Morgunblaðið - 10.10.2020, Síða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Morgunblaðsins
Jólablað
Kemur út 26.11. 2020
Fullt af
flottu efni
fyrir alla
aldurshópa
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú getur komið miklu í verk í dag
ef þú bara færð frið til þess. Fáðu fólk til
að taka höndum saman í sameiginlegu
máli.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þú ert óánægður með eitthvað
skaltu líta í eigin barm og athuga hverju
þú getur breytt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú nýtur loks uppörvunar og
fjárhagslegs stuðnings til að gera það sem
þig langar til. Um leið og þú ert skemmti-
leg/ur gefur þú kennslustund í hvernig á
að tengja saman lífið og húmorinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Rödd úr fortíðinni kveður sér
hljóðs og þú þarft að bregðast við henni.
Kannski leggur þú of mikla áherslu á að
þóknast öðrum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að gæta þess að leita stöð-
ugt uppi nýja hluti, því stöðnun á illa við
þig og dregur úr þér allan mátt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sýndu samstarfsfólki þínu meiri
sanngirni og umburðarlyndi. Hugsaðu þig
tvisvar um áður en þú eyðir peningunum
þínum í eitthvað sem þú kannt að sjá eftir
síðar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Stundum komum við verr fram við
vini en ókunnuga. Mundu að allir eiga sinn
rétt. Annríkið má aldrei vera svo mikið að
þínir nánustu verði útundan.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sjálfstraust þitt er í miklum
blóma því starf þitt skilar þeim árangri
sem þú ætlaðir. Sæktu þér lærdóm og lífs-
visku sem þroskar þig og hjálpar þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hver kunningi sem þú eignast
reynir á félagsfærnina. Haltu þig við já-
kvæða hugsun og þá fer allt vel.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Án nokkurs vafa verður þú að
forðast samræður um viðkvæm málefni í
dag. Þér verður boðið í sumarbústað.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er óþarfi að bugast þótt
allir hlutir gangi ekki upp eins og best
verður á kosið. Leggðu þitt af mörkum til
að bæta umhverfi þitt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Sumt fólk fer afskaplega í taug-
arnar á þér. Teldur samt upp að tíu áður
en þú tjáir þig. Hlutirnir ganga smurt fyrir
sig því hamingjan er þér hliðholl.
hópi metnaðarfulls skólafólks.“
Þau hjónin ásamt dótturinni fóru
til Bandaríkjanna í námsleyfi Eyrún-
ar þar sem hún nam við háskólann í
Oregon í Eugene og vann að meist-
araverkefni sínu, Tekist á við kerfið,
undir leiðsögn dr. Dianne Ferguson.
Verkefnið byggðist ekki síst á
reynslu hennar í starfi sérkennslu-
fulltrúa í tæpan áratug. „Ég myndi
segja að tjáskiptamátinn Tákn með
tali hafi verið ein af grunnstoðum í
þróun aðferða í starfi mínu sem tal-
meinafræðingur. Upp úr þeim far-
vegi spratt samstarf okkar dr. Þóru
Másdóttur talmeinafræðings um
vinnslu bókarinnar Lubbi finnur
málbein og útgáfu fjölþætts málörv-
unarefnis undir heitinu Hljóða-
smiðja Lubba þar sem byggt er á
niðurstöðum úr doktorsrannsókn
Þóru. Lubbabókin hefur náð ótrú-
lega miklum vinsældum og til marks
stundakennari var ég ráðin í starf
sérkennslufulltrúa hjá Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkurumdæmis árið
1990 sem var mjög áhugavert starf
og að sama skapi umfangsmikið og
erilsamt. Þar kynntist ég stórum
E
yrún Ísfold Gísladóttir
fæddist 11.10. 1950 í
Eyjafirði en flutti til
Ísafjarðar þriggja
vikna gömul. Nafnið,
Eyrún Ísfold, felur í sér land-
fræðilega tengingu við Eyjafjörð og
Ísafjörð og var hugmynd föður henn-
ar. „Það var gott að alast upp á Ísa-
firði. Ég fór á alla tónleika og leik-
sýningar með foreldrum mínum sem
buðust. Pabbi var Bolvíkingur og
mjög stoltur af því. Hann var mikill
áhugamaður um tónlist og söng í öll-
um kórum bæjarins auk þess að vera
liðtækur skákmaður og síðasti hand-
hafi veglegs silfurbeltis sem glímu-
kóngur Vestfjarða.“
Eftir landspróf fór Eyrún í Sam-
vinnuskólann á Bifröst. „Ég var tæp-
lega 16 ára og yngst í nemenda-
hópnum. Bifrastarhópurinn hefur
haldið mjög vel saman og við höfum
ferðast um landið í árlegum Jóns-
messuferðum auk ferða til útlanda.“
Sautján ára fór hún til Flórída sem
skiptinemi. „Ég eignaðist yndislega
fósturfjölskyldu og tengslin eru
ennþá sterk.“ Eftir skiptinemaárið
fór Eyrún í Kennaraskólann, útskrif-
aðist 1972 og kenndi þrjá vetur í
Fossvogsskóla, en þá var förinni
heitið til Danmerkur. Eyrún lauk
námi í talmeinafræðum auk sér-
kennslufræða frá Danmarks Lærer-
højskole og Sturla Guðmundsson,
eiginmaður hennar, sem rafmagns-
tæknifræðingur. Kynni af danskri
menningu og samfélagi höfðu var-
anleg áhrif á þau og danski vinahóp-
urinn er fjölmennur. „Eftir heim-
komu frá Danmörku réð ég mig sem
talkennara við Öskjuhlíðarskóla þar
sem ég fékk tækifæri til að innleiða
tjáskiptamátann Tákn með tali í
kjölfar þess að hafa tileinkað mér að-
ferðina þar úti.“ Úr Öskjuhlíðarskóla
lá leiðin í KHÍ þar sem henni var fal-
ið að hafa umsjón með svokölluðu
starfsleikninámi í sérskólum og sér-
deildum auk umsjónar með BA-námi
í sérkennslufræðum að hluta. „Eftir
fimm ára starf þar sem fastráðinn
um það er 7. prentun væntanleg frá
Forlaginu. Í kjölfar útgáfu efnisins
hafa verið haldin á annað hundrað
Lubbanámskeið fyrir starfs-
mannahópa leikskóla auk fjölda
kynninga.“
Eyrún hefur alltaf verið tónelsk og
lærði á píanó sem stelpa. „Í kjölfar
50 ára afmælisins lét ég gamlan
draum rætast og skráði mig í harm-
onikunám. Þar varð til harmoniku-
sveitin Smárinn og tókst okkur um
síðir (2014) að gefa út hljómdisk með
útsetningum lærimeistara okkar,
Karls Jónatanssonar. Ég veit fátt
skemmtilegra en að spila á nikkuna
og æfi með Léttsveit Harmoniku-
félags Reykjavíkur auk þess að taka
gigg með Smáranum.“
Eyrún hefur ásamt sex öðrum tal-
meinafræðingum rekið Talþjálfun
Reykjavíkur um árabil, en hefur
ákveðið að draga úr vinnu við þessi
Eyrún Ísfold Gísladóttir talmeinafræðingur – 70 ára
Ljósmynd/Rut
Talþjálfun, harmonika
og Lubbi finnur málbein
Combo Smárinn Harmonikusveitin
Smárinn gaf út geisladisk 2014.
Fjölskyldan Myndin er tekin árið 2007 í stúdentsveislu Guðrúnar Jóhönnu. Aftari röð f.v.: Snorri Björn, Gísli Örn, Mar-
ie sambýliskona Gísla, Guðrún Jóhanna og Sturla. Fremri röð: Móðir Eyrúnar, Guðrún J. Vigfúsdóttir, og Eyrún.
Þann 2. október 2020 varði Theódór
Skúli Sigurðsson, barnasvæfinga- og
gjörgæslulæknir, doktorsritgerð sína
við Háskólann í Lundi. Ritgerðin ber
heitið „Aspects of pediatric hemo-
dynamics – a study in young children
undergoing corrective heart surgery“.
Leiðbeinandi var dr. Lars Lindberg,
sérfræðingur í barnasvæfingum og
dósent við Háskólann í Lundi, and-
mælandi var dr. Willem-Pieter de
Boode, prófessor í nýburalækningum
við Radboud-háskólann í Hollandi, og
meðdómari var dr. Per-Arne Lönnqvist,
prófessor í barnasvæfingum við Karól-
ínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi.
Doktorsritgerðin fjallaði um rann-
sóknir á blóðrásarkerfi barna eftir
hjartaaðgerð, þar sem ný mælitækni
var borin saman við eldri staðal-
aðferðir. Nýja mælitækið, COstatus frá
fyrirtækinu Trans-
onic Systems í
Bandaríkjunum,
metur blóðrásar-
breytingar með
hjálp ómtækni og
æðaleggja sem
alla jafnan eru að-
gengilegir í alvar-
lega veikum börn-
um.Umfjöllun um rannsóknina komst
á forsíðu Anesthesiology, eins virtasta
tímarits á sviði svæfingalækninga
samhliða sérstakri ritstjórnargrein, en
fimm ritrýndar greinar hafa birst um
rannsóknina. Helstu niðurstöður voru
að nýja tæknin væri jafn áreiðanleg og
fyrri aðferðir, en væri nákvæmari og
öruggari og vel til þess fallin að hjálpa
til við klínískt mat á alvarlega veikum
börnum á gjörgæsludeildum.
Theódór Skúli
Sigurðsson
Theódór Skúli Sigurðsson fæddist 2.11. 1976. Hann útskrifaðist frá MR 1996 og
lauk læknaprófi frá HÍ árið 2003. Hann hlaut sérfræðileyfi ísvæfinga- og gjör-
gæslulækningum í Svíþjóð við Háskólasjúkrahúsið í Lundi 2010. Theódór lauk
framhaldsnámi í barnasvæfingum og gjörgæslulækningum 2013 og vann sam-
hliða sem sérfræðingur við Barnasjúkrahúsið í Lundi 2010-2017. Theódór dvaldi í
skemmri tíma á Great Ormond Street-barnasjúkrahúsinu í London og gjörgæslu-
deild University College of London sjúkrahússins þar sem hann kynnti sér smit-
varnir á gjörgæsludeildum. Hann lauk evrópska svæfingaprófinu (DESA) á veg-
um European Society of Anesthesia 2010 og evrópska gjörgæsluprófinu (EDIC) á
vegum European Society of Intensive Care Medicine 2014. Fyrstur Íslendinga
fékk hann sérfræðiviðurkenningu í svæfingalækningum og gjörgæslu barna árið
2016 og hefur starfað á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítalans frá 2017.
Hann er giftur Guðbjörgu Vigdísi Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi og dætur
þeirra eru María Sara og Auður Margrét.
Doktor