Morgunblaðið - 12.10.2020, Side 29

Morgunblaðið - 12.10.2020, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Agnes * The Secret : Dare to Dream * Unhinged * A Hidden Life SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% HEIMSFRUMSÝNING FORSÝNINGAR UM HELINGA SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. AF LISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Lárus Blöndal Guðjónsson,betur þekktur sem Lallitöframaður, hefur á síðustu árum glatt landsmenn með töfra- brögðum sínum meðal annars á hinum ýmsu árshátíðum og í sjón- varpi allra landsmanna. Hann hef- ur því fyrir löngu sýnt það og sannað að hann á auðvelt með að skemmta áhorfendum og halda athygli fólks á ólíkum aldri með ótrúlegum brögðum sínum. Sú reynsla nýtist honum afar vel í ein- leiknum Lalli og töframaðurinn sem hann skrifaði í samvinnu við Ara Frey Ísfeld Óskarsson sem leikstýrir meðhöfundi sínum á svið- inu í Tjarnarbíói þar sem leikurinn var frumsýndur fyrir skemmstu. Líkt og titill verksins gefur til kynna eru Lalli og töframaðurinn tveir aðskildir menn, en Lárus Blöndal Guðjónsson túlkar þá báða á sviðinu í um klukkustundarlangri sýningu. Í fyrri hluta sýning- arinnar kynnumst við hinum frem- ur feimna Lalla sem mættur er í leikhúsið til að taka til á sviðinu og undirbúa sýningu töframannsins. Þegar sviðið er tilbúið hverfur Lalli og í stað hans birtist töfra- maðurinn og sýnir listir sínar, en að töfrasýningu lokinni snýr Lalli aftur í stuttri lokasenu. Lárus ger- ir skýran greinarmun á persónun- um tveimur, þar sem Lalli er frek- ar feiminn við áhorfendur meðan töframaðurinn er sjálfsöryggið uppmálað og nær einstaklega góðri tengingu við salinn. Hins vegar hefði mátt skerpa betur á því í handriti að um tvo ólíka menn væri að ræða, því það kom í raun ekki skýrt fram í textanum fyrr en und- ir lok sýningar. Skýrari aðgreining persónanna tveggja hefði líka auk- ið gamanið þegar hinum ofur- venjulega Lalla tekst óvart að galdra með töfraskóm afa síns, hef- ur áhrif á hitastig leikhússins með tónlistarflutningi sínum og bregður á leik með grænu ljósi bæði sjálf- um sér og áhorfendum til undr- unar. Hápunktur fyrri hlutans var samt tvímælalaust bráðskemmti- legt búktalsatriði Lalla þegar hann á í mestu vandræðum með sokkinn sinn sem virðist lifa sjálfstæðu lífi og lítur á sig sem stórleikara sem er þess umkominn að gagnrýna Lalla fyrir lélegt búktal. Vel var að mestu unnið með tiltekt Lalla á sviðinu, sem var skemmtilega klaufalegur. Klaufagangurinn var þó aðeins of ýktur sem dró að nokkru úr trúverðugleika persón- unnar í annars einlægum vand- ræðagangi hennar. Hátt orkustig fór töframann- inum vel og nýttist með góðum hætti í atriðum hans í seinni hluta sýningarinnar. Töframaðurinn náði góðri tengingu við áhorfendur, ekki síst þá sem voru í yngri kant- inum og áhugavert var að upplifa hversu skemmtilegur þeim fannst hann þrátt fyrir að hann væri ekki að tala til þeirra með sykurhúðaðri röddu. Sum töfrabragðanna voru kunn- ugleg frá árshátíðum frá fyrri tíð þar sem Lalli töframaður hefur skemmt, en það kom ekkert að sök enda bráðskemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum krakkanna meðal áhorfenda sem sátu á dýnum fremst og kepptust um að fá að að- stoða töframanninn við galdrana. Undirrituð naut þess eins og barn að fá að undrast og gleðjast yfir öðrum göldrum töframannsins sem engin leið var að skilja hvernig virkuðu. En í því felast jú töfrarn- ir. Eftir stendur að Lalli og töfra- maðurinn er prýðileg fjöl- skyldusýning sem óhætt er að mæla með fyrir alla þá sem langar að láta gleðja sig með töfrandi hætti. Töfri, töfri, töfri »Eftir stendur aðLalli og töframað- urinn er prýðileg fjöl- skyldusýning sem óhætt er að mæla með fyrir alla þá sem langar að láta gleðja sig með töfrandi hætti. Búktalsatriði Lárus Blöndal Guðjónsson, betur þekktur sem Lalli töframaður, fer í sýningunni Lalli og töframað- urinn á kostum í búktalsatriði þar sem hann glímir við sokk með stjörnustæla. Sýningar fara fram í Tjarnarbíói. Áhugaverð þróun hefur átt sér stað í bíómenningu Breta síðustu vikur og mánuði, að því er greint er frá í dag- blaðinu The Guardian. Mörg sjálf- stæð kvikmyndahús sem sýna list- rænar kvikmyndir, gamlar sem nýjar og myndir sem eru alla jafna ódýrari í framleiðslu en þær sem stóru kvik- myndaverin í Hollywood framleiða, segja aðsókn hafa verið jafna í kófinu og jafnvel uppselt á sýningar. Bíó- keðjurnar sem treysta á dýrari gerð kvikmynda á borð við ofurhetju- myndir hafa hins vegar barist í bökk- um þar sem engar nýjar kvikmyndir hafa borist þeim til sýninga, að Tenet undanskilinni. Hefur Cineworld, önn- ur umfangsmesta bíókeðja heims, þurft að loka kvikmyndahúsum sín- um og önnur bíó að fækka sýningum. Eitt hinna listrænu bíóa sem fólk hefur sótt í kófinu er HOME í Man- chester og segir dagskrárstjóri þess, Jason Wood, í samtali við Guardian að vissulega hafi kófið komið niður á rekstri kvikmyndahúsa. Hið jákvæða í stöðunni sé sú athygli sem listrænni kvikmyndir hafi fengið og bíóáskrif- endum hafi fjölgað hjá HOME á með- an bíóið var lokað í samkomubanninu í Bretlandi. Fleiri sjálfstæð bíó hafa svipaða sögu að segja, m.a. Waters- hed í Bristol og Queen’s-bíóið í Bel- fast en hafa ber þó í huga takmark- aðan sætafjölda. Ekki eru þó öll sjálfstæðu bíóin í góðum málum, fyrirtækið WTW sem gerir út fjögur bíó hefur biðlað til fólks að styrkja starfsemina og gefa listrænni mynd- um tækifæri. Hatrið Aðsókn að endurbættri út- gáfu La Haine hefur verið góð í bíóinu Home í Manchester. Sjálfstæðum bíóhúsum gengur betur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.