Morgunblaðið - 12.10.2020, Side 22

Morgunblaðið - 12.10.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Kæru gestir, félagsstarfið okkar er opið en vegna fjöldatakmarkana verður að skrá fyrirfram á viðburði til þess að tryggja fjarlægðarmörk og fjölda í hverju rými. Við minnum fólk á mikilvægi sóttvarna og að það er grímuskylda í Samfélagshúsinu. Nánari upplýsingar og skráning í síma 4112701 / 4112702. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á facebooksíðu okkar Samfélagshúsið Aflagranda. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: sími 411-2600. Boðinn Félagsstarf er lokað, einungis opið í hádegismat í Boðanum. Garðabær Kæru gestir, íþrótta- og félagsstarfið okkar er lokað tímabundið en Jónshús er opið með fjöldatakmörkunum sem er 20 manns í rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda áfram upp á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á facebooksíðu okkar https://www.facebook.com/eldriborgarar- felagsstarfgardabaer Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.50. Minningahópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og kl. 12.05. Tálgun kl. 13-16. Stólaleik- fimi kl. 13.30. Korpúlfar Morgunleikfimi í útvarpinu kl. 9.45, gönguhópar kl. 10 gengið frá Grafarvogsirkju, Borgum og inni í Egilhöll, minnum á 2ja metra fjarlægð. Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum. Minnum á grímu- skyldu í Borgum og vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í kaffi- veitingar, skráning í eldhúsinu og tímasetning. Virðum einnig fasta tímasetningu í hádegisverð, þannig er hægt að tryggja 20 manns í rými. Seltjarnarnes Námskeið í gleri fellur niður í dag, og enginn billjard í Selinu. Námskeið í leir í samráði við leiðbeinanda. Jóga á Skólabraut kl. 11 eingöngu fyrir fólk sem EKKI býr á Skólabraut. Fólki er bent á að fara inn í salinn og út aftur án viðkomu í öðrum rýmum. Munum sprittun og hlífðargrímur. Kaffikrókur og handavinna er eingöngu fyrir íbúa á Skólabraut eins og sakir standa. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn fyrir helgi. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílar Dacia Dokker 4/2017 Ekinn aðeins 38. þ.km. Ódýr sendibíll sem er frábær í snattið. Verð : 1.680.000 án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com mbl.is alltaf - allstaðar Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Eiríkur ÞórVattnes Jón- asson fæddist 20. maí 1971. Hann varð bráðkvaddur á Bráðamóttöku Landspítala Foss- vogi 12. september 2020. Foreldrar hans eru Jónas Helga- son, f. 4. maí 1948, og Eyþóra Vattnes Kristjánsdóttir, f. 8. janúar 1949. Systir Eiríks er Ingunn Vattnes, f. 1. júní 1974, gift Sverri Óskarssyni, börn þeirra eru Jónas Helgi, Klara Sif og El- ín Eyþóra. Bróðir Eiríks er Kristján Vattnes, f. 6. október 1978. Eiginkona Eiríks er Hjördís Lóa Ingþórsdóttir, f. 31. desember 1974, og börn þeirra eru Óliver Freyr, 31. október 2004, og Emma Lóa, f. 21. nóv- ember 2007. Eiríkur ólst upp í Breiðholti en bjó í Garðabæ með konu sinni og börnum. Hann starfaði lengi sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli. Samhliða starfi sínu á Keflavíkurflugvelli stundaði Eiríkur nám í Kenn- araháskólanum. Eftir útskrift hóf hann störf sem kennari, nú síðast í Smáraskóla. Útför Eiríks fór fram 7. októ- ber 2020. Það var mikið áfall að frétta af skyndilegu fráfalli fyrrverandi samstarfsfélaga okkar og vinar, Eiríks Þórs Jónassonar, langt fyrir aldur fram. Hann starfaði með okkur í Sjálandsskóla í sex ár sem grunnskólakennari á yngsta stigi skólans. Eiríkur var ekki aðeins samstarfsfélagi held- ur voru augasteinarnir þeirra Hjördísar þau Óliver og Emma Lóa nemendur við skólann, svo að kynni okkar hófust nokkrum árum áður en hann hóf störf. Ei- ríkur var vinsæll kennari og náði til allra nemenda með ljúf- mennsku sinni, blíðu og góðlát- legri stríðni. Samstarfsfólkið fékk stundum að finna fyrir stríðninni og þannig átti hann til að hressa upp á hversdagsleik- ann í skólanum. Nemendur elsk- uðu sögurnar hans Eiríks en það voru ekki aðeins börnin sem hlustuðu með andakt heldur fangaði hann líka athygli fullorð- inna og oft var nær ómögulegt að átta sig á hvort sögurnar höfðu átt sér stað í raunveruleikanum eða ekki. Eiríkur var laginn við að finna grundvöll til samræðna við alla, það gilti einu hvort það voru erlendir gestir í heimsókn, foreldrar, nemendur eða sam- starfsmenn. Hann hafði einlægan áhuga á fólki og fór ekki í mann- greinarálit, allir voru jafnir fyrir honum, háir og smáir, og hann sá það góða í hverjum manni. Eirík- ur var einstaklega bóngóður og tilbúinn að aðstoða ef þurfti. Eiríkur á ekki einungis stað í hjarta okkar samstarfsfólksins, hann var uppáhaldskennari margra nemenda Sjálandsskóla. Hann hafði einstakt lag á börnum og ekki hvað síst nemendum sem þurftu mikla lagni og blíðan aga með svolítilli ákveðni í bland. Það leyndi sér ekki að Eiríkur var stoltur af Hjördísi sinni og börnunum þeirra, þeim Óliver og Emmu Lóu. Þau voru í fyrsta sæti hjá Eiríki og samhent studdu þau hjónin börnin sín í lífi og leik. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nem- ur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Hvíl þú í friði, elsku Eiríkur, við minnumst þín með þakklæti og hlýju. Elsku Hjördís, Óliver, Emma Lóa og fjölskylda, hugur okkar er með ykkur öllum. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og þökkum Eiríki af alhug fyrir samfylgdina. Fyrir hönd starfsfólks Sjá- landsskóla, Edda Björg Sigurðar- dóttir og Sesselja Þóra Gunnarsdóttir. Eiríkur Þór Vattnes Jónasson Kveðja frá frænku- hittingnum Við frænkur, mæðgur og systur fórum að taka frá fimmtudagana í hverri viku til að hittast fyrir nokkuð mörgum árum og dreifðum okkur sam- viskusamlega niður á veitinga- og kaffihúsin hér í Eyjum. Þetta Svala Vatnsdal Hauksdóttir ✝ Svala VatnsdalHauksdóttir fæddist 4. ágúst 1939. Hún lést 11. september 2020. Útför Svölu fór fram 25. september 2020. var ein besta ákvörðun sem hef- ur verið tekin af þessum góða hópi glaðlyndra kvenna og margar ógleym- anlegar stundir höfum við átt sam- an í þessum frænkuhittingum bæði í gleði og sorg gegnum árin. Svala frænka okkar kom inn í hópinn á síðastliðnu ári eða 2019. Og það sem hún var ánægð að hitta okkur enda gerði hún sér far um að koma sem oftast. Við höfum átt ógleymanlegar stund- ir með henni á þessum tíma enda mikið hlegið og haft gam- an. Enda fór það ekki framhjá neinum þegar við hittumst, þessi hópur ólíkra kvenna ættaðra frá Vatnsdal hér í Eyjum og á öllum aldri. Enda talað hátt og hlegið dátt, eins og við værum bara einar í heiminum þá stundina. Þessi stórglæsilega frænka okkar hún Svala var alla tíð svo smart kona og einhvern veginn tímalaus í aldri. Gleði hennar, bros og skemmtilega smitandi hláturinn munum við geyma við hjartarætur og minnast hennar með mikilli hlýju og virðingu. Ekki eitt augnablik verður efast um að það hefur verið vel tekið á móti þér þegar þú komst að hliði Sumarlandsins og ástvinir tekið þér opnum örmum og sýnt þér veröld þar sem allt er gott og fagurt. Engin sorgartár, aðeins gleði og ómæld hamingja elsku Svala okkar. Guð geymi þig mín kæra. Við munum örugglega hittast seinna meir og þá getum við, þessi góði hópur, tekið upp þráðinn að nýju. Við sendum fjölskyldu Svölu innilegar samúðarkveðjur og hlýtt faðmlag í sorginni. Hinsta kveðja Ég kveð þig kæra vina ég kveð þig Svala mín í faðmi drottins sefur ljúfust sálin þín. Á vængjum morgunroðans um röðulglitrað haf fer sála þín á guðs vors helga stað. Þar er engin þjáning né kvöl né sorgartár aðeins ró og friður í hverri þreyttri sál. Þér þökkum samfylgdina og minninguna um þig nú biðjum góðan guð að geyma þig. (Kolbrún Vatnsdal Sigríðardóttir) Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir. Veiga frænka er dáin. Hún var ein af uppáhaldsfrænkum mínum og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Ég hef alltaf litið upp til Veigu og hugsaði þegar ég var yngri að ég vildi verða eins og hún að svo mörgu leyti. Hún var svo full af kærleik og góðvild til allra; heið- arleg, dugleg, kát og hress. Ég dáðist einnig að því að hún stund- aði hreyfingu frá því ég man eftir henni, fór í gönguferðir eða sund daglega en á þeim árum var það ekki eins algengt og nú er. Hún var ein af átta systkinum Sigurveig Ólafsdóttir ✝ SigurveigÓlafsdóttir fæddist í Syðstu- Mörk undir Eyja- fjöllum. Hún lést 13. september 2020. Útför Sigur- veigar fór fram 25. september 2020. frá Syðstu-Mörk og sú eina sem fluttist og bjó í Reykjavík, hin bjuggu öll í sveit. Hjá Veigu og Hjalta var alltaf op- ið hús fyrir alla. Matur á borðum, nóg pláss til gisting- ar og voru ófáar næturnar sem við fjölskyldan vorum þar í mat og gist- ingu og alltaf þótti það sjálfsagt. Ef eitthvert okkar systkina- barnanna þurfti að dvelja í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma var alltaf opið hús hjá henni og naut ég oftar en ekki góðs af því. Fyrir allt þetta sem og svo margt annað sem hún kenndi mér langar mig að þakka Veigu. Sonum hennar þeim Pálma, Hauki og Ómari og þeirra fjöl- skyldum votta ég samúð mína. Sigrún. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar       við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.