Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.2020, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 ✝ Auðunn Har- aldsson fæddist 8. október 1928 á Þor- valdsstöðum í Skeggjastaða- hreppi, Norður- Múlasýslu. Hann lést 2. október 2020 á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn. Foreldrar hans voru Haraldur Guð- mundsson, bóndi og kennari á Þorvaldsstöðum, f. 9.10. 1888 á Öngulsstöðum í Eyjafirði en ólst upp í Skaga- firði og víðar, d. 1.6. 1959 á Þor- valdsstöðum og Þórunn Björg Þórarinsdóttir, húsfreyja og ljósmóðir á Þorvaldsstöðum, f. 18.12. 1891, d. 3.9. 1973. Önnur börn þeirra voru Ingveldur, f. 8.12. 1917, bústýra á Þorvalds- stöðum hjá bræðrum sínum, d. 30.8. 2019, Unnur, f. 17.3. 1919, d. 15.5. 1941, Þórdís, húsfreyja á Patreksfirði, f. 26.6. 1920, d. 2.8. Reykjavík, f. 22.6. 1939, d. 20.4. 2020. Auðunn átti hálfsystur, Kristínu Haraldsdóttur, f. 16.7. 1920 í Steintúni í Skeggja- staðahreppi, d. 14.11. 1998. Auðunn ólst upp á Þorvalds- stöðum við almenn sveitastörf. Skólagöngu og menntun öðl- aðist hann heima fyrir. Hann tók við búrekstrinum ásamt systk- inum sínum þeim Ingveldi og Þórarni þegar foreldrar þeirra létu af búskap. Bjó hann þar lengstan hluta ævi sinnar eða fram undir fyrsta áratug þess- arar aldar. Lagði hann þá niður búskap og fluttu þau systkinin í þorpið á Bakkafirði og síðar á dvalarheimilið Naust á Þórs- höfn. Hann var góður og gegn bóndi, verklaginn og hagur eins og margt hans fólk og liggja eft- ir hann ýmsir smágerðir smíða- gripir. Auðunn var glöggur og fróðleiksfús. Hafði hann næmt auga fyrir fyrirbærum náttúr- unnar og var vel að sér um ýmsa þætti hennar, veðurfar, dýralíf og gróður. Auðunn var ókvænt- ur og barnlaus. Útför Auðuns fer fram frá Skeggjastaðakirkju í dag, 10. október 2020, og hefst athöfnin kl. 14. 2008, Þórarinn, bóndi og hrepp- stjóri Þorvalds- stöðum, f. 27.11. 1921, d. 12.5. 1995, Steinunn, hús- stjórnarkennari og matráðskona í Reykjavík, f. 3.1. 1923, d. 16.2. 2012, Sigrún, húsfreyja í Reykjavík, f. 19.2. 1924, d. 3.2. 2020, Ragnar, búfræðingur og sjó- maður í Reykjavík, f. 13.5. 1926, d. 11.3. 2016, Hálfdán, kennari og skólastjóri í Norðfjarðar- hreppi, f. 30.7. 1927, d. 26.4. 2019, Arnór, verkamaður á Ak- ureyri, f. 10.12. 1929, d. 31.10. 2018, Guðríður, húsfreyja og sjúkraliði í Reykjavík, f. 24.2. 1931, Haraldur, húsgagnasmið- ur og bólstrari í Hafnarfirði, f. 3.6. 1932, Þórunn, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 1.5. 1934, Ragn- hildur, húsfreyja og sjúkraliði í Nú er Auðunn frændi fallinn frá og laus við þær viðjar sem heftu hann undir það síðasta. Nú er hann aftur léttur á fæti eins og forðum. Hann stikaði strandlengjuna til að huga að reka af hafi, gekk um heima- hagana og heiðarlöndin í ná- grenni Þorvaldsstaða til að líta að sauðfé, athuga um fuglalíf og halda lágfótu í skefjum. Hann var samofinn náttúru og umhverfi sínu og þekkti öll ein- kenni heimahaganna og lífið sem þar hrærðist. Hann taldist ekki víðförull maður en kunni góð skil á þeim landshlutum sem fjarri voru. Hann var að því leyti and- stæða bróður síns Ragnars sem var á ferð og flugi og starfaði lengst af á sjónum og sigldi til margra landa. Á Þorvaldsstöðum var starfs- vettvangur Auðuns og líf. Þar var hann búmaður og annaðist þau störf sem því fylgdi. Ég kynntist Auðuni frænda þegar ég var 12 og 13 ára í sumardvöl hjá ömmu og afa á Þorvalds- stöðum fyrir liðlega 60 árum. Þá var hann á besta skeiði. Þegar ég var að skríða á fætur á morgnana var hann að koma heim og búinn að fara um hag- ana og líta að sauðfénu og vissi hvað því leið. Þá hafði hann einnig gengið strandlengjuna að líta að reka. Hann var hagur í höndum eins og bræður hans og systur og bjó til marga dýr- gripi. Ég á taflmenn og tafl- borð úr völdum rekaviði sem hann tegldi og held mikið upp á. Hann tók sér fyrir hendur unglingur að endurhlaða tún- garð á sjávarbökkunum á Þor- valdsstöðum og var til þess tek- ið hvað það var vel gert. Garðurinn stendur enn þótt hann hafi eitthvað gengið úr skorðum á tæpum áttatíu árum og lifir verkmanninn. Verk- manninn sem lagði alla sína hæfni og alúð í garðinn og önn- ur viðfangsefni sem honum voru falin. Það verður ekki far- ið fram á meira. Þannig lifði Auðunn og í því birtist mennt- un hans og veganesti úr for- eldrahúsum. Ég kveð Auðun frænda hinstu kveðju og votta eftirlif- andi systkinum, frænda mínum og frænkum, innilegustu sam- úð. Úlfar frændi. Í dag er til moldar borinn Auðunn Haraldsson bóndi á Þorvaldsstöðum á Langanes- strönd. Þar kveður mætur mað- ur. Hann átti heima þar alla sína ævi. Þau urðu þar eftir þrjú systkinin og bjuggu þar án þess að eignast lífsförunauta eða afkomendur. Eftir að Þórarinn féll frá bjuggu þau Auðunn og Ingveld- ur áfram á Þorvaldsstöðum en fluttu þaðan á Bakkafjörð og bjuggu þar í nokkur ár. Þaðan komu þau hingað á Dvalar- heimilið Naust á Þórshöfn sem varð þeirra endastöð. Ég kynntist Auðuni ekki fyrr en ég flutti hingað til Þórs- hafnar. Það varð mér til láns að fá Auðun með mér til að ganga úti um göturnar. Auðunn var góður félagi, margfróður og gat verið hnyttinn í tilsvörum. Hann hafði verið alltaf heima og stundaði aðeins nám við barnaskóla í sveitinni. En þrátt fyrir það var hann fróður um eitt og annað. Þeir bræður höfðu haft þann starfa að telja fugla á sinni landareign. Það varð til þess að Auðunn las sér til um fugla, bæði íslenska og flækinga. Hann hafði einnig þann starfa að liggja á grenjum á vorin. Það var ekki notalegt verk þeg- ar illa viðraði. Hann sagði mér að einn ref- ur hefði komið með 24 mófugla í kjaftinum og svo lömb og lambaræfla. Þetta var ekki skemmtilegt. Auðunn gat verið orðheppinn og snöggur til svara. Hann fór stöku sinnum austur í Þor- valdsstaði til að vitja um mið- stöðina og bæta á hana vatni. Eitt sinn fór ég með hann í þessum erindum og bað hann þá ráðskonu okkar að lána sér hálfs annars lítra flöskur. Henni varð á að spyrja hvað hann ætlaði að nota þær. „Nú undir landann auðvitað,“ var svarið. Það lá sá orðrómur á að Ströndungar hefðu farið að brugga eftir að þeir fengu koní- akstunnuna á rekanum forðum. Svona gat hann verið skemmti- legur félagi. Ég þakka Auðuni þann tíma sem við áttum saman og óska ættingjum hans alls hins besta. Far þú í friði vinur. Sigtryggur. Auðunn Haraldsson ✝ Ásgeir Pálssonfæddist þann 6. júní árið 1933 á æskuheimili sínu við Højrebyvej 5 í Sørup á Lálandi í Danmörku. Hann lést á Landspít- alanum föstudag- inn 25. september 2020. Skírnarnafn hans var Aage Lau- rits Grymen Hansen. Foreldrar hans voru Poul Valdemar Han- sen og Agnes Johanne Marie Grymen Hansen. Systkini hans voru Jørgen, f. 15. júní 1931, d. 2019, og Kirsten, f. 21. febrúar 1938, d. 7. desember 2017. Árið 1960 kvæntist Ásgeir Jónu Sig- ríði Baldursdóttur, f. 1. nóv- ember 1936. Lést hún þann 17. febrúar árið 2006. Ásgeir og Sig- ríður eignuðust þrjú börn 1) Bjarni, f. 11. nóvember 1960. Maki hans er Rannveig Eyberg 2012. Fyrir átti Jóna Sigríður Gunnar Hlöðver, f. 29. nóvember 1954. Maki hans er Unnur Her- dís Ingólfsdóttir. Gunnar Hlöð- ver ættleiddi barn Unnar Her- dísar, hana Kolbrúnu Maríu, f. 28. desember 1979, og á hún tvö börn, þau Davíð Má, f. 6. desem- ber 1995, og Ísafold, f. 24. janúar 2004. Ásgeir ólst upp á Lálandi en fór ungur að heiman og vann víðs vegar um Danmörku og í Noregi áður en hann hélt til Ís- lands. Hann kom fyrst til lands- ins árið 1955 og fyrstu árin dvaldist hann í Fljótshlíðinni og vann bústörf. Nokkrum árum síðar kynntist hann svo eig- inkonu sinni er þau störfuðu bæði á Álafossi í Mosfellssveit. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Íslandi, í Danmörku og í Svíþjóð en 1967 fluttu þau til Ís- lands og hófu aftur störf á Ála- fossi. Þar bjuggu þau til ársins 1972 er þau fluttu á Stórateig 7 þar sem Ásgeir bjó þar til hann lést. Ásgeir vann á Álafossi þar til hann lét af störfum árið 2001. Útför Ásgeirs fór fram í kyrr- þey. Stefnisdóttir. Bjarni á þrjár dætur með fyrrverandi eig- inkonu sinni. Þær heita Inga Ásta, f. 7. ágúst 1984, Laufey, f. 15. mars 1988. Maki hennar er Baldur Hauksson og börn þeirra eru þau Jóhann Helgi, f. 25. október 2012, og Bríet Sól, f. 22. sept- ember 2016. Sóley Þöll, f. 22. september 1996. 2) Kristján, f. 20. maí 1965. Maki hans er Linda Björk Haukdal. Kristján á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni. Þau heita Kolbrún Sigríð- ur, f. 26. september 1995, og Jón Ásgeir, f. 12. júní 1998. 3) Agnes, f. 6. mars 1974. Maki hennar er Ragnar Guðmundsson. Börn þeirra eru þau Dagrún, f. 22. janúar 2004, Álfrún, f. 10. júní 2006, Eyþór Snorri, f. 7. ágúst 2010, og Hafrún, f. 25. október Hlýjar og góðar minningar koma upp í hugann þegar ég minnist Ásgeirs. Hann var tengdapabbi og vinur. Honum kynntist ég fyrir 40 árum þegar ég tók saman við son hans Bjarna. Leiðir okkar skildi síð- an eftir 20 ár og þremur börn- um síðar. Ég var svo heppin að fá að halda góðu sambandi við tengdaforeldrana alla tíð og var vel tekið á móti mér á Stórateig í kaffi og spjall. Þau Ásgeir og Sigga voru afskaplega glöð þegar ég sagði þeim að ég væri sko ekkert að skilja við þau. Eftir að tengdamamma lést, blessuð sé minning hennar, var Ásgeir mjög duglegur að koma í heimsókn til mín og áttum við alltaf notalegt spjall um heima og geima og á ég eftir að sakna þeirra gæðastunda. Ásgeir var mér ákaflega hjálplegur ef þurfti að sækja börnin eða ef einhverju öðru þurfti að bjarga, það var allt svo sjálfsagt og þakka ég fyrir það. Nú þegar komið er að leið- arlokum þakka ég samfylgdina og sendi börnum og aðstand- endum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin lifir. Helga Steinþórsdóttir. Elsku afi, okkur systurnar langaði að minnast þín með nokkrum orðum. Við minnumst yndislegra tíma bæði með þér og ömmu Siggu á Stórateig þar sem alltaf var tekið vel á móti manni. Alltaf var eitthvað á boð- stólnum hvort sem það voru rjómapönnukökur eða Royal- búðingur sem er enn í uppá- haldi hjá okkur. Safnið af Andrésar Andar- blöðum á dönsku þótti okkur alltaf skemmtilegt að skoða og jafnvel hjálpaði það okkur eitt- hvað með dönskukunnáttuna. Manni þótti alltaf merkilegt að eiga afa frá Danmörku sem breytti nafninu sínu þegar hann flutti til Íslands og kynntist ömmu. Elsku ömmu sem fór of snemma frá okkur. Þrátt fyrir að afi væri kominn á efri ár var frábært hvað hann var alltaf duglegur að gera allt sjálfur, hann bjó einn, keyrði á milli, fór á golfvöllinn og var dugleg- ur að koma í heimsókn. Þetta gerði hann allt fram á seinasta dag. Núna eru þið amma samein- uð en mikið eigum við eftir að sakna þín. Er vorið hlær og fagrar grundir gróa og geislar himins leika’ um hæð og mó, er syngur dírrin dí í lofti lóa og ljóssins englar dansa um strönd og sjó. Við komum, elsku afi, til að kveðja með ástarþökk og bænarljóð á vör. Þín æðsta sæla var að gefa og gleðja, og góðir englar voru í þinni för. (H.P.) Inga Ásta, Laufey og Sóley Þöll. Ásgeir Pálsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNS ÞORVALDSSONAR, Aðalgötu 1, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Guðmundur Finnsson Sigríður Aradóttir Þorvaldur Finnsson Ævar Már Finnsson Guðrún Einarsdóttir Guðbjörg S. Finnsdóttir Kjartan Haukur Kjartansson barnabörn og barnabarnabarn Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför áskærrar systur og frænku, ÁSTU KRISTÍNAR ÞORLEIFSDÓTTUR frá Naustahvammi, Neskaupstað, Hlévangi, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hlévangi fyrir alúð og umönnun. Stefán Þorleifsson Guðbjörg Þorleifsdóttir Guðrún Þorleifsdóttir Vilhjálmur N. Þorleifsson systkinabörn og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur, EIRÍKUR ÞÓR VATTNES JÓNASSON kennari, varð bráðkvaddur á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi 12. september. Jarðarför Eiríks fór fram 7. október. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát hans. Hjördís Lóa Ingþórsdóttir Óliver Freyr Eiríksson Emma Lóa Eiríksdóttir Jónas Helgason Eyþóra Vattnes Kristjánsdóttir Ingunn Vattnes Jónasdóttir Sverrir Óskarsson Kristján Vattnes Jónasson Ingþór Arnórsson Guðný Sigríður Sigurbjörnsd. Ástkær eiginmaður minn, ÞORSTEINN FRIÐRIKSSON fv. bankafulltrúi, lést á Landspítalanum 1. október. Útförin verður miðvikudaginn 14. október klukkan 15 frá Langholtskirkju. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://youtu.be/8ie0RN3BJBc Guðrún Lýðsdóttir Okkar ástkæri JENS KARLSSON lést á Sunnuhlíð fimmtudaginn 1. október. Í ljósi aðstæðna hefur útförin farið fram í kyrrþey. Þökkum samúð og hlýhug. Jónína Magnúsdóttir Perla Dögg Jensdóttir Magnús Geir Jensson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGNÝ EGILSDÓTTIR, Bláskógum 13, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, þriðjudaginn 6. október. Elsa Backman Rúnar Skarphéðinsson Helgi Backman Marteinn Friðriksson Íris Blandon Katrín Friðriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.