Morgunblaðið - 12.10.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.10.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í baráttunni við COVID-19 er vísindalegri þekkingu beitt með mun markvissari hætti, en áður hefur verið gert í heilbrigðisvís- indnum og þjónustu við sjúk- linga,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Í raun er magnað að starfa á háskóla- sjúkrahúsi við þessar aðstæður, sem enginn óskaði þó eftir. Kór- ónuveiran mun fyrirsjáanlega breyta mörgu í heilbrigðisvís- indum á komandi árum. Í áratugi hafa læknavísindin ekki staðið andspænis jafn alvarlegum og út- breiddum faraldri eða smit- sjúkdómi og nú er á kreiki; veiru sem við höfum nú þó öðlast tals- verða þekkingu á.“ Faraldurinn ekki óvæntur Tæpast er ofsagt í myndrænu máli að COVID-19 hafi sett heim- inn í handbremsu. Gangvirki sam- félagsins snýst á hálfum hraða og margt í daglegu lífi okkar sem við töldum sjálfsagt liggur niðri. Áhersla allra beinist að því að halda kórónuveirunni í skefjum og lækna þá sem veikst hafa. Þar eru Landsspítali og starfsfólk hans í aðalhlutverki. „Auðvitað liggur fyrir marg- vísleg þekking um veirusjúkdóma sem sýkja öndunarfæri. Þó skort- ir okkur vissulega sértæka þekk- ingu á því hvernig kórónaveiran hegðar sér,“ segir Ólafur. „Far- aldurinn nú kom samt ekki al- gjörlega á óvart, samanber svína- flensuna sem var á kreiki fyrir um áratug og veiruna Sars árið 2002. Síðarnefndi faraldurinn náði reyndar aldrei til Íslands, en vísindamenn sögðu þá að í fyll- ingu tímans kæmi væntanlega annar slíkur af sama meiði sem yrði erfiðari viðfangs, eins og nú gengur eftir.“ Ósýnilegar hindranir lægri Stöðug miðlun upplýsinga hefur, að sögn Ólafs, verið for- gangsatriði í starfi Landspítala að undanförnu. Daglega eru haldnir 15 mínútna langir stöðufundir þar sem stjórnendur sjúkrahússins og fólk frá hinum ýmsu deildum hans fer yfir stöðu stundarinnar – og verkefnin sem leysa skal. Einnig fundar framkvæmdastjórn – efsta lagið í stjórn spítalans – daglega með farsóttanefnd og fleiri stjórnendum. Þannig er tryggt að flóknar ákvarðanir sem krefjast sérhæfðrar þekkingar farsótta- nefndar, komist í framkvæmd. „Á dínamískum vinustað þar sem eru 5.000 – 6.000 starfsmenn eru auðvitað alltaf miklar skoð- anir – og við auðvitað nærumst á gagnrýnni umræðu þar sem ólík sjónarmið koma fram. Slíkt gerir vinnuna áhugaverða og vandaðri. En allt hefur þetta samt skilað því að hindranir og ósýnilegir veggir hafa lækkað.“ Rétt eins og vísindalegum að- ferðum hefur verið beitt í lækn- ingum við Covid-19 hefur starf síðustu mánaða skapað nýja þekk- ingu og lærdóm. Vísindafólk Landspítala í samvinnu við ýmsa, hafa gert margvíslegar rann- sóknir og fengið greinar birtar, meðal annars í hinu virta banda- ríska læknatímariti The New England Journal of Medicine. „Mér finnst líklegt að rann- sóknir á smitsjúkdómum á næst- unni beinist talsvert að því hvern- ig veirur, bakteríur og aðrar örverur hafa mismunandi áhrif frá manni til manns. Í heilbrigð- isþjónustu verða áhrifin svo vænt- anlega þau að fjarþjónusta eykst. Hefðbundum heimsóknum á sjúkrahús eða heilsugæsluna fækkar og erindum verður frekar sinnt með textaskilaboðum, sím- tölum og myndfundum yfir netið. Áhrifin á daglegt líf almennings eru svo að talsverðu leyti komin fram, það er að vinna og heimili verða eitt. Fleiri starfa heima.“ Reynslunni ríkari Kórónaveiran er í vexti, víð- ast hvar í heiminum. Bóluefni eru sögð væntanleg á næstu mán- uðum, þó talið sé að kófið verði ekki kveðið í kútinn fyrr en langt sé liðið á næsta ár. Stríðið er ekki búið, þó landsýn sé. „Læknar nota sýklalyf tals- vert gegn mörgum bakteríusýk- ingum, sem virka fljótt og vel, til dæmis gegn lungnabólgu. Bakt- eríurnar eru í raun frumur sem innihalda ýmis frumulíffæri, sem eru gott skotmark lyfja. Veirur eru annars eðlis; í raun líffæra- laus erfðaefni sem lauma sér inn í frumur líkamans og leika þar lausum hala. Því er ólíklegt að veirulyf vinni á Covid-19, en mér kæmi á óvart ef bóluefnin sem vís- indamenn eru þróa og prófa verði ekki tilbúin á fyrri hluta næsta árs. Þangað til verðum í heil- brigðisþjónustunni að mæta vandamálum eftir bestu getu, án þess að nein afgerandi aðferð til lækninga sé til. Þó eru við margs vísari og reynslunni ríkari eftir hvern dag.“ Vísindin virk í verki í kórónuveirustríðinu á Landspítalanum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Læknisfræði Í áratugi hafa vísindin ekki staðið andspænis jafn alvar- legum faraldri eða smitsjúkdómi og nú, segir Ólafur Baldursson. Ekki óvæntur faraldur  Ólafur Baldursson er fæddur árið 1964. Hann las læknisfræði við HÍ en fór svo í framhalds- nám vestanhafs. Er sérfræð- ingur í lyf- og lungnalækningum og lauk doktorsprófi frá HÍ í samvinnu við University of Iowa árið 2004.  Ólafur hefur verið fram- kvæmdastjóri lækninga á Land- spítala frá árinu 2009 auk þess að starfa við lyf- og lungna- lækningar. Hann hefur einnig stundað kennslu- og vísinda- starf og unnið að þróun nýrra lyfja gegn lungnasjúkdómum. Hver er hann Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Laxar fiskeldi geta meira en tvöfald- að framleiðslu sína á laxi í Reyðar- firði eftir að fyrirtækið fékk starfs- og rekstrarleyfi til aukningar starf- seminnar. Þegar leyfin verða full- nýtt, sem stefnt er að eftir tvö eða þrjú ár, verða útflutningsverðmæti afurðanna 12,5 til 15 milljarðar kr. Laxar fengu starfs- og rekstrar- leyfi frá Umhverfisstofnun og Mat- vælastofnun fyrir 10 þúsund tonna viðbót við framleiðsluna í Reyðar- firði. Unnið hefur verið í átta ár að öflun leyfanna. Fyrir var fyrirtækið með 6 þúsund tonna framleiðslu- heimild og getur því aukið fram- leiðsluna í 16 þúsund tonn. „Þetta er einstaklega kærkomið og gríðarlega mikilvægt fyrir félag- ið. Við vorum farin að gera okkur vonir um að leyfin myndu klárast í haust. Því var ákveðið á vordögum að fara í fjárfestingar til næstu tólf mánaða til að mæta væntanlegri aukningu. Við fjárfestum í seiðaeld- isstöðvum okkar og kaupum á bún- aði fyrir sjóeldið,“ segir Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóri. Stór fóðurprammi sem fyrirtækið hefur fest kaup á er væntanlegur í vor. Að sögn Jens Garðars nemur fjár- festingin í seiðastöðvum félagsins í Ölfusi um 1,3 milljörðum króna og milljarði í sjóeldisdeildinni í Reyð- arfirði. „Þess utan hefur þurft að fjölga starfsfólki þónokkuð. Nú er verið að auglýsa þrjár nýjar stöður í Ölfusi og fjöldi starfsmanna hér fyrir austan mun nálgast fjórða tuginn þegar búið verður að ráða í allar stöður á næsta ári,“ segir Jens Garð- ar. Hann bætir því við að Búlands- tindur á Djúpavogi sem félagið á að- ild að sé að fjárfesta fyrir um hálfan milljarð á þessu ári, meðal annars í nýjum flokkurum frá Marel og öðru vélmenni frá Samey, til að mæta aukinni vinnslu á komandi árum. Reiknað er með að framleiðslan í ár nemi níu þúsund tonnum og hún mun aukist smám saman þangað til leyfin verða fullnýtt árið 2023. Reyðarfjörður þolir 20 þúsund tonna framleiðslu, samkvæmt burð- arþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Hins vegar er leyfð hámarksfram- leiðsla 18 þúsund tonn, með skilyrð- um um stærð seiða, samkvæmt áhættumati sömu stofnunar. Jens Garðar segir næstu skref ekki ákveðin en markmiðið sé þó að nýta það sem Reyðarfjörður getur gefið af sér. Áskoranir á mörkuðum Slátrun upp úr kvíunum í Reyðar- firði hefst í vikunni, eftir hlé vegna uppsetningar nýs búnaðar í slátur- húsinu á Djúpavogi. Spurður um stöðuna á mörkuðum fyrir lax segir Jens að þar séu áskor- anir vegna kórónuveirufaraldursins. Bjartsýni hafi ríkt í sumar um að markaðurinn væri að taka við sér en bylgjan sem nú gengur yfir Evrópu hafi þrengt að hótelum, veitingastöð- um og veisluþjónustu. Því hafi starfsmenn þurft að leggja sig ennþá betur fram í sölumálunum en áður. Framleiðsla Laxa meira en tvöfaldast  Gefin út leyfi til 10 þúsund tonna aukningar í Reyðarfirði  Munu flytja út fyrir 12-15 milljarða kr. Vinna Mikil umferð er við sjókvíar Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Auk vinnu- og brunnbáta fyrirtækins liggja kvíarnar við siglingaleið flutningaskipa. Vinnu við grundun fjölnota íþrótta- húss í Vetrarmýri í Garðabæ er að ljúka. Byrjað er að reisa stálgrind hússins. Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildar- stjóri umhverfis og framkvæmda hjá Garðabæ, segir að framkvæmdir gangi eftir áætlun. Austurríska fyrirtækið Keller, undirverktaki ÍAV, hefur undanfarnar vikur unnið að jarðvegsstyrkingum í mýrinni og staurum undir sökkla. Því er lokið. Enn eru um tvær vikur eftir í vinnu við að koma stögum niður í klöpp en hún tengist vinnu við sökklana. Áætlað er að stálgrind íþróttasal- arins verði risin fyrir áramót og að búið verði að ljúka klæðningu veggja salarins og að steypa upp veggi stoð- bygginga í mars á næsta ári. ÍAV á að skila verkinu af sér fyrir lok næsta árs. Framkvæmdir við húsið hófust á síðasta ári en stöðvuðust vegna ágreinings um kostnað við grundun hússins. Hann var leystur, meðal annars með samkomulagi um að fela gerðardómi úrlausn málsins. Í húsinu verður rými fyrir knatt- spyrnuvöll í fullri stærð, auk upphit- unaraðstöðu og tilheyrandi stoð- rýma. Byrjað að reisa stálgrind hússins  Fjölnota íþróttahús rís í Garðabæ Morgunblaðið/Baldur Vetrarmýri Fyrstu stálbitarnir í fjölnota íþróttahúsinu eru risnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.