Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500 Dagskrá fundarins: 1. Staðan á vinnumarkaði 2. Störf trúnaðarráðs 3. Kosning aðal- og varamanna í uppstillingarnefnd 4. Önnur mál Félags- og trúnaðarráðsfundur Efling–stéttarfélag boðar til sameiginlegs félags- og trúnaðarráðsfundar sem haldinn verður þann 15. október klukkan 19:30. Fundurinn verður haldinn með fjarfunda- búnaðinum Zoom. Félagsmenn eru beðnir að skrá sig á fundinn með því að senda tölvupóst á felagssvid@efling.is. Þeim verður í kjölfarið sendur tengill og leiðbeiningar um notkun fjarfundabúnaðar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Tíðni meðgöngusykursýki hér á landi var 16,3% árið 2019 og hefur aldrei verið jafn há. Meðal skýringa á aukinni tíðni meðgöngusykursýki eru hækkandi barneignaraldur kvenna auk þess sem tíðni ofþyngd- ar og offitu hefur aukist í samfélag- inu á síðustu árum. Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi land- læknis um heilbrigðisupplýsingar. Í Talnabrunni er rakið að með- göngusykursýki hafi aukist verulega síðastliðinn áratug. Til samanburðar við að 16,3% þungaðra kvenna hafi greinst árið 2019 greindist aðeins 2,1% þeirra með sykursýki á með- göngu árið 2006. Þó ber að hafa í huga að árið 2012 var gerð breyting á klínískum leiðbeiningum um skim- un, greiningu og meðferð sykursýki á meðgöngu. Þá voru greiningarskil- merki sykursýkinnar rýmkuð svo fleiri greinast en áður. Ljóst er þó að aukning hefur orðið á síðustu árum. Mest aukning hefur orðið hjá konum 35 ára og eldri. Í þeim hópi greindist ein af hverjum fjórum konum með meðgöngusykursýki árið 2019. Fram kemur einnig í Talnabrunni að háþrýstingur, sem greinist á meðgöngu, geti haft alvarlegar af- leiðingar fyrir bæði konu og barn. Hann geti þróast yfir í meðgöngu- eitrun og í alvarlegustu tilfellum yfir í fæðingarkrampa. Helstu áhættu- þættir fyrir háþrýstingssjúkdómum eru m.a. aldur móður yfir 40 ára, fyrsta meðganga, offita og fjölbura- meðganga. Mikil aukning á áratug Sykursýki á meðgöngu eftir aldurshópum Hlutfall kvenna sem greindust árin 2006-2019 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Heimild: Embætti landlæknis <25 ára 25-34 ára 35+ ára Allir aldurshópar Allir aldurshóp- ar 2006: 2,1% Allir aldurshóp- ar 2019: 16,3%  Sífellt fleiri konur fá með- göngusykursýki Ragnhildur Þrastardóttir Oddur Þórðarson Á fimmtudag greindust 97 kórónu- veirusmit á landinu öllu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn reikn- ar með því að smit verði áfram svo mörg næstu daga. Farsóttahús eru að fyllast, fjölgað hefur verið í smitrakningarteymi ríkislögreglu- stjóra og mikið álag er á Covid- göngudeild Landspítala. Í minnis- blaði, sem viðbragðsstjórn og far- sóttanefnd Landspítala sendu sóttvarnalækni í síðustu viku og Morgunblaðið hefur undir höndum, segir að Landspítali standi frammi fyrir talsvert meiri áskorun nú í upphafi þriðju bylgju faraldursins en þegar hann kom fyrst hér að landi. Það er mat sérfræðinga Landspítala að búast megi við því að um miðjan októbermánuð verði staðan sú að allt að 30 einstakling- ar þurfi að liggja inni á spítalanum. Anna Sigrún Baldursdóttir, að- stoðarmaður forstjóra Landspítal- ans, segir að spítalinn geti brugðist við jafnvel svörtustu spám. Það sé hins vegar að því gefnu að flæð- isvandi spítalans verði leystur, þ.e. að fleiri útskriftarhæfir sjúklingar verði útskrifaðir af spítalanum og inn á viðeigandi hjúkrunarheimili eða stofnanir. Nýtt úrræði kom sér vel „Fyrstu mánuði þessa árs var um að ræða rétt um fimmtung þeirra sem á spítalanum lágu. Hef- ur þetta leitt til þess að bráðalegu- deildir spítalans hafa flestar verið með nýtingu vel yfir 100% síðustu misseri en æskilegt er að nýtingin liggi á bilinu 80-85%. Alvarleg birt- ingarmynd þessarar stöðu hefur verið mikið álag á bráðamóttöku spítalans þar sem sjúklingar hafa þurft að bíða í óviðunandi tíma eftir því að komast á viðeigandi bráða- legudeildir,“ segir í minnisblaðinu. Með það að markmiði að leysa flæðisvandann skipuðu heilbrigðis- ráðherra og forstjóri Landspítala átakshóp sem hafði það hlutverk að gera tillögur um úrbætur og skilaði hópurinn áliti í febrúar síðastliðn- um. Niðurstaða þeirrar vinnu var meðal annars sú, eins og segir í minnisblaðinu, að útskriftarhæfir sjúklingar á Landspítala fengju forgang á hjúkrunarheimili Hrafn- istu við Sléttuveg sem var opnað 28. febrúar. Á örfáum dögum útskrifuðust því 30 einstaklingar á hið nýopnaða hjúkrunarheimili og fengu tíu til viðbótar inni á öðrum stofnunum. Þetta leysti að miklu leyti bráðan flæðisvanda spítalans en því er ekki að heilsa núna í þriðju bylgju og býr spítalinn því við sams konar flæðisvanda og áður. Samfélagið virkara nú en í vor Í minnisblaðinu segir einnig að hluti þess vanda sem Landspítalinn muni glíma við á næstunni sé fólg- inn í því að samfélagið sé í minni hægagangi en var í fyrstu bylgju faraldursins. Þá drógust bæði að- sókn á gjögæsludeild og á spítalann almennt saman. Nú er virknin hins vegar meiri og sjúklingar því fleiri. Tekið er fram hvernig leysa megi úr vanda spítalans svo að við- bragð hans við fjölgun Covid-sjúk- linga verði sem best. Fækka þurfi heildarfjölda smita í samfélaginu öllu og útskrifa þurfi 35 útskrift- arhæfa sjúklinga á allra næstu dögum. „Afar áríðandi er að heilbrigðis- og velferðarkerfið vinni saman sem þéttriðið net og með samhæfðum hætti til að geta brugðist við þess- um vágesti, jafn vel og í fyrstu bylgju faraldursins.“ Fjöldi smita frá 28. febrúar: 3.373 staðfest smit Heimild: covid.is 24 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu júlímaíaprílmars júní ágúst september okt. 7. SEPTEMBER Eins metra regla í stað tveggja metra reglu 18. SEPTEMBER Skemmtistöðum og krám á höfuð- borgarsvæðinu lokað 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Smitstuðull utan sóttkvíar* 24. MARS Samkomur takmarkaðar við 20 manns 15. JÚNÍ Landamæra- skimun hefst 4. MAÍ Fjöldatakmarkanir rýmkaðar 16. MARS Samkomur takmarkaðar við 100 manns 19. ÁGÚST Sóttkví milli tveggja skimana á landa- mærum 31. JÚLÍ Samkomur takmarkaðar við 100 manns 302.425 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 156.430 sýni, samtals í skimun 1 og 2 1.447 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 3.920 eru í sóttkví 915 einstaklingar eru með virkt smit og í einangrunNýgengi innanlands 8. október: 213,0 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa Nýgengi, landamæri: 7,9 97 ný inn an-lands smit greindust 8. október * Smitstuðullinn segir til um hvað smitaður einstaklingur smitar að jafnaði marga aðra. Smitstuðull utan sóttkvíar er núna um 3. Heimild: covid.hi.is Meiri áskorun í þriðju bylgjunni  Dökk mynd teiknuð í minnisblaði farsóttanefndar og neyðarstjórnar Landspítala  Sjúklingar þurft að bíða í óviðunandi tíma  Engin Hrafnistulausn í augsýn  Samfélagið ekki í sama hægagangi Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að verja fimm milljónum króna í rannsóknir á áhrifum sóttvarna- aðgerða á veirufaraldurinn. Sami hópur og hefur undanfarið unnið að faraldursspálíkani Há- skóla Íslands mun koma að rann- sókninni. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segist vona að með rannsóknunum verði hægt að bera saman mismun- andi sóttvarnaaðgerðir og skoða mun þeirra á milli með tilliti til áhrifa á faraldurinn hérlendis. „Við munum nota svipaða aðferð og í því sem ég kýs að kalla finnska líkanið,“ segir Thor Aspelund í samtali við Morgunblaðið. „Við höf- um mælt okkur mót við þau til þess að ræða mögulegar útfærslur,“ bætir hann við. Ætlunin er að bera saman mis- munandi sóttvarnaaðgerðir og skoða hvaða áhrif þær hafa á þróun faraldurins. Það geti mögulega gert fólki kleift að segja fyrir um áhrif einnar samsetningar sótt- varnaaðgerða og borið þau saman við áhrif annarrar samsetningar. „Sóttvarnaaðgerðir eru auðvitað mikið til umræðu og er fólk oft að ræða hvað virki til þess að ráða nið- urlögum faraldursins og hvað virki ekki. Nú gefst okkur kostur á að skoða þetta með vísindalegum hætti,“ segir Thor. Fjárstuðningur ríkisins notist aðallega til þess að borga doktorsnemum til að aðstoða við rannsóknina. Þannig verði til fleira hæft fólk innan háskólans, sem einnig styrkir samstarf skólans við aðra háskóla erlendis. Skoða áhrif aðgerðanna  Fengu fimm milljóna króna styrk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.