Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 18
Hvað felst í alþjónustu? » Dreifing, innan lands og á milli landa á bréfum allt að 2 kg. » Dreifing á pökkum allt að 10 kg innanlands og allt að 20 kg milli landa. » Sendingar fyrir blinda og sjónskerta allt að 2 kg og ábyrgðarsendingar og tryggð- ar sendingar. » Dreifing póstsendinga fari fram tvo daga í viku til ein- staklinga með fasta búsetu og lögaðila. » Tæming póstkassa sem falla undir alþjónustu skal fara fram a.m.k. tvisvar í viku. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hætt er við að tekjur Íslandspósts dragist saman um 500 milljónir króna á þessu ári vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stafar tekjufallið einkum af töfum, fækkun sendinga að utan og aukn- um kostnaði vegna þeirra. Þá hefur aukin net- verslun innan- lands ekki náð að vega upp sam- dráttinn í erlend- um sendingum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtri framhaldsúttekt Ríkisendurskoðunar á rekstri og fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í niðurstöðum stofnunarinnar er bent á að stjórn og nýtt stjórn- endateymi Ísandspósts hafi unnið gott starf við að „hagræða og end- urskipuleggja í rekstri fyrirtækis- ins“. Starfsfólki fækkað um 24,8% Þannig hafi tekist að fækka starfsfólki og draga saman hús- næði án þess að það hafi komið niður á starfsemi. Bendir Ríkisend- urskoðun á að starfsmannafjöldi í júní síðastliðnum hafi aðeins verið 75,2% af því sem hann var í sama mánuði í fyrra. Þrátt fyrir hinn góða árangur sem lýst er í skýrslunni gera höf- undar hennar ráð fyrir að Póst- urinn geti lent í greiðsluerfiðleik- um þegar líður á árið og að af þeim sökum þurfi sérstaklega að end- urmeta fjárþörf fyrirtækisins vegna hinnar svokölluðu alþjón- ustubyrði sem á fyrirtækinu hvílir. Í fyrra lagði ríkissjóður Póst- inum til 1.500 milljónir króna til þess að lækka skuldir fyrirtækisins sem voru við það að sliga starfsemi þess. Ríkisendurskoðun útilokar ekki frekara inngrip og að „eigandi Íslandspósts ohf. þurfi að fylgjast náið með rekstrarhorfum félagsins með það fyrir augum að mögulega grípa til sérstakra ráðstafana á árinu til að tryggja rekstur þess“. Birgir Jónsson, forstjóri Pósts- ins, segir að horfur í rekstri fyrir- tækisins hafi snúist mjög til batn- aðar frá því að skýrslan var skrifuð í upphafi sumars og því sé ekki ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana til þess að tryggja rekstur þess. „Þótt tekjur fyrirtækisins hafi dregist saman um 360 milljónir á fyrstu átta mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra þá er EBITDA nú 304 milljónir en var einungis 68 milljónir í fyrra. EBITDA-hlutfallið er því 6,7% en var 1,85% í fyrra. Þá er tapið sem af er ári 16 milljónir en var 345 milljónir á fyrstu átta mánuðum ársins í fyrra,“ segir Birgir. Vilja hærri greiðslu frá ríkinu Hinn 1. janúar síðastliðinn féll niður einkaréttur Íslandspósts til dreifingu bréfa undir 50 g að þyngd á Íslandi. Ný lög um póst- þjónustu tóku gildi á sama tíma og er þeim ætlað að tryggja svokall- aða alþjónustu sem tryggja á póst- þjónustu út um landið. Samkvæmt lögunum geta stjórnvöld farið þrjár leiðir við val á þeim aðila eða aðilum sem ætlað er að sinna al- þjónustunni. Í fyrsta lagi getur ráðherra ákveðið að gera samning við fyrirtæki með almenna heimild til að sinna alþjónustuskyldum. Í öðru lagi getur ráðherra ákveðið að fela Póst- og fjarskiptastofnun (PF) að útnefna fyrirtæki með al- þjónustuskyldur. Í þriðja lagi getur ráðherra ákveðið að bjóða þjón- ustuna út. Segir í skýrslu Ríkisendurskoð- unar að til þess að eyða óvissu um framkvæmd nýju póstlaganna og tryggja alþjónustu í pósti frá og með gildistöku þeirra hafi sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- ið ákveðið að nauðsynlegt væri að fara leið tvö, þ.e. útnefningarleið- ina. Mun ráðuneytið hafa vísað til þess að ríki Evrópu, að Þýskalandi undanskildu, hafi öll farið þá leið við afnám einkaréttar í pósti. Stefnt á 10 ára samning Var Pósturinn útnefndur af PF til að sinna alþjónustunni tíma- bundið, uns sérstakur þjónustu- samningur yrði gerður til 10 ára. Samkvæmt fyrirmælum frá ráðu- neytinu var ákveðið að Pósturinn fengi 250 milljónir á árinu í formi „varúðarframlags“ til að mæta al- þjónustubyrðinni. Frá upphafi var hins vegar skýrt af hálfu Póstsins að hann teldi framlagið þurfa að vera 490 milljónir. „Við höfum ein- faldlega lagt þessa útreikninga fyr- ir stjórnvöld og sýnt fram á að kostnaður okkar við að veita þessa þjónustu er ekki undir 490 millj- ónum nú í ár. Ef ekki er vilji til þess að veita það fé til verkefnisins verður að endurskoða þjónustu- stigið og gera hlutina öðruvísi. Pósturinn er reiðubúinn í þá vinnu,“ segir Birgir. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á að samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið hafi lýst því yfir að alþjónustubyrðin ætti ekki að vera vandamál fyrir Íslandspóst þar sem fyrirtækið fái „lögum sam- kvæmt endurgreiddan allan kostn- að sem sannanlega fellur til vegna alþjónustunnar“. Spurður út í þessa yfirlýsingu segir Birgir að hún standist ekki skoðun. „Við fórum yfir þær kröfur sem alþjónustubyrðin leggur okkur á herðar. Við reiknuðum út hvað það kostaði að veita þessa þjónustu og lögðum þá útreikninga fyrir Póst- og fjarskiptastofnun og ráðuneytið. Það hefur enginn rengt þessa út- reikninga. Því er ljóst að við erum ekki að fá kostnaðinn endurgreidd- an. Hann fellur einfaldlega á fyrir- tækið, sem er ekki eðlilegt.“ Greinir á um verð fyrir þjónustuna Morgunblaðið/Eggert Ógöngur Rekstur Póstsins stefndi í þrot en nú horfir til betri vegar.  Forstjóri Póstsins segir fyrirtækið niðurgreiða alþjónustu  Tæpar 250 milljónir vanti upp á greiðslur frá ríkinu  Tapið 16 milljónir á fyrstu átta mánuðum ársins en var 345 milljónir á sama tíma í fyrra Birgir Jónsson 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er í hópi 20 fremstu seðlabankastjóra heims að mati tímaritsins Global Fin- ance. Það gefur árlega út lista þar sem lagt er mat á árangur flestra seðlabankastjóra heimsins. Er þar meðal annars horft til þess hvernig tekist hef- ur að halda aftur af of mikilli verð- bólgu, hvernig vaxtastefna við- komandi banka hefur skilað sér og einnig stefnu þeirra í gjaldeyrisvara- forðamálum. Tímaritið raðar að þessu inni 94 seðlabankastjórum á lista og gefur þeim einkunnina á skalanum A til F. Er Ásgeir í hópi þeirra bankastjóra sem fá einkunnina A- en þann flokk fylla ásamt honum níu bankastjórar, m.a. Jerome Powell, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, og Elvira Nabiullina, seðlabankastjóri Rúss- lands. Aðeins 10 bankastjórar ná ein- kunninni A. Í umsögn Global Finance segir að Ásgeir hafi tekið við góðu búi. Þá er bent á að Ásgeir hafi með fulltingi pen- ingastefnunefndar lækkað vexti um 175 punkta og að hann hafi ekki útilokað frekari lækkun, sé hún nauðsynleg. Einkunnir seðla- banka í Evrópu* *Skv. Global Finance. **Of snemmt að segja. Land Bankastjóri Einkunn Hvíta-Rússland Pavel Kallaur B- Búlgaría Dimitar Radev A Tékkland Jiří Rusnok A- Danmörk Lars Rohde B+ ESB Christine Lagarde ** Georgía Koba Gvenetadze A- Ungverjaland György Matolcsy B+ Ísland Ásgeir Jónsson A- Noregur Øystein Olsen C Pólland Adam Glapiński C Rúmenía Mugur Isărescu B- Rússland Elvira Nabiullina A- Sviss Thomas Jordan B+ Svíþjóð Stefan Ingves C Tyrkland Murat Uysal D Í hópi fremstu seðlabankastjóra  Tímaritið Global Finance gefur stjórunum einkunn Ásgeir Jónsson Viðskipta Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.