Morgunblaðið - 12.10.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020
England hafði betur gegn Belgíu í
riðli okkar Íslendinga í Þjóðadeild
UEFA 2:1 þegar liðin mættust á Wem-
bley í gær. Er þetta fyrsta tap Belga í
14 leikjum síðan í nóvember 2018 en
þeir leika á Laugardalsvellinum á
miðvikudaginn. Romelu Lukaku kom
Belgum yfir með marki úr vítaspyrnu
en Marcus Rashford jafnaði, einnig
úr vítaspyrnu. Mason Mount skoraði
sigurmark Englendinga sem eru efstir
í riðlinum.
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í
sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
er Kristianstad undir stjórn Elísabet-
ar Gunnarsdóttur hafði betur gegn
stórliði Rosengård á útivelli, 2:1.
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan
leikinn með Rosengård en Svava Rós
Guðmundsdóttir lék ekki með Kristi-
anstad og Sif Atladóttir er í barn-
eignarfríi.
Lewis Hamilton á Mercedes sigr-
aði í Eifel-kappakstrinum í Nürburg-
ring. Var það tímamótasigur því með
honum jafnaði hann met Michaels
Schumachers sem á sínum tíma
vann 91 mót í formúlu 1-kappakstr-
inum.
Lærisveinar Heimis Hallgríms-
sonar í Al-Arabi töpuðu illa í úrslita-
leik deildabikarsins í knattspyrnu í
Katar, 4:0, gegn Al-Sadd sem er stýrt
af Xavi Hernandez, fyrrverandi
stjörnu Barcelona. Aron Einar Gunn-
arsson gat ekki leikið með vegna
landsleikjanna.
Þau tíðindi urðu á Spáni að Barce-
lona skoraði 50 mörk í deildarleik
gegn Atletíco Madríd og vann 50:24.
Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyr-
ir spænsku meistarana.
Spánverjinn Rafael Nadal náði
þeim áfanga í gær að vinna einliða-
leik á risamóti í tennis í tuttugasta
sinn. Nadal fór illa með Serbann No-
vak Djokovic í úrslitaleik Opna
franska mótsins. Nadal vann leikinn
3:0 en settin vann hann 6:0, 6:2 og
7:5.
Nadal er 34 ára gamall og fór upp að
hlið Rogers Federer með sigrinum.
Hafa þeir báðir unnið einliðaleikinn á
risamótum tuttugu sinnum en risa-
mótin á hverju ári í tennis eru fjögur
talsins. „Þetta var greinilega minn
dagur en þannig er þetta stundum í
íþróttunum. Við [Djokovic] höfum
mæst margsinnis á vellinum. Stund-
um vinnur hann og stundum vinn
ég,“ sagði Nadal við fjölmiðlamenn
að leiknum loknum.
Eitt
ogannað
ÞJÓÐADEILD
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Líkurnar á að Ísland verði í A-
deildinni í þriðju útgáfu Þjóðadeild-
ar UEFA haustið 2022 eru orðnar
sáralitlar eftir ósigur gegn Dönum á
Laugardalsvellinum í gærkvöld, 0:3.
Þegar þrjár umferðir eru búnar
af sex í riðlinum er England með sjö
stig, Belgía sex, Danmörk fjögur en
Ísland ekkert og íslenska liðið verð-
ur þar með að vinna tvo leiki af
þeim þremur sem eftir eru til að
eiga möguleika á að komast úr
neðsta sætinu og halda sæti sínu í
deildinni. Heimaleikur gegn Belgum
á miðvikudag og útileikir við Dani
og Englendinga, það er dagskráin
sem eftir er í keppninni. Stigin
verða ekkert tínd af trjánum gegn
þessum andstæðingum.
Hvernig sem á því stendur hefur
íslenska liðið sjaldnast sýnt sitt
rétta andlit í Þjóðadeildarleikjunum
á meðan frammistaðan hefur verið
mun betri í þeim leikjum sem til-
heyra EM og HM. Má vera að hug-
arfarið ráði einhverju þar um, þessi
keppni hefur vissulega ekki sama
vægi og stóru mótin, en svo sann-
arlega eru allir leikir í A-deild
Þjóðadeildar gegn liðum sem teljast
til þeirra bestu í Evrópu. Og það að
tilheyra þeim hópi hefur heldur bet-
ur komið íslenska landsliðinu til
góða.
En ef hægt er að velja um hvar
slæmu leikirnir koma þá er skásti
kosturinn að það sé í þessari keppni
sem leysti vináttulandsleikina af
hólmi.
Danmörk og Ísland voru bæði án
sigurs fyrir leikinn í gærkvöld og
það segir sitt um styrkleika keppn-
innar. Danska liðið er í fremstu röð í
Evrópu og tryggði sér rétt til að
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mótmæli Aron, Birkir, Gylfi og Jón Daði viðra skoðanir sínar á ákvörðun Pandzic dómara í Laugardalnum í gær. Rúnar Már er lengst til vinstri.
leika á EM strax í undankeppninni
en hafði ekki skorað í tveimur og
hálfum leik í keppninni þar til það
fékk nánast gefins mark frá sænsku
dómurunum á síðustu andartökum
fyrri hálfleiksins.
Nú vantaði græjurnar
Myndbandadómgæsla var til
staðar á umspilsleiknum gegn Rúm-
eníu á fimmtudagskvöldið og græj-
urnar frá UEFA hefðu betur verið
skildar eftir í nokkra daga í viðbót.
Þá hefði staðan væntanlega verið
0:0 í hálfleik og allt annar leikur
verið uppi á teningunum.
Í staðinn tók sænskur aðstoðar-
dómari þá ákvörðun að dæma mark
á líkum. Fyrir vikið fóru Danir með
1:0 forskot inn í hléið og Christian
Eriksen skoraði svo úr skyndisókn
eftir 50 sekúndur í seinni hálfleik,
eftir að Ísland fékk innkast við
danska vítateiginn. Þessar tvær
mínútur fyrir og eftir hlé réðu úr-
slitum og drápu niður alla spennu.
Þetta danska lið var aldrei líklegt til
að missa niður tveggja marka for-
skot.
Niðurstaðan varð síðan of stórt
tap. Danir réðu vissulega ferðinni
stóran hluta leiksins en íslenska lið-
ið fékk sín færi og liðin áttu álíka
mörg skot sem hittu á mark í leikn-
um. Kasper Schmeichel hafði t.d.
þurft að verja þrisvar í fyrri hálf-
leiknum en Hannes Þór Halldórsson
einu sinni áður en danska liðið
komst yfir.
Ljósustu punktarnir í leiknum
eru frammistaða Guðlaugs Victors
Pálssonar, sem festir sig enn betur í
sessi með hverjum leik, og varn-
arleikur Sverris Inga Ingasonar
sem fer langt með að fylla skarð
Kára Árnasonar, og gæti þurft
að gera það í stóra leiknum gegn
Ungverjum. Sem er að sjálfsögðu
sá leikur sem öllu máli skiptir.
Danir fengu góða hjálp
Náðu undirtökunum gegn Íslandi með vafasömu marki Möguleikar Íslands
á að halda sér í A-deildinni nánast úr sögunni eftir 0:3 ósigur gegn Dönum
„Alltaf svekkjandi að tapa auðvit-
að,“ sagði hnugginn Erik Hamrén,
landsliðsþjálfari Íslands, á blaða-
mannafundi eftir 0:3-tap Íslands
gegn Danmörku í Þjóðadeild karla í
knattspyrnu í gærkvöldi. Danir
komust yfir undir blálok fyrri hálf-
leiks og bættu við tveimur mörkum
í seinni hálfleik.
„Við áttum von á að Danir yrðu
meira með boltann en við vörðumst
vel í fyrri hálfleik og við fengum
bestu færin. Þeirra fyrsta skot kom
eftir hálftíma leik. Fyrsta markið
breytti leiknum. Við töluðum sam-
an í hálfleik og reyndum en svo
gerum við mistök og þeir skora
annað markið. Eftir það var þetta
erfitt. Þeir spiluðu á miðvikudag og
hvíldu mikið á meðan við spiluðum
á fimmtudag og notuðum okkar
besta lið.“
Alfreð Finnbogason fór meiddur
af velli strax á tíundu mínútu, Aron
Einar Gunnarsson í hálfleik og
Ragnar Sigurðsson í seinni hálfleik.
„Það var lærið á Alfreð og Aroni
og við vildum ekki taka neina sénsa
með það. Ragnar fór líka út af og
leikurinn á fimmtudag sat í mönn-
um. Þeir spila ekki á móti Belgum.“
Þá var Jóhann Berg Guðmundsson
ónotaður varamaður í gær en Sví-
inn sagði að hann hefði verið tæpur
fyrir leikinn.
Þá var Hamrén að vonum ósáttur
með fyrsta mark Dana, enda virtist
boltinn ekki hafa farið yfir marklín-
una. „Ég held að boltinn hafi ekki
verið inni. Ég skil ekki hvernig
línuvörðurinn sá þetta. Ég er ekki
ánægður með þessa ákvörðun,“
sagði Svíinn svekktur með ákvörð-
un landa síns.
Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðv-
arsson, sem kom inn á sem vara-
maður snemma leiks, segir íslenska
liðið einfaldlega hafa haft úr litlu
að moða. „Þetta var erfitt eftir að
þeir skoruðu annað markið og þá
þurftum við að pressa þá meira.
Það var ójafnvægi hjá okkur eftir
þetta annað mark og úr litlu að
moða,“ sagði Selfyssingurinn á
blaðamannafundinum.
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálf-
ari Dana, var að vonum hæst-
ánægður í leikslok. „Við stjórn-
uðum leiknum, sóttum og vorum
mikið með boltann. Þetta er frábær
sigur gegn liði sem ég ber gríðar-
lega mikla virðingu fyrir,“ sagði
hann á blaðamannafundinum í
Laugardalnum í gær.
Held að boltinn hafi ekki verið inni
ÍSLAND – DANMÖRK 0:3
0:1 Sjálfsmark 45.
0:2 Christian Eriksen 46.
0:3 Robert Skov 61.
M
Guðlaugur Victor Pálsson
Birkir Bjarnason
Sverrir Ingi Ingason
Dómari: Bojan Pandzic, Svíþjóð.
Áhorfendur: 60.
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyr-
irliði lék sinn 89. landsleik og jafnaði
Hermann Hreiðarsson í 4.-5. sæti yfir
leikjahæstu landsliðsmenn Íslands frá
upphafi.
Birkir Bjarnason lék sinn 88. lands-
leik og jafnaði Eið Smára Guðjohnsen í
6.-7. sætinu yfir þá leikjahæstu.
Alfreð Finnbogason þurfti að fara af
velli á 11. mínútu. Hann komst inní
sendingu á Schmeichel markvörð, sem
varði frá honum úr þröngu færi en Al-
freð kenndi sér meins aftan í læri. Þar
með er ljóst að Alfreð spilar ekki gegn
Belgum á miðvikudagskvöldið.
Danir hafa nú unnið 20 af 24 lands-
leikjum sínum gegn Íslendingum frá því
þjóðirnar mættust fyrst árið 1946. Jafn-
teflin eru fjögur og Ísland þarf að bíða
enn um sinn, a.m.k. þar til í nóvember,
eftir fyrsta sigrinum.
Ísland mætir Belgíu á Laugardals-
vellinum á miðvikudagskvöldið. Tveir
síðustu leikirnir eru síðan á útivöllum
gegn Danmörku og Englandi 15. og 18.
nóvember. Þeir leikir koma í kjölfarið á
úrslitaleik umspilsins gegn Ungverjum
sem fram fer í Búdapest 12. nóvember.
Spánn
Gipuzkoa – Zaragoza.......................... 70:67
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig
og tók 6 fráköst.
Valencia – Unicaja Málaga................. 66:71
Martin Hermannsson skoraði 5 stig, tók
2 fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Manresa – Andorra ............................. 64:69
Haukur Helgi Pálsson lék ekki með
vegna meiðsla.
Litháen
Rytas – Siaulai ................................... 107:80
Elvar Már Friðriksson skoraði 14 stig,
gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst.