Morgunblaðið - 10.10.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 10.10.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 „Þetta er að vissu leyti miður því sjaldan höfum við þurft meira á list í almannarými að halda en einmitt nú,“ segir Steinunn Þór- arinsdóttir myndhöggvari. Verk hennar Tákn, sem staðið hefur á þaki Arnarhvols síðan vorið 2019, verður að óbreyttu tekið niður eftir helgina. Um er að ræða 11 álfígúrur sem settar voru upp sem hluti af dagskrá Listasafns Reykjavíkur á ári listar í al- mannarými. Hafa þær vakið athygli borgarbúa og gesta í miðbæ Reykjavíkur og hefur listamaðurinn fengið bæði mikil og góð við- brögð við sýningunni. Upphaflega átti verkið að vera uppi fram á haust í fyrra en ríkisstjórnin fór fram á að dvöl álkarlanna á þaki fjármálaráðuneytisins yrði framlengd til 1. október í ár. „Nú er sem sagt komið að þessu. Ég bauð að tíminn yrði fram- lengdur, sérstaklega í ljósi þess hvernig málum er háttað í þjóð- félaginu. Verkin minna jú á ástandið, að við þurfum að standa saman en með hæfilegu bili á milli manna. Niðurstaðan varð að halda sig við planið,“ segir Steinunn. Hún kveðst ánægð með viðtökurnar sem verkið hefur fengið. „Þetta hefur verið stórkostlegt ævintýri og ég finn fyrir mikilli væntumþykju gagnvart verkinu. Nú mun það koma heim til mömmu í bili. Næsta ferðalag er bara handan við hornið.“ hdm@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Álkarlar Steinunnar virða tveggja metra regluna en víkja þó Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fólk hefur í auknum mæli horfið af vinnumarkaði seinustu misseri og sýna kannanir að ungmennum sem ekki eru við störf á vinnumarkaði og hvorki í atvinnuleit né námi hefur fjölgað síðasta árið. Fjórðungur er- lendra ungmenna er í þeim hópi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn en þar er m.a. að finna sundurgreiningu á þessum hópi. Sjá má að fjölgun í hópum fólks sem er utan vinnumark- aðarins hefur verið meiri en sem nemur fjölgun íbúa. „Sláandi er að sjá muninn á er- lendum ríkisborgurum og íslenskum þegar gögnin eru skoðuð m.t.t. bak- grunns ungmenna. Um fjórðungur ungmenna með erlendan bakgrunn er hvorki starfandi né í námi borið saman við um 5% íslenskra ung- menna,“ segir í úttekt ASÍ. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ungmennum sem hvorki eru starfandi né í námi fjölgaði milli ár- anna 2017 og 2018, eða á sama tíma- bili og hægja tók á fjölgun starfa og atvinnuleysi jókst. ,,Mest hefur aukningin verið meðal 19 ára en lít- ilsháttar aukning hefur orðið í öllum aldurshópum 16-19 ára. Alls eru um 10,8% af 19 ára ungmennum hvorki starfandi né í námi, sem er hæsta hlutfall frá því eftir efnahagshrunið 2008,“ segir í skýrslu ASÍ. Þar kemur einnig fram að á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi árs voru 7.100 einstaklingar óflokkaðir utan vinnumarkaðar og tvöfaldaðist fjöld- inn frá fyrsta ársfjórðungi og meira en fjórfaldaðist frá sama tímabili ár- ið 2019. Bent er á að við síðari endur- skoðun talna séu óflokkaðir gjarnan skráðir í aðra flokka en ekki sé ólík- legt að hér sé m.a. um atvinnulausa einstaklinga að ræða frá vormánuð- um sem eru ekki virkir í atvinnuleit. „Slíkt er vísbending um að atvinnu- leysi sé að einhverju leyti vanmetið og dulið í opinberum gögnum,“ segir þar ennfremur Fjöldi ungra hvorki í starfi né námi  Um fjórðungur ungmenna með er- lendan bakgrunn utan vinnumarkaðar Hlutfall ungmenna hvorki starfandi né í námi 2005-2018 12% 10% 8% 6% 4% 2% 16 ára 17 ára 18 ára 19 ára 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Hagstofan/ASÍ 10,8% Skatturinn vekur athygli á því í um- sögn við frumvarp um breytingar á umferðarlögum að hægt sé að kom- ast inn í vélbúnað fjölda rafmagns- hlaupahjóla eða rafskúta og breyta hámarkshraða þeirra, þannig að hjól- in fari umtalsvert hraðar. Þetta stangast á við ákvæði umferðarlaga um lítil vélknúin ökutæki, þ.á m. rafknúin hlaupahjól sem eiga ekki að komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund en ekki má aka þeim á akbrautum. ,,… hefur embættið upp- lýsingar um að þetta sé hægt að gera við fjölda þeirra hjóla sem flutt hafa verið inn hingað til lands,“ segir í um- sögn Skattsins. Embætti Tollstjóra og Ríkisskatt- stjóra sameinuðust um seinustu ára- mót. Bendir Skatturinn á að ólíkt rafknúnum reiðhjólum sé ekkert hámarks- afl mótors nefnt í umferðarlögum varðandi hlaupa- hjólin en slíkt þak myndi auðvelda embættinu „að stöðva óheftan innflutning þessara tækja“ og setja þau í farveg hjá Samgöngustofu. ,,Nokkuð mikið hefur verið um inn- flutning rafknúinna hlaupahjóla undanfarin misseri en tollyfirvöld hafa lítil úrræði til að stöðva innflutn- ing slíkra tækja ef grunur leikur á að hámarkshraði tækjanna sé meiri en 25 km/klst.“ Bent er á að hægt sé á einfaldan hátt að afla sér upplýsinga um hvern- ig breyta eigi hámarkshraða rafskúta og jafnvel ná í smáforrit í snjallsíma sem tengist hugbúnaði hjólsins og breytir hámarkshraðanum. Þótt framleiðandi stilli hjólin svo þau kom- ist ekki hraðar en 25 km/klst. þá sé á frekar einfaldan hátt hægt að breyta þeirri stillingu. Þetta skapi talsverða hættu og óskýrleiki um hraða hjól- anna torveldi tollyfirvöldum að sinna vinnu sinni. Leggur Skatturinn til þá breytingu að kveðið verði á um hvert sé leyfilegt hámarksafl mótors hjól- anna, sem takmarkað verði við 0,25 kW. omfr@mbl.is Breyta hraða rafskúta  Skatturinn varar við breytingum á vélbúnaði rafmagns- hlaupahjóla  Leggur til breytingar á umferðarlögum Á ferð Rafhlaupa- hjól eru vinsæl. Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Búast má við enn meiri fjölgun atvinnulausra á næstu mán- uðum en áður var spáð. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir nýja bylgju faraldursins hægja á öllu í atvinnulífinu og megi búast við að atvinnuleysi aukist enn frek- ar. „Mig grunar að það verði eitthvað meiri ásókn í hluta- bótaleiðina,“ segir hann. Birta á atvinnuleysistölur 13. október. Ekki er ósennilegt að þær sýni meira atvinnuleysi en spáð var eða nálægt 9%. Búast við hærri tölum VINNUMÁLASTOFNUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.