Morgunblaðið - 12.10.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
✝ Helen Þor-kelsson fædd-
ist á Siglufirði 4
júlí 1940. Hún lést
á SAK 29. sept-
ember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
(Hólmfríður) Sig-
urlaug Davíðs-
dóttir, f. 31 októ-
ber 1906, d. 12.
október 1999, og
Jón Þorkelsson síldarmats-
maður og skipstjóri, f. 10
mars 1896, d. 11. mars 1978.
Systur Helenar eru: Anna, f.
1926, látin; Alda, f. 1930; Hall-
dóra, f. 1933; og Þórdís, f.
1938.
Helen fór í fóstur til Ak-
ureyrar þriggja mánaða göm-
ul og ólst þar upp. Fósturfor-
eldrar Helenar voru þau
Jóhann Þorkelsson héraðs-
læknir, f. 1. apríl 1903, d. í
ágúst 1970, sem jafnframt var
bróðir Jóns, föður Helenar, og
kona hans Agnete Þorkelsson
hjúkrunarfræðingur, f. 11.
nóvember 1905, d. 1999.
Uppeldissystir Helenar var
Sólveig Þorkelsson, f. 7. apríl
1943, d. 1999.
Fyrrverandi eiginmaður
Helenar var Björgvin Leon-
ardsson raf verktaki, f. 27.
febrúar 1938, d. 2010. Þau
skildu eftir langt hjónaband.
Börn þeirra eru:
1) Jóhann Björgvinsson vél-
Heiðar Þórarinsson. Börn
þeirra Úlfrún Fanney og Þór-
dís Ylfa. c) Þuríður Sóley
Sigurðardóttir, f. 1990, há-
skólanemi. Sambýlismaður
Hilmir Þór Sifjarson, dóttir
hans er Þórunn. d) Björgvin
Veigar Sigurðarson, f. 1996.
4) Emma Agneta Björgvins-
dóttir. Synir hennar a) Blæng-
ur Mikael Bogason, f. 19 febr-
úar 2001, lést af slysförum 1.
mars 2013. b) Sigtryggur
Kristófer Kjartansson, f. 26.
júlí 2011. Stjúpdóttir Helenar
og dóttir Björgvins Leon-
ardssonar er
5) Ásta Hrönn Björgvins-
dóttir, f. 1957, sjávarútvegs-
fræðingur. Maki Guðjón Stein-
dórsson. Börn þeirra a) Davíð
Steinar, f. 1984, tölvunarfræð-
ingur. b) Helga Margret, f.
1986. Dóttir hennar er Karitas
Hrönn Elfarsdóttir.
Helen ól allan sinn aldur á
Akureyri. Hún lauk gagn-
fræðaprófi 1957, sjúkraliða-
prófi 1974 og seinna matráð-
sprófi 1979. Helen starfaði
lengst af starfsferli sínum á
gjörgæsludeild FSA. Á ár-
unum fyrir starfslok starfaði
hún á dvalarheimilinu Hlíð á
Akureyri.
Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 12.
október 2020, klukkan 13.30. Í
ljósi aðstæðna í samfélaginu
munu einungis nánustu ætt-
ingjar vera viðstaddir. Athöfn-
inni verður streymt á FB-
síðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – beinar út-
sendingar
https://tinyurl.com/y5cpxdvz
Virkan hlekk á slóð má
nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
fræðingur, f. 1958.
Kona hans er Ást-
hildur Sverris-
dóttir, f. 1963.
Börn þeirra a)
Auður Eufemía, f.
1982, snyrtifræð-
ingur, maki henn-
ar er Elfar Smári
Kristinsson vél-
fræðingur. Synir
þeirra eru Jóhann
Sverrir, Kristófer
Smári og Leví Fossberg. b)
Leonard, f. 1988, vélfræð-
ingur, unnusta hans er María
Dís Ólafsdóttir líftæknir.
2) Erla Björg Þorkelsson.
Börn hennar eru a) Helena
Björg Vestfjord lyfjafræð-
ingur, f. 1979, maki Rene
Vestfjord tölvufræðingur,
börn þeirra Heinrich, María,
Thomas og Alexander Emil. b)
Alex Björn Stefánsson, f. 1986,
stjórnmálafræðingur, maki
hans er Madeline Oliva Daily.
c) Ólafur Ólafsson kennara-
nemi, f. 1991. Maki Drífa Huld
Guðjónsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur.
3) Halla Björgvinsdóttir
Þorkelsson, f. 1962. Maki Sig-
urður Gunnar Sigurðarson, f.
1963, bifvélavirkjameistari.
Sonur Höllu og Ívars Andra-
sonar er a) Andri Valur, f.
1980, lögmaður. Maki Guðný
Nielsen. b) Helen Valdís Sig-
urðardóttir, f. 1988, hjúkr-
unarfræðingur, maki Björn
Elsku mamma.
Ég gleymi aldrei hversu vel
þú tókst á móti mér þegar ég
11 ára kom í fyrsta sinn til Ak-
ureyrar. Óttablandin eftirvænt-
ing mín var mikil þegar ég kom
fljúgandi frá Ísafirði til bæjar
þar sem ég engan þekkti.
Ég skildi það betur síðar að
þessar hlýju móttökur ásamt
móðurmildi stjúpmóður voru
ekki sjálfsagðar á þeim tíma er
lausaleikskrógar áttu helst að
vera í felum. En aldrei nokkurn
tíma léstu mig gjalda þess.
Þess í stað fann ég fljótt vö-
kuaugun og næma móðurhönd.
Upp frá þessu tilheyrði ég
barnahópnum þínum. Þú varst
gift pabba og áttir með honum
fjögur börn. Lítil föðurtengsl
mín bættir þú upp með sterku
sambandi. Sú umhyggja þín var
fögur.
Seinna sagðir þú mér að þá
hefði barnahópurinn þinn verið
fullkominn. Og þegar mín börn
fæddust tilheyrðu þau ömmu-
börnunum þínum.
Ég fylltist stolti þegar fólk
sagði okkur líkar. Enda vorum
við það og áttum mörg sameig-
inleg áhugamál, ekki síst eld-
húsið þar sem við gátum notið
góðs matar og veiga.
Einn áttir þú óvin innra með
þér. Ofvirkni og hvatvísi gat oft
komið þér í vandræði. En það
var þó ekki alslæmt. Ótrúleg-
ustu hlutum var komið í verk
og skópu margar skemmtilegar
sögur sem ylja um ókomna
framtíð. Þegar þú loks á efri
árum fórst í greiningu, auðn-
aðist mér að kynnast þér upp á
nýtt, meta þig og skilja.
Ég naut þeirra forréttinda að
fá að fara með þér í síðustu
Danmerkurferðina, til lands
sem þú elskaðir. Ferðin var í
alla staði vel heppnuð. Góðir
vinir, matur og veigar, og stjan-
að var við okkur frá morgni til
kvölds. Þú lékst á als oddi. Sú
bjarta mynd brosir til mín enn.
Sofður rótt, mamma mín.
Ásta Hrönn.
Minningar mínar ná ekki
eins langt og minningar Helle
þegar hún segir frá því að ég
hafi tekið mín fyrstu óstöðugu
skref í átt að henni, þar sem
sex ára aldursmunur var á milli
okkar. Hún dvaldi með fjöl-
skyldu sinni um tíma hjá for-
eldrum mínum í Danmörku
vegna framhaldsmenntunar Jo-
hanns frænda.
Helle dvaldi hjá okkur sem
unglingur, í það skiptið ein, á
meðan hún leitaði sér meðferð-
ar við slæmu baki hér í Dan-
mörku. Við börnin þrjú, Helle,
Kirsten stóra systir mín og ég,
lékum okkur allan daginn í
garðinum og á götunni.
Við hittumst síðan aftur þeg-
ar ég var 16 ára og notaði út-
skriftargjöfina mína frá Nete
frænku, móður Helle, sem var
ferðalag til Íslands. Helle og
Björgvin bjuggu í Rosenborg,
þar sem var glæsilegt útsýni
yfir fallegu kirkjuna og fjörð-
inn. Tvö ung börn voru á heim-
ilinu, Didda og Johann, sem
kenndu mér orðin fyrir sæl-
gæti, gosdrykk og þreytu þegar
við vorum á ferð í borginni.
Halla var þá bara bunga á
maga Helle. Björgvin ók há-
værum Land Rover, svo að ég
var mjög ánægður með heim-
sóknina.
Síðar á ævinni fór ég ásamt
fjölskyldu minni í heimsókn að
Beykilundi, þar upplifðum við
að Helle var miðpunktur fjöl-
skyldunnar og þangað lá stöð-
ugur straumur af börnum og
barnabörnum. Hjá henni var
alltaf nóg pláss, bæði í hjartanu
og húsinu.
Ég hef ótal sinnum dvalið á
heimili Helle í Furulundi rétt
eins og þegar Helle dvaldi hjá
okkur í Danmörku. Einnig hafa
börnin mín notið gestrisni
Helle.
Það hefur auðgað líf mitt að
eiga Helle sem frænku. Tak-
markalaus ást hennar á börnum
sínum og barnabörnum er ein-
stök. Flestir Akureyringar virt-
ust þekkja Helle og nutu þess
að hitta hana.
Ef ég reyni að lýsa Helle
með einu orði, þá er það ást.
Ást til lífsins, annars fólks og
ekki síst fjölskyldunnar.
Ein mynd stendur mér skýrt
fyrir hugskotssjónum: Helle
beygir sig yfir nokkrar litlar
stelpur í verslunarmiðstöðinni á
Glerártorgi. Þær sitja á teppi
með nokkur (vel) notuð leikföng
sem þær vilja selja og gefa pen-
ingana til góðgerðarmála.
Helle, með sitt stóra hjarta, var
auðfús viðskiptavinur.
Ég sakna þín, Helle, og ég
hugsa til barna þinna og barna-
barna (og barnabarnabarna).
Heiðruð sé minning Helle.
Claus.
Elsku besta vinkona mín,
hún Helen, varð að láta í minni
pokann fyrir erfiðum veikind-
um hinn 29. september síðast-
liðinn. Helen hefur verið besta
vinkona mín í 74 ár.
Kynni okkar hófust þegar
Helen var sjö ára og ég árinu
eldri. Hún var nýflutt til Ak-
ureyrar frá Danmörku og kunni
litla íslensku, og systir hennar
Sólveig, þá fjögurra ára, var
með Down-heilkenni. Helen
varð fyrir áreiti annarra barna
vegna þessa og málfarsins, og
eins og hún sjálf orðaði það í
minningargrein um mömmu,
Önnu Jónsdóttur, varðist hún
allrar nærveru barna með kjafti
og klóm.
Við hittumst fyrst í mjólk-
urbúðinni og þegar ég fór of
nálægt henni og Sólveigu brást
Helen við hættunni og hellti
niður mjólkinni sem ég var að
kaupa. Ég hljóp grátandi heim,
en mamma brást við eins og
hennar var von og vísa. Hún
bauð systrunum heim í Skipa-
götuna og var góð við þær, allt
var fyrirgefið. Upp frá því urð-
um við Helen bestu vinkonur,
þar var komin vinkona mín fyr-
ir lífstíð.
Helen var alltaf í góðu sam-
bandi við fjölskylduna mína í
Skipagötunni. Þær mamma
voru sem móðir og dóttir, og
yngsta systir mín Helena er
skírð í höfuðið á Helen. Ég
flutti ung til Reykjavíkur og
um tíma minnkuðu samskiptin,
en alltaf voru sterk tilfinninga-
tengsl og trúnaður okkar á
milli. Við vorum eiginlega eins
og góðar systur. Helen heim-
sótti okkur Svenna á Frakka-
stígnum og við hana norður á
Akureyri, og þannig styrktist
vinátta okkar í gegnum árin.
Síðustu samverustundir okk-
ar elsku Helen vinkonu voru
nýlega á sjúkrabeði hennar.
Það var ómetanlegt að geta hist
og rifjað upp og hlegið saman.
Gott ef það glitti ekki í litlu
stúlkurnar tvær sem léku sér
saman í portinu í Skipagötunni
og í Skátagilinu í gamla daga.
Vináttan og væntumþykjan var
alltumlykjandi og söknuðurinn
er mikill.
Helen var sterkur persónu-
leiki sem vildi alltaf öllum vel,
hún var blíð og hlý, dugleg og
vel gefin, glaðvær, hnyttin og
sanngjörn. Lengi væri hægt að
telja upp kosti Helenar.
Hún elskaði fjölskylduna
sína og vini og var góð við alla,
prjónaði til dæmis fjöldann all-
an af fallegum peysum og sokk-
um á vini og vandamenn. Fjöl-
skyldan er orðin stór og það
var aðdáunarvert hversu vel og
hlýlega þau hugsuðu um Helen
í veikindunum.
Ég sakna vinkonu minnar,
mun ylja mér við minningarnar.
Gleðin og hláturinn er ofarlega
í huga mér. Helen lifir áfram í
huga okkar og hjarta.
Elsku vinkona, takk fyrir allt
og allt.
Kæra fjölskylda Helenar, ég
votta ykkur öllum hjartans
samúð og bið Guð að vernda
ykkur.
Sigrún Pálsdóttir (Lillý).
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Við systur kveikjum á kerti
og minnumst kærrar vinkonu
sem var okkur mjög náin. Segja
má að Helen hafi alla tíð verið
ein af fjölskyldunni. Samband
hennar og Önnu mömmu okkar
var kært og gaf þeim báðum
mikið. Þær voru tilfinningalega
mjög nánar alla tíð og mamma
sagði oft við Helen: „Ég á þig
nú alltaf.“ Eins var með Pál
pabba okkar. Í minningunni eru
þau Helen að gantast og hlæja
saman í eldhúsinu í Skipagöt-
unni.
Lillý, sú elsta af okkur, og
Helen kynntust á Akureyri
þegar þær voru sjö og átta ára
gamlar og var þeirra kærleiks-
ríka vinátta óslitin alla tíð. Í
framhaldinu nutum við yngri
systurnar einnig vináttu henn-
ar. Önnur undirritaðra fékk
nafnið sitt frá Helen og var
alltaf afar ánægð og stolt með
það. „Elsku nafna mín“ var við-
kvæðið og gleðin og væntum-
þykjan mikil í báðar áttir.
Helen var einstaklega hlý og
gefandi manneskja. Það var
eins og hún hefði einhvern æðri
skilning og gat gefið svo mikið
til allra sem á leið hennar urðu.
Væntumþykjan, umhyggjan og
stoltið yfir börnum, tengda-
börnum og ömmubörnunum
leyndi sér ekki. Það var unun
að sjá gleði hennar við hvert
þeirra skref. Hún var sérstak-
lega fróðleiksfús, bar mikla
virðingu fyrir menntun, var
mikill listunnandi og töfraði
fram einstakt handverk af ýms-
um toga. Jákvæðni, glaðværð
og hlátrasköll tengjast öllum
minningunum um elsku Helen.
Það er með miklum trega
sem við kveðjum vinkonu okkar
en við vitum að vel verður tekið
á móti henni. Tilfinningin er sú
að hún hafi verið búin að leggja
inn á framtíðarreikninginn, ef
svo má að orði komast, og upp-
skeri nú mikilfengleika framtíð-
arlandsins og fólksins síns þar.
Við sendum börnum, tengda-
börnum og ömmubörnum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Helena og
Sigurbjörg.
Helen
Þorkelsson
Ástkær og yndisleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
GYÐA GÍSLADÓTTIR,
Hvassaleiti 56,
lést þriðjudaginn 29. september á Hrafnistu
í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 14. október klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana
verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni á www.sonik.is/gyda.
Ingibjörg Jakobsdóttir
Sigríður Jakobsdóttir Sveinn H. Gunnarsson
Ásdís Ó. Jakobsdóttir Daníel Jónasson
Ásgeir Már Jakobsson Ólafía B. Rafnsdóttir
Valgerður Jakobsdóttir Albert G. Arnarson
Gunnar Örn Jakobsson Olga S. Marinósdóttir
Gyða Haralz Halldór Haralz
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Elsku amma, þú
varst fyrirmyndin mín
í svo mörgu. Þú varst
góð við alla og hugs-
aðir vel um þína nánustu, eins og
þegar ég var veik þá hringdir þú í
mig alla vega 5 sinnum á dag.
Ég er þakklát fyrir minningar
okkar og það sem þú kenndir mér,
til dæmis falleg ljóð, að baka og
prjóna.
Ólöf María
Jóhannsdóttir
✝ Ólöf María Jó-hannsdóttir var
fædd 16. apríl 1944.
Hún lést 21. ágúst
2020.
Útför Maju fór
fram 5. september
2020.
Það var alltaf
stutt í húmorinn og
hláturinn þegar ég
var með þér og ég
mun sakna þess.
Ég kveð þig
með sorg en gleði í
hjarta.
Helena Dís
Birkisdóttir.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Skúli Þór Birkisson.
Guðrún Stefanía
Brynjólfsdóttir
Ég man þegar við
fjölskyldan og amma
fórum til Tenerife og
við systurnar fórum
með ömmu í rennibrautina einu til
tvisvar sinnum á dag. Líka þegar
við krakkarnir komum heim til
ömmu og það var alltaf til frostp-
inni sem stóð til boða. Svo var líka
alltaf svo gaman í matarboðum
heima hjá ömmu og afa. Oftast
bauð amma upp á hrossakjöt en
stundum var líka kjötsúpa eða
✝ Guðrún Brynj-ólfsdóttir
fæddist 25. janúar
1948. Hún lést 24.
september 2020.
Útför Guðrúnar
fór fram 6. október
2020.
hangikjöt. Svo eftir
mat gerðum við
krakkarnir oft atriði
til að skemmta full-
orðna fólkinu.
Amma gerði líka
bestu pönnukökurn-
ar og því var alltaf
notalegt að koma i
kaffi til hennar. Við
ferðuðumst líka oft
með ömmu og afa.
Til dæmis fórum við
í árlegar berja- og veiðiferðir í
Hlíðarvatn og svo fórum við líka
nokkrum sinnum í veiðiferðir i
Gufudalsá. Annað hvert ár komu
amma og afi til okkar um jólin þar
sem við áttum notalega stund
saman. Ég elskaði ömmu mikið og
sakna hennar sárt.
Guðrún Lilja.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar