Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020                                                          !  "#$! '( )  *+, - +, .)+ /0)0 1*   /  ) 20                   Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mörður Árnason, sem situr í stjórn Ríkisútvarpsins tilnefndur af Samfylkingu, segir að sá þjón- ustusamningur um starfsemi RÚV sem kynntur var stjórn- armönnum sé í megindráttum sá sami og gerður var í ráðherratíð Illuga Gunnarssonar. Hann segir jafnframt að stjórnin hafi veitt sitt umboð til undirritunar. Frá sjónarhóli stjórnarinnar sé næst á dagskrá að menntamálaráð- herra og Stefán Eiríksson und- irriti samninginn. Hann verði ekki kynntur stjórninni að nýju nema hann taki breytingum. „Við [stjórnin] höfum verið undrandi á því hvað þetta hefur tafist lengi í ráðuneytinu,“ segir Mörður. Síð- asti samningur rann út undir lok síðasta árs. „Hann er byggður á síðasta samningi og það eru eng- ar stórkostlegar breytingar á þessum samningi. Menn höfðu uppi ýmis orð um þann samning en hann reyndist vel. Þess vegna erum við hissa á því að hann hafi ekki verið endurnýjaður. Ég gæti trúað að ástæðan sé einhver klaufagangur í Sjálfstæðisflokkn- um,“ segir Mörður. Samningur ekki fullgerður Í frétt í Morgunblaðinu á laug- ardag var meðal annars sagt frá því að samningurinn hefði verið gerður og að „gríðarlegrar óánægju gæti með það hjá sjálf- stæðismönnum á þingi, sem segja að Lilja hafi svikið loforð um samráð við gerð samningsins. Þeir segja að frumvarp hennar um styrki til einkarekinna fjöl- miðla sé „steindautt“ fyrir vikið.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra gerir athugasemd- ir við þennan fréttaflutning. „Nýr þjónustusamningur við RÚV ohf. er ekki fullgerður. Samningur er ekki undirritaður af stjórn RÚV, eins og ranglega fram kemur í fréttinni,“ segir Lilja í tilkynningu sem send var Morgunblaðinu í kjölfar fréttar- innar. „Fyrir liggja samningsdrög sem stjórn RÚV hefur fjallað um og samþykkt að veita útvarps- stjóra heimild til að ganga frá við mennta- og menningarmálaráð- herra. Hvorki ráðherra né út- varpsstjóri hafa undirritað samn- inginn.“ Fulltrúar beggja stjórnar- flokka hafi fengið samningsdrög- in til skoðunar og samvinna við fulltrúa stjórnarflokkanna í fjöl- miðlamálum almennt gengið vel. „Fyrirspurn Morgunblaðsins til ráðherra fjallaði ekki um meg- ininntak fréttarinnar. Fyrirspurn frá öðrum blaðamanni Morgun- blaðsins, um hvort þjónustu- samningur hefði verið undirrit- aður, barst ráðuneytinu á miðvikudaginn og var honum svarað samdægurs. Í svari ráðu- neytis kom skýrt fram að ekki væri búið að undirrita þjónustu- samninginn,“ segir í tilkynningu. Einnig var sagt í fréttinni að Ragnheiður Ríkharðsdóttir væri stjórnarformaður RÚV ohf. Það er hins vegar ekki rétt heldur er Jóhanna Hreiðarsdóttir stjórnar- formaður. Beðist er velvirðingar á þessu. „Eftir stendur, að stjórnvöld hafa einsett sér að bæta rekstr- arumhverfi einkarekinna fjöl- miðla. Ég hef lagt mig alla fram um það og klárað frumvarp þess efnis,“ segir Lilja. „Ég skora á þá sem vilja hag fjölmiðla sem mest- an að fylkja sér að baki fjölmiðla- frumvarpsins á yfirstandandi þingi, ásamt því að ráðast í fleiri umbætur sem tengjast stóru al- þjóðlegu efnisveitunum.“ Tímamörk liggi ekki fyrir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að næstu skref séu að skrifa undir samninginn við menntamála- ráðherra. Ekki liggja fyrir tíma- mörk um það hvenær það verður gert. Ekki náðist í Jóhönnu Hreið- arsdóttur formann stjórnar RÚV og fulltrúa Framsóknarflokks við vinnslu fréttarinnar. Ráðherra gerir athugasemd við frétt  Stjórnarmaður segir stjórn undrast tafir á samningnum Færri kórónuveirusmit greindust í fyrradag en verið hefur undanfarna daga. 60 innanlandssmit greindust þá en 87 daginn áður. Meirihluti þeirra sem greindust var báða dag- ana í sóttkví. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna, telur of snemmt að álykta sem svo að tölurnar í fyrradag sýni mikla niður- sveiflu í faraldrinum. Áhrifa aðgerð- anna sem gripið var til muni ekki gæta fyrr en vika eða tíu dagar eru liðnir frá því þær tóku gildi. Hertar aðgerðir tóku gildi mánu- daginn 5. október og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tveimur sólarhringum síðar, á miðvikudag. Er því von til þess að áhrifa þeirra fari að gæta næstu daga og hertar reglur á höfuðborgarsvæðingu eftir miðja viku. 50 nemendur í sóttkví Kórónuveirusmit kom upp í fé- lagsmiðstöð Salaskóla í Kópavogi. Að sögn Hafsteins Karlssonar skóla- stjóra greindist starfsmaður með veirusmit í lok vikunnar. Um 50 nemendur í unglingadeild hafa verið settir í sóttkví vegna smitsins, um fjórðungur nemenda deildarinnar. Hópur starfsmanna í útibúi Dom- inos í Skeifunni var sendur í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 í fyrradag. Húsnæðið var hreinsað hátt og lágt og eftir það hélt starfsemin áfram. Í tilkynningu frá Dominos er tekið fram að starfsmað- urinn sem smitaðist hafi ekki verið í nánu samneyti við viðskiptavini. Smitrakningarteymi almannavarna hafi upplýst fyrirtækið um að við- skiptavinir staðarins þurfi ekki að hafa áhyggjur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, mælir með því að fólk klæðist grímu inni í verslunum til að verjast kórónuveirunni. Lög- reglunni berst fjöldi ábendinga um vankanta á sóttvörnum og lúta margar þeirra að fjarlægð á milli fólks innan verslana. „Það er mjög misjafnt hjá stóru verslununum hvort þær eru með grímuskyldu eða ekki. Það gefur samt augaleið að fyrirtæki getur ekki tryggt þarna inni að tveggja metra fjarlægðar sé gætt.“ Bendir hann á að alls staðar þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð eigi fólk að bera grímur. Of snemmt að álykta um niður- sveiflu í faraldri  Mælt með grímum í verslunum Morgunblaðið/Eggert Vörn Það færist í vöxt að fólk beri grímur, jafnvel utanhúss. „Við byrjuðum á þessu í fyrstu bylgj- unni til þess að reyna að gera gott úr þessu ástandi. Það gekk mjög vel og fólk var ánægt með þetta og því héldum við áfram,“ segir Jón Askur Sörtveit, yfirþjónn hjá Mat- bar á Hverfisgötu, en veitingastað- urinn hefur lagt áherslu á heim- sendingarþjón- ustu til þess að takast á við þann samdrátt sem fylgt hefur kórónu- veirufaraldrinum. Að sögn hans selst maturinn alla jafna upp. „Það reynd- ist miklu flóknara en við héldum að gera mat sem yrði jafn góður þegar henn kemur heim til fólks,“ segir Jón Askur. Hann segir að fyrsta bylgjan hafi farið í það að þróa matinn og mat- seðilinn sem hafi breyst umtalsvert að undanförnu. „Maturinn sem við er- um að gera núna er allt öðruvísi en hann var fyrst,“ segir Jón Askur. Að sögn hans er staðurinn opinn frá mið- vikudegi til laugardags. „Alla daga sem þetta hefur verið í boði hefur maturinn selst upp. Síðustu tvo daga, föstudag og laugardag, seldist allt upp klukkan 18. Móttökurnar hafa því verið frábærar. Við munum sjá til hvort við bætum í. Við erum svolítið bundin af því hvaða matvæli eru í boði því við reynum að nota íslensk hráefni og erum árstíðarbundin,“ segir Jón Askur. Aðspurður segir hann að það sé ólíklegt að mikil áhersla verði á heimsendingarþjónustu þegar hlut- irnir komast í samt horf aftur. v idar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Matbar Heimsendingarþjónustan hefur gengið vel hjá Matbar. Hún var próf- uð í fyrstu bylgjunni og þótti takast vel. Allt hefur selst upp upp á síðkastið. Heimsendingarþjón- ustan gengur vel  Erfitt að gera mat sem helst góður Jón Askur Sörveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.