Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 19

Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Það er mjög krefjandi að fá til sín fólk sem stríðir við alvarlega geð- ræna kvilla auk líkamlegra veikinda, það er verulega sterk upplifun. Margir eru með alvarleg brunasár eftir eldsvoðann og hafa fengið sýk- ingar í þau, aðstæður hér eru mjög erfiðar og voru ekki betri í Moria.“ Þetta segir Bjarte Askeland, svæf- ingalæknir við Haukeland- sjúkrahúsið í Bergen í Noregi, í sam- tali við Morgunblaðið. Læknirinn er þó ekki staddur á sjúkrahúsi sínu í Bergen þegar við- talið á sér stað, hann er staddur ná- lægt brunarústum Moria-flótta- mannabúðanna á grísku eyjunni Lesbos en þangað hélt hann með 22 manna norsku neyðarhjálparteymi 14. september, 17 læknum og hjúkr- unarfræðingum auk fimm manns frá norsku samfélagsmálaöryggisstofn- uninni DSB (Direktoratet for sam- funnssikkerhet og beredskap) sem annast birgðahald og öryggismál. Búðirnar á skotæfingasvæði Kveður Askeland norska teymið verða á staðnum fram til 26. október. „Við komum hingað rúmri viku eftir að bruninn [í Moria-búðunum] kom upp,“ segir Askeland, en 12.000 íbúar Moria-búðanna áttu hvergi höfði að halla eftir stórbruna þar aðfaranótt 9. september. Langflestir sem héldu til í Moria eru frá Afganistan en Sýr- lendingar eru annar áberandi hópur flóttafólksins á Lesbos sem alls er frá um 70 þjóðlöndum. Segir læknirinn flóttamennina, sem áður höfðust við í Moria- búðunum, hafa verið flutta yfir á ann- að svæði, norður af og nær hafnar- bænum Mytilene, þar sem þeir fái nú þá aðstoð sem hægt er að veita miðað við aðstæður sem Askeland kveður ekki þær bestu. „Þetta er skotæfingasvæði og mjög berangurslegt hérna auk þess sem allt er á kafi í ryki þar sem hér þurfti að grafa fyrir aðstöðunni.“ Segir Askeland þó rennandi vatn komið í þessa nýju bráðabirgða- aðstöðu auk þess sem svefn- og sjúkratjöld hafi að mestu verið komin upp þegar norski hópurinn mætti á svæðið. Læknirinn kveðst ekki viss um fólksfjöldann í nýju búðunum, en hann hafi heyrt að þar hafist um 9.000 manns við. Líf flóttafólksins sé fábrotið og einfalt, starfsfólk hjálpar- stofnana deili út klæðum, vatni og mat og íbúarnir heimilislausu dragi einfaldlega fram lífið. Vilja að Evrópa opni dyrnar Hann segir nokkra togstreitu hafa verið milli einhverra íbúa Mytilene og flóttafólks nú þegar fjarlægðin sé orðin svo lítil eftir að Moria-búðirnar brunnu. „Við finnum alveg fyrir því að margir hér vilja ekki hafa flótta- fólkið nálægt sér og við vitum einnig af óánægju með að starfsfólk hjálp- arstofnana sé hér að veita aðstoð, við förum til dæmis ekki einkennisklædd í bæinn, við tókum ákvörðun um það, en ég tek það fram að við höfum alls ekki orðið fyrir neinu aðkasti, heima- menn eru mjög kurteisir við okkur og margir hér eru mjög skilningsríkir í garð flóttafólksins,“ segir Askeland frá og bætir því við að íbúar Lesbos óski þess einfaldlega flestir að ríki Evrópu hlaupi undir bagga og taki á móti flóttafólkinu sem bíður í ör- væntingu við þröskuld álfunnar. „Við erum svokallaður EMT- hópur [Emergency Medical Team], en tiltölulega skammt er síðan Nor- egur fékk vottun til að halda úti slík- um hópi,“ segir Askeland. Þá vottun fékk Noregur snemmárs 2018, fyrst landa, og gengur hún út á að hjálp- arteymi frá landinu geti verið komið hvert sem vera skal í heiminum með allan búnað og byrjað að veita aðstoð 48 klukkustundum eftir hamfarir hvers konar, en um er að ræða sam- starfsverkefni Evrópusambandsins og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar WHO. Síðasta verkefni hópsins var í Langbarðalandi á Ítalíu í apríl þar sem kórónuveiran geisaði vægðar- laust. Viðtalið við Askeland má lesa í heild sinni í vefútgáfu Morgunblaðs- ins á mbl.is. Brunasár, ryk og geðrænn vandi  Norskt EMT-teymi fór til Lesbos í haust  Aðstæður skelfilegar eftir brunann í Moria  Fara ekki einkennisklædd í bæinn  Bjarte Askeland svæfingalæknir sagði Morgunblaðinu frá lífinu á Lesbos Ljósmynd/NOR EMT Morten Harangen Til bjargar Bjarte Askeland, stjórnandi norska EMT-teymisins á grísku eyjunni Lesbos, ræðir við hluta hópsins. Friðarverðlaun Nóbels í ár falla Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) í skaut en stofnunin dreifir matvælum til milljóna manna frá Jemen til Norður-Kóreu, en kórónu- veirufaraldurinn hefur kallað hung- ur yfir milljónir manna til viðbótar við það sem áður var. WFP er „drifkrafturinn í tilraun- um til að afstýra því að hungur verði notað sem vopn í stríði og deilum“, sagði Berit Reiss-Andersen, formað- ur nóbelsnefndarinnar, er hún upp- lýsti um verðlaunahafa ársins í Ósló í gær. „Þetta er öflug áminning til heims- byggðarinnar um að friður og mat- vælaöryggi fara saman,“ voru fyrstu viðbrögð WFP. David Beasley, for- stjóri stofnunarinnar, segist ásamt samstarfsfólki vera „djúpt snortinn“ vegna ákvörðunar nóbelsnefndar- innar að veita stofnuninni friðarverð- laun Nóbels. Kvaðst hann hafa orðið orðlaus er honum var skýrt frá nið- urstöðunni. „Þetta er ótrúleg viðurkenning fyrir starf WFP-fjölskyldunnar sem er að glíma dag hvern við hungur í yfir 80 ríkjum. Aldrei áður á ævinni hef ég misst málið af undrun,“ sagði Beasley. „Þessi viðurkenning er fyr- ir WFP-fjölskylduna alla sem starfar við hinar erfiðustu aðstæður á flókn- um stöðum í veröldinni að fæða og klæða yfir 100 milljónir manna, sveltandi barna, kvenna og karla dag hvern. Hvort sem eru átök, bágindi, veðuröfgar; það skiptir ekki máli, þau eru á vettvangi. Þau verðskulda viðurkenninguna.“ Matvælahjálpin dreifir matvælum þar sem neyðarhjálpar er þörf, vegna stríðsátaka, hvers konar deilna, náttúruhamfara og hungurs- neyðar. Höfuðstöðvar stofnunarinn- ar eru í Rómaborg og þaðan skipu- leggur hún og stjórnar allri flutningastarfsemi fyrir allar stofn- anir SÞ. Til friðarverðlaunanna í ár voru tilnefndir 211 einstaklingar og 107 samtök og stofnanir. Matvælahjálpin var stofnuð árið 1961. Hún aðstoðaði samtals 97 milljónir manna í fyrra og dreifði 15 milljörðum matvæla- skammta til hungraðra í 88 löndum. Matvælum er komið til þurfandi með margvíslegum hætti, allt frá því á fílsbaki til þyrlna. Að mati stofn- unarinnar ganga um 690 milljónir manna – einn af hverjum 11 jarð- arbúum – til náða á kvöldin með tóm- an maga. „Með úthlutun verð- launanna í ár vill Nóbelsnefnd Noregs leitast við að beina sjónum umheimsins til þeirra milljóna manna sem þjást af hungri eða horf- ast í augu við það,“ sagði Reiss-And- ersen er hún kynnti ákvörðun nefnd- arinnar í Ósló í gærmorgun. „Samspil hungurs og vopnaskaks er vítahringur; stríðsátök geta vegið að rótum matvælaöryggis, rétt eins og hungur og matvælaóöryggi geta leitt til þess að leynd átök blossi upp með ofbeldisverkum. Okkur mun aldrei takast að uppræta hungur nema við bindum einnig enda á stríð og vopn- uð átök.“ Matvælaöryggi er minnst í Mið- Afríkulýðveldinu en þótt þróun til hins betra hafi orðið þar sem annars staðar undanfarin 30 ár segja sér- fræðingar að takmark WFP um að hafa upprætt hungur í heiminum ár- ið 2030 muni ekki nást ef núverandi pólitísk þróun haldi áfram. agas@mbl.is Matvælahjálp SÞ fær friðarverðlaun Nóbels  Dreifir dag hvern matvælum til yfir 100 milljóna manna  Áminning um að friður og matvælaöryggi fara saman AFP Matvælagjafir Uppflosnað fólk í flóttamannabúðum í Mogadishu í Sómalíu þiggur matargjafir Matvælahjálpar SÞ sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUM MINNINGANN A Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.