Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
✝ Sigríður Hall-dórsdóttir
fæddist á Arn-
arhóli í V-Land-
eyjum 15. júní
1929. Þriggja ára
flutti hún að Syðri-
Úlfsstöðum. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suður-
lands, Selfossi 27.
september 2020.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigríður Guðbjörg
Guðmundsdóttir húsmóðir, f.
5.3. 1901, d. 5.1. 1972, og Hall-
dór Jóhannsson, bóndi að
Syðri-Úlfsstöðum, A-Land-
eyjum, f. 28.2. 1887, d. 1.11.
1976. Systkini Sigríðar eru Karl
Hafstein f. 4.2. 1925, d. 24.4.
2000, Óskar, f. 20.4. 1928, d.
7.12. 2008, og Albert Ágúst f.
16.2. 1935.
Þann 14.október 1950 giftist
Sigríður Óskari Sigurjónssyni,
sérleyfishafa frá Torfastöðum í
Fljótshlíð, f. 16.8. 1925, d. 10.10.
2012. Börn þeirra eru: 1) Sig-
Ágúst Sigurðsson, f. 1964. Sam-
an eiga þau 4 börn og 3 barna-
börn.
Sigríður eða Sigga Halldórs
eins og hún var ávallt kölluð,
ólst upp við hefðbundin sveit-
arstörf og fluttist á Hvolsvöll og
vann hjá Kaupfélagi Rangæinga
1947-1949. Veturinn 1949-1950
stundaði hún nám við Hús-
mæðraskólann á Laugarvatni.
Næstu árin snerust um börn og
barnauppeldi, ásamt því að
sinna rekstri fyrirtækis þeirra
hjóna, Austurleið hf. Þegar
börnin uxu úr grasi vann hún
við afgreiðslu í söluskála sem
fyrirtæki þeirra rak og síðar
hjá Sláturfélagi Suðurlands á
Hvolsvelli. Árið 1984 dreif hún
sig í enskunám til Bournemouth
á Englandi. Sigga hafði unun af
hannyrðum, garðrækt og ferða-
lögum, jafnt innanlands sem ut-
an. Þau hjónin ferðuðust t.d. til
Kúbu, Rússlands, A-Evrópu og
víða um Norðurlönd. Á síðari
árum fóru þau árlega til Kan-
aríeyja. Sigga var virkur félagi
í Kvenfélaginu Einingu á Hvols-
velli alla sína tíð ásamt Félagi
eldri borgara.
Útför Sigríðar fer fram frá
Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli
í dag, 10. október 2020, kl. 12.
Útvarpað verður á FM 106,1.
urjón Garðar, f.
1950, maki Anna
Ólöf Ólafsdóttir, f.
1953. Þau eiga 4
dætur og 9 barna-
börn, 3 stjúpbarna-
börn og 1 stjúp-
barnabarnabarn. 2)
Halldór, f. 1953,
maki Edda Guð-
laug Antonsdóttir,
f. 1953. Þau eiga 4
börn og 9 barna-
börn. 3) Ómar, f. 1954, maki
Erla Ríkharðsdóttir, f. 1960.
Saman eiga þau 4 syni og 3
barnabörn. 4) Guðbjörg, f. 1956,
maki Þórður Einarsson, f. 1958.
Saman eiga þau 7 börn og 15
barnabörn. 5) Sigurlín, f.
7.11.1958, maki Þormar Andr-
ésson, f. 1954. Þau eiga 4 syni
og 11 barnabörn. 6) Óskar, f.
1965, maki Íris Adolfsdóttir, f.
1963. Þau eiga 2 börn. 7) Þór-
unn, f. 1967, maki Friðrik Sölvi
Þórarinsson, f. 1960. Saman
eiga þau 5 dætur og 3 barna-
börn. 8) Unnur, f. 1967, maki
„Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag, við erum gestir og hótel
okkar er jörðin“. Þetta lag og
texti var eitt af uppáhaldslögun-
um hennar mömmu. Nú hefur
hún lokið sinni hóteldvöl hér á
jörð og er komin á lúxushótel
með spa á öðrum stað.
Fyrir þrjátíu árum síðan fór-
um við systurnar fjórar og
mamma í helgar- og menningar-
ferð til Reykjavíkur. Við enduð-
um á Árbæjarsafni í Dillonshúsi
þar sem við fengum okkur kaffi
og vöfflur. Þar með var grunn-
urinn lagður að klúbbnum okkar
sem við kölluðum Dillons.
Mamma var elst okkar systra í
þessum félagsskap. Við eigum
endalaust margar minningar frá
þessum samverustundum þar
sem mikið var hlegið, málin
rædd, góð ráð gefin, borðaður
góður matur og skríkt fram á
nótt.
Mamma var hrókur alls fagn-
aðar, einstaklega þægileg og
skemmtileg. Samverustundirnar
voru margar heima hjá hver ann-
arri, þar sem við klæddum okkur
í kjóla af henni, settum upp hatta
og varalituðum okkur.
Klúbburinn fór m.a. til Luxem-
borgar, þaðan með næturlest í 8
klukkutíma til S-Frakklands og
áfram til Monte Carlo, St. Tro-
pez, Nice, Cannes og fleira. Í
Mónakó heimsóttum við gröf
uppáhaldsleikkonu mömmu,
Grace Kelly.
Líkt og hún var mamma ávallt
vel til höfð, með eyrnalokka, fest-
ar og varalit og hélt hún því til
hinstu stundar. Mamma átti
mörg áhugamál. Eitt var söngur
og tónlist þar sem systkinin Ellý
og Vilhjálmur voru í miklu uppá-
haldi. Þegar hún frétti andlát Vil-
hjálms var sem mjög náinn ást-
vinur hefði látist.
Annað stórt áhugamál
mömmu voru gardínur og dúkar.
Hún lifnaði öll við og kættist ef
gardínur eða dúka bar á góma og
sannarlega var hún glöð með
hvað við systur höfum þurft mik-
ið á gardínum að halda gegnum
tíðina.
Enginn fer í hennar spor á
mörkuðum á Kanarí að prútta
dúka, þá létum við okkur systur
hverfa.
Síðustu 6 árin hefur mamma
búið á Dvalarheimilinu Kirkju-
hvoli. Þar kunni hún afar vel við
sig og leið vel.
Við systur eigum eftir að
sakna þess mjög að heimsækja
hana þangað og einnig eigum við
eftir að sakna starfsfólksins, en
viðmót þeirra allra er einstaklega
hlýtt og notalegt.
Við sendum starfsfólki Kirkju-
hvols okkar innilegustu kveðjur
og þökkum fyrir frábæra umönn-
un.
Enginn getur komið í stað
elsku mömmu en Dillonsklúbbur-
inn mun halda áfram að hittast,
við munum rifja upp og hlæja og
hlæja en munum sakna gullkorn-
anna og hlátursins hjá demant-
inum okkar, henni mömmu.
Dillonssystur,
Guðbjörg, Sigurlín,
Þórunn og Unnur.
Elsku amma Sigga. Mikið vor-
um við heppin að fá að kynnast
þér svona vel og hafa þig hjá okk-
ur til níræðisaldurs, það er ekki
sjálfsagt.
Við minnumst þín með hlýju
og húmor í huga, þú varst fljót að
svara fyrir þig og svo skemmti-
lega hnyttin.
Við erum þakklát fyrir allar
stundirnar sem við áttum með
þér, öll jólin sem þið afi voruð hjá
okkur, þótt okkur hafi fundist þið
fulllengi að borða þegar pakkarn-
ir biðu. Svo eru það allar ógleym-
anlegu minningarnar þegar við
komum í pössun í Norðurgarðinn
og spiluðum, horfðum á myndina
um Adam og Evu, þar sem það
var eina spólan sem til var, feng-
um fisk í hádeginu og lögðum
okkur svo með ykkur afa, heim-
sóknirnar á Kirkjuhvol til þín þar
sem þú tókst alltaf á móti okkur
með stút á vör og það var alltaf
koss beint á munninn.
Við munum sérstaklega eftir
því, við systkinin, þegar við vor-
um í matarboði hjá ykkur í Norð-
urgarðinum að fara að borða dýr-
indis lambalæri og þú, amma, ert
að bogra yfir því þegar þú rekst í
maltdós, sem hellist yfir allt lærið
og þú ert ekki lengi að finna réttu
orðin: „Þarf þetta ekki að vera í
legi?!“ og við grenjuðum úr hlátri
og gleymum þessu aldrei.
Takk, elsku amma, fyrir að
færa okkur þessa stóru og góðu
fjölskyldu – það er þér að þakka
að við eigum frábært stuðnings-
net allt í kringum okkur. Við
elskum þig.
Minning stórmóður Hvolsvall-
ar lifir.
Þín barnabörn,
Assa og Hjörvar
Ágústarbörn.
„Hvað ungur nemur, gamall
temur“ var einhvern tímann sagt
og í þeim orðum eru mikil sann-
indi fólgin. Ég held raunar að
kynslóðirnar, sem sífellt eru að
koma og fara, brúi bilið sín á milli
með því að reyna að læra hver af
annarri.
Móðuramma mín, Sigríður
Halldórsdóttir sem nú hefur
kvatt þessa jarðvist, var ekki
langskólagengin kona. Amma var
hinsvegar hluti af þeirri kynslóð
sem upplifði þvílíka umbrotatíma
í mannkynssögunni, að fátt gat
komið henni úr jafnvægi og svo
ótalmargt var hægt að læra af
henni. Amma var hlédræg – bar
ekki hugðarefni sín á torg eða
kveinkaði sér undan því sem á
daga hennar dreif.
Hnyttni hennar, snögg tilsvör
og vönduð kímnigáfan reið þó
ekki við einteyming og þess urðu
allir þeir varir sem umgengust
hana. Óborganlegt dæmi um
þessa eiginleika hennar var til að
mynda þegar hún, fyrir slysni,
rak olnbogann í opinn jólaöls-
baukinn, með þeim afleiðingum
að innihaldið helltist yfir sunnu-
dagslærið: „Mér fannst steikin
þurfa að liggja í legi!“
Sjötíu ára aldursmunur skildi
okkur ömmu að en samt náðum
við vel saman og sérstaklega þeg-
ar ég loks sleit barnsskónum og
öðlaðist aukinn þroska. Amma
Sigga var nefnilega alltaf í hlut-
verki uppalanda, frekar en ömmu
sem spillti barnabörnunum með
sælgæti og gjöfum. Hún var
ákveðin og fylgin sér – áreiðan-
leg, nákvæm með eindæmum og
með afbragðsgott minni.
Hún gaf af sér með því að
muna það sem maður var að
brasa hverju sinni – spurði frétta
og leiðbeindi. Hlýjuna gaf hún
síðan þúsundfalt frá sér með inni-
legustu kossum og faðmlögum
sem hægt er að hugsa sér.
Haustið 2018 fór ég með aðal-
hlutverk skólaleikrits sem við
settum upp í MR. Ég nefndi
þetta við ömmu og hún sýndi
mikinn áhuga. Ég bauð hana vel-
komna á sýningu, en gerði mér
ekki miklar vonir um að hún
myndi treysta sér í slíkt ferðalag.
En sú gamla var ekki af baki
dottin, brá sér í sparidragtina og
brunaði suður til Reykjavíkur að
fylgjast með dóttursyni sínum á
fjölunum – þá gengin fast að ní-
ræðu. Hún fékk auðvitað heiðurs-
sæti í salnum og brosti allan tím-
ann. Þessu mun ég aldrei gleyma.
Árin líða og aukinn þroski fær-
ir manni nýja sýn á veruleikann.
Ég held að vinnuharka æskunnar
og hörð lífsbaráttan hafi mótað
ömmu á margan hátt. Það var
síður en svo mulið undir hana og
hún var alla tíð nægjusöm – veitti
sjálfri sér afskaplega fátt sem
ekki þótti bráðnauðsynlegt.
Henni var þó alveg sérstaklega
umhugað um eigið útlit og þar
var ekkert til sparað – flíkurnar,
sem hún valdi af kostgæfni, átti
hún áratugum saman, fór reglu-
lega í lagningu og bar ævinlega
skartgripi af hinum ýmsu gerð-
um, varalitinn og góðu lyktina.
Að leiðarlokum vil ég þakka
ömmu Siggu fyrir allt það sem
hún gaf mér – þrautseigjuna,
sjálfstæðið, húmorinn og þann
ómetanlega eiginleika að vera
læs á mannlegt eðli.
Núna röltir hún eflaust hæg-
um skrefum inn í sumarlandið –
fáguð í fasi, stórglæsileg, ákveðin
og hógvær – södd lífdaga og stolt
af viðburðaríku lífshlaupi.
Elsku amma – takk fyrir mig.
Ég mun sakna þín sárt.
Þinn dóttursonur,
Dagur Ágústsson.
Forréttindi og þakklæti eru
mér efst í huga við að kveðja þig
amma mín.
Það eru forréttindi að fá að
eiga glæsilega ömmu sem nær 91
árs aldri, ég þakka fyrir það að
hafa í gegnum tíðina átt þennan
stað að getað komið til ykkar afa,
og síðar kíkt við þó ekki væri
nema aðeins í smá spjall þegar ég
eða við vorum á ferðinni.
Það eru forréttindi að hafa al-
ist upp við það að þið afi áttuð
rútufyrirtæki, maður gat og fékk
að ferðast á milli staða meira og
oftar en margur á þeim tíma, tala
nú ekki um að eiga sjoppu,
draumurinn var alltaf að fá að
vinna í sjoppunni þegar maður
yrði aðeins eldri, setja á pulsu og
gera ís í ísvélinni.
Ég fékk þau forréttindi að
koma oft í heimsókn til ykkar frá
Hornafirði með og án foreldra.
T.d. minningar um sumardvöl í
hjólhýsinu með þér og tvíburun-
um í Hveragerði, eins og fyrsta
upplifun til útlanda.
Já útlönd, ég fékk þau forrétt-
indi að fara með ykkur afa til
Kanaríeyja eftir 10 ára afmælið
mitt á miðjum vetri, upplifun
engri lík.
Ég er afskaplega þakklát fyrir
að börnin mín fengu að kynnast
þér og forréttindi fyrir þau að
upplifa að eiga langömmu og
langafa.
Ég dáðist að þér, kletturinn
hans afa, ólst af þér átta yndisleg
börn, falleg, glæsileg kona, eleg-
ant í klæðaburði, mín íslenska
Sophia Loren með mjúku kyssi-
legu varirnar.
Þið afi eruð sameinuð á ný og
ferðist nú aftur um víðan völl.
Hlýjar minningar lifa, hafið mína
þökk fyrir allt og allt.
Ég veit að vorið kemur
og veturinn líður senn.
Kvæðið er um konu,
en hvorki um guð né menn.
Hún minnti á kvæði og kossa
og kvöldin björt og löng
og hvíta, fleyga fugla
og fjaðraþyt og söng.
Og svipur hennar sýndi,
hvað sál hennar var góð.
Það hló af ást og æsku,
hið unga villiblóð.
Sigríður
Halldórsdóttir
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG SIGURGEIRSDÓTTIR,
lést 5. október á hjúkrunarheimilinu Grund.
Í ljósi aðstæðna verður útförin ekki auglýst
og mun hún fara fram með nánustu
aðstandendum.
Aðstandendur senda sérstakar þakkir til starfsfólks Vegamóta á
Grund fyrir einstaka umönnun síðustu árin.
Sigurgeir Sigmundsson Hildur Ásta Viggósdóttir
Sigríður Sigmundsdóttir Hermann Ársælsson
Guðrún Sigmundsdóttir Gylfi Óskarsson
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Neskaupstað,
lést fimmtudaginn 8. október á
Droplaugarstöðum.
Petrún Björg Jónsdóttir Sólrún Færseth
Jóhann Freyr Jónsson Camilla Guðjónsdóttir
Jón Einar Jóhannsson
barnabörn, barnabarnabörn og systkini
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI HALLGRÍMSSON,
fyrrv. vegamálastjóri,
lést fimmtudaginn 8. október á líknardeild
Landspítalans, Kópavogi.
Útför fer fram fimmtudaginn 15. október.
Margrét G. Schram
Hallgrímur Helgason Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Nína Helgadóttir Kjartan Valgarðsson
Ásmundur Helgason Elín G. Ragnarsdóttir
Gunnar Helgason Björk Jakobsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR ADOLFSSON,
Fellahvarfi 15, Kópavogi,
verður jarðsunginn í Vídalínskirkju
föstudaginn 16. október klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni og hægt að nálgast hlekkinn á
mbl.is/andlat.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Ljósið.
Nanna María Guðmundsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN THORBERG FRIÐÞJÓFSSON,
Dofraborgum 42,
Reykjavík,
lést aðfaranótt 4. október á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
15. október klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu ættingjar
og vinir viðstaddir.
Hanna María Tómasdóttir
Kolbrún Elsa Jónsdóttir Guðlaugur Pálsson
Friðþjófur Helgi Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn