Morgunblaðið - 13.10.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 13.10.2020, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  241. tölublað  108. árgangur  SJÁ HÆKKANDI ALDUR Í SPAUGI- LEGU LJÓSI ÓTRÚLEGUR ÍÞRÓTTA- FERILL SAUTJÁNDI NBA-MEIST- ARATITILLINN KRISTINN 70 ÁRA 24 STÓRSIGUR 26MIÐALDRA 38 Margir þeirra sem lögðu leið sína í Kringluna í gær báru and- litsgrímur en Kringlan mælist til þess að fólk beri andlits- grímur í verslunum verslunarmiðstöðvarinnar. Í reglugerð heilbrigðisráðherra vegna útbreiðslu kórónuveirusmita á höf- uðborgarsvæðinu eru viðskiptavinir ákveðinna verslana skyldaðir til að bera andlitsgrímur. Slík grímuskylda er ein- ungis í verslunum þar sem ekki er hægt að tryggja að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vakti athygli á því í vikulegum pistli sínum í gær að andlitsgrímur sæjust víða úti í náttúrunni. Forsetinn hvatti fólk til að henda andlitsgrímum í ruslið að notkun lokinni en huga að smitvörnum sínum. »4 Gestir Kringlunnar grímuklæddir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar benda til að bráðakomur á spítala vegna hjartasjúkdóma, sérstaklega vegna gáttatifs, gátta- flökts og annarra hjartsláttartruflana, tengist skammtímahækkun á styrk köfn- unarefnisdíoxíðs (NO2). Skoðuð voru ýmis mengandi efni sem berast frá umferð. Sterkasta sambandið fannst milli aukins styrks köfnunarefnisdíoxíðs og koma á spítala vegna gáttatifs og gáttaflökts hjá konum yngri en 70 ára. »10 Tengsl mengunar og hjartsláttartruflana  Tímabundnar fjarvistir starfs- manna frá vinnu hafa aukst mikið á tímum veirufaraldursins í löndum Evrópu. Á öðrum ársfjórðungi fjölgaði einstaklingum í löndum ESB um 18,6 milljónir sem ekki voru við störf um tíma þó þeir héldu ráðningarsambandinu og teljast ekki meðal atvinnulausra. Tímabundnar uppsagnir voru helsta ástæða fjarvistanna. Á Ís- landi fjölgaði einnig í þessum hópi en hlutfall hans af fjölda starfandi fólks var þó mun lægra en í öðrum Evrópulöndum. »10 Fleiri tímabundið frá vinnu en áður Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að bruni sem upp kom í húsbíl í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld, þar sem einn lést, sýni mikilvægi þess að úrbætur séu gerðar á neyðarsím- svörun hér á landi. Hún segist hafa óskað eftir því fyrir nokkrum mán- uðum að neyðarsímsvörunarkerfi Neyðarlínunnar yrði samræmdara. Í gær skapaðist tilefni til að kanna hversu langt sú vinna væri komin svo að hægt verði að koma í veg fyrir að atvik líkt og í Grafningi endurtaki sig. Prufukeyrsla á nýju kerfi hefst í lok vikunnar að sögn Áslaugar. Á föstudagskvöld barst Neyðar- línunni tilkynning um að eldur hefði komið upp í húsbíl og mat Neyð- arlínan það svo að gera þyrfti lög- reglunni á Suðurlandi viðvart. Sím- tal þess sem tilkynnti Neyðarlínu um eldsvoðann var því fært til lög- reglunnar á Suðurlandi en þar hringdi út eftir að sá sem tilkynnti málið hafði beðið í tæpa mínútu á línunni. Áslaug Arna segir að koma megi í veg fyrir að svona gerist með því að samræma neyðarsímsvörun, svo að ekki þurfi að tilkynna vá á borð við eldsvoða til tveggja mis- munandi aðila. Vinna við úrbætur hafin „Fyrir nokkru fór ég fram á að neyðarsímsvörunarkerfi Neyðarlín- unnar yrði samræmt með þeim hætti að ekki þyrfti að tilkynna sama málið til tveggja mismunandi aðila. Það sem gerðist núna á föstu- dag styður mikilvægi þessara breyt- inga sem eru að koma til fram- kvæmda,“ segir Áslaug í samtali við Morgunblaðið. Hún segir jafnframt að neyðar- símsvörun eigi ekki að vera með þeim hætti að svona lagað geti kom- ið fyrir. Með þeirri vinnu sem hún hefur nú þegar hrundið í fram- kvæmd segir hún að megi fyrir- byggja að atvik sem þetta endurtaki sig. „Ég tel að ef neyðarsímsvörun verði samræmd þá eigi álíka atvik og upp kom á föstudagskvöld ekki að henda aftur,“ segir Áslaug. Tveir eða þrír hundar mannsins voru í húsbílnum sem brann og fundust leifar þeirra í bílnum, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögreglu- þjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og að verðmætar upp- lýsingar hafi fengist frá almenningi sem nota megi til þess að tímasetja brunann nákvæmlega. Nýtt neyðarlínu- kerfi prufukeyrt  Samræmd símsvörun komi í veg fyrir atvik eins og brunann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Oddur Árnason MÖll atburðarásin er í rannsókn »2 Ríkið gerir kröfu um að 45 svæði á norðanverðum Vestfjörðum, í Ísa- fjarðarsýslum, verði úrskurðuð þjóðlendur. Þar undir falla meðal annars hin bröttu fjöll Vestfjarða og hálend svæði, Drangajökull og stór svæði í Hornstrandafriðlandi. Óbyggðanefnd áætlar að úrskurða um þjóðlendur í Barðastrandar- sýslum fyrir lok árs og á næsta ári í Ísafjarðarsýslum. Þá eru eftir tvö svæði á landinu. Áætlað er að taka Austfirði fyrir í lok þessa árs og svæði 12 sem eru eyjar og sker við landið á næsta ári. Eftir að síðasti úrskurður hefur verið kveðinn upp verður hægt að ljúka störfum óbyggðanefndar árið 2024. »14 Ljósmynd/Þráinn Hafsteinsson Vestfirðir Ríkið gerir sínar kröfur. Kröfur um 45 svæði  Starfi óbyggða- nefndar lýkur senn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.