Morgunblaðið - 13.10.2020, Page 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020
Hi-Viz húfa með
Bluetooth og ljósi
Fjölgað hefur í
bakvarðasveit
heilbrigðisþjón-
ustunnar síðustu
daga og um miðj-
an dag í gær
höfðu um þrjú
hundruð manns
lýst sig tilbúin til
að leggja hönd á
plóg í baráttunni
við kórónuveiruna. Bakvarðasveitin
var endurvakin í síðasta mánuði
þegar smitum tók að fjölga á ný og
að undanförnu hefur þörfin á fleiri
höndum aukist.
„Það hefur mest vantað hjúkr-
unarfræðinga,“ sagði Alma Möller
landlæknir á upplýsingafundi al-
mannavarna í gær. Þakkaði hún for-
manni Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga ákall til sinna
félagsmanna, það ákall hefði borið
árangur og nú væru 55 hjúkrunar-
fræðingar skráðir.
Á listanum yfir þá sem boðið hafa
fram krafta sína er mest af hjúkr-
unarfræðingum og sjúkraliðum en
einnig mikið af læknum og sjúkra-
flutningamönnum. Aðeins lítill hluti
hefur áður komið til starfa sem bak-
verðir. Flestir vilja leggja sitt af
mörkum á heilsugæslustöðvum á
höfuðborgarsvæðinu og á Landspít-
ala. Þá er algengast að bakverðir
vilji vera kallaðir inn í tímavinnu.
Fæstir eru að leita sér að fullu starfi.
hdm@mbl.is
7 heilbrigðis-gagnafræðingar
17 lyfja-fræðingar
og 6 lyfjatæknar
Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar
297 einstaklingar eru skráðir í bakvarðasveitina Þar af hefur 31komið til starfa áður sem bakvörður
55 hjúkrunar-fræðingar
35 læknar
63 sjúkraliðar
10 lífeinda-fræðingar
3 náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu
3 sjúkraþjálfarar,
2 ljósmæður og
1 tannlæknir 12 geisla-fræðingar
Störf sem fólk getur helst sinnt og stofnanir sem það vill vinna á
Heilsugæsla höfuðborgarsv.
Heilbrigðisst. á landsbyggðinni
Landspítali
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sama hvar er
144
89
190
25
67
Sjúklingar með
COVID-19
Klínískt starf
Símsvörun/fjarþjónusta
Smitrakning
Önnur nauðsynleg þjónusta
S J Ú K R A B Í L L
40 sjúkrafl utn-ingamenn
Um 300 manns í
bakvarðasveitinni
Skortur var á hjúkrunarfræðingum
Alma Möller
Jóhann Ólafsson
Ragnhildur Þrastardóttir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
telur að næstu dagar og næsta vika
muni skera úr um árangur hertra
aðgerða innanlands vegna Covid-19.
Aðgerðirnar tóku gildi fyrir um
viku.
Þetta kom fram í máli Þórólfs á
upplýsingafundi almannavarna í
gær.
„Ég held að það sé allt of fljótt að
fara að hrósa einhverju happi,
þannig að við þurfum að halda
áfram að standa okkur í þeim að-
gerðum sem eru í gangi.“
Þórólfur segir að umræða um
nauðsyn þess að grípa til harðra að-
gerða vegna kórónuveirufaraldurs-
ins sé góð en þeir sem gagnrýni að-
gerðirnar þurfi að líta til þess sem
kynni að gerast ef við slepptum
veirunni lausri og gerðum sem
minnst til að hefta útbreiðslu henn-
ar hér innanlands.
Hann segir þó ljóst að aðgerð-
irnar kunni að hafa í för með sér
ýmsar afleiðingar. 1-2% þjóðarinnar
hafa sýkst af Covid-19, að sögn Þór-
ólfs.
„Ef við fengjum útbreiðslu innan-
lands þar sem 10 prósent af þjóð-
inni myndu veikjast, og það gæti
gerst hæglega á nokkrum vikum,
4-6 vikum, þá gætum við séð, í ljósi
þeirrar reynslu sem við fengum síð-
astliðinn vetur og í sumar, um 36
þúsund manns veika,“ sagði Þór-
ólfur.
Allt að 200 gætu fallið frá
Alls þyrftu þá 1.200 til 2.300
manns að leggjast inn á sjúkrahús,
110-600 þyrftu pláss á gjörgæslu.
Allt að 200 gætu látist miðað við
reynsluna hér á landi hingað til.
Þórólfur sagði því að töluvert lítið
útbreiddur faraldur myndi þannig
valda það miklu álagi á heilbrigð-
iskerfið að það myndi bitna á öðrum
sjúklingum. Það verður, að hans
mati, að taka þetta með í jöfnuna
þegar hertar aðgerðir eru gagn-
rýndar.
Enn fremur sagði Þórólfur að ef
mikið yrði slakað á aðgerðum yrði
faraldurinn töluvert útbreiddari en
áðurnefnd 10%. Til að mynda þyrftu
60% landsmanna að smitast til að
ná margumræddu hjarðónæmi.
Þórólfur sagði að svo mörg smit á
stuttum tíma myndu hafa alvarleg-
ar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerf-
ið.
„Við þurfum að standa saman um
allar aðgerðirnar því samstaðan er
besta sóttvarnaaðgerðin,“ sagði
Þórólfur.
Alvarlegar afleiðingar án aðgerða
36 þúsund gætu veikst án aðgerða, að sögn sóttvarnalæknis Slíkt myndi þýða mun fleiri sjúkrahús-
innlagnir og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið Telur umræðu um aðgerðir þó af hinu góða
Ljósmynd/Almannavarnir
Fjarfundur Upplýsingafundur almannavarna var í fyrsta sinn haldinn á
fjarfundaformi í gær en blaðamenn voru viðstaddir fundinn rafrænt.
Alls greindust 50 kórónuveirusmit
innanlands á sunnudag. 33 hinna
smituðu voru í sóttkví þegar þeir
greindust. 1.503 sýni voru tekin á
sunnudag en það eru mun færri
sýni en tekin voru dagana á undan
þegar talsvert fleiri smit greindust.
23 eru nú á sjúkrahúsi, þar af þrír á
gjörgæslu. Af þeim eru tveir í önd-
unarvél.
Samtals eru 1.022 í einangrun
veikir af Covid-19.
Nýgengi innanlandssmita er nú
240,3 á hverja á 100.000 íbúa síð-
ustu tvær vikurnar.
Alls eru 4.296 í sóttkví og 1.740 í
skimunarsóttkví.
Flest smit eru í aldurshópnum
18-29 ára eða 307 talsins. Fæst smit
eru í aldurshópnum 90 ára og eldri
eða fjögur talsins. Smit eru í öllum
landshlutum. Flest smitin eru á höf-
uðborgarsvæðinu eða 880. Næst-
flest smit eru á Suðurlandi eða 52.
Fæst smit eru á Austurlandi eða
eitt.
Kórónuveirusmit á Íslandi
Staðfest smit frá 30. júní
3.582 staðfest smit
Heimild: covid.is
Nýgengi innanlands 11. október:
240,3 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
23 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu
50 ný inn an lands smit greindust 11. október
310.144 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
158.273
sýni, samtals í skimun 1 og 2
1.740 einstaklingar eru í skimunarsóttkví
100
80
60
40
20
0
99
75
16
4.296 einstaklingar eru í sóttkví
1.022 eru með virkt smit og í einangrun
júlí ágúst september október
Fjöldi smita
innanlands
Fjöldi smita á
landamærum
50 ný smit innanlands