Morgunblaðið - 10.10.2020, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fræðsla sem miðar að því að vekja
áhuga með fólki á umhverfi sínu er
áhrifamikil í náttúruvernd. Í þessu
efni eru landverðir í lykilhlutverki
og við sem störf-
um úti á akrinum
finnum vel að
skilningur fólks á
mikilvægi þess að
ganga vel um
landið og vernda
viðkvæm svæði
verður æ meiri og
betri,“ segir Kári
Kristjánsson
landvörður.
Dagur ís-
lenskrar náttúru var 11. september
síðastliðinn og þá veitti Guðmundur
Ingi Guðbrandsson umhverfis-
ráðherra Kára Náttúruverndar-
viðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Sú var konan sem gaf hvergi eftir
þegar virkja átti Gullfoss, svo úr
varð hennar sögulegi sigur.
Heimahöfn á Klaustri
Í umsögn ráðherra um viðurkenn-
inguna sem Kári hlaut segir að hann
sé stundum nefndur Landvörður Ís-
lands enda hafi hann sinnt náttúru-
vernd af miklum áhuga síðustu ára-
tugi. Áhugi hans á viðfangsefninu sé
smitandi og verklagnin þekkt. Hann
hafi meðal annars þróað aðferð til að
flytja til grámosa og koma honum
fyrir þar sem sár hafa myndast
vegna álags þannig að villustígar
myndist. Svo hafi verið hans siður
sem landvörður í Lakagígum að
taka alla tali sem þangað koma og
upplýsa fólk um undur svæðisins,
umgengnisreglur og verndargildi.
Sú nálgun hafi gefið góða raun.
„Sannarlega finnst mér vænt um
að fá verðlaunin,“ segir Kári sem hóf
störf við landvörslu árið 1989. Var
fyrst ellefu sumur á vaktinni í Öskju,
Herðubreiðarlindum og Hvanna-
lindum og svo þjóðgarðsvörður í
Jökulsárgljúfrum um tveggja ára
skeið. Kom svo til starfa sunnan
jökla og tók við landvörslu í Laka-
gígum, með aðsetur á Kirkjubæj-
arklaustri. Segja má að enn í dag sé
Klaustur heimahöfn Kára í starfinu,
en frá 2008 hefur hann verið starfs-
maður Vatnajökulsþjóðgarðs. Sinnir
ýmsum verklegum framkvæmdum
og hefur umsjón með mannvirkjum.
Náttúra er samofin heild
Kári segir áhuga sinn á náttúru-
vernd og umhverfismálum hafa
vaknað strax á uppvaxtarárum sín-
um austur í Ölfusi. Þar lærði sveita-
drengurinn að þekkja og nefna
blóm, fugla og annað í náttúrunni og
bera virðingu fyrir því. Þetta hafi
fylgt honum alla tíð og mótað við-
horf hans. „Vitund og áhugi á nátt-
úrunni hefur alltaf fylgt mér. Raun-
ar finnst mér alltaf sem fólk sem
hefur fengið fræðslu um náttúru
landsins skilji betur en aðrir gang-
virki náttúrunnar; hvernig allt í um-
hverfinu myndar samofna heild sem
umgangast ber af virðingu,“ segir
landvörðurinn.
Margt hefur gerst í náttúruvernd-
armálum á Íslandi að undanförnu.
Allmörg svæði hafa verið friðlýst á
þessu ári; Gjáin og fleiri staðir í
Þjórsárdal, Geysir í Haukadal, Búr-
fellsgjá ofan Garðabæjar, Kerl-
ingarfjöll og Goðafoss, svo eitthvað
sé nefnt. Friðlýsing fleiri staða er í
undirbúningi sem og stofnun miðhá-
lendisþjóðgarðs, sem hefur verið
sérstakt áherslumál núverandi um-
hverfisráðherra. Þá er í umræðunni
að setja á laggirnar sérstaka þjóð-
garðastofnun sem annast myndi alla
umsjón og stjórn allra þjóðgarða og
friðlýstra svæða, sem Kári telur að-
kallandi mál.
Jöklar fái stimpil verndar
„Heildstæð nálgun og stjórn í
náttúruverndarmálum er mikilvæg
og að fundinn sé millivegur um ólík
sjónarmið hvað varðar búfjárbeit.
Bændur telja að afnotaréttur þeirra
af landinu skerðist með þjóðgarði en
þær áhyggjur eru ástæðulausar.
Verndarsvæði innan þjóðgarða geta
verið með ýmsu móti og ekki sjálf-
gefið að þær skerði rétt til sauð-
fjárbeitar, veiði eða annars sem
bændur hafa hlunnindi af,“ segir
Kári og bætir við: „Á hálendinu tel
ég aðkallandi nú að Brúaröræfi og
Lónsöræfi verði tekin undir Vatna-
jökulsþjóðgarð. Einnig að Kjölur,
svæði umhverfis Hofsjökul og Lang-
jökul og Friðland að Fjallabaki verði
innan hálendisþjóðgarðs, því þar er-
um við á eldgosabelti sem nær frá
Snæfellsnesi inn að miðju landsins.
Jöklarnir hopa hratt þessi árin og
því er nauðsynlegt að setja á þá og
umhverfi þeirra stimpil verndunar.
Slíkt stoppar auðvitað ekki undan-
hald þeirra, en gæti orðið til þess að
efla fræðslustarf, umræðu og rann-
sóknir – og til þess er leikurinn líka
gerður.“
Fræðsla og skilningur
Kári er nefndur Landvörður Íslands Viðurkenning
Sigríðar í Brattholti Þjóðgarðarnir verði stækkaðir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vatnajökulsþjóðgarður Selfoss í Jökulsá á Fjöllum er úfinn en fallegur.
Kári
Kristjánsson
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Silver/ Dark walnut að innan.
2020 GMC Denali, magnaðar
breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum
ásamt mörgu fleira. Samlitaðir
brettakantar, gúmmimottur í húsi
og palli.
VERÐ
13.250.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Carbon Black/ Walnut
að innan. 2020 GMC Denali ,
magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi,
multipro opnun á afturhlera,
flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu
fleirra. Samlitaðir brettakantar,
gúmmimottur í húsi og palli.
VERÐ
13.250.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Silver/ Grár að innan.
6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of
torque, 4X4, 10-speed Automatic
transmission, 6-manna.
Heithúðaður pallur.
VERÐ
11.290.000 m.vsk
2020 Ford F-350 XLT
ÚR BÆJARLÍFINU
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
„Hér í Eyjum erum við á varðbergi eins og
aðrir landsmenn á þessum veirutímum. Við
áttum erfiðan vetur í fyrstu smitbylgjunni og
viljum gera allt til að það endurtaki sig ekki.
Samstaðan var mikil og er enn. Staðan í bæn-
um er almennt góð og ekki mikil ástæða fyrir
okkur að kvarta miðað við það sem gengur og
gerist þessa dagana,“ sagði Íris Róbertsdóttir
bæjarstjóri þegar hún var beðin um að fara yf-
ir stöðuna í Eyjum í dag.
„Sumarið var skemmtilegt fram að
„ekki“-þjóðhátíðarhelginni. Það kom ánægju-
lega á óvart hversu vel gekk í ferðaþjónustu og
verslun í sumar og stóru sjávarútvegs-
fyritækin hafa verið á góðri siglingu. Það eru
mörg krefjandi verkefni framundan en tæki-
færin eru mörg líka. Það er aldrei logn í kring-
um samgöngurnar okkar en sem betur fer eru
jákvæð teikn á lofti tengd fluginu. Landeyja-
höfn er upp á sitt besta og nýr Herjólfur reyn-
ist vel. Nú þarf bara að ljúka endurskoðun á
samningum við Vegagerðina og tryggja ró og
öryggi í kringum rekstur skipsins,“ sagði Íris.
Hún segir Vestmannaeyjar yndislegan og
fjölskylduvænan bæ sem bjóði upp á svo
margt; ekki síst meiri tíma fyrir fjölskyldu og
áhugamál. Fólk sé aldrei nema í nokkurra
mínútna fjarlægð frá vinnu, skóla, íþrótta- og
tómstundastarfi og öðru sem þarf að sinna.
„Tíminn nýtist þannig miklu betur en þar
sem þarf að eyða drjúgum hluta dags í að kom-
ast á milli staða. Leikskólapláss er í boði fyrir
börn frá 12 mánaða aldri, góðir skólar og
íþróttastarf sem jafnast á við það besta sem
þekkist. Þetta spyrst út enda verðum við vör
við að mikið er spurt um þjónustu við barna-
fólk og aðstöðu til fjarvinnu. Þetta er jákvæð
og spennandi þróun. Og svo má bæta því við að
mjaldrasysturnar una glaðar við sinn hag úti í
Klettsvík,“sagði Íris að endingu.
Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar
fyrir næsta ár var rædd á fundi bæjarráðs og
þar kom fram að útsvarsprósentan verður
óbreytt á milli ára, eða 14,46%. Hlutfall af
álagningu fasteignaskatta verður óbreytt milli
ára, þannig að hlutfall fasteignaskatts á íbúð-
arhúsnæði verður 0,291%, á opinberar stofn-
anir 1,32% og á annað húsnæði, þ.m.t. atvinnu-
húsnæði, 1,55%. Gerð var tillaga um að aðrar
tekjur málaflokka, svo sem vegna gjaldskráa
bæjarins, hækkuðu um 2,5% í takt við lífs-
kjarasamninga. Hins vegar á eftir að taka
ákvörðun um gjaldskrár er snúa að fjöl-
skyldufólki sérstaklega, t.a.m. leikskólagjöld,
dagmæður, skólamáltíðir og Frístund.
Lagt var fram yfirlit um 8 mánaða fjár-
hagsstöðu bæjarsjóðs. Í ljósi Covid-19, skerð-
ingar á tekjum svo sem hafnargjöldum og
framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og
aðgerða bæjarins til þess að bregðast við at-
vinnuástandi og verkefnastöðu fyrirtækja, sér-
staklega í vor og sumar, hefur fjárhagsstaða
bæjarins þyngst. Bæjarsjóður stendur hins
vegar á traustum grunni og afkoman er þokka-
leg í ljósi ástandsins. Ekki er útlit fyrir að
skerða þurfi þjónustu eða draga úr fram-
kvæmdum það sem eftir er af árinu.
Fjárhagsstaða Herjólfs ohf. er hins vegar
alvarleg, sem getur haft áhrif á samstæðu bæj-
arsjóðs. Viðræður standa nú yfir milli starfs-
hóps, sem skipaður var af bæjarstjórn, og
Vegagerðarinnar um forsendur þjónustu-
samnings um rekstur Herjólfs, fjárhagsstöðu
félagsins og aðkomu ríkisins.
Tónlistarskólinn fór af stað með eðlileg-
um hætti að mestu. Fyrsti kennsludagur var
26. ágúst og eru skráðir nemendur nú 112, sem
er svipaður fjöldi og undanfarin ár. 10 starfs-
menn starfa við skólann í um níu stöðugildum.
Boðið er upp á kennslu á flest hljóðfæri og
í ár er kennt á 15 mismunandi hljóðfæri. Auk
þess eru kenndar tónfræðigreinar og starf-
ræktir tónlistarhópar svo sem skólalúðrasveit
í tveim hópum, strengjasveit og tilfallandi
samspilshópar. Kennarar skólans hafa einnig
séð um tónmenntakenslu í Hamarsskóla og
söngstundir á Víkinni fimm ára deild.
Ísfélagið, Huginn VE og Vinnslustöðin
náðu kvóta sínum í makríl og veiðar á norsk-
íslensku síldinni hafa gengið vel. Huginn og
Vinnslustöðin eru búin með sinn kvóta og Ís-
félagið hefur náð 12.000 tonnum og á 6.000
tonn eftir. Bolfiskveiðar hafa líka gengið vel og
næg vinna í landi.
Pysjutímabilið 2020 var gott og er
ásamt árinu í fyrra besta árið frá því fyrir
aldamót. Pysjueftirlitið skráði og mældi 7.706
pysjur í fyrra og 7.623 pysjur í ár. Krakkar
voru úti öll kvöld og nætur að ná pysjum sem
flugu inn í bæinn. Dagurinn fór svo í að sleppa
þeim út á sjó. Munurinn frá síðasta ári er að nú
voru pysjurnar vænni og betur undir það bún-
ar að takast á við hætturnar sem bíða þeirra á
sjónum.
Staðan almennt góð í Eyjum
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Vestmannaeyjar Kap VE landar hér síld hjá Vinnslustöðinni í vikunni, skipið vel hlaðið.