Morgunblaðið - 12.10.2020, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
Komin er út
skýrslan „Sjálf-
bær orku-
framtíð, Orku-
stefna til ársins
2050“ og er af-
rakstur vinnu
starfshóps sem
ferðamála-, iðn-
aðar- og ný-
sköpunarráð-
herra setti á
laggirnar vorið
2018.
Samtals 17 einstaklingar
skipuðu starfshópinn. For-
maður og varaformaður,
starfsmaður og ráðgjafi, frá
ráðuneytum komu fimm og
stjórnmálaflokkum átta. Ég
geri ráð fyrir að fyrstu fjór-
nefndir hafi unnið verkið en
hinir verið áheyrn-
arfulltrúar.
Athyglisvert er að hvorki
orkufyrirtækin né orkuráð-
gjafar voru kallaðir til þátt-
töku og ber skýrslan þess
merki. Að vísu var öllum
boðið að senda inn at-
hugasemdir, en það er ann-
ars eðlis.
Ég vitna í aðalskýrslu
starfshópsins en þar hlýtur
að koma fram það sem hann
óskar að koma á framfæri.
Tilvitnanir í skýrsluna eru
skásettar.
Hugtök
Ég hef eftirfarandi skiln-
ing á nokkrum hugtökum
sem snerta raforkumálin:
„Sjálfbær þróun“ um-
hverfis, t.d. vegna orkufram-
leiðslu, uppfyllir þarfir nú-
tímans án þess að skerða
getu komandi kynslóða til að
mæta þörfum sínum síðar
meir (Brundtland 1987).
Þessi hugsun hefur verið
höfð að leiðarljósi við
stefnumörkun 21. aldar.
„Endurnýjanleg orka“
kemur frá náttúrulegum
orkulindum sem eru notaðar
í sama mæli og þær koma
fram í náttúrunni. Stöðu-
orka vatnsfalla er talin end-
urnýjanleg. Jarðvarmaorka
hefur jafnan verið flokkuð
sem endurnýjanleg, því
varmainnihald jarðgeyma er
takmarkalaust eða nánast
óendanlegt.
„Græn raforka“ er
framleidd úr endurnýj-
anlegri orku og umhverfis-
áhrif virkjunar á endurnýj-
anlegri orku eru sjálfbær.
T.d. er grænt vetni unnið úr
grænni raforku.
Skrípihugtök eins og end-
urnýjanlega raforku og
sjálfbæra orku ber að forð-
ast.
Hugtakanotkun skýrsl-
unnar
Hugtök í skýrslunni koma
stundum und-
arlega fyrir
sjónir. Má taka
dæmi á fyrstu
textasíðu
skýrslunnar
blaðsíðu 8:
Endurnýj-
anleg orku-
framleiðsla, en
orkuframleiðsla
getur ekki ver-
ið endurnýj-
anleg. Í ljósi
skilgreininga
hér að framan
mætti kannski frekar standa
„[raf]orkuframleiðsla úr
endurnýjanlegri orku“.
Orkan er nýtt með
sjálfbærum hætti. Ég geri
varla ráð fyrir að starfshóp-
urinn hafi ætlað að skipta
sér af nýtingu orkunnar inn-
andyra hjá fyrirtækjum og
almenningi heldur að tak-
marka sig að útvegg hjá
neytendum.
Sjálfbær orkuvinnsla er
í mínum huga bara orða-
skrípi.
Endurnýjanlegir orku-
kostir. Þetta skil ég bara
ekki, en kannski er þarna
átt við virkjunarkosti sem
nota endurnýjanlega orku.
Sem dæmi um heilar setn-
ingar má finna neðar á sömu
blaðsíðu: Orkukerfið er
snjallt, sveigjanlegt og engu
er sóað. Atvinnulíf nýtur
góðs af verðmætasköpun,
þekkingu og nýsköpun sem
sprettur frá orkugeiranum.
Þessi texti boðar ekki gott
en endurspeglar stílinn á því
sem á eftir kemur í skýrsl-
unni. Þetta eru mest slag-
orð, sem ásamt órök-
studdum og
samhengislausum fullyrð-
ingum virðast vera ann-
aðhvort tekin upp úr at-
hugasemdum í fylgiskjölum
eða bera jafnvel merki þess
að vera „gúgluð“ úr erlend-
um vefsíðum.
Hvað vantar í skýrsluna?
Sá sem vill kynna sér
orkustefnu Íslands óskar
eftir að lesa umfjöllun um
m.a. eftirfarandi:
Raforkukerfið, sam-
setningu og eiginleika þess,
þ.e. hvert er viðfangið? Nú-
verandi raforkuöflunarkerfi
byggist nánast alfarið á
vatnsafls- og jarðvarma-
virkjunum. Eigum við að
halda því áfram og hverjar
eru takmarkanir þannig
áforma?
Hvaða virkjunarkosti
eigum við að taka til skoð-
unar, hvort sem um er að
ræða vatnsafls- eða jarð-
varmavirkjanir, vind- eða
sólarorku, sjávarfallaorku og
jafnvel kjarnorku, þ.e.
kjarnakljúfa (fission) eða
kjarnasamruna (fusion). Þeir
síðastnefndu gætu bara ver-
ið til viðmiðunar allavega í
fyrstu.
Mun val milli virkj-
unarkosta hafa áhrif á upp-
byggingu flutningskerfisins?
Í skýrslunni segir: Ófull-
nægjandi flutningsgeta raf-
orkukerfisins dregur úr hag-
kvæmri nýtingu aflstöðva,
en það er ekki rökstutt.
Í skýrslunni segir: Þó
að Ísland búi enn yfir
óbeisluðu vatnsafli og jarð-
hita er skynsamlegt að auka
fjölbreytni í orkugjöfum
með hagnýtingu vindorku og
annarra nýrra endurnýj-
anlegra orkukosta fyrir raf-
orkuvinnslu. Þetta er ekki
einfalt mál og lítt rannsakað
hérlendis þótt það hafi verið
skoðað í eldsneytisdrifnum
kerfum erlendis. Ég hef þó
reynt það lítillega:
https://2veldi.files.wor-
dpress.com/2016/04/wind-
power-in-iceland.pdf
Kostnaðartölur fyr-
irfinnast ekki í skýrslunni,
en eins og kunnugt er þarf
að taka rækilega tillit til
hagkvæmni við uppbyggingu
kerfisins í framtíðinni.
Raforkumarkaður
Það er vafasöm forgangs-
röð hjá ráðherra að þrýsta á
um að ljúka skýrslum
starfshópa um orkuöryggi
og orkustefnu áður en til-
lögur að nýjum raf-
orkumarkaði liggja fyrir.
Búast má við að starfsreglur
markaðarins eigi eftir að
hafa mikil áhrif á þróun raf-
orkumála og gætu raunar
breytt öllu. Ekki virðist enn
liggja fyrir hver þátttaka
raforkufyrirtækjanna í
markaðnum verður í reynd,
en þau hafa öll lýst yfir
stuðningi við málið í sam-
ræmi við þriðja orkupakk-
ann.
Landsnet hefur unnið að
undirbúningi raforkumark-
aðar frá stofnun fyrir-
tækisins 2005, samkvæmt
raforkulögum frá 2003. Síð-
asti sprettur hefur staðið í
nokkur ár og vonandi birt-
ast tillögur á næstunni.
Eftir Skúla
Jóhannsson
» Það er vafasöm
forgangsröð hjá
ráðherra að halda
úti starfshópum um
orkuöryggi og
orkustefnu áður en
tillögur um raf-
orkumarkað liggja
fyrir
Skúli
Jóhannsson
Höfundur er
verkfræðingur.
skuli@veldi.is
Um skýrsluna – Sjálf-
bær orkuframtíð, orku-
stefna til ársins 2050
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð
sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið.
Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
Það má ekki vera
en þó er það svo.
Hún Dóra okkar er
horfin sjónum „á
snöggu augabragði“.
Hún mun ekki fram-
ar lyfta samfundum okkar í hæðir.
Við munum ekki framar teiga að
okkur nærandi lífssýn hennar
framsetta meitluðum orðum, fá
heimssöguna í hnotskurn, hlýða á
hljómfallegu röddina, smitast af
dillandi hlátrinum. Hún sem var
sagnameistarinn okkar, sú sem
miðlaði okkur jafnt skemmtisög-
um og hárbeitti heimsádeilu. Því
hún Dóra dansaði ekki hlýðin við
hljómana frá hörpum heimsins. Í
hjarta hennar sló voldugt hljóð-
færi sem hún hlýddi á og leitaðist
óþreytandi við að miðla djúpum
tónum þess til okkar hinna.
Í hljóðfæri hennar voru margir
strengir og við sem ritum nöfn
okkar undir þessi minningarorð
áttum hver og ein okkar persónu-
lega tón þar. Dóra var engin hóp-
Halldóra Kristín
Thoroddsen
✝ Halldóra Krist-ín fæddist 2.
ágúst 1950. Hún
lést 18. júlí 2020.
Útförin fór fram
31. júlí 2020.
sál heldur dýrmæt
vinkona okkar
hverrar fyrir sig.
Hún var sameignar-
sinni en ekki sam-
eign. Hún var náin
hverri og einni okkar
á ólíkum forsendum
og þess vegna stóð
hún okkur svo nærri.
Við leituðum til
hennar hver og ein á
mismunandi ævi-
skeiðum, hringdum í hana, heim-
sóttum hana, hvort sem var á
Vesturbrún á æskuárunum, eða
síðar, í Kaupmannahöfn, á Stokks-
eyri, í Bergstaðastræti, á Miklu-
braut eða Fjölnisvegi.
Við þörfnuðumst hennar hver
og ein á okkar persónulegu for-
sendum. En erindi okkar allra var
það sama: Að létta á hjarta okkar,
finna nálægð hennar, heyra álit
hennar, bæta sjón okkar, koma
reglu á hugsunina. Og auðvitað
hlæja. Því Dóra var laus við alla
meðvirkni, sýn hennar var skýr og
fölskvalaus, hún hlífði manni
hvergi en var raungóð og réttsýn.
Það var næring í sjálfu sér að
koma inn á heimili hennar sem bar
ætíð með sér upprunann af Vest-
urbrún, hvar sem það stóð. Djúpir
og fallegir litirnir, málverkin, text-
ílverkin, hlýleikinn, sagan, menn-
ingin, mennskan, rétta umgjörðin
fyrir samræður sem skipta máli.
Vinátta okkar hefur staðið
óhögguð í meira en hálfa öld og á
þeim langa tíma höfum við gengið
ólíkar leiðir sem þó hafa alltaf
skarast, ekki síst vegna Dóru.
Hún er segullinn sem við höfum
dregist að allt frá uppreisnar-
gjörnum unglingsárum. Við eig-
um allar okkar dýrmætu persónu-
legu minningar tengdar henni,
sem við geymum í hjarta okkar
hver og ein.
Sem betur fer höfum við notað
tímann vel í gegnum árin vinkon-
urnar og raðað upp á óslitinn silf-
urþráðinn dögunum, eins og Vil-
borg Dagbjartsdóttir segir svo
fallega í ljóði sínu. Þær skínandi
perlur eigum við til að gleðja okk-
ur við þá daga sem við enn eigum
ótalda.
Minningin um hana er leiftr-
andi skær, áþreifanleg. Tárin
svíða og það er verkur fyrir
brjóstinu. Hún hafði einstaklega
sterka og uppörvandi nærveru og
var svo mikið augnayndi hún
Dóra. Lífið missir lit, sól, tungl og
stjörnur dofna á himni við fráfall
hennar. Það má ekki minna vera.
Hafðu þökk fyrir allt og allt hjart-
kæra vinkona. Megi minningin um
elsku þína styrkja okkur og ást-
vini þína áfram veginn.
Anna Th. Rögnvaldsdóttir,
Kristín Magnúsdóttir, Lovísa
Fjeldsted, Þóra I. Árnadóttir.
Kær bróðir minn
Teitur Stefánsson
er fallinn frá eftir
langa baráttu við
erfið veikindi.
Ég minnist hans með hlýju
og virðingu. Hann hafði gott
geðslag og var stutt í brosið,
léttleikann og stríðnina, en
ákveðinn var hann og staðfast-
ur, ef svo bar undir.
Á uppvaxtarárum mínum á
Bjarkargrundinni hafði hann
tíma til að vera með mér,
yngsta bróður sínum. Ég minn-
ist Teits þegar hann kom í há-
deginu á Bjarkargrundina, þá
var borðstofuborðið stundum
Teitur
Stefánsson
✝ Teitur Stef-ánsson fæddist
23. júní 1949. Hann
lést 20. september
2020.
Útför Teits fór
fram 1. október
2020.
tekið undir borð-
tennisleiki. Hann
var mikill keppnis-
maður og hart var
tekist á. Stundum
klingdi í kristals-
skálunum hennar
mömmu þegar kúla
var smössuð og
hrökk af borðinu í
hillurnar á bak við.
Ég minnist Teits
þegar við fórum
saman á rúntinn eða í bíó.
Hann hafði alveg tíma til að
fara á rúntinn með yngsta
bróður sínum eða í bíó. Fyrstu
James Bond-myndina sá ég
með Teiti bróður, sem er mér
afar eftirminnilegt. Og fleiri
myndir fórum við til að sjá. Það
var oft gaman hjá okkur í þá
daga.
Ég minnist Teits þegar hann
var í stjórn Handknattleiks-
félags ÍA á mínum unglings-
árum. Með honum voru eðal-
karlar í stjórn og héldu þeir
handknattleiksfélaginu uppi
með myndarbrag og skipaði
handboltinn stóran sess í
íþróttalífi Skagans á þeim ár-
um. Þá var gaman að æfa hand-
bolta, en því miður hefur þessi
íþróttagrein ekki átt upp á pall-
borðið hjá Skagamönnum nú
hin síðari ár.
Ég minnist Teits úr öllum
þeim veiðitúrum sem við vorum
saman í. Ákafur veiðimaður og
góður. Hann þekkti vel staðina,
Hornið, Blóta, Kvörnina,
Systrapolla og fleiri góða staði í
Haukadalsá. En við fórum
nokkrar ferðir með góðum
mönnum í þá skemmtilegu lax-
veiðiá nú hin síðari ár.
Fáein og fátækleg eru þessi
orð, en skrifuð með söknuði og
sorg í hjarta. Stórt skarð er
höggvið í hópinn okkar.
Mamma og pabbi sjá á bak
elsta barninu sínu, við systkinin
bróður okkar og börnin hans og
barnabörn pabba og afa.
Eftir lifir falleg minning í
hjarta okkar um hlýjan og góð-
an mann.
Hvíldu í friði elskulegur
bróðir minn.
Halldór.
Það eru margar
minningar sem
sækja á hugann þeg-
ar Þórður Sigurðsson er kvaddur.
Þessar minningar tengjast oftar
en ekki golfinu. Hann er í mínum
huga ákaflega kær félagi sem allt-
af stafaði gott frá. Þegar við flutt-
um í Borgarnes 1979 fór ég fljót-
lega í heimsókn að Hamri, þar
sem Golfklúbbur Borgarness
(GB) hafði aðstöðu. Þar kynntist
ég mörgum góðum mönnum sem
ég vann með við uppbyggingu
GB, spilaði með þeim og keppti
við. Einn þeirra var Þórður lögga
Þórður
Sigurðsson
✝ Þórður Sig-urðsson fædd-
ist 16. október
1936. Hann lést í
Brákarhlíð 4. sept-
ember 2020.
Útför Þórðar var
26. september
2020.
sem var mikið
hraustmenni og
kraftmikill í öllu sem
hann kom að. Hann
var alveg einstak-
lega skemmtilegur
og vandaður félagi
með góða skaphöfn,
var alltaf hvetjandi
og jákvæður þannig
að margir sóttust
eftir að hafa hann
sem spilafélaga.
Þannig var það þau 13 ár sem við
bjuggum í Borgarnesi. Við Þórð-
ur spiluðum oft saman og koma
nú upp í hugann margar minning-
ar, og vel ég hér tvö atvik sem
bæði tengjast golfi. Við fórum
saman í nokkur skipti sem part-
nerar í stóra GR-haustmótið og
gekk oft ágætlega, nema í eitt
skiptið, þá mætti ég illa fyrirkall-
aður, og spilaði mitt versta golf
allan hringinn. Þórður bara brosti
og hvatti mig áfram alveg til loka,
ekki eitt styggðaryrði. Þetta var
lýsandi fyrir skaphöfn Þórðar,
sem var heilsteyptur og ljúfur á
hverju sem gekk. Hitt atvikið var
þegar parakeppni átti að fara
fram í GB og Þórð vantaði makk-
er. Hann kom til mín og spurði
hvort Ásta Huld, sem þá var 12
ára og alveg óvön í golfi, mætti
spila með sér. Það var auðvelt að
leyfa það með þeim barngóða
heiðursmanni. Svo fóru reyndar
leikar að þau voru í efstu sætun-
um og Ásta hefur oft minnst þess
síðan hvað hann var góður og
skilningsríkur. Ég hitti Þórð fyrir
fáum árum þegar ég kom að
Hamri og við ákváðum að spila
saman og var það skemmtilegur
endurómur fyrri tíma. Ég naut
hringsins mikið með mínum
gamla góða félaga. Þótt nokkuð
væri af honum dregið líkamlega
var sama góða skapið og ljúf-
mennskan enn til staðar. Þórður
er nú farinn til fundar við Sonju
sína og hugsanlega einnig að líta
til Siglufjarðar sem var honum
kær. Sértu kært kvaddur gamli
vinur. Við þökkum góða samferð
og sendum samúðarkveðjur til
Guðlaugs og fjölskyldu.
Henrý og Ingibjörg.