Morgunblaðið - 12.10.2020, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Morgunblaðsins
Jólablað
Kemur út 26.11. 2020
Fullt af
flottu efni
fyrir alla
aldurshópa
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hristu af þér alla hræðslu og
helltu þér í það sem þig langar mest að
gera. Margir vilja leggja stein í götu þína,
en til allrar hamingju veltir þú þér ekki
upp úr því.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er eins og allt ætli að ganga
upp hjá þér í dag. Minntu þig á tilgang-
inn með lífinu. Gaumgæfðu vel allar hlið-
ar máls áður en þú lætur til skarar
skríða.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Farðu varlega í samræðum við
fólk í dag. Mundu að þú berð ábyrgð á
sjálfum þér og þínum gjörðum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Eyddu ekki tímanum í bið eftir
aðstoð annarra heldur notaðu eigin hæfi-
leika til þess að ganga frá málunum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það mun reyna verulega á þig í
dag, en þú ert tilbúin/n í slaginn og hef-
ur ráð til þess að sjá fram úr erfiðleik-
unum. Þú hefur ráð undir rifi hverju.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu ekki liðna tíð standa í vegi
fyrir framtíð þinni. Teldu í þig kjark til að
taka vel á móti ókunnugu fólki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Að gefa sér tíma til þess að stoppa
og njóta ilmsins af blómunum er þroska-
merki. Ekki láta ástandið buga þig. Þetta
líður hjá.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er rétti tíminn til þess að
byrja að leita leiða til þess að koma ein-
hvers konar andlegri slökun að í þinni
daglegu rútínu.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Notaðu tímann til þess að
rétta vinum hjálparhönd. Með elju og
ástundun eru þér allir vegir færir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Passaðu upp á það að setja
afþreyingu og skemmtun inn á verkefna-
listann. Vertu lipur og víðsýn/n á öllum
sviðum. Gáfurnar skína af þér og það fer
ekki framhjá neinum í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Félagar þínir munu sýna mjög
mikinn skilning á aðstæðum þínum. Ekki
láta í minni pokann fyrir ráðríki annarra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ástarmálin eða eitthvað sem
tengist fjármálum og eignum veldur þér
áhyggjum í dag. Mundu bara að það
kemur nýr dagur eftir þennan.
úr vannýttu hráefni, en fyrirtækið
var sett á laggirnar gagngert til að
þurrka þorskmarning til manneldis.
Það sem eftir situr eftir fyrirtækj-
areksturinn er gífurleg reynsla sem
ekki væri hægt að nálgast á skóla-
bekk.
„Full nýting aukaafurða er eitt-
hvað sem á hug minn allan enn þann
dag í dag og við erum enn að starfa að
ýmsum góðum hugmyndum,“ segir
Rúnar sem hefur starfað mikið með
dr. Sæmundi Elíassyni hjá Matís,
Háskólanum á Akureyri og Bjarna
Bjarnasyni yngri, sem hefur mikla
framleiðsluþekkingu. Það er því aldr-
ei að vita hvað framtíðin mun bera í
skauti sér.
Rúnar ákvað að venda sínu kvæði í
kross og fór að vinna hjá félags-
þjónustunni i Fjallabyggð. „Það er nú
einn happdrættisvinningurinn í lífinu.
Allt í einu var ég kominn í starf sem
R
únar Friðriksson fædd-
ist á Akureyri 12. októ-
ber 1970 og ólst þar
upp. Á unglingsaldri
dvaldi hann fimm sum-
ur hjá Oddi Gunnarssyni og Gígju
Snædal við bústörf á Dagverðareyri
og hafði þar að auki vetursetu eitt ár-
ið. „Þetta var alveg dásamlegur tími
og ég ber sterkar taugar til sveit-
arinnar út af þessum vel heppnaða
tíma á Dagverðareyri.“
Eftir skólagöngu réð Rúnar sig í
vinnu hjá Vífilfelli á Akureyri þar
sem hann var næstu 15 árin í sölu-
mennsku. „Þetta var mjög líflegt
starf og ég kynntist mörgum á þess-
um tíma, en þetta daglega sölusvæði
náði frá Húsavík til austurs og vestur
til Staðarskála.“ Árið 2000 ákvað
Rúnar að breyta aðeins til og feta í
fótspor föður síns og fara á sjóinn
með æskuvini sínum Helga Berg-
þórssyni á Guðrúnu Helgu EA. „Ég
held ég sé mesti vesalingur til sjós
sem um getur, því það er nóg fyrir
mig að labba niður á bryggju og þá
verður mér bumbult,“ segir Rúnar.
Hann þraukaði þó í tvö ár, en hann
losnaði aldrei við sjóveikina. Árið
2002 fór hann aftur að vinna hjá Víf-
ilfelli og var þar næstu fimm árin.
Rúnar er í eðli sínu frumkvöðull og
mjög hugmyndaríkur. Þar kom að
hann vildi fara að vinna í að koma
hugmyndum sínum í framkvæmd.
„Það var kannski ekki gáfulegt að
fara úr tryggu starfi yfir í algjöra
óvissu, en ég ákvað samt að slá til.“
Frá árinu 2007 og næstu tíu árin var
Rúnar með eigin rekstur og stofnaði
á þeim tíma þrjú fyrirtæki. Fyrst var
það Tyrma ehf. sem er þjónustu- og
sölufyrirtæki, einskonar heildsala
sem vann fyrir fjöldamörg fyrirtæki,
eins og Vífilfell, Rolf Johansen, Ekta-
fisk, Reykjagarð, Sóma og fleiri.
„Ég hélt eiginlega sömu vinnu
áfram, bara á eigin vegum, og fór að
safna nokkrum minni og meðal-
stórum fyrirtækjum til að selja fyrir
og það virkaði alveg ljómandi vel.“
Síðan stofnaði hann Eldfjallabrugg
sem var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til
að framleiða áfengt gos. Þriðja fyrir-
tækið, Arcticus Sea Products, tengist
ástríðu Rúnars fyrir að vinna vörur
mér finnst skipta alveg gífurlega
miklu máli. Ég er oft þakklátur þegar
ég kem heim á kvöldin, að vita að ég
hef verið til gagns þann daginn og að
fá bros frá fólki sem hefur átt erfiða
ævi er ólýsanleg tilfinning.“
Rúnar byrjaði að keppa í kraftlyft-
ingum 14 ára gamall og var formaður
Kraftlyftingafélags Akureyrar í
fjölda ára auk þess að stofna Kraft-
lyftingafélag Ólafsfjarðar þar sem
hann þjálfar enn. Síðasta mót hans
var árið 2007 þar sem hann tók 220
kg í bekkpressu og vann eitt af mörg-
um mótum og fékk heiðursviðurkenn-
ingu KRAFT fyrir ferilinn.
Rúnar segir að áhugamálin séu
eiginlega of mörg: lyftingar, skot-
veiði, jeppar og hestamennska. „Síð-
an finnst mér fátt betra en að hlusta á
góða tónlist, og get eiginlega ekki
sofnað án þess að hlusta á eitthvað
gott.“
Rúnar Friðriksson, starfsmaður Félagsþjónustunnar í Fjallabyggð – 50 ára
Hjónin Hér eru hjónin Sunna Eir og Rúnar á góðri stundu í Kálfshamarsvík á norðanverðum Skaga.
Alltaf þakklátur eftir daginn
Börnin Frá vinstri: Kamilla Sigríð-
ur, Sóley Dögg, Tinna Ósk, Þór
Adam og Sigmundur Elvar.
30 ára Leó ólst upp á
Akranesi en býr núna
í Reykjavík. Leó er
héraðsdómslögmaður
og vinnur á Juralis
lögmannsstofunni á
Suðurlandsbraut í
Reykjavík. Þegar tími
gefst hefur Leó gaman af íþróttum og
svo samveru með fjölskyldunni.
Maki: Steinunn Sveinsdóttir, f. 1992,
lögfræðingur, en er í barnsburðarleyfi
núna.
Börn: Elín Fanney, f. 2017 og tvíburarnir
Aðalheiður Eva, f. 2020 og Daði Sveinn,
f. 2020.
Foreldrar: Daði Halldórsson, f. 1959, d.
2007 og Kristrún Sigurbjörnsdóttir, f.
1961, býr á Akranesi.
Leó
Daðason
Til hamingju með daginn
Akureyri Þessar duglegu
stúlkur, Berglind Ylfa Árna-
dóttir og Kolfinna Kara Helga-
dóttir, héldu tombólu við
Krambúðina við Borgarbraut á
Akureyri og gáfu Rauða kross-
inum við Eyjafjörð afrakst-
urinn, 3.481 krónu. Við þökkum
þeim kærlega fyrir.
Tombóla
40 ára Guðbjörg Sæ-
unn ólst upp í Hafnar-
firði en býr núna í
Mosfellsbænum. Hún
er verkfræðingur og
starfar fyrir Veitur.
Helstu áhugamál Guð-
bjargar Sæunnar eru
ferðlög í sólina með fjölskyldunni. Svo
er öll fjölskyldan í mótorkross að hjóla
saman.
Maki: Valdimar Þórðarson, f. 1984, vél-
virki og vinnur sem mælingamaður hjá
Volfram.
Börn: Ólöf Sæunn, f. 2009 og Viktor
Máni, f. 2010.
Foreldrar: Ólöf Unnur Einarsdóttir, f.
1952, húsmóðir og Friðrik Óskarsson, f.
1949, leigubílstjóri. Þau búa í Reykjavík.
Guðbjörg Sæunn
Friðriksdóttir