓRSSONAR. Eiríkur Örn Guðmundsson Þorbjörg Ósk Úlfarsdóttir Guðlaugur Theódórsson Sigríður Elísdóttir Guðbjörg Jónsdóttir Sigurbjartur Sigurðsson Guðný Jónsdóttir og fjölskyldur Bróðir okkar, mágur og frændi, AUÐUNN HARALDSSON frá Þorvaldsstöðum í Bakkafirði, lést aðfaranótt 2. október á hjúkrunarheimilinu Nausti á Þórshöfn. Útför hans verður gerð frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 10. október klukkan 14. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Guðríður Haraldsdóttir Haraldur Haraldsson Þórunn Haraldsdóttir Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR KJARTANSSON, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri, Sóltúni 11, varð bráðkvaddur föstudaginn 25. september. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 8. október klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir, en athöfninni verður streymt á slóðinni: facebook.com/laugarneskirkja. Ágústa Árnadóttir Margrét Gunnarsdóttir Jakob F. Ásgeirsson Kristín Gunnarsdóttir Þorsteinn Gunnar Jónsson Valgerður Jónsdóttir Ágústa Bergrós Jakobsdóttir Dóróthea Margrét Jakobsdóttir Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÚLLA KNUDSEN, Ystabæ, Hrísey, sem lést 28. september, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: www.sonik.is/ulla. Jarðsett verður í Hríseyjarkirkjugarði laugardaginn 24. október. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Úllu er bent á Barnaspítala Hringsins eða Minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítalans. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sæmundur Sæmundsson Margrét Vala Kristjánsdóttir Unnur Sæmundsdóttir Sveinn Þór Stefánsson Geir Sæmundsson Erna Torfadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.