Morgunblaðið - 12.10.2020, Page 1

Morgunblaðið - 12.10.2020, Page 1
M Á N U D A G U R 1 2. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  240. tölublað  108. árgangur  ÓHÆTT AÐ MÆLA MEÐ PRÝÐILEGRI TÖFRASÝNINGU ÁTTI AÐ NOTA Í ÁTÖKUM TILFINNINGA- ÞRUNGIN STUND Á LAUGARDAG FLÓTTAMANNALEIÐ 10 KRÝSUVÍKURKIRKJA 8LALLI TÖFRAMAÐUR 29 Ekki kom fyrsti sigurinn gegn Dönum í A- landsleik karla í knattspyrnu í gær þegar þjóð- irnar mættust á Laugardalsvellinum. Danir höfðu betur eins og svo oft áður en leikurinn var liður í Þjóðadeild UEFA. Í þetta sinn unnu Danir 3:0 og íslenska liðið bíður eftir fyrsta sigrinum í þessari nýlegu keppni. Danska liðið sýndi hvers það er megnugt í leiknum en fékk þó hjálp frá sænska dómaratríinu til þess að ná forystunni því fyrsta markið hefði ekki átt að standa. Boltinn virtist ekki hafa farið allur inn fyrir marklínuna. Um- fjöllun um leikinn er að finna á bls 27. Morgunblaðið/Eggert Enn þarf að bíða eftir því að vinna Dani „Við reiknum með því að við munum sækja okkur tekjur á almennan markað upp á um 1.800 milljónir og það er ekki búið að nefna eitt eða neitt við stjórnina að til standi að taka RÚV af auglýsingamarkaði,“ segir Guðlaugur G. Sverrisson, fulltrúi Miðflokksins í stjórn Ríkisút- varpsins. Nýlega var samþykkt í stjórn Rík- isútvarpsins að veita útvarpsstjóra umboð til að ganga frá og undirrita þjónustusamning á grundvelli samn- ings eða draga að samningi sem ræddur var í stjórninni. Í frétt í Morgunblaðinu á laugardag segir að Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og menntamálaráðherra, hafi gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið, sem var ofmælt þar sem samning- urinn hefur ekki verið undirritaður. Lilja hefur gert athugasemdir við fréttaflutninginn og segir meðal ann- ars að aðeins hafi verið um drög að ræða. Stjórnarmaður í RÚV sem vildi ekki koma fram undir nafni segir að það hafi verið skilningur stjórnar að samningurinn væri svo til tilbúinn til undirritunar en Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra væri falið að fara yfir ýmisleg smávægileg atriði til þess að klára samninginn. Þá bendir hann á það að hlutverk stjórnar sé að gera þjónustusamning miðað við núgild- andi lög. Ef áhugi sé á því að breyta fyrirkomulagi um RÚV á auglýsinga- markaði þá þurfi að ræða það á Al- þingi. »4 Gera ráð fyrir auglýs- ingatekjum  Ekki var búið að gera samninginn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rauði krossinn er búinn að útbúa eina hæð í Hótel Rauðará fyrir ein- angrun sjúklinga með Covid-19. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónar- maður farsóttarhúsa, segir að hæðin verði tekin í notkun þegar þörf verður á. Það gæti orðið í dag. Í gær voru alls 86 gestir í farsótt- arhúsunum, 63 í einangrun og 23 í sóttkví. Starfsemin hefur tvö hótel við Rauðarárstíg til afnota, Hótel Lind og Hótel Rauðará. Lind er not- uð fyrir fólk sem fengið hefur kórónuveiruna og þarf að vera í ein- angrun en hefur af einhverjum ástæðum ekki aðstæður til þess að dvelja heima. Gylfi segir að húsið sé að fyllast og tímaspursmál hvenær farið verði að nota 4. hæðina á Rauðará til einangrunar. Rauðará hefur til þessa eingöngu verið notuð fyrir fólk í sóttkví og þá aðallega hælisleitendur. Alls hafa hátt í 600 gestir gist farsóttarhúsin í seinni bylgju kórónuveirunnar. Fjölgað hefur verið um tvo starfs- menn til að sinna gestum í farsótt- arhúsunum og eru þeir nú átta. Tveir eru á vakt á mestu álagstím- um. Telur Gylfi að þörf kunni að vera á að fjölga starfsfólki enn frek- ar. Hlutverk þeirra er að færa gest- unum mat, kanna líkamlega og and- lega líðan þeirra og vera til taks ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Auk þess eru tveir öryggisverðir á vakt allan sólarhringinn, tveir starfs- menn í þrifum og einn í afgreiðslu. Ótaldir eru sjálfboðaliðar Rauða krossins. Breytist á hverjum degi Gylfi Þór segir að fjöldi gesta breytist dag frá degi og erfitt að gera áætlanir. Nú er pláss fyrir 150 til 160 sjúklinga í einangrun í far- sóttarhúsunum. Fjöldi herbergja ætti því að duga nokkuð vel en Gylfi segir að fjöldinn sé fljótur að breyt- ast, í báðar áttir, eftir þróun farald- ursins. »4 Einni hótelhæð bætt við fyrir fólk í einangrun  Eldra farsóttarhúsið orðið fullt  Fjölga þurfti starfsfólki Farsóttarhús Lind við Rauðar- árstíg er nú full af sjúklingum. Ábending sem barst Neyðarlínunni, um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu skömmu fyr- ir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar. Lögreglu barst svo önnur tilkynn- ing daginn eftir, klukkan 13.30 á laugardag. Þá var bíllinn illa útleik- inn og mikið brunninn. Leiddi rann- sókn í ljós að líkamsleifar manns á fertugsaldri voru í bílnum. Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir þetta í samtali við Morg- unblaðið. Hann segir að skoðað verði hvernig stendur á því að til- kynningin hafi ekki ratað á borð lög- reglu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru það sumarhúsaeigend- ur í Grafningi sem hringdu í Neyð- arlínuna á föstudagskvöld, þar sem þeir þóttust sjá eld hinum megin Sogsins. Töldu þeir sig einnig sjá bremsuljós bifreiðar. Sú bifreið get- ur þó ekki verið húsbíllinn sem brann enda sneri framendi hans í átt að vatninu. Starfsmaður Neyðarlín- unnar hafi vísað þeim áfram á lög- reglu en þar hafi síminn hringt út. Óskar eftir ábendingum vitna Rannsókn lögreglu á eldsvoð- anum stendur yfir, en á meðan verst lögregla allra fregna af atburða- rásinni. Þannig fást ekki upplýs- ingar um það hvenær talið er að eld- urinn hafi kviknað eða hvort grunur leiki á um íkveikju. „Það eru allir mögulegir þættir rannsakaðir, en við viljum helst ekki móta neitt um það fyrir fram,“ segir Oddur. Lög- regla hafi óskað eftir ábendingum frá vitnum og einhverjir haft sam- band. Þá séu þeir sem vita meira um málið hvattir til að láta í sér heyra. Ábending skilaði sér ekki til lögreglu  Fundu líkamsleifar í húsbíl sem brann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.