Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 12

Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Okkur langar að leggjaáherslu á að femínismi eröllum opinn, það er enginfemínísk barátta án trans einstaklinga og þeirra sem eru kyn- segin,“ segir Sólrún Freyja Sen, upplýsingafulltrúi RVK Feminist Film Festival, þegar hún er spurð að því hvers vegna kastljósinu verði beint að hinsegin málefnum og kyn- segin fólki í kvikmyndabransanum, á kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í annað sinn í Bíó Paradís í janúar nk. „Í kvikmyndavalinu verða mál- efni trans fólks meðal annars höfð að leiðarljósi og sjónum beint að persónum sem skilgreina sig ekki út frá kyni. Okkur finnst frábært að Trans Ísland og Samtökin ’78 vilji vinna með okkur að þessari hátíð og vonandi verða þau með skemmtilega viðburði í tengslum við hátíðina, en vissulega verður að koma í ljós hvernig staðan á covid verður um miðjan janúar,“ segir Sólrún en svo skemmtilega vill til að mögulega kemur barnið sem hún ber undir belti í heiminn þegar kvikmyndahátíðin stendur yfir. Sérstök verðlaun fyrir bestu covid-19-stuttmyndina Sólrún segir að nú sé opið fyrir umsóknir í stuttmyndakeppnina Systur, sem er hluti af kvikmynda- hátíðinni RVK FFF. Hún hvetur þá sem luma á stuttmynd að senda inn í þá keppni. „Umsóknarfrestur er til 20. nóvember en við ætlum að gefa fólki svigrúm til 20. desember, þannig að við hvetjum líka þá sem treysta sér til að búa til stuttmynd á þessum rúmu tveimur mánuðum að gera það, sérstaklega ef fólk á kannski til handrit eða er jafnvel búið í tökum en á eftir að klára,“ segir Sólrún og bætir við að veitt verði verðlaun í fimm flokkum í stuttmyndakeppninni, fyrir bestu tilraunakenndu myndina, bestu heimildarmyndina, bestu leiknu myndina, bestu teiknimyndina og bestu covid-19-myndina, en það á við um myndir sem búnar eru til í heimsfaraldrinum. „Í heimsfaraldrinum hefur ekki verið hægt að taka mikið upp í hefðbundnum kvikmyndatökum fyr- ir stærri myndir, vegna fjöldatak- markana og sóttvarnaaðgerða, en það þarf ekki að vera fjölmargt fólk saman á setti við stuttmyndagerð, aðeins ein manneskja getur gert slíka mynd í tölvunni heima hjá sér. Stuttmynd þarf ekki heldur að kosta mörg hundruð milljónir. Fyr- ir vikið giska ég á að myndir í þess- um covid-flokki stuttmynda verði aðeins öðruvísi en við erum vön að sjá. Okkur finnst virkilega spenn- andi að sjá hvaða leiðir fólk muni fara, í fyrra voru til dæmis flestrar erlendu stuttmyndirnar í Systra- keppninni teiknaðar. Sérstaklega minnisstæð er stillumyndin (e. stop motion) The Wedding Cake sem fékk verðlaun sem besta erlenda stuttmyndin, en þar voru playmo- karlar í öllum aðalhlutverkum. Ég grét yfir annarri stuttmynd í keppninni sem var aðeins nokkurra mínútna löng,“ segir Sólrún og leggur áherslu á að það sé hægt að kjarna stóra hugsun í stuttri og ein- faldri mynd, rétt eins og í ljóði. „Við hvetjum alla til að senda stuttmynd inn í keppnina, skilyrðin er hægt að skoða á vefsíðunni film- freeway.com.“ Enn mjög karllægur bransi Skipuleggjendur og hug- myndasmiðir RVK FFF-hátíð- arinnar eru María Lea Ævarsdóttir kvikmyndaframleiðandi og Nara Walker listakona. Sólrún segir að femínísk kvikmyndahátíð eigi fullt erindi því ekki veiti af að draga sér- staklega fram kvikmyndir eftir kvenkyns leikstjóra og handritshöf- unda. „Staðreyndin er því miður sú að aðeins tíu prósent leikstjóra hundrað tekjuhæstu myndanna árið 2019 eru konur, og aðeins um fjórð- ungur framleiðenda þessara sömu mynda eru konur. Allt of fáar kon- ur sem leikstýra, framleiða og skrifa kvikmyndahandrit eru meðal þeirra sem hampa Óskars- verðlaunum eða verðlaunum á helstu hátíðum. Kvikmyndagerð er enn mjög karllægur bransi og það er stutt síðan byrjað var að styðja konur sérstaklega þar. Kvikmynda- miðstöð Íslands leggur núna áherslu á að veita konum styrki sem sækja í sjóðinn, sem er frá- bært. Þetta er líka að mjakast í rétta átt úti í heimi, Óskarsverð- launahátíðin hefur til dæmis sett ný skilyrði fyrir þær myndir sem fá verðlaun sem besta mynd, nú fá konur og minnihlutahópar meira vægi í því vali. Þannig er verið að reyna að tryggja að sjónarmið ólíkra hópa komi að einhverju leyti að gerð myndanna, því það er ekki nóg að fjallað sé um kvenpersónur í kvikmynd og að konur séu í aðal- hlutverkum, ef karlar koma ein- vörðungu að kvikmyndagerðinni,“ segir Sólrún og bætir við að sér finnist augljóst að konur nálgist með allt öðrum hætti að fjalla um reynsluheim kvenna í kvikmynd en karlar. „Auðvitað er ekkert að því að konur geri myndir um karla, og karlar geri myndir um konur, en flestar kvikmyndir eru um reynslu- heim karla, af því þeir gera myndir um þann heim sem þeir þekkja,“ segir Sólrún og bætir við að sér finnist allt of hægt ganga að leið- rétta kynjahallann í kvikmynda- gerð. „Sumir halda því fram að það sé miklu auðveldara að vera kona í kvikmyndaheiminum í dag en áður, en það er ekki raunin. Ég hef heyrt að konur hafi verið settar á um- sóknir fyrir styrkjum til kvik- myndagerðar og þær fengið að vera með í byrjun, en þeim hafi svo verið hent út úr verkefnum. Þetta er eilíf barátta. Konur og minnihlutahópar sem framleiða og búa til kvikmynd- ir þurfa að sanna sig margfalt á við karlana sem fljóta kannski áreynslulaust í gegnum allt ferlið.“ Kannski fæðist barnið á hátíðinni Nú er opið fyrir umsóknir í stuttmyndakeppnina Syst- ur, sem er hluti af kvikmyndahátíðinni RVK FFF sem fram fer í janúar. Sólrún Freyja Sen segir að teikn- aðar stuttmyndir geti haft jafn mikil áhrif á áhorfand- ann og lengri myndir. Sjálf grét hún yfir nokkurra mínútna mynd á hátíðinni í fyrra. „Það er hægt að kjarna stóra hugsun í stuttri og einfaldri mynd.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómleg Sólrún segir að ekki veiti af að draga fram kvikmyndir eftir kvenkyns leikstjóra og handritshöfunda. RVK FFF 2019 Lea (í rauðri peysu) og Nara (í röndóttum kjól) eru skipu- leggjendur og hugmyndasmiðir hátíðarinnar. Við hlið Leu er Alexia Muiños Ruiz de Oyaga, leikstjóri og handritshöfundur, en við hlið Nöru er Wendy Guerrerol sem hélt fyrirlestur fyrir hönd Geena Davis Institute. Frábær Stuttmyndin The Wedding Cake eftir Monicu Mazzitelli fékk verðlaun sem besta erlenda stutt- myndin í fyrra, en þar voru playmo- karlar í öllum aðalhlutverkum. „Aðeins tíu prósent leikstjóra hundrað tekjuhæstu myndanna árið 2019 eru konur.“ Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.