Morgunblaðið - 10.10.2020, Síða 42

Morgunblaðið - 10.10.2020, Síða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ragnar Ólafsson, söngvaskáld og tónlistarmaður, gaf út sína aðra sóló- plötu 1. október og ber hún titilinn m.i.s.s. sem vísar í staðinn sem hún var samin á, Mississippi-fljótið í Bandaríkjunum. Ragnar hefur komið víða við í tón- list á síðastliðnum 15 árum, hefur m.a. fengist við klassík og óperu, popp og þungarokk. Hann ólst upp og bjó erlendis fyrstu 22 ár ævi sinn- ar, einkum í Svíþjóð en auk þess í Bandaríkjunum og á Svalbarða. Hóf hann að leika með hljómsveitum og tónlistarmönnum á meðan hann var í menntaskóla í Gautaborg og að loknu stúdentsprófi flutti hann til Sval- barða og bjó þar í tvö ár. Þar stofnaði hann Iris-Magnus, „nyrstu hljóm- sveit í heimi“ eins og hann kallar hana. Árið 2003 flutti Ragnar til Íslands og hóf nám í bókmenntafræði og sænsku við Háskóla Íslands samhliða tónlistarnámi í Tónlistarskóla Kópa- vogs og FÍH. Hann vann fyrir sér sem trúbador á knæpum höfuð- borgarinnar samhliða náminu í nokk- ur ár og hefur komið að stofnun nokkurra hljómsveita, t.d. Ask the Slave og In Siren, og hann er líka meðlimur í hljómsveitunum Light- speed Legend, Different Turns og Sign auk þess að hafa farið í tónleika- ferðalög með Sólstöfum og leikið á hljómborð. Einna þekktastur er hann þó sem einn liðsmanna hljóm- sveitarinnar Árstíða sem ferðast hef- ur til yfir 30 landa, gefið út sex plötur og hlotið mörg verðlaun. Síðast en ekki síst hefur Ragnar útsett tónlist fyrir Söngvakeppnina og samið tón- list fyrir sjónvarpsefni og kvikmynd- ir. Vísar líka til kvenna og söknuðar Nýja platan, m.i.s.s., er óður til Mississippi-fljótsins og fólksins sem Ragnar kynntist á mánaðarlangri siglingu sinni en titillinn vísar líka til kvenna (e. missus) sem skáldið sakn- ar (e. miss) og hugsar til þegar hann situr með gítar í hendi á dekki og fylgist með straumi fljótsins, eins og Ragnar lýsir því sjálfur. Á plötunni eru tólf lög og í þeim skiptast á skin og skúrir. „Þetta er sólóverkefnið mitt, ákveðin hlið á mér þar sem ég er per- sónulegri, hneppi frá brynjunni og tala um hjartans mál,“ segir Ragnar um plötuna nýju í samtali við blaða- mann. „Ég samdi alla plötuna á innan við fjórum vikum í bátsferð á Miss- issippi.“ – Hvers vegna varstu í þeirri báts- ferð, hver er forsaga hennar? „Vinur minn, John Holdson, er mikill ævintýrakarl og hafði keypt sér húsbát, var staddur í Watergate Marina hjá Twin Cities þar sem Mississippi byrjar og ætlaði að sigla fljótið endilangt og bauð mér með. Ég hélt nú það og flaug til Twin Cit- ies og við sigldum þaðan niður ána í fjórar vikur,“ svarar Ragnar. „Ég sat alla dagana með gítar í hendi og samdi lög, eitt til tvö á dag og kom heim með um 30 lög í farteskinu. 12 þeirra enduðu á plötunni.“ Ragnar segir lögin flest vísa í fljót- ið með einum eða öðrum hætti en þau fjalla þó um fólk og tilfinningar. „Myndlíkingin er alltaf áin,“ segir Ragnar og að lögin myndi í heild ferðasögu. Fyrsta lagið á plötunni er það fyrsta sem Ragnar samdi í ferð- inni og lokalagið samdi hann á heim- leið. Þegar til Reykjavíkur var komið fór hann að huga að útsetningum. „Þetta er svona „singer songwriter“ með smá rokk-, kántrí- og blúsívafi. Það gerðist bara sjálfkrafa því ég drakk í mig menninguna þarna á Mississippi. Það er blúslag á plötunni og nokkur kántrískotin,“ útskýrir Ragnar. Hann fékk góða menn til liðs við sig í upptökum; Skúli Gíslason trommaði, Halldór Árnason lék á bassa og Magnús Jóhann á hljóm- borð, svo nokkrir séu nefndir. Sérstakur menningarheimur Ragnar er spurður að því hvort hann hafi hitt áhugavert fólk á ferða- lagi sínu niður Mississippi og segist hann heldur betur hafa gert það. „Þetta er ákveðinn menningarheim- ur, fólk sem býr við svona stóra og mikla á hefur ákveðinn karakter, er mjög hjálpsamt og hlýtt,“ segir Ragnar. Þeir vinirnir hafi þurft að kaupa birgðir og fá ýmsa þjónustu í bæjum við ána og allir hafi þar verið af vilja gerðir og hjálplegir. Ragnar bendir á að fólk sem býr á eyju hafi líka ákveðinn karakter, til dæmis við Íslendingar. Sjórinn sé lífshættulegur líkt og Mississippi sem margir drukkni í ár hvert. „Það vita allir að þessi á getur verið hættu- leg, eins falleg og hún nú er og það er ákveðinn andi þarna, fólk stendur saman og hjálpast að.“ Og talandi um náttúruöflin þá lentu Ragnar og vinur hans í alls kon- ar veðrum, m.a. stormi sem hann segir hafa verið ansi skuggalegan með mikilli rigningu, þrumum og eldingum. „Það var svolítið strembið að ná stjórn á bátnum og koma hon- um í skjól,“ segir Ragnar. Hann segir ferðalagið virkilega eftirminnilegt og líkir plötunni við minnisbók sem hann hafi skrásett ferðalagið í, sagt frá fólki sem hann hitti, hvernig hon- um leið og hvað hann upplifði. 10 ferðir til Póllands Fyrsta sólóplata Ragnars, Urges, fékk prýðilegar viðtökur á sínum tíma og má nefna lof frá Arnari Egg- erti Thoroddsen poppdoktor. Ragnar segir þá plötu hafa sprottið upp úr ástarsorg. „Hún var stálheiðarleg, ég var ekki með neina stæla og ekki að reyna að sanna neitt. Ég þurfti að gera plötuna fyrir sjálfan mig og svo var bara bónus að mörgum þótti hún góð. Ég fékk líka mikla athygli fyrir hana í Póllandi og hef farið reglulega í tónleikaferðalög þangað, spilað lög- in af henni og líka núna af nýju plöt- unni,“ segir Ragnar sem er nýkom- inn úr tónleikaferð um Pólland. „Ég var þar fyrir nokkrum vikum, hélt 18 tónleika einn með gítarinn,“ segir Ragnar en hann er með bókara sem sér um skipulag slíkra ferða. Ragnar segist hafa farið tíu sinn- um til Póllands á þremur árum, eftir að Urges kom út. „Það sem var merkilegt við þennan túr var að mér tókst að spila 18 tónleika í miðjum Covid-faraldri,“ segir Ragnar um síð- ustu ferðina en gætt var að fjöldatak- mörkunum og hæfilegri fjarlægð milli gesta. „Ég var hikandi áður en ég fór en fann svo hvað fólk sem kom á tónleikana var þakklátt. Þetta var svolítið sérstakur túr upp á það að gera,“ segir hann að lokum. Ljósmynd/Justyna Stachowska Víðförull Ragnar Ólafsson hefur bæði búið og leikið víða um lönd á 15 ára löngum tónlistarferli sínum. Fljót, fólk og tilfinningar  Ragnar Ólafsson sigldi niður Mississippi-fljót í mánuð og samdi lög og texta fyrir plötuna m.i.s.s. sem nú er komin út  Hefur komið víða við í tónlist og farið tíu sinnum í tónleikaferð til Póllands Hópur gjörn- ingalistamanna sem kalla sig Sunday Seven verður með gjörninga- dagskrá á netinu í annað sinn í dag, 10. október. Dagskrána kalla þau 10 10 2020. Listamennirnir eru Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magna- dóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson og Styrmir Örn Guðmundsson. Dagskráin hefst kl. 20 og verður streymt frá Berlín, Hannover, Hel- sinki, Reykjavík og sænsku og frönsku sveitinni á vegg hópsins á Facebook og á vefnum artzine.is. Hópurinn mun bjóða upp á gjörn- ingadagskrá reglulega í vetur. Gjörningar Sunday Seven í annað sinn Ásta Fanney Sigurðardóttir Laufey Johansen opnar myndlistar- sýninguna Undur hafsins í Grafík- salnum, Hafnarhúsinu, á morgun, sunnudag, kl. 16. Á sýningunni eru 12 olíumálverk, flest unnin árið 2018 en nokkur þeirra voru til sýnis á einkasýningu Laufeyjar í New York það ár. Í tilkynningu segir að verkin séu litrík, björt og kraftmikil og mikið flæði í myndunum því Laufey leyfi tilfinningum að flæða óhindrað þar sem hverja pensilstroku leiði af annarri og litir og form myndist í sameiningu. Hafið og náttúra þess eru áberandi viðfangsefni í mynd- um Laufeyjar að þessu sinni. Í djúpinu Hluti af verki eftir Laufeyju. Undur hafsins Í frétt um að bandaríska ljóðskáldið Louise Glück hreppi Nóbelsverð- launin í bókmenntum í ár láðist að geta þess að söngvaskáldið Bob Dyl- an var síðasta ljóðskáld á undan henni til að hreppa verðlaunin, og janframt síðastur Bandaríkjamanna þess heiðurs aðnjótandi. Bob Dylan hlaut verðlaunin árið 2016 en næsta ljóðskáld á undan honum var Svíinn Tomas Tran- strömer sem hlaut þau árið 2011. Rithöfundurinn Toni Morrison var næsti Bandaríkjamaður á undan Dylan til að hljóta Nóbelinn í bók- menntum, fyrir 27 árum. Dylan síðasta ljóðskáld á undan Glück LEIÐRÉTT ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.