Morgunblaðið - 10.10.2020, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stefánsson)
Guðbjörg Garðarsdóttir.
Elsku amma Sigga. Takk fyrir
allar yndislegu samverustundirn-
ar sem við áttum, þær eru ómet-
anlegar og hlýja mér um hjarta-
rætur, mér verður oft hugsað til
þeirra þessa dagana. Það var allt-
af jafn yndislegt að koma til ykk-
ar afa í Norðurgarðinn, oftar en
ekki áttuð þið smjörköku sem við
Selma borðuðum með bestu lyst
og var eftir það kennd við ykkur.
Ekki fækkaði heimsóknunum
til þín eftir að þú fluttir á Kirkju-
hvol, þangað var alltaf gott að
koma og spjalla. Þú varst alltaf
jafn falleg og vel til fara, og ekki
mátti sjást í grátt hár þó svo að
þú ættir 26 barnabörn og tæp-
lega 40 barnabarnabörn!
Takk fyrir allt sem þú hefur
kennt mér elsku amma og góða
ferð.
Þín
Freyja.
Amma Sigga
Elsku besta amma mín,
mikið sem þú varst alltaf fín.
Mikið af skarti þú áttir,
allir skildu við þig sáttir.
Mikið af börnum þú átt,
hjá þér var alltaf gaman og hlegið dátt.
Í Norðurgarðinum var best að vera,
nú þú ert orðin falleg ljósvera.
Margt var það sem þú kenndir mér.
Ég væri til í að vera alltaf hjá þér.
Þú gafst mér bestu mömmu í heimi.
Um þig ég dreymi.
Selma Friðriksdóttir.
Það er skammt á milli kveðju-
stundanna hjá elstu kynslóðinni í
fjölskyldu okkar. Þannig hefur
það verið nokkur undanfarin ár.
Nú hefur Sigríður Halldórsdóttir
kvatt þessa jarðvist.
Við systur minnumst Siggu
allt frá bernskuárum okkar aust-
ur í Fljótshlíð. Hún var gift Ósk-
ari föðurbróður okkar, miklum
uppáhaldsfrænda. Þau settust að
á Hvolsvelli þar sem þau bjuggu
alla tíð. Töluverður samgangur
var, enda ekki langt á milli heim-
ila. Pabbi byrjaði síðar í rútu-
bransanum með Óskari og við
fluttum til Reykjavíkur. Þá var
auðvelt að taka rútuna austur um
helgar og hitta ættingjana.
Sigga var heilsteypt kona,
hreinskiptin og raungóð. Einnig
var hún glaðlynd og söngelsk og
alltaf fín og vel tilhöfð. Nóg hefur
verið að gera hjá henni með stóra
barnahópinn þeirra og bóndi
hennar sjaldan heima. Við minn-
umst ferðalaga með þeim hjón-
um, bæði vestur á firði og í Dal-
ina. Auk þess voru þau dugleg að
heimsækja okkur, þar sem við
bjuggum hverju sinni. Við kíkt-
um einnig við hjá þeim þegar
ferðin lá austur, sérstaklega þeg-
ar foreldrar okkar voru með í
ferð. Alltaf var okkur vel tekið.
Þegar önnur okkar flutti svo aft-
ur austur í Fljótshlíð treysti hún
enn betur tengslin við fólkið okk-
ar fyrir austan.
Við erum afar þakklátar Siggu
og Óskari fyrir hjálpina við for-
eldra okkar þegar þau voru að
byrja að byggja upp sumarhúsið í
Strákateig og planta þar trjám.
Óskar átti þar ófá handtökin og
þau fóru margar ferðir til að líta
eftir hvort allt væri í lagi þegar
eigendurnir voru fjarri. Sigga var
einnig afar góð við móður okkar
þegar hún var komin á Kirkju-
hvol og orðin veik.
Við minnumst Siggu með mik-
illi hlýju og þakklæti. Hún hefur
átt góðrar heimkomu von. Börn-
um hennar, tengdabörnum og
öðrum afkomendum sendum við
innilegar samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning hennar.
Erna Marsibil og
Sigurlín Sveinbjarnardætur.
Þann 28.septem-
ber síðastliðinn
kvaddi okkur mikil-
væg manneskja,
móðir, tengdamóðir,
amma og langamma. Á kveðju-
stundum eins og þessari rifjast
upp margar góðar minningar
sem við áttum saman. Þar sem
helst nefna jól, páska, sumarbú-
staðarferðir, heimsóknir og síð-
ustu ár heimsóknir á Sólvang. Við
minnumst þess að koma í heim-
sókn til Guðrúnar og Kristjáns
þar sem vel var tekið á móti öllum
og alltaf nóg af kökum og kakói.
Heima hjá þeim var útvarpið allt-
af í gangi enda Guðrún mjög mik-
ill tónlistarunnandi. Þessar
stundir verða ekki eins eftir að
Guðrún kvaddi okkur og skilur
það eftir mikinn söknuð þar sem
Guðrún hafði hlýja nærveru og
góð áhrif á okkur öll. Guðrún og
Kristján voru mjög samrýnd og
samstíga í öllu líkt og álftarpar.
Síðustu árin talaði Guðrún mikið
um foreldra sína og það yljar
okkur um hjartarætur að vita að
nú hafi þau sameinast á ný.
Við fjölskyldan viljum senda
sértakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Sólvangs í
Hafnarfirði fyrir frábæra
umönnun.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta, skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þór Kristjánsson,
Magný Ósk Arnórs-
dóttir, Arnór Ingi, Jón
Þór, Áslaug Ýr, makar
og barnabarnabörn.
Í dag kveðjum við elskulega
Guðrúnu Helgu frænku. Guðrún
var systir ömmu Þórhöllu og þeg-
ar ég var lítil stelpa og bjó hjá
ömmu og afa á Víghólastígnum
þá var mikill samgangur á milli
og hitti ég Gunnu frænku oft og
manninn hennar Kristján. Seinna
eignuðust þær systur og menn-
irnir þeirra stórt sumar-
bústaðarland í Þrastalundi sem
fékk nafnið Systralundur. Í
systralundi var fyrst um sinn
hjólhýsi en það leið ekki á löngu
þar til systurnar Gunna frænka,
Kristján maðurinn hennar,
amma Þórhalla og afi Jóhann
voru búinn að byggja sér glæsi-
lega sumarbústaði á jörðinni. Það
var alltaf mjög skemmtilegt að
koma í Systralund til ömmu og
afa og þá var auðvitað heilsað upp
á Gunnu og Kristján. Ég man það
reyndar að amma var pínu við-
kvæm fyrir því að við krakkarnir
værum að fara mikið yfir til
Gunnu því hún kærði sig ekki um
Guðrún Helga
Karlsdóttir
✝ Guðrún HelgaKarlsdóttir
fæddist 20.11. 1924.
Hún lést 28.9. 2020.
Útför Guðrúnar
fór fram 5. október
2020.
að við værum mikið
að trufla þau. En við
krakkarnir hlustuð-
um ekkert endilega
alltaf á ráð frá full-
orna fólkinu og í
þessu tilfelli frá
ömmu Þórhöllu, svo
við laumuðumst
mjög oft yfir til
Gunnu frænku og
Kristjáns. Gunna
frænka tók alltaf vel
á móti okkur og bauð okkur
krökkunum inn í bústaðinn og við
fengum eitthvert huggulegt
bakkelsi og spjölluðum við
frænku. Gunna hafði mikinn
áhuga á okkur krökkunum og
hafði gaman af því að spjalla við
okkur og segja sögur og þannig
var líka Kristján. Oft var grillað í
bústaðnum hjá ömmu og afa og
þá komu Gunna og Kristján yfir,
og það var dansað svo mikið að
stundum hélt ég að veröndin á
sumarbústaðnum myndi gefa sig,
fjörið var það mikið.
Ég dansaði einu sinni við
Kristján, hann var svo sterkur að
maður þurfti ekkert að kunna
nein dansspor því hann hélt þétt-
ingsfast utan um mann og svo
barasta flaug maður um gólfið
eins og í ævintýrunum. Gunna
smakkaði aldrei áfengi en hún
var alltaf hress og kát og gat al-
veg skemmt sér án þess. Árin í
Systralundi voru yndisleg og
þaðan á ég og við fjölskyldan ótal
margar góðar minningar. Þær
systur Gunna og amma Þórhalla
voru góðar systur og þótti mikið
vænt hvorri um aðra en með tím-
anum minnkuðu samskiptin eftir
að þau hættu með Systralund.
Þegar amma Þórhalla var komin
inn í hvíldarinnlögn á Hrafnistu
þá bað hún mig að fara með sér til
Gunnu systur sinnar sem var þá
búsett á hjúkrunarheimili í Hafn-
arfirði. Við amma fórum í heim-
sóknina og tókum Geira bróður
þeirra systra með. Þegar við
komum til Gunnu þá var Gunna
svo glöð að sjá okkur og þær
systur féllust í faðma og voru
báðar mjög klökkar. Það var síð-
asta skipti sem ég hitti elsku
Gunnu frænku og trúlega síðasta
skipti sem þau systkinin hittust.
Ég tók nokkrar myndir af þeim
systkinum á þessum fallega degi
og á myndinni voru systkinin
Gunna frænka, amma Þórhalla
Fjóla og Geiri, en á myndina
vantar Þórdísi systur þeirra sem
hefur verið þeim systkinum al-
gjörlega einstök í einu og öllu.
Blessi þig blómjörð,
blessi þig útsær,
blessi þig heiður himinn!
Elski þig alheimur,
eilífð þig geymi,
signi þig sjálfur Guð!
(Jóhannes úr Kötlum)
Guð blessi og varðveiti minn-
ingu þína.
Þín
Berglind frænka.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELEN ÞORKELSSON
sjúkraliði,
Víðilundi 24, Akureyri,
lést á SAK þriðjudaginn 29. september.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
12. október klukkan 13.30. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu munu
einungis nánustu ættingjar vera viðstaddir. Athöfninni verður
streymt á FB-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju - beinar
útsendingar.
Jóhann Björgvinsson Ásthildur Sverrisdóttir
Erla Björg Þorkelsson
Halla B. Þorkelsson Sigurður G. Sigurðarsson
Emma Agneta Björgvinsd.
Ásta Hrönn Björgvinsdóttir Guðjón Steindórsson
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐMUNDA STEFÁNSDÓTTIR,
Krókatúni 6, Akranesi,
lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi
sunnudaginn 4. október.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 13. október
klukkan 13 að viðstöddum nánustu aðstandendum og vinum
vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Starfsfólki Höfða sendum við sérstakar þakkir fyrir einstaka
umönnun og hlýju. Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili.
Magnús Magnússon Halla Bergsdóttir
Guðmunda Magnea Magnúsdóttir
Guðríður Ólafía Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, bróðir, afi og tengdafaðir,
GUNNAR SIGURÐSSON
skotleiðbeinandi og prófdómari,
lést á Gran Canaria föstudaginn 2. október.
Útför verður auglýst síðar.
Fjölskylda hins látna
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
STYRMIR HREINSSON,
Eyrargötu 26,
Eyrarbakka,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum
Eyrarbakka sunnudaginn 4. október.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 13. október
klukkan 14.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir
viðstaddir.
Athöfninni verður streymt á vef Selfosskirkju.
Ásdís Styrmisdóttir Magnús I. Guðjónsson Öfjörð
Gunnar Styrmisson Bára Hafliðadóttir
Hjalti Styrmisson Martha Rut Sigurðardóttir
Sólveig Styrmisdóttir Viðar Þór Pálsson
Ragnheiður Ásta Styrmisd.
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
SKÚLI MAGNÚSSON
húsasmiður,
Daggarvöllum 4a, Hafnarfirði,
áður Vogum á Vatnsleysuströnd,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 6. október.
Útförin fer fram í Kálfatjarnarkirkju, Vatnsleysuströnd,
föstudaginn 16. október. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða
aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir útförina, en athöfninni
verður streymt. Upplýsingar um streymið má finna á
fésbókarsíðu Skúla.
Steinunn Helga Aðalsteinsdóttir
Sveindís Skúladóttir Guðmundur Hjálmarsson
Guðrún Skúladóttir
Magnús Skúlason Helga Sóley Kristjánsdóttir
Ingibjörg Skúladóttir Hermann Torfi Björgólfsson
og barnabörn
Okkar ástkæra,
AUÐUR BESSADÓTTIR,
Sóleyjarima 7,
er lést á líknardeild LSH í Kópavogi
27. september,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
mánudaginn 12. október klukkan 13.
Aðeins munu nánustu ættingjar verða viðstaddir, athöfninni
verður jafnframt streymt á www.kirkja.is og
https://youtu.be/dLFI1oLj6Og.
Feruccio Marinó Buzeti
Vésteinn Hilmar Marinósson Margrét Á. Ósvaldsdóttir
Hólmfríður B. Marinósdóttir Halldór Rósi Guðmundsson
Bragi Þór Marinósson Erla Sigrún Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn