Morgunblaðið - 10.10.2020, Side 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
KNATTSPYRNA
Þjóðadeild UEFA:
Laugardalsvöllur: Ísland – Danmörk. 18.45
UM HELGINA!
Ekki liggur fyrir hvenær leikur 21-
árs landsliða Íslands og Ítalíu í und-
ankeppni EM í knattspyrnu fer
fram en honum þurfti að fresta í
gær. Þá komu upp þrjú kórónu-
veirusmit í leikmannahópi Ítala,
m.a. hjá Matteo Gabbia, miðverði
ítalska stórliðsins AC Milan. Leik-
urinn átti að fara fram á Víkings-
vellinum síðdegis í gær. Nýr leik-
dagur hefur ekki verið gefinn upp
en það er í höndum UEFA. Íslenska
liðið sækir Lúxemborg heim á
þriðjudag og á að leika ytra gegn
Írlandi og Armeníu í nóvember.
Óvíst með leik-
inn við Ítalina
Morgunblaðið/Eggert
U21 Alfons Sampsted og félagar
gátu ekki spilað í gær.
Knattspyrnusamband Íslands hef-
ur framlengt frestun sína á leikj-
um á Íslandsmótinu, eftir að hafa á
miðvikudaginn tilkynnt að öllum
leikjum næstu sjö dagana yrði
frestað.
KSÍ tilkynnti í gær að ákveðið
hefði verið að fresta öllum leikjum
til og með 19. október en það er í
takt við tilmæli Almannavarna og
sóttvarnalæknis. Áður höfðu flest
önnur íþróttasambönd tilkynnt
frestanir til 19. október.
Í tilkynningu KSÍ segir að mark-
miðið að ljúka keppni samkvæmt
mótaskrá sé enn óhaggað þrátt
fyrir þessar frestanir.
Þær þýða að umferð sem leika
átti í Pepsi Max-deild karla
fimmtudaginn 15. október er frest-
að, og sömuleiðis umferð sem leika
átti dagana 18. og 19. október.
Þetta eru tvær af þeim fjórum um-
ferðum sem eftir eru.
Þá eru það lokaumferðirnar í
Pepsi Max-deild kvenna, 1., 2. og 3.
deild karla sem verður frestað, til
viðbótar við það sem áður lá fyrir.
KSÍ framlengir frestanir
allra leikja til 19. október
EM KVENNA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Jón Þór Hauksson, þjálfari
kvennalandsliðsins í knattspyrnu,
tilkynnti í gær 23 manna hóp fyrir
leik Svíþjóðar og Íslands í und-
ankeppni EM sem fram fer í Sví-
þjóð 27. október.
Ein breyting er á hópnum frá
leikjunum tveimur í september
þegar Ísland vann Lettland 9:0 og
gerði 1:1 jafntefli við Svía á Laug-
ardalsvellinum. Andrea Rán
Hauksdóttir kemur inn í hópinn í
stað Rakelar Hönnudóttur, sam-
herja síns úr Breiðabliki. Rakel
gaf ekki kost á sér af persónu-
legum ástæðum.
„Tilfinningin er rosalega góð.
Ánægjuleg og jákvæð tilfinning,“
sagði Andrea Rán þegar
Morgunblaðið heyrði í henni hljóð-
ið í gær en valið má kalla rökrétt
framhald af frammistöðu hennar
undanfarið. Lék hún til dæmis
mjög vel í mikilvægum sigri
Breiðabliks á Val í toppslag Ís-
landsmótsins.
„Já, ég myndi halda það. Ég hef
lagt hart að mér í sumar. Og hef
fengið þau viðbrögð frá fólki að
maður hafi staðið sig mjög vel.
Sem er mjög ánægjulegt að heyra
enda hefur maður lagt mikið á sig.
Til dæmis með aukaæfingum. Þeg-
ar maður hefur lagt mikið á sig þá
fylgir því góð tilfinning að upp-
skera. Ég er kannski þannig leik-
maður að ekki er endilega tekið
eftir manni á vellinum en það er
gott að einhver taki eftir því,“
sagði Andrea og hló.
Fyrsti mótsleikurinn?
Andrea Rán er ekki ókunn
landsliðinu og landsleikjum, en
hún var síðast í landsliðinu fyrri
hluta síðasta árs í Algarve-
bikarnum og í Suður-Kóreu. En
hún hefur þó ekki leikið mótsleik
enn sem komið er, þ.e.a.s í und-
ankeppni EM eða HM.
„Já mikið rétt. Ég er að sjálf-
sögðu með mín markmið og móts-
leikur væri að sjálfsögðu næst á
dagskrá. Það er gaman að vera
sýnt traust fyrir alvöru leik en
maður hefur jú verið með í lands-
leikjum áður.“
Talið berst að keppnistímabilinu
2020 sem kórónuveiran hefur sett
svip á og fór Andrea Rán ekki var-
hluta af því. Hún greindist jákvæð
eftir að hún kom heim frá Banda-
ríkjunum snemma sumars og fór
yfir þau mál í Morgunblaðinu fyrr
í sumar. Í ljósi þess sem gengið
hefur á er kannski enn meira
gleðiefni en ella að fá þær fréttir
að hún sé komin í landsliðið?
„Einmitt. Það er það nefnilega.
Loksins gerðist eitthvað jákvætt.
Mikið hefur gengið á hjá mér eins
og hjá mörgum öðrum. Ég var
nýbúin að sleppa orðinu í morgun,
þegar maður sá tilkynningarnar
um bönn við æfingum og fleiru, að
nú hlyti eitthvað jákvætt að fara
að gerast. Nefndi þetta einmitt við
vinkonu mína,“ sagði Andrea en
hún segir að í herbúðum Breiða-
bliks hafi samstaðan verið af-
skaplega góð í sumar hvort sem
það var í meðbyr eða mótbyr. Nú
blasir Íslandsmeistaratitillinn við
Breiðabliksliðinu.
Samkeppni en samstaða
„Auðvitað er frábært að vera í
þeirri stöðu sem við erum í. Maður
hugsar samt alltaf bara um næsta
leik. Það væri ánægjulegt ef mótið
yrði klárað og hægt væri að ljúka
þessu. Ég er stolt af liðinu og
hvernig við höfum farið í gegnum
sumarið. Þetta hefur ekki alltaf
verið auðvelt og margt sem spilar
þar inn í. Mér finnst við hafa tækl-
að vel hvert einasta verkefni hvort
sem það var að æfa við erfiðar að-
stæður eða spila leikina. Andinn
hefur verið geggjaður og við erum
á sömu blaðsíðunni. Alveg frá leik-
mönnum og upp í stúku og allir
þar á milli. Allir skipta máli, alveg
sama hver það er. Maður fær til
dæmis mikinn stuðning frá leik-
mönnum sem eru utan hópsins.
Allir eru saman í þessu en á
sama tíma er mikil samkeppni á
æfingum vegna þess að keppn-
isskapið er ekki langt undan. Ég
held að við séum allar þannig
gerðar að við þolum ekki að tapa
en fyrir vikið þá fáum við líka mik-
ið út úr æfingunum,“ sagði Andrea
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Á mbl.is/sport er einnig að
finna stutt viðtal við landsliðsþjálf-
arann, Jón Þór Hauksson, frá því í
gær.
Eitthvað jákvætt hlaut
að fara að gerast
Andrea Rán Hauksdóttir hefur unnið sér sæti í landsliðinu á ný
Morgunblaðið/Eggert
Lykilhlutverk Andrea Rán Hauksdóttir hefur spilað mjög vel á miðjunni hjá Breiðabliki að undanförnu.
MARKVERÐIR:
Sandra Sigurðardóttir, Val.............................................................. 31 0
Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Fylki ........................................................ 1 0
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki............................................... 7 0
VARNARMENN:
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val ................................................... 114 3
Ingibjörg Sigurðardóttir, Vålerenga, Noregi............................... 32 0
Anna Björk Kristjánsdóttir, Le Havre, Frakklandi ..................... 43 0
Elísa Viðarsdóttir, Val...................................................................... 38 0
Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård, Svíþjóð............................ 86 6
Guðný Árnadóttir, Val........................................................................ 8 0
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Val .................................................... 73 10
Barbára Sól Gísladóttir, Selfossi....................................................... 1 0
MIÐJUMENN:
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki ............................................. 7 2
Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi ....................................................... 90 29
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki............................................ 30 2
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Breiðabliki....................................... 3 1
Sara Björk Gunnarsdóttir, Lyon, Frakklandi............................. 133 20
Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad, Svíþjóð....................... 21 1
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki ............................................ 10 2
SÓKNARMENN:
Sveindís Jane Jónsdóttir, Breiðabliki............................................... 2 2
Sandra María Jessen, Leverkusen, Þýskalandi ............................ 32 6
Elín Metta Jensen, Val...................................................................... 51 16
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Le Havre, Frakklandi................ 45 4
Hlín Eiríksdóttir, Val........................................................................ 16 3
Hópurinn sem fer til Svíþjóðar
Spánverjinn Rafael Nadal tryggði
sér sæti í úrslitunum á opna franska
meistaramótinu í enn eitt skiptið er
hann vann Argentínumanninn Diego
Schwartzmann í þremur settum í gær,
fyrstu tvö 6:3 og það þriðja eftir upp-
hækkun, 7:6 (7:0).
Þetta verður í þrettánda sinn sem Nad-
al keppir til úrslita á mótinu en hann
hefur tekið þátt í því sextán sinnum á
ferlinum. Hann hefur aldrei tapað í úr-
slitum, hefur unnið mótið tólf sinnum
og þar af síðustu þrjú árin. Nadal mætir
Serbanum Novak Djokovic í úrslitunum
á sunnudaginn. Serbinn hafði betur
gegn Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í
undanúrslitunum.
Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson
skoraði sitt áttunda mark í sjö leikjum
er hann gerði eina mark Excelsior í 1:1-
jafntefli gegn Eindhoven í hollensku B-
deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Elí-
as spilaði fyrstu 86 mínútur leiksins
fyrir gestina og kom þeim yfir eftir
rúmlega klukkutíma leik.
Elías skoraði sjö mörk í fyrstu þremur
leikjum tímabilsins fyrir Excelsior sem
er í 12. sæti með sjö stig eftir sjö leiki.
Handknattleiksmaðurinn Sveinn Ar-
on Sveinsson er genginn til liðs við Sel-
foss en félagið sagði frá þessu á heima-
síðu sinni í gærkvöldi. Sveinn er 27 ára
vinstri hornamaður sem var viðloðandi
öll yngri landslið Íslands á sínum tíma.
Sveinn er uppalinn hjá Val á Hlíðarenda
þar sem hann lék árum saman, varð Ís-
lands- og bikarmeistari með liðinu árið
2017, en einnig lék hann um tíma með
Aftureldingu eða hluta úr keppnis-
tímabilinu 2017/2018.
Knattspyrnukonan Ásta Eir Árna-
dóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja
ára samning við Breiðablik en hún hef-
ur verið hjá uppeldisfélaginu allan sinn
feril. Blikar sögðu frá þessu á sam-
félagsmiðlum sínum í gær.
Ásta hóf að spila með meistaraflokki
Breiðabliks árið 2009 og hefur síðan þá
spilað 112 leiki í efstu deild sem og átta
A-landsleiki fyrir Ísland. Ásta er bak-
vörður og hefur verið einn af mikilvæg-
ari leikmönnum liðsins undanfarin ár.
Hún spilaði alla deildarleiki liðsins bæði
2018 og 2019 en hefur ekkert komið við
sögu í sumar vegna barneigna.
Forráðamenn enska knattspyrnu-
félagsins Arsenal vilja setjast niður
með Mesut Özil og reyna að semja um
starfslok við þýska knattspyrnumann-
inn en hann er úti í kuldanum hjá knatt-
spyrnustjóranum Mikel Arteta þrátt
fyrir að vera launahæsti leikmaður liðs-
ins.
Þjóðverjinn er launahæsti
leikmaðurinn í sögu Ars-
enal en hann þénar um
350 þúsund pund á
viku og á níu mán-
uði eftir af samn-
ingi sínum. Sam-
kvæmt Daily Mail
á Englandi ætlar
Özil ekki að fara
frá félaginu
nema það greiði
upp samninginn í
heild sinni, um 13
milljónir punda.
Eitt
ogannað