Morgunblaðið - 10.10.2020, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020
VIÐ
GERUM
VIÐ
allar tegundir
síma, spjaldtölva
og tölva
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Hansdætur spila á allantilfinningaskalann ogætti lesandanum ekki aðbregða þótt hann skellti
upp úr, fyndi til vorkunnar, gleði og
reiði við lesturinn ásamt því að vökna
allverulega um augun. Bókin segir
frá upplitsdjarfri og ákveðinni ungri
stúlku sem gengur í buxum í byrjun
tuttugustu aldar í
Arnarfirði á Vest-
fjörðum. Ber hún
nafnið Gratíana og
fæðist inn í
ólukkulegar að-
stæður móður
sinnar sem á þrjú
börn með þremur
mönnum. Þá sér
móðirin einnig um
móður sína sem sér inn í fleiri heima
en okkar eigin.
Gratíana, eflaust lítt hrifin af því
lífi sem móðir hennar hefur þurft og
mun þurfa að þola, ákveður að verða
blaðamaður og kvenréttindakona og
helst meiri karl en kona, í þeim skiln-
ingi að hún einsetur sér að fá að upp-
lifa og afreka það sama og karl-
maður. Reiðin yfir misrétti heimsins,
bæði hvað varðar misrétti kynjanna
og misskiptingu auðs í Arnarfirði,
drífur hana áfram og barnsleg ein-
lægnin gerir það að verkum að hún
leyfir sér að láta vaða í nafni jafn-
réttis í stað þess að hugsa um afleið-
ingarnar, kónga og presta. Lesand-
inn fær að fylgjast með henni
þroskast, læra á sín „prinsíp“ og um-
fram allt rækta réttlætiskenndina
sem styrkist með hverri blaðsíðunni.
Gratíana er hreint út sagt stór-
kostlegur karakter rétt eins og aðrir
sem hana umkringja, Evlalía móðir
hennar, Mæamma sem segir mis-
gáfulegar sögur daginn út og daginn
inn, Sella systir Gratíönu sem er svo
kvenleg og ólík systur sinni að Gratí-
ana stingur enn meira í stúf, Björn
Ebeneser, frændi Gratíönu og rit-
stjóri Arnarins, sem opnar fyrir
frænku sinni annan heim, Mangi Beri
sem ber vatn og skít þorpsbúa og
yrkir ljóð þess á milli og svo mætti
lengi telja.
Persónurnar eru allar úthugsaðar,
sama hvort um er að ræða auka- eða
aðalpersónur og gæða þær söguna
sterkum litum. Hver einasta þeirra
er sögunni þörf og samkvæm sjálfri
sér.
Hvað söguþráðinn varðar þá á
klisjan „ég gat ekki látið bókina frá
mér“ við í þessu tilviki. Þrátt fyrir að
um sé að ræða nokkuð rólega frásögn
af löngu horfnum tímum nær höf-
undur að halda uppi einhverri ótrú-
legri spennu yfir því sem gerist næst.
Misréttið í bókinni er áþreifanlegt
og þótt nútímalesanda kunni að
þykja óþægilegt að lesa í sífellu stað-
hæfingar um að konur séu svona og
karlar á hinn veginn þá passar það í
frásögn af þessu tagi, frásögn sem á
að gerast á þeim tíma sem viðhorf til
kynjanna voru öðruvísi en í dag.
„Skolvatnið bíður undir íshellunni í
vöskunarkassanum eftir að kólnandi
kvenmannshendur brjóti klakann of-
an af og byrji að vaska og skola og
þrífa. Og inni á sínum kontór bíður
kaupmaður eftir því að geta horft yfir
öxl bókarans og séð hann færa tekjur
af útfluttum saltfisk í viðeigandi reit.
Með heitum og mjúkum karlmanns-
höndum.“
Það er ómögulegt að spara stjörn-
urnar þegar bók eins og Hansdætur
verður á vegi manns, já eða konu, og
vildi ég gjarnan að ég gæti gefið sög-
unni eitthvað meira en fullt hús stiga.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Benný Sif „Það er ómögulegt að spara stjörnurnar þegar bók eins og Hans-
dætur verður á vegi manns,“ skrifar rýnir hrifinn eftir lestur á sögunni.
Skáldsaga
Hansdætur
bbbbb
Benný Sif Ísleifsdóttir.
Mál og menning, 2020. Innb., 342 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Kaldar hendur og heitar
Nýtt verk Ófeigs Sigurðs-sonar, Váboðar, liggureinhvers staðar á óskil-greindum stað í
flokkunarkerfinu. Það er safn
smárra sagna en hugtakið smá-
sagnasafn er þó ekki fullnægjandi til
þess að lýsa verkinu. Það er meira
en bara safn smásagna. Það er flókið
net sagna sem
tvinnaðar eru sam-
an á ýmsa vegu.
Einhverjir gætu
fært rök fyrir því
að hér væri um
svokallaðan sagna-
sveig að ræða en
það hugtak nær
heldur ekki alveg
að fanga það sem
gerir þetta verk svo sérstakt.
Fyrstu frásagnirnar eru góðar og
gildar smásögur, og satt að segja
mjög vel heppnaðar, svo fyrst um
sinn virðist um hefðbundið smá-
sagnasafn að ræða en eftir því sem
lesandinn kemst lengra inn í verkið
fara tengsl ólíkra sagna að koma í
ljós. Lítil atriði úr fyrri sögum
stinga upp kollinum, unnið er áfram
með svipuð umfjöllunarefni og sum-
ar sögurnar eru jafnvel endurskrif-
aðar.
Ófeigur stefnir saman ólíkum stíl-
um og frásagnarháttum en þrátt
fyrir að sögurnar hafi ólíkt yfir-
bragð byggir höfundurinn upp
spennandi net frásagna sem mynda
smám saman forvitnilegt heildar-
verk. Sumar sagnanna hefðu getað
staðið einar og sér, sem fullmótaðar
smásögur, en aðrar hefðu misst
marks ef þær hefðu ekki haft stuðn-
ing af samhenginu. Heildarmyndin
styrkir hverja sögu og heildar-
myndin styrkist með hverri sögu.
Tvö meginþemu eru til umfjöll-
unar í verkinu, náttúran og hið yfir-
náttúrlega. Sem samfélag höfum við
fjarlægst hvort tveggja; misst
tengslin við náttúruna og við trúna á
draumráðningar, vitjanir og váboða.
Það er gleðilegt að sjá höfund vinna
með samband manns og náttúru
enda mikilvægt að samtíma-
listamenn þori að glíma við nátt-
úruvá, loftslagsbreytingar og fram-
tíðarsýn í verkum sínum. Ófeigur
gerir það á frjóan hátt með því að
stilla viðfangsefninu upp við hlið
draumaþemans. Náttúruvá og vá-
boðar kallast á í vangaveltum um
framtíðarhorfur lands og þjóðar.
Tíminn virðist ekki alltaf líða eins
og honum ber í draumum og það
leikur Ófeigur sér með í Váboðum.
Ártöl, sem venjulega hjálpa lesanda
að tímasetja söguna í þeim heimi
sem hann þekkir, eru í meðförum
Ófeigs einskis nýt. Tímaskynið
bregst lesandanum í hvívetna. Saga
íslensku þjóðarinnar, sönn og skáld-
uð, og vangaveltur um framtíðina,
um hvað bíður okkar, blandast sam-
an í einn stóran hrærigraut þar sem
snakkverksmiðja, Ozzy Osbourne,
Seylon og api Ellýjar Vilhjálms
koma við sögu.
Sögurnar eru misgrípandi og
þrátt fyrir að Váboðar sé ekki langt
verk þá verður lesandinn á stöku
stað að vopnast þolinmæðinni, nema
hann hafi sérstakan áhuga á orðsifj-
um fuglategundaheita eða endur-
teknum lýsingum á draumförum
ólíkra einstaklinga.
Endurtekningarnar hafa þó sinn
tilgang. Ófeigur nýtir þetta stíl-
bragð til þess að ná fram óþægileg-
um áhrifum. Lesandinn finnur sig
fanginn í draumaveröld sem í senn
er heillandi og óhugnanleg. Sú til-
finning sem menn þekkja úr draum-
um, að kannast við sig en samt ekki
og að allt sé einhvern veginn á skjön
við raunveruleikann, er alltumlykj-
andi. Það gerir lestrarupplifunina í
senn gríðarspennandi og hálf-
óþægilega.
Líkt og í draumi
Sagnasafn
Váboðar bbbbn
Eftir Ófeig Sigurðsson.
Forlagið, 2020. Innbundin, 196 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Ljósmynd/Gassi
Ófeigur „…þrátt fyrir að sögurnar hafi ólíkt yfirbragð byggir [hann] upp
spennandi net frásagna sem mynda smám saman forvitnilegt heildarverk.“
Glæpasagan Drottningin eft-ir Fritz Má Jörgensson erum sumt hefðbundinglæpasaga, ef svo má að
orði komast, en kærleikurinn er ívið
meiri en gengur og gerist í þessum
sagnaheimi, þó mikilvægi hans sé
aldrei orðum aukið.
Morðmál geta verið snúin og þó
mikið liggi við er atburðarásin í
Drottningunni frekar hæg þar til allt
í einu að hún tekur kipp, leikurinn
æsist þegar á líður
söguna og nær há-
punkti undir lokin.
Morðvettvang-
urinn er austur í
sveitum en höfuð-
borgarsvæðið er
nánast allt undir í
rannsókninni.
Persónur eru
margar, of margar,
en nokkrar þeirra eru meira áber-
andi en aðrar og þá jafnvel vegna
einhvers sem er þeim til vansa. Addi
lögga er fær í sínu fagi, en hann er
120 kg sykurfíkill, sem notar hvert
tækifæri til þess að fá sér sætindi og
er alltaf með súkkulaði við höndina.
Valur, starfsfélagi hans, stígur ekki í
vitið og er aðeins eftirminnilegur
þess vegna. Jónas er trausti hlekk-
urinn í lögregluliðinu en hann er ein-
mana eins og séra Sigrún, vinkona
hans. Geir fylgir hins vegar kalli
guðs í lögreglustarfinu og verður vel
ágengt.
Tónn sögunnar er grafalvarlegur,
morð og barnshvarf, en höfundur
tínir til nokkur af helstu vandmálum
líðandi stundar eins og eiturlyfja-
framleiðslu og -sölu, mansal og er-
lenda glæpaflokka, og tengir við at-
burðarásina. Lesandinn er teymdur
um víðan völl, en þrátt fyrir að hugs-
unin í sambandi við plottið sé góð er
umfjöllunin oft yfirborðsleg og
endurtekningar miklar. Á stundum
er eins og tikka þurfi í öll boxin, en
engu að síður eru góðir sprettir og
lýsing á þrám Sverris, ístöðulauss
eiturlyfjaneytanda, um framtíðina
er gott dæmi. Oddur Helgason ætt-
fræðingur kemur eins og þruma úr
heiðskíru lofti en er líkur sjálfum
sér, þótt innlegg hans vegi ekki
þungt í lausn málsins. Bregður fyrir
rétt eins og Alfred Hitchcock í kvik-
myndum sínum.
Ætla má að prestar hafi kærleik-
ann almennt að leiðarljósi og því
kemur ekki á óvart að hann svífi yfir
vötnum í skáldverki prests í þjóð-
kirkjunni, jafnvel þótt um glæpa-
sögu sé að ræða. Hann er samt
hugsanlega fullfyrirferðarmikill á
köflum og þar skín í gegn viðleitni
prestsins til þess að leggja áherslu á
hið góða, þótt víða sé pottur brotinn.
Það er vissulega jákvætt og veitir
kannski ekki af þegar öllu er á botn-
inn hvolft.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fritz Már „Tónn sögunnar er grafalvarlegur, morð og barnshvarf,“ segir
rýnir en „kærleikurinn er ívið meiri en gengur og gerist“ í glæpasögum.
Glæpasaga
Drottningin bbbnn
Eftir Fritz Má Jörgensson.
Ugla 2020. Kilja, 252 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Kærleikurinn og glæpirnir