Morgunblaðið - 10.10.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.10.2020, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 ÍEgils sögu segir frá því að bónda-dóttir nokkur lá þungt haldin eftirað henni höfðu verið ristar meinr-únir. Egill læknaði stúlkuna með rúnakunnáttu sinni og varð honum þá vísa á munni sem hefst svo: Skal-at maðr rúnar rista, nema ráða vel kunni. Vísan er vel skiljanleg nútímalesanda nema helst -at sem er bætt við sögnina skal. Smáorðið -at (stundum -a) þýðir ‘ekki’ og er hengt aftan við sögn í per- sónuhætti. Slík smáorð sem geta ekki staðið sjálfstætt nefnast henglar. Heng- illinn -at (-a) kemur ekki aðeins fyrir í dróttkvæðum heldur líka eddukvæðum eins og hér: Kemr-a nú Gunnarr (Guðrúnarkviða III) Byrði betri / berr-at maðr brautu at / en sé manvit mikit (Hávamál) Fjölkunnigri konu / skal-at-tu í faðmi sofa (Hávamál) Þessi neitun er ekki einskorðuð við kveðskap; hún birtist einnig í elstu heimildum í lausu máli, t.d. Íslensku hómilíubókinni (um 1200) og Grágás (13. öld). Eftir það hvarf -at úr málinu en í staðinn var notast við atviksorðin eigi, ei, þeygi og ekki. Önnur neitun sem kemur fyrir í elstu textum er ne (oft ritað né) sem er skeytt framan við sögn og getur staðið ein sér með henni. Önd þau ne áttu, óð þau ne höfðu (Völuspá) Hengillinn -at getur líka fylgt með og er þá stundum talað um „herta neitun“: … ef Gunnarr ne kemr-at (Atlakviða) Forskeytta neitunin ne er ekki sama fyrirbæri og né í hvorki – né, sem er samtenging og merkir ‘og ekki’. Neitunin ne er indóevrópsk arfleifð í norrænu eins og skyld mál eru til vitnis um, t.d. latína (ne-scio ‘ég veit ekki’) og franska (je ne sais pas ‘ég veit ekki’, þ.e. ‘ég veit ekki skref’). Ne – pas í frönsku er ekki „tvöföld neitun“ þar sem tvær neit- anir jafna hvor aðra út (sbr. ekki ópólitískur sem merkir ‘pólitískur’). Þvert á móti er um að ræða svokallað „neitunarsamræmi“. Þannig merkja smáorðin tvö, ne og pas, í sameiningu ‘ekki’; raunar er ne iðu- lega sleppt í frönsku talmáli og pas látið duga: Je (ne) mange pas de chocolat ‘Ég borða ekki súkkulaði’. Í forníslensku er neitunin ne varðveitt sem steingerðar leifar í forn- legum skáldskap. Líkt og fylliorðið of/um, sem áður hefur verið fjallað um hér, féll neitunin ne fyrst brott á vinstri væng setninga og síðar hvarf hún alveg. Samtengingin né (í hvorki – né) lifir hins vegar fram á þennan dag. Veiklun á neitun er algengt ferli í tungumálum og nefnist „hringrás Jespersens“ eftir danska málfræðingnum Otto Jespersen (1860-1943) sem fyrstur fjallaði um fyrirbærið. Hringrásin felst í því að neitun (ne kemr) er fyrst „hert“ með atviksorði eða viðskeyti (ne kemr-at). Síðan veiklast forskeytta neitunin og hverfur en viðskeytið tórir áfram (kemr-at). Loks geispar viðskeytið golunni og þá er leitað á náðir ann- arra neitana (kemur ekki). Snilld Jespersens felst í því að hafa fangað brot af hinni sífelldu hringrás sköpunar og eyðileggingar í tungumál- inu. Fjölkunnigri konu skal-at-tu í faðmi sofa Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Otto Jespersen fjallaði um hring- rás neitunar í tungumálinu. Við höfum séð blóðuga sóun út um allt í opin-bera kerfinu,“ sagði Bjarni Benediktssonfjármálaráðherra í Silfri RÚV sl. sunnudagog bætti við: „Dæmin eru endalaus.“ Þetta hafa almennir borgarar lengi talið sig sjá úr fjarlægð og þess vegna fagnaðarefni að fjármála- ráðherra segi þetta svo umbúðalaust. Það vekur vonir um að á þeirri „blóðugu sóun“ verði tekið. Fyrirsjáanlegur gífurlegur hallarekstur ríkissjóðs í ár og næstu ár kallar á aðgerðir til þess að auka hag- kvæmni í opinberum rekstri. Með því er ekki átt við niðurskurð á fjárframlögum til grunnstoða samfélags- ins svo sem heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis og menntakerfis, heldur aðgerðir til að stöðva þá „blóðugu sóun“ sem fjármálaráðherra talaði um. Að vísu sér veiran um þetta sjálf fyrir okkur að hluta til. Allt í einu er hægt að draga stórlega úr utan- ferðum opinbera kerfisins án þess að það hafi nokkrar afleiðingar sem máli skipta. Í ljós kemur að það er hægt að nota fjarfundatækni nútímans til að halda uppi samskiptum við aðrar þjóðir. Væntanlega verður það ein af þeim var- anlegu breytingum sem veiran skilur eftir sig, þegar hún hefur sjálf horfið á braut. Og ekki er fráleitt að ætla að um leið opnist augu manna um allan heim fyrir því að sendiráð eru að verulegu leyti fyr- irbæri sem heyra fortíðinni til. Það á ekki sízt við um sendiráð örþjóða, eins og okkar, sem hafa einfaldlega engum verkefnum að sinna sem máli skipta. Fjar- fundatæknin gerir kleift að halda uppi nauðsynlegum samskiptum á milli landa án þess að þjóðir hafi fasta- skrifstofur hver hjá annarri með allri þeirri tilgerð og tildri, sem þeim fylgja. Hinni „blóðugu sóun“, sem fjármálaráðherra talaði um, hafa svo fylgt annars konar afleiðingar, sem eru þær, að embættismannakerfið í heild sinni virðist hafa tapað áttum og misst sjónar á hlutverki sínu. Í lýðræðisríki er hlutverk þess að fylgja eftir og framkvæma ákvarðanir kjörinna fulltrúa á Alþingi og þeirra ráðherra sem hverju sinni sitja í ráðuneytum. Valdið liggur hjá hinum kjörnu fulltrúum. Ekki hjá embættismönnum. En þeir virðast hafa misst sjónar á þessari einföldu staðreynd. Engir vita þetta betur en þeir sem hafa sinnt ráðherraembættum á Íslandi undanfarna áratugi. En þeir hinir sömu hafa brugðizt þeirri skyldu sinni við kjósendur að setja embættis- mannakerfinu stólinn fyrir dyrnar. Nú er tækifæri til þess, um leið og ráðizt er til at- lögu við þá „blóðugu sóun“ á almannafé sem Bjarni Benediktsson talaði um í Silfrinu. Það má orða það svo, að þörf sé á „menningarbylt- ingu“, þótt hér sé ekki gengið svo langt að leggja til að senda embættismennina upp í sveit að moka flór- inn í fjósinu, eins og Maó formaður gerði á sinni tíð í Kína. Bjarni er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gert hefur þetta að umtalsefni að undanförnu. Undir lok september fjallaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um það sama á flokksráðs- fundi og talaði um að „kerfið“ stýrði og „báknið“ blési út. Og úr menntamálaráðuneytinu berast fregnir sem benda til að Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- málaráðherra sé nóg boðið og hafi hafizt handa við að rétta skútuna af, að því er hennar ráðuneyti varð- ar. Allt bendir þetta til þess að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur hafi ákveðið að segja: hingað og ekki lengra. Miðað við þá reynslu sem komin er af því að um- boðslaust embættismannakerfi geri tilraun til að sölsa til sín völd, sem það kerfi hefur ekki skv. stjórnarskrá Íslands, má búast við að það sama kerfi taki til varna. Ein aðferð þess er sú að dreifa út sögum sem hafa það að markmiði að gera lítið úr einstökum ráð- herrum. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu en það er fagnaðarefni að þessi mál eru komin á dagskrá. Ísland er ekki eina landið í okkar heimshluta, sem á við vanda að etja af þessu tagi. Fréttir frá Bretlandi benda til að hið sama sé að gerast þar. Ummæli Bjarna Benediktssonar beinast að ríkinu en ekki er ósennilegt að hið sama eigi við um sveitar- félögin. Alla vega er og hefur lengi verið ljóst að það er kominn tími á sameiningu sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Yfirbygging þeirra er margföld á við það sem hún þyrfti að vera, og óþarfa kostnaður (blóðug sóun) í samræmi við það. Í hvert sinn sem sameining sveitarfélaga á suðvesturhorninu er nefnd á nafn fara „hagsmunaaðilar“ af stað, þ.e. bæði kjörnir fulltrúar og embættismenn. Hið sama á við annars staðar á landinu. Með sam- einingu sveitarfélaga er hægt að spara mikið fé. Nú þegar okkar litla samfélag stendur frammi fyr- ir gífurlegum kostnaði næstu árin, bæði ríki og sveit- arfélög, vegna „pláguófétisins“, eins og Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra komst að orði í stefnu- ræðu sinni á dögunum, er rík ástæða og kjörið tækifæri til að ráðast að þeim vanda sem of mikil og of dýr yfirbygging á þessu örsamfélagi er. Að ekki sé talað um þá tilraun til ólýðræðislegrar valdatöku sem embættismannakerfið hefur stundað um langt skeið átölulaust. Vonandi mun sá erfiði vetur sem fram undan er marka þau tímamót í sögu lýðveldis okkar að stjórn- málamennirnir og þar með alþingismenn taki hönd- um saman og hristi upp í kerfi sem þeir hafa sjálfir látið vaxa sér yfir höfuð. „… blóðug sóun út um allt …“ „Dæmin eru endalaus“ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Að mér sóttu á dögunum minn-ingar um Milton Friedman, einn virtasta hagfræðing tuttugustu aldar. Ég hitti hann fyrst á fundi Mont Pelerin-samtakanna, alþjóða- samtaka frjálslyndra fræðimanna, í Stanford í Kaliforníu haustið 1980. Ég sagði honum þá, að ég hefði ósjaldan varið hann fyrir árásum ís- lenskra vinstrimanna. „Þú átt ekki að verja mig,“ sagði Friedman með breiðu brosi. „Þú átt að verja hug- sjónir okkar.“ Næst hitti ég Friedman á þingi Mont Pelerin-samtakanna í Berlín 1982. Hann sagði mér þá af ferð sinni til Kína skömmu eftir fundinn í Stanford. Hann hafði snætt hádeg- isverð með kínverskum ráðherra, sem kvaðst vera á leið til Bandaríkj- anna. Hvaða ráðherra sæi þar um dreifingu hráefna? Friedman svar- aði: „Þú skalt fara á hrávörumark- aðinn í Síkagó.“ Ráðherrann varð eitt spurningarmerki í framan. Friedman reyndi að útskýra fyrir honum, að á frjálsum markaði sæi ríkið ekki um dreifingu hráefna. Þau dreifðust um hagkerfið í frjáls- um viðskiptum. Friedman rifjaði líka upp ferð sína til Indlands 1962. Hann kom þar að, sem verkamenn voru að grafa skipaskurð með skófl- um. Friedman spurði: „Af hverju notið þið ekki jarðýtur? Það væri miklu hagkvæmara.“ Leiðsögu- maður hans svaraði: „Þú skilur þetta ekki. Þetta skapar atvinnu.“ Friedman var ekki lengi að bregð- ast við: „Nú, ég hélt, að þið væruð að grafa skipaskurð. En ef þið ætlið að skapa atvinnu, af hverju notið þið ekki matskeiðar?“ Friedman kom til Íslands á mín- um vegum haustið 1984. Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra hélt honum boð í Ráðherrabústaðnum. Ég stóð við hlið Friedmans og kynnti hann fyrir gestum. Einn þeirra var seðlabankastjóri. Ég gat ekki stillt mig um að segja: „Jæja, prófessor Friedman. Hér er íslensk- ur seðlabankastjóri. Hann yrði nú atvinnulaus, ef kenningar yðar yrðu framkvæmdar.“ Friedman brosti kankvís og sagði: „Nei, hann yrði ekki atvinnulaus. Hann yrði aðeins að færa sig í arðbærara starf.“ Allir hlógu, líka seðlabankastjórinn. Eitt kvöldið héldu íslenskir kaupsýslu- menn og iðnjöfrar Friedman veg- lega veislu. Einn þeirra spurði Friedman: „Hver er að yðar dómi mesta ógnin við kapítalismann?“ Friedman svaraði: „Horfið í spegil. Það eru kapítalistarnir, sem ógna kapítalismanum. Þeir vilja, að ríkið verji þá gegn samkeppni.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Minningar um Milton HRINGIÐ OG PANTIÐ SKOÐUN Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Hátún 2A, 105 Reykjavík TIL LEIGU Upplýsingar gefur Óskar Bergsson lgfs. sími 893 2499, oskar@eignaborg.is Vandað og vel skipulagt húsnæði á 2. hæð, innréttað sem tannlæknastofur. Mjög áhugavert fyrir fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Vandaður hringstigi liggur upp á hæðina. Rýmið er skipulagt út frá gangi í miðju hússins og er innréttað þannig að hægt er að vera með 5-6 sjálfstæðar starfsstöðvar. Þakrými yfir hæðinni fylgir með sem geymsla. 22 bílastæði eru á lóðinni og fylgja 10 stæði þessari hæð. Húsnæðið losnar í nóvember 2020. Atvinnuhúsnæði – Stærð 400 fm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.