Morgunblaðið - 10.10.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.10.2020, Qupperneq 1
Friðarsúlan í Viðey var tendruð í fjórtánda sinn í gærkvöldi. Súlan er lista- verk Yoko Ono, ekkju tónlistarmannsins og bítilsins Johns Lennons, sem hefði orðið áttræður í gær. Streymt var beint frá tendruninni þar sem Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri flutti stutt ávarp og að því loknu var kveikt á súlunni. Áhorfendur voru hvattir til að hugsa um frið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðarsúlan í Viðey tendruð á ný Að miðlagleðinni Eftir að hafa gefið úfó 11. OKTÓBER 2020SUNNUDAGUR Meðvísinda-bakteríu Hlýjar kveðjurfylgja gítargoðinuEddie VanHalen yfirmóðunamiklu. 28 Gott aðlúlla með Lúllu Davíð O. Arnar,yfirlæknir hjarta-lækninga, erheiðursvísinda-maður Land-spítala 2020. 22 Af öðrumhnetti FrumkvöðullinnEyrún Eggertsdóttirhefur varið heilum áratugí að koma dúkkunniLúllu á markað. 14 L A U G A R D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  239. tölublað  108. árgangur  KARDEMOMMUBÆR- INN SKRAUTLEGT SJÓNARSPIL ERNIR MEÐ TÆKNINA Á BAKINU VARPA LJÓSI 16 45 Rafmagnaður fjölskyldubíll Tryggðu þér eintak í forsölu HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 www.volkswagen.is/id4 496 km drægni (WLTP) Við biðjum gesti að aðstoða okkur í að gæta sóttvarnareglna og virða 2 metra bilið á milli gesta. Andrés Magnússon andres@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir menningar- málaráðherra hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. (Rúv.), en samkvæmt honum eru tekjur stofnunarinnar tryggð- ar í bak og fyrir og engu breytt um umsvif Rúv. á auglýsingamark- aði. Gríðarlegrar óánægju gætir með það hjá sjálfstæðismönnum á þingi, sem segja að Lilja hafi svik- ið loforð um samráð við gerð samningsins. Þeir segja að frum- varp hennar um styrki til einka- rekinna fjölmiðla sé „steindautt“ fyrir vikið. Enginn þingmanna Sjálfstæð- isflokksins, sem Morgunblaðið ræddi við, vildi tjá sig undir nafni og sögðu þeir málið viðkvæmt. Fullyrt var að gremjan í garð Lilju teygði sig inn í ráðherralið flokks- ins. Heimildarmenn meðal vinstri- grænna vildu sem minnst um mál- ið segja, enda hefðu þeir aðeins heyrt um það á skotspónum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, for- maður stjórnar Rúv. ohf., segir að þjónustusamningurinn hafi verið samþykktur samhljóða af stjórn- inni og undirritaður 30. september. Lilja hefur þó ekki lagt samn- inginn fram í ríkisstjórn eða kynnt með formlegum hætti, en hún mun ekki hafa undirritað hann enn. Morgunblaðið lagði fyrirspurn til ráðherra um þetta, en henni hefur ekki verið svarað. Ríkisútvarpið hefur verið án þjónustusamnings allt þetta ár. Samkvæmt heimildum blaðsins kveður nýi samningurinn á um vísitölutryggðar tekjur, sem mið- ast við árið 2019, þegar þær voru mestar. Fækki greiðendum útvarps- gjalds, eins og nú blasir við, skuli það bætt með sérstöku framlagi á fjárlögum. Sömuleiðis tekjufall í auglýsingasölu, sem á þessu ári er talið nema 300 m.kr. Segja Lilju hafa svikið Þjónustusamningur » Þjónustusamningar við Rúv. voru teknir upp þegar það varð opinbert hlutafélag árið 2007. » Samningurinn snýr einkum að útvarpsþjónustu í almanna- þágu og tekjuöflun. » Síðasti samningur rann út um liðin áramót. » Nýi samningurinn veitir Rúv. tekjutryggingu og óbreytta auglýsingasölu. Morgunblaðið/Eggert Efstaleiti Ríkisútvarpið hefur verið án þjónustusamnings allt þetta ár.  Ráðherra gerði nýjan þjónustusamn- ing við Ríkisútvarpið ohf.  Sjálfstæð- ismenn mjög óánægðir og telja hana hafa svikið fyrirheit um samráð Vísan um jólasveinana einn og átta hefur lengi verið ráðgáta. Af hverju eru þeir níu en ekki þrettán? Hver er þessi Andrés sem er svo utan gátta? Hver er Jón á völlunum? Lára Magnúsardóttir, doktor í sagnfræði, hefur nú svarað þessum spurningum, en svörin var að finna í Árna sögu biskups, sem skrifuð er snemma á 14. öld. Fyrir tilviljun uppgötvaði hún samsvörun í sögunni við hið fræga jólalag. „Ég er að lesa um jarðarförina hans þegar ég skil allt í einu að þarna stendur Andrés, sem þýðir að líkið stendur, og hann er utan gátta af því að hann dó bannfærður,“ segir Lára en viðtal við hana má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Ásdís Samsvörun Lára Magnúsardóttir fann sögulegar skýringar á jólavísu sem allir kunna en færri skilja. Andrés ekki lengur utan gátta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.