Morgunblaðið - 10.10.2020, Side 41
ÞJÓÐADEILDIN
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Eftir mikilvæga sigurinn á Rúmen-
íu á fimmtudaginn á leið Íslands að
lokakeppni EM karla í knattspyrnu
tekur við öðruvísi verkefni annað
kvöld á Laugardalsvellinum. Ís-
lenska landsliðið tekur þá á móti
Danmörku í Þjóðadeild UEFA þar
sem Ísland er á botni riðilsins eftir
tap gegn Englandi og Belgíu í síð-
asta mánuði. Danir eru í þriðja sæt-
inu, töpuðu gegn Belgum en gerðu
markalaust jafntefli gegn Englandi.
Það er kannski til marks um
breytta og betri tíma íslenskrar
knattspyrnu að landsleikur gegn
Dönum hefur verið jafn lítið í um-
ræðunni undanfarið og raun ber
vitni. Ísland er í dauðafæri á að
komast á sitt þriðja stórmót í röð
og það að vinna fótboltaleik gegn
frændum okkar er kannski ekki
lengur helsta óskin. Er samt ekki
kominn tími á það?
Kemur loks fyrsti sigurinn?
Ísland og Danmörk mætast í 24.
skipti í A-landsleik á morgun en
saga viðureigna liðanna er jafn-
gömul og landsliðssaga Íslands,
fyrsti landsleikurinn var gegn Dön-
um á Melavellinum árið 1946. Danir
sigruðu 3:0 og hafa síðan iðulega
leikið okkur grátt. Ísland hefur
aldrei unnið Danmörku, gert fjögur
jafntefli og tapað 19 sinnum. Liðin
mættust síðast í Herning á Jótlandi
í mars 2016 er íslenska liðið var að
undirbúa sig fyrir þátttöku á EM
um sumarið. Danir unnu þar sinn
sjöunda sigur gegn Íslandi í röð,
2:1. Arnór Ingvi Traustason skoraði
mark Íslendinga.
Danir eru nú þegar búnir að
tryggja sér sæti á EM og unnu 4:0-
sigur á Færeyjum í vináttulands-
leik á miðvikudaginn. Síðan þá hafa
tveir leikmenn liðsins dregið sig úr
hópnum vegna meiðsla. Sóknar-
maðurinn Andreas Cornelius skor-
aði og fór meiddur af velli gegn
Færeyjum og er snúinn aftur til
Parma á Ítalíu. Þá er Kristian Ped-
ersen, sem spilar í ensku B-deild-
inni, einnig farinn heim eftir að
hafa spilað sinn fyrsta landsleik á
miðvikudaginn. Eftir leikinn á
Laugardalsvelli fara Danir til
Lundúna og mæta Englendingum á
Wembley á miðvikudaginn.
Álaginu verður dreift
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamr-
én stillti upp sínu sterkasta liði í
leiknum mikilvæga gegn Rúmeníu
á fimmtudaginn en fastlega má
gera ráð fyrir því að álaginu verði
dreift á hópinn í næstu tveimur
leikjum. Kári Árnason fór meiddur
af velli í umspilsleiknum og var
fyrst um sinn óttast að hann væri
fótbrotinn. Góðu fréttirnir eru þær
að svo er ekki, en hann verður að
öllum líkindum ekki með á morgun.
Þá áttu þeir Arnór Sigurðsson og
Jón Dagur Þorsteinsson að spila
með 21-árs landsliðinu gegn Ítalíu í
gær en þeim leik var frestað og
verða þeir því til taks á morgun. Jó-
hann Berg Guðmundsson spilaði í
83 mínútur gegn Rúmeníu og var
það hans fyrsti leikur í tæpan mán-
uð. Það er því óvíst hvort hann
verður með. Fyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson mun spila gegn Dönum
en ekki gegn Belgíu og þá verður
áhugavert að sjá hvort Birkir Már
Sævarsson kemst aftur að eftir
vasklega framgöngu með Val und-
anfarið.
Erfiðasti andstæðingurinn
Ísland tekur á móti Danmörku á
Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Danir Arnór Ingvi Traustason í baráttu við Rúmenann Mihai Balasa í fyrra-
kvöld. Annað kvöld glíma Arnór og félagar við Dani á Laugardalsvellinum.
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
Ég lenti í matarboði fyrir ekki
svo löngu. Félagsskapurinn var
þannig saman settur að ég bjóst
við því að fá frí frá vinnunni og
íþróttunum vegna þess að þær
eru ekki á áhugasviði þeirra sem
þar voru.
Bleik var þess vegna brugðið
þegar ég fékk gula spjaldið í
matarboðinu fyrir störf mín á
Morgunblaðinu. Því átti ég ekki
von á þótt vitaskuld sé þar næg-
an efnivið að finna til að gagn-
rýna. Bjóst bara ekki við þessu
úr þessari átt.
Frændi minn sagðist sem sagt
hafa veitt því athygli hvernig
sjálfboðaliðar hjálpuðu í stórum
stíl til við að gera Íslandsmótið í
golfi að veruleika í Mosfellsbæ í
ágúst. Þetta væri stórmerkilegt
á tímum þegar erfitt væri að fá
fólk til að sinna sjálfboðastarfi
eftir því sem hann best vissi.
Hvort sem það er í íþróttunum
eða annars staðar.
Nú er þessi frændi minn ekkert
sérstaklega upptekinn af golf-
íþróttinni en sagðist hafa veitt
þessu athygli í fjölmiðlum. Sagð-
ist hins vegar ekkert botna í því
að ég hefði ekki skrifað svona
Bakvarðarpistil um málið og hve
þetta hefði verið til mikillar fyrir-
myndar hjá fólki í hreyfingunni.
Útskýrði hann fyrir gestum
hvernig kórónuveiran setti mark
sitt á mótshaldið. Til að koma í
veg fyrir sameiginlega snertifleti
þurftu sjálfboðaliðar að fara
með hverjum einasta ráshópi og
taka boltana fyrir keppendur úr
holunni. Hátt í fimm tíma
göngutúr, fjóra daga í röð, þar
sem veðurguðirnir eru misjafn-
lega upplagðir. Klukkan sjö að
morgni þess vegna, þegar enn er
hánótt.
Frændi minn hefur lög að
mæla. Ég þyrfti endilega að
skrifa Bakvörð um þetta.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Danmörk
Kolding – Bjerringbro/Silkeborg..... 29:32
Ágúst Elí Björgvinsson varði níu skot í
marki Kolding.
Tvis Holstebro – Aarhus..................... 33:29
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt
mark fyrir Tvis Holstebro.
Efstu lið: Aalborg, GOG, Tvis Holstebro,
Mors-Thy, Bjerringbro/Silkeborg, Skand-
erborg, Skjern, SönderjyskE.
Frakkland
B-deild:
Nice – Strasbourg................................ 30:30
Grétar Ari Guðjónsson varði þrjú skot í
marki Nice.
Undankeppni HM 2022
Suður-Ameríka:
Úrúgvæ – Síle ........................................... 2:1
Paragvæ – Perú........................................ 2:2
Argentína – Ekvador ............................... 1:0
Undankeppni EM U21 árs
1. riðill:
Ísland – Ítalía..................................... frestað
Svíþjóð – Lúxemborg............................... 4:0
Staðan:
Írland 7 5 1 1 12:3 16
Ítalía 6 4 1 1 15:3 13
Svíþjóð 7 4 0 3 17:8 12
Ísland 6 4 0 2 11:9 12
Armenía 7 1 0 6 4:17 3
Lúxemborg 7 1 0 6 2:21 3
Lúxemborg og Ísland mætast næsta
þriðjudag.
Holland
B-deild:
Eindhoven – Excelsior ............................ 1:1
Elías Már Ómarsson lék fyrstu 86 mín-
úturnar fyrir Excelsior og skoraði eitt
mark.
Karla- og kvennalandslið Íslands í
körfuknattleik leika ekki heima-
leiki í undankeppnum stórmótanna
í nóvembermánuði eins og til stóð.
Þess í stað fer kvennalandsliðið
til Grikklands og karlalandsliðið til
Slóvakíu þar sem öll liðin í viðkom-
andi riðlum koma saman og leika
fyrri umferðina á nokkrum dögum.
Kvennalandslið Íslands átti að
leika við Slóveníu á heimavelli 12.
nóvember og Búlgaríu á útivelli 15.
nóvember í undankeppni EM. Þess í
stað fer liðið til Heraklion í Grikk-
landi og mætir þar Slóvenum, Búlg-
örum og Grikkjum dagana 8. til 15.
nóvember.
Karlalandsliðið átti að leika tvo
heimaleiki í forkeppni HM 2023,
gegn Lúxemborg 26. nóvember og
gegn Kósóvó 29. nóvember. Þess í
stað verður farið til Bratislava og
leikið þar gegn Lúxemborg, Kósóvó
og Slóvakíu dagana 23. til 29. nóv-
ember.
Seinni umferð riðlanna verður
leikin í febrúarmánaði á svipaðan
hátt, samkvæmt áætlun FIBA.
Körfuboltalandsliðin missa
af heimaleikjum sínum
Arnar Grétarsson mun halda áfram
störfum sem þjálfari úrvalsdeild-
arliðs KA í knattspyrnu og hefur
skrifað undir nýjan samning til
tveggja ára. Arnar tók við KA-
liðinu 15. júlí, sama dag og Óli Stef-
án Flóventsson hætti störfum með
Akureyrarliðið sem hafði þá ekki
náð að vinna leik í fimm fyrstu um-
ferðum Pepsi Max-deildar karla.
Undir stjórn Arnars hefur KA að-
eins tapað einu sinni í þrettán leikj-
um, 1:0 gegn toppliði Vals, en unnið
þrjá leiki og gert níu jafntefli og er
í sjöunda sæti deildarinnar.
Arnar verður
áfram með KA
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
KA Arnar Grétarsson verður áfram
á Akureyri næstu tvö árin.
UNGVERJAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ungverjar munu þekkja mætavel
til íslenska karlalandsliðsins í fót-
bolta sem mætir þeim í úrslita-
leiknum um EM-sætið í Búdapest
12. nóvember. Aftur á móti er ljóst
að Íslendingar þekkja mun minna til
ungverska liðsins sem teflt verður
fram í þeim leik.
Ísland og Ungverjaland skildu
jöfn, 1:1, í Marseille í Evrópukeppn-
inni í Frakklandi sumarið 2016 þar
sem ungverska liðið náði jafntefli
með sjálfsmarki á 88. mínútu, eftir
að Gylfi Þór Sigurðsson hafði skor-
aði fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum.
Ungverjar unnu riðilinn afar óvænt
og Ísland hafnaði í öðru sæti á með-
an Portúgalar rétt skriðu áfram í
16-liða úrslitin með þremur jafn-
teflum í þriðja sæti og Austurríki
féll út.
Þegar Ungverjar unnu Búlgara
3:1 í Sofia í umspilinu í fyrrakvöld
voru þeir aðeins með þrjá leikmenn
í byrjunarliði sem tóku þátt í leikn-
um í Marseille fyrir fjórum árum.
Það voru miðvörðurinn Ádám Lang,
leikmaður Omonia á Kýpur, sem
var hægri bakvörður í leiknum í
Marseille, miðjumaðurinn Ádám
Nagy, sem leikur með Bristol City í
ensku B-deildinni, og framherjinn
og varafyrirliðinn Ádám Szalai,
leikmaður Mainz í Þýskalandi, sem
kom inn á sem varamaður í Mar-
seille.
Sá fjórði sem tók þátt í báðum
leikjum var Nemanja Nikolic, sókn-
armaður ungverska liðsins Fehér-
vár, en hann kom inná gegn Íslandi
2016 og aftur gegn Búlgörum í
fyrrakvöld þar sem hann innsiglaði
sigurinn með þriðja marki ung-
verska liðsins.
Níu sem mættu Ungverjum
Aftur á móti tóku níu af þeim leik-
mönnum íslenska landsliðsins sem
léku gegn Ungverjum í Marseille
þátt í sigurleiknum gegn Rúmeníu á
Laugardalsvellinum í fyrrakvöld.
Ungverjar urðu í fjórða sæti af
fimm liðum í undankeppni EM á síð-
asta ári, á eftir Króatíu, Wales og
Slóvakíu en á undan Aserbaídsjan.
Þeir unnu fjóra leiki en töpuðu fjór-
um í jöfnum riðli. Sigruðu Asera
tvisvar og unnu heimaleikina gegn
Króatíu og Wales. Þeir fengu því
níu af tólf stigum á heimavelli sínum
í Búdapest þar sem þeir taka á móti
Íslandi í leiknum mikilvæga eftir
rúman mánuð.
Sigur og tap í september
Ungverjar léku tvo leiki í Þjóða-
deildinni í september. Þeir unnu
óvæntan útisigur á Tyrkjum, 1:0,
með marki frá hinum 19 ára gamla
Dominik Szoboszlai, leikmanni Salz-
burg í Austurríki. Þremur dögum
síðar töpuðu þeir 2:3 fyrir Rússum á
heimavelli eftir að hafa lent 0:3 und-
ir. Roland Sallai, leikmaður Freib-
urg í Þýskalandi, og Nemanja Niko-
lic minnkuðu muninn um miðjan
síðari hálfleik.
Ungverjar eru á leið í tvo leiki í
Þjóðadeildinni eins og önnur lið.
Þeir mæta grönnum sínum Serbum
á útivelli annað kvöld og sækja síð-
an Rússa heim á miðvikudags-
kvöldið.
AFP
Skorar Nemanja Nikolic hefur ver-
ið á skotskónum að undanförnu.
Gjörbreytt lið frá EM 2016
Aðeins fjórir eftir af þeim sem léku með Ungverjalandi gegn Íslandi í Marseille