Morgunblaðið - 06.10.2020, Page 26

Morgunblaðið - 06.10.2020, Page 26
14. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-3-3 Guðjón Orri Sigurjónsson KR Pétur Viðarsson FH Brynjar Ingi Bjarnason KA Arnar Sveinn Geirsson Fylki Ívar Örn Jónsson HK Viktor Karl Einarsson Breiðabliki Ólafur Ingi Skúlason Fylki Birnir Snær Ingason HK Hilmar Árni Halldórsson Stjörnunni Patrick Pedersen Val Óskar Örn Hauksson KR 2 2 2 3 3 4 4 5 Ellefta umferðin í Pepsi Max-deild karla var loksins leikin á sunnudag- inn og síðasta fimmtudag voru leiknir þrír síðustu leikirnir í fjór- tándu umferð deildarinnar. Þar með er búið að hreinsa upp frestaðar umferðir og leiki í deild- inni, að undanskildum leik Stjörn- unnar og KR úr fimmtu umferð, sem leikinn verður 22. október. Bjarnason (Val) og Valdimar Þór Ingimundarson (Fylki). 12 M: Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki), Þórir Jóhann Helga- son (FH) og Tryggvi Hrafn Har- aldsson (ÍA). 11 M: Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni), Sigurður Egill Lár- usson (Val) og Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu). non fengu báðir 2 M í 11. umferð- inni á sunnudag og tóku forystuna. Staðan í M-einkunnagjöfinni er nú þannig: 15 M: Atli Sigurjónsson (KR) og Steven Lennon (FH). 14 M: Patrick Pedersen (Val), Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) og Stefán Teitur Þórðarson (ÍA). 13 M: Kennie Chopart (KR), Aron Lið umferðarinnar úr 14. og 11. umferð má sjá hér fyrir ofan og þannig vill til að þar eru 22 leik- menn valdir. Enginn var sem sagt valinn í bæði þessi lið. Þegar fjórum umferðum og ein- um leik er ólokið eru enn margir sem koma til greina að verða leik- maður ársins hjá Morgunblaðinu. Atli Sigurjónsson og Steven Len- 11. umferð í Pepsi Max-deild karla 2020 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Aron Dagur Birnuson KA Kwame Quee Víkingi Atli Sigurjónsson KR Gísli Eyjólfsson BreiðablikiAron Bjarnason Val Lasse Petry Val Brynjólfur Willumsson Breiðabliki Björn Berg Bryde Stjörnunni Guðmundur Kristjánsson FH Steven Lennon FH Hörður Árnason HK 2 2 3 3 4 4 5 5 Atli og Lennon efstir og jafnir í M-einkunnagjöfinni  Edinson Cavani skrifaði undir eins árs samning við enska knattspyrnu- félagið Manchester United í gær. Cavani kemur til félagsins á frjálsri sölu en hann er 33 ára gamall og hefur leikið með Frakklandsmeisturum PSG frá árinu 2013. Cavani skoraði 200 mörk í 301 leik með PSG en hann á að baki 116 landsleiki fyrir Úrúgvæ þar sem hann hefur skorað 50 mörk.  Knattspyrnumaðurinn Daníel Leó Grétarsson er genginn til liðs við enska C-deildarfélagið Blackpool og skrifaði hann undir tveggja ára samn- ing við félagið í gær. Daníel kemur til félagsins frá Aalesund í Noregi þar sem hann hefur leikið frá árinu 2015. Daníel er 25 ára gamall miðvörður en hann er uppalinn hjá Grindavík og á að baki sex leiki með liðinu í efstu deild þar sem hann hefur skorað eitt mark. Þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik á þessu ári gegn Kanada í Kaliforníu.  Miðjumaðurinn Thomas Partey skrifaði undir fimm ára samning við enska knattspyrnufélagið Arsenal í gær. Partey hefur leikið með Atlético Madrid á Spáni frá árinu 2012 en Ars- enal borgaði upp samning miðju- mannsins sem hljóðaði upp á 50 millj- ónir punda, jafnvirði rúmlega 8,9 milljarða íslenskra króna. Partey á að baki 27 landsleiki fyrir Gana en hann hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Þá lék hann með Gana gegn Íslandi á Laugardalsvelli í júní 2018, í lokaleik Íslands fyrir HM, og jafnaði 2:2 á 87. mínútu.  Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn til liðs við ítalska knatt- spyrnufélagið Brescia og skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið í gær. Framherjinn, sem er 27 ára gamall, kemur til ítalska félagsins frá Aalesund í Noregi þar sem hann hefur leikið frá árinu 2018. Brescia féll úr ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og leikur því í B- deildinni í vet- ur en Birk- ir Bjarna- son, landsliðs- maður Íslands í knatt- spyrnu, er einnig samnings- bundinn Brescia. Eitt ogannað 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 Jimmy Butler fór á kostum í fyrri- nótt þegar Miami Heat náði að leggja Los Angeles Lakers að velli, 115:104, í þriðja úrslitaleik liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfu- knattleik í Disneylandi. Þar með minnkaði Miami forskot Lakers í 2:1 og hleypti spennu í einvígið en margir höfðu spáð 4:0-sigri Lakers eftir tvo fyrstu leikina. Butler skor- aði 40 stig, átti 13 stoðsendingar og tók 11 fráköst og skyggði algjör- lega á LeBron James sem skoraði 25 stig fyrir Lakers, tók 10 fráköst og átti átta stoðsendingar. Butler skyggði á LeBron AFP NBA Jimmy Butler reynir að kom- ast fram hjá LeBron James. Valgeir Valgeirsson, knatt- spyrnumaður úr HK, mun leika sem lánsmaður hjá knattspyrnufélaginu Brentford næstu sjö mánuðina. Val- geir , sem er einungis 18 ára gam- all, heldur út til Englands á morgun og mun hann æfa og spila með B- liði félagsins á komandi keppn- istímabili en Brentford leikur í ensku B-deildinni. Enska félagið er með kauprétt á leikmanninum næsta sumar en þrátt fyrir ungan aldur á Valgeir að baki 35 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað sjö mörk. Valgeir samdi við Brentford Morgunblaðið/Hari England Valgeir hefur spilað sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni í bili. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Eftir að ellefta umferðin í Pepsi Max-deild karla var loks leikin á sunnudaginn er 18 umferðum lokið (mínus einn leikur) og þá blasa við tvær stórar spurningar:  Hvenær verður Valur Íslands- meistari?  Verður Steven Lennon fyrstur í sögunni til að skora 20 mörk í efstu deild karla? Valsmenn geta orðið Íslands- meistarar fimmtudagskvöldið 15. október þegar keppni heldur áfram eftir landsleikjahléið. Ef FH- ingum tekst ekki að sigra KA á Ak- ureyri í leik sem hefst klukkan 15 um daginn á Greifavellinum verða Valsmenn meistarar á Würth- vellinum í Árbæ ef þeim tekst að sigra Fylki. Þá myndu þeir ná tíu eða ellefu stiga forskoti á FH með þrjár umferðir eftir. Annars fá þeir tækifæri til að verða meistarar á sínum heimavelli mánudaginn 19. október þegar þeir taka á móti Fjölnismönnum. Valsmönnum nægir að fá fjögur stig úr fjórum leikjum, svo framar- lega sem FH vinnur ekki alla fjóra leiki sína og vinnur í leiðinni upp nítján marka forskot Hlíðarenda- liðsins. Steven Lennon skoraði sína fjórðu þrennu fyrir FH í deildinni þegar liðið vann ÍA 4:0 á sunnudag- inn, og aðra þrennuna á þessu tíma- bili. Hann er kominn með 17 mörk í 18 leikjum en fimm leikmenn deila markametinu sem er 19 mörk. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði það síðast árið 2017 og er sá eini á þess- ari öld sem hefur náð 19 mörkum. Lennon er nú búinn að „toppa sjálfan sig“ en hann hefur áður mest skorað 15 mörk á einu tímabili í deildinni. Það var árið 2017. Hann hefur jafnframt þotið upp marka- lista deildarinnar í ár. Lennon var sautjándi markahæsti leikmaður hennar frá upphafi þegar tímabilið hófst, með 71 mark. Nú er hann kominn með 88 mörk og er orðinn sjöundi markahæstur frá upphafi. Hann fór yfir annan Hafnfirðing á sunnudaginn, Hörð Magnússon, sem gerði 87 mörk í deildinni á sín- um tíma, og er fyrir stuttu farinn framúr markahrókum eins og Björgólfi Takefusa (83), Ragnari Margeirssyni (83), Arnari Gunn- laugssyni (82), Steingrími Jóhann- essyni (81), Guðmundi Stein- arssyni (81) og Ríkharði Jónssyni (78). Valsmaðurinn Patrik Pedersen hefur líka þotið upp markalistann í ár. Hann skoraði sitt 70. mark í deildinni í 6:0 sigri Vals á Gróttu, það 15. á tímabilinu, og lék þá ein- mitt sinn 100. leik í deildinni með Hlíðarendafélaginu. Meistarar í Árbænum eða á Hlíðarenda?  Lennon í 7. sæti á markalistanum Morgunblaðið/Golli Líklegir Steven Lennon verður líklega markakóngur og Haukur Páll Sig- urðsson tekur líklega við Íslandsbikarnum fyrir hönd Valsmanna. Danmörk GOG – Kolding..................................... 32:21  Viktor Gísli Hallgrímsson varði níu skot í marki GOG.  Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot í marki Kolding.  KNATTSPYRNA 2. deild kvenna, Lengjudeildin: Grindavíkurv.: Grindavík – Fram....... 15.30 2. deild karla: Nesfiskvöllur: Víðir – Kári .................. 15.30 HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikar karla, 32ja liða úrslit: Ásvellir: Haukar – Selfoss ................... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Ak.: Þór Ak. – Keflavík.................. 20 1. deild kvenna: IG-höllin: Hamar/Þór – Stjarnan........ 19.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.