Morgunblaðið - 12.10.2020, Side 9

Morgunblaðið - 12.10.2020, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 Missið ekki af áhugaverðum þætti um sögu og starfsemi Flugfélagsins Ernis og viðtali við Hörð Guðmundsson flugstjóra Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 • Fjallið Ernir er í Bolungarvík þar sem flugfélagið var stofnað árið 1970 • Þröngar aðstæður við flugbrautir á Vestfjörðum • Flug á kosningafundi með Hannibal og fleiri frambjóðendur • Staða og framtíð Reykjavíkurflugvallar í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld Saga og starfsemi Flugfélagsins Ernis Síðari hluti Baldur Arnarson baldura@mbl.is Polestar kom eins og stormsveipur inn á rafbílamarkaðinn í Noregi og Svíþjóð í ágúst og seldi fleiri eintök af Polestar 2 en Tesla af Model 3. Polestar, eða Pólstjarnan, er smíðaður í Chengdu í Kína. Vörumerkið er í eigu Volvo og kínverska móðurfélagsins Geely, sem keypti Volvo árið 2010. Volvo keypti Polestar-vörumerkið af sænsku fyrirtæki árið 2015 og árið 2017 greindi Volvo frá því að Polestar myndi smíða lúxusrafbíla undir eigin merkjum í framtíðinni. Hafði Volvo þá selt eigin bíla með uppfærslum kenndar við Polestar. Samkvæmt vefsíðu Polestar er bíllinn í boði í Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Bret- landi og Sviss. Þá verður hann í boði í Bandaríkjunum og Kanada. Brimborg hefur umboð fyrir Volvo á Íslandi. Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, segir Polestar ekki hafa gef- ið upp hvenær sala bílsins hefst á Ís- landi. Bíllinn verði seldur á netinu og Brimborg þjónustar bílana. Mögulega á næsta ári Hins vegar sé líklegt að það verði fyrr en seinna og mögulega á næsta ári. Með hliðsjón af nýjungagirni Ís- lendinga sé ekki loku fyrir það skot- ið að einstaklingar muni kaupa bíl- ana á eigin vegum og flytja til landsins. Það hafi gerst árið 2012 þegar Teslu-bílar komu til Íslands á vegum kaupenda en Tesla ekki opn- að útibú hér á landi fyrr en 2019. Egill segir Polestar setja upp sýn- ingarrými í stórborgum sem jafn- framt eru afhendingarstaðir. Að svo komnu máli sé ekki raun- hæft að setja upp svo stóra sali á smærri mörkuðum. Því sé líklegt að þar muni söluaðilar Volvo sjá um dreifingu og þjónustu fyrir bílana. Sama grunntækni Egill segir Polestar 2 byggðan á sömu grunntækni og Volvo XC40- jepplingurinn. Með því nái Volvo fram stærðarhagkvæmni en hönnun aðgreini bílana á markaði. Samkvæmt upplýsingum frá Pole- star megi ætla að söluverðið verði í kringum 60 þúsund evrur. Ætla megi að söluverðið verði álíka hátt á Íslandi, að því gefnu að hér verði hvorki greiddur virðisaukaskattur né vörugjöld. Flutningskostnaður muni þó bætast við söluverðið. „Þetta er í raun lúxusbílamerki. Það er merkilegt að þarna er búið að búa til nýjan bílaframleiðanda úr engu. Polestar var áður vörumerki fyrir uppfærslur innan Volvo. Polestar hóf sölu í Kína fyrir nokkru síðan en er nú að sækja á Evrópumarkað. Þetta er 100% raf- bílamerki og stökkpallur fyrir Volvo til að komast hratt inn á hreina raf- bílamarkaðinn, en geta samt haldið áfram að þróa vörumerkið Volvo. Þessu má líkja við að smíða Teslu undir eigin nafni, án þess að þurfa að hoppa beint með Volvoinn í þá samkeppni, því slíkt er alltaf erfitt þegar þú ert með ákveðinn kúnna- hóp sem þú þarft að þjónusta,“ segir Egill. Polestar 2 Er kominn á markað í nokkrum löndum. Áætla má að söluverðið á Íslandi verði í kringum 10 milljónir. Ljósmyndir/Polestar.com Kínverskir lúxusrafbílar á leið til Íslands  Rafbíllinn Polestar, eða Pólstjarnan, hefur fengið góðar viðtökur í Noregi og Svíþjóð  Bíllinn verður í boði á Íslandi innan tíðar en honum svipar til Teslu Innanrýmið Polestar 2 er með stórum skjá, líkt og Teslu-bíllinn. Hugmyndabíllinn Polestar Precept veitir vís- bendingu um sýn félagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.