Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 35

Morgunblaðið - 10.10.2020, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 35 Ísfélag Vestmannaeyja auglýsir laust starf: Umsjónarmaður fiskvinnsluvéla Ísfélag Vestmannaeyja hf. auglýsir starf til umsóknar í frystihúsi félagsins í Vestmannaeyjum. Umsjón og viðhald fiskvinnsluvéla hússins. Í frystihúsinu eru sjö Baader síldarflökunarvélasamstæður, tveir Baader bolfiskhausarar og þrjár Baader bolfiskflökunarvélar og ný bolfiskroðrífa frá Baader. Mjög góð vinnuaðstaða er á vélaverkstæði fiskvinnsluvéla. Starfssvið og helstu verkefni · Viðhald og umsjón fiskvinnsluvéla · Samvinna við verkstjóra við keyrslu véla · Leiðbeina starfsfólki á fiskvinnsluvélum · Brýningar hnífa · Innkaup varahluta og lagerhald Menntunar og hæfniskröfur · Menntun í viðgerðum véla er kostur · Reynsla í viðgerðum fiskvinnsluvéla · Sjálfstæði og skipulagshæfileikar Nánari upplýsingar veitir Björn Brimar Hákonarson framleiðslustjóri frystihúss í síma 892 0215 eða í netfangi bjorn@isfelag.is. Umsóknir sendist einungis í tölvupósti eigi síðar en 1.nóvember 2020. BLÖNDUÓSBÆR Hnjúkabyggð 33 | 540 Blönduós | Sími 455 4700 Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbær auglýsir laust til umsóknar starf Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa. Um nýtt starf er ræða með starfshlutfalli 80–100%. Tilgangur starfsins er að hafa umsjón með öllu menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi Blönduósbæjar í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Á Blönduósi er góð aðstaða fyrir öflugt íþróttastarf og skýr framtíðarsýn fyrir styrkingu á núverandi tómstundastarfi fyrir alla aldurshópa í þessu vaxandi samfélagi á NV-landi. Hér er fjölbreytt og skemmtilegt tækifæri fyrir skipulagðan einstakling til þess að móta nýtt starf í samstarfi við fjölmarga aðila á svæðinu. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri. Markmið og verkefni: • Verkefnavinna og þátttaka í stefnumótun í þessum málaflokkum. • Vinna náið með menningar-, íþrótta- og tómstundanefnd sveitarfélagsins. • Umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. • Er tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu, á grundvelli samninga. • Vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur grunnskóla og íþróttamiðstöðvar. • Er tengiliður og umsjónaraðili með verkefninu Heilsueflandi samfélag. • Verkefnastjórn við undirbúning viðburða á vegum sveitarfélagsins. • Önnur verkefni á þessu sviði sem viðkomandi er falið af sveitarstjóra. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu, gjarnan á sviði kennslu, tómstunda- og félagsmálafræði, eða önnur menntun sem nýtist. • Góðir forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar. • Reynsla og þekking af íþrótta- og tómstundastarfi. • Mikill áhugi á velferð íbúa og hæfni til að eiga samskipti við alla aldurshópa. • Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi. Launakjör erum samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri. Upphaf starfs er sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi. Umsóknum skal skilað á netfangið, valdimar@ blonduos.is Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2020. Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is GEYMSLUHÚSNÆÐI ÓSKAST Á LEIGU FYRIR ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS Auglýsing nr. 21169 Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu geymsluhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Umsjónar- aðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Þjóðskjalasafn Íslands óskar eftir að taka á leigu geymsluhúsnæði undir skjöl á EURO-brettum auk stoð- rýma s.s. móttöku bretta, grófflokkun, úrvinnslu gagna og starfsmannarýma. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu í a.m.k. 5 ár með möguleika á framlengingu til 5 ára í viðbót. Gerð er krafa um staðsetningu á höfuð- borgarsvæðinu. Ekki er æskilegt að byggingin sé staðsett á áhættusvæði vegna náttúruváar, s.s. jarðskjálfta-, flóða- og sprungusvæði. Brettageymslurými má vera í óskiptu 1.200 fm rými. Stoðrými þurfa að vera um 170 fm. Til að geta endurnýtt brettahillur sem Þjóðskjalasafn á nú þegar, er óskað eftir að lofthæð verði 6 metrar eða yfir. Þá er gert ráð fyrir 3-4 hæðum af brettum (gólf og 2-3 hæðir til viðbótar). Skilyrði er gott aðgengi fyrir stóra sendiferðabíla og möguleiki á affermingu bretta undir skyggni eða innandyra. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar rafræna kerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/. Fyrirspurnir varðandi verkefnið 21169: Geymsluhúsnæði óskast á leigu fyrir Þjóðskjalasafn Íslands, skulu sendar rafrænt í gegnum kerfið TendSign og verða svör birt þar. Athygli er vakin á að fyrirspurnarfrestur rennur út 16. nóvember 2020 en svarfrestur er til og með 19. nóvember 2020. Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila rafrænt í kerfinu eigi síðar en kl. 12:00, mánudaginn 23. nóvember 2020. Ekki verður tekið við tilboðum eftir að tilboðsfresti lýkur, hvort sem er með rafrænum hætti eða bréflega. Bjóðendur eru því hvattir til að skila tilboðum tímanlega. Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og innra fyrirkomulagi s.s. sveigjanleika og tenginga milli rýma, hönnunar, tæknikerfa og væntingar leigutaka; skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis, afhendingartíma, staðsetningu, almenningssamgöngum og aðkomu. Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr. Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa a.m.k. innihalda eftirfarandi upplýsingar: • Afhendingartíma húsnæðis • Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis og tillöguteikningar auk upplýsinga um efnisval s.s. veggjagerða, gólfefna o.sv.fr. • Leiguverð per/m2 m. VSK og heildarleiguverð m. VSK. • Húsgjöld Nánari upplýsingar á www.utbodsvefur.is Áhugasamir eru hvattir til að senda inn svör tímanleg. Álag getur verið á rafræna kerfinu. Það er á ábyrgð fyrirtækis að svör berist innan tímafrests. HÚSNÆÐISÖFLUN Raðauglýsingar Tilboð/útboð ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.