Morgunblaðið - 13.10.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020
Liverpool-borg á hæsta stig
Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á Englandi á morgun Tæp 14.000 tilfelli
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands,
kynnti í gær nýjar og hertar sóttvarnaaðgerðir
sem taka eiga gildi á Englandi á morgun. Verður
landinu skipt upp í þrjú viðvörunarstig, miðlungs,
hátt og mjög hátt, en aðgerðunum er ætlað að
koma böndum á stóraukna fjölgun tilfella kórónu-
veirunnar, en 13.972 ný tilfelli greindust á sunnu-
daginn.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar ná bara til Eng-
lands, en heimastjórnirnar í Wales, á Norður-Ír-
landi og í Skotlandi hafa allar sett á hertar aðgerð-
ir vegna faraldursins að undanförnu.
Fyrst um sinn verður Liverpool-borg á allra
hæsta viðvörunarstigi, sem þýðir að öllum krám,
veðmálastofum, líkamsræktarstöðvum og spilavít-
um verður lokað næstu daga. Þá verður óheimilt
fyrir fólk sem býr ekki saman að hittast innandyra
og í görðum í einkaeigu. 1,5 milljónir manns búa í
Liverpool.
Núgildandi takmarkanir verða áfram í gildi víð-
ast hvar í Englandi, en nú eru samkomur fleiri en
sex manns bannaðar um allt land. Þar sem hátt
viðvörunarstig tekur gildi eru sömuleiðis tak-
markanir á mannamót fólks sem deilir ekki íbúð.
Johnson sagði í ræðu sinni í neðri deild breska
þingsins að verslanir, skólar og háskólar fengu
áfram að hafa opið þrátt fyrir takmarkanirnar.
„Svona viljum við ekki lifa lífinu, en þetta er hið
þrönga einstigi sem við þurfum að feta milli þess
samfélagslega og efnahagslega áfalls sem myndi
fylgja fullu útgöngubanni, og svo hinum gríðar-
mikla kostnaði í mannslífum og reyndar líka í hag-
kerfinu sem fylgir hömlulausum faraldri,“ sagði
Johnson í ræðu sinni. Útilokaði hann að aftur yrði
gripið til sömu aðgerða og í vor.
Umdeildar innan Íhaldsflokksins
Þá hét forsætisráðherrann því að um einum
milljarði sterlingspunda yrði veitt í fjárhagsaðstoð
fyrir sveitarfélög á Englandi til þess að stemma
stigu við þeim kostnaði sem hlotist hefði af far-
aldrinum, sem og við skimun og sóttrakningu.
Aðgerðir Johnsons þykja umdeildar innan
Íhaldsflokksins, en þar greinir þingmenn á um til
hvaða aðgerða eigi að grípa. Þá hafa aðgerðir rík-
isstjórnarinnar þótt óljósar og ruglingslegar.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins,
viðraði sömuleiðis efasemdir sínar í gær, og sagð-
ist óttast að Johnson og ríkisstjórnin væru alltaf
nokkrum skrefum á eftir faraldrinum. Þá væri
vafamál hvort aðgerðirnar nú dygðu.
AFP
Bann Þessir kráargestir í Liverpool hlýddu á
ávarp Johnsons í gær, en krám verður lokað þar.
Rússnesk stjórnvöld hvöttu í gær
Armena og Asera til þess að hlíta
þegar í stað skilmálum vopnahlés,
sem samþykkt var í Moskvu á laug-
ardaginn, og hætta átökum sínum í
Nagornó-Karabak-héraði. Vopna-
hléið hefur hins vegar ekki náð að
halda, og hafa Armenar og Aserar
sakað hvorir aðra um að rjúfa skil-
mála þess.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði í gær að Rússar
væntu þess að báðar þjóðir myndu
sjá til þess að vopnahléinu yrði sinnt.
Sagðist Lavrov jafnframt trúa því að
sú vinna sem fór í að fá vopnahléið
samþykkti myndi ekki fara til spillis,
og að hægt yrði að leysa deilurnar á
skömmum tíma.
Tyrkir þrýsta á Rússa
Josep Borrell, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, sagði um
helgina að hann hefði áhyggjur af
þeim tíðindum að árásum hefði ekki
verið hætt þrátt fyrir vopnahléið, en
báðar þjóðir saka hina um að hafa
ráðist að óbreyttum borgurum.
Tyrkir, sem eru helstu banda-
menn Asera, hafa lýst yfir stuðningi
sínum við vopnahléið, en Hulusi Ak-
ar, varnamálaráðherra Tyrklands,
skoraði í gær á Rússa á að þrýsta á
Armena um að þeir dragi sig frá Na-
gornó-Karabak-héraði fyrir fullt og
allt. Sagði Akar í símtali við Sergei
Shoigu, varnarmálaráðherra Rúss-
lands, að Aserar myndu ekki bíða í
30 ár í viðbót eftir því að endur-
heimta sín eigin yfirráðasvæði.
Rússar eru með herstöð í Armeníu
og ríkin tvö eru saman í hernaðar-
bandalagi fyrrum Sovétlýðvelda.
Rússnesk stjórnvöld hafa hins vegar
ekki viljað styðja Armena og kröfur
þeirra um yfirráð yfir Nagornó-Kar-
abak.
Virða ekki vopnahléið
Rússar hvetja
báðar þjóðir til að
leggja niður vopn
AFP
Nagornó-Karabak Ósprungið flug-
skeyti á akri í nágrenni Stepan-
akert, höfuðborgar héraðsins.
Vitnaleiðslur hóf-
ust í gær fyrir
dómsmálanefnd
öldungadeildar
Bandaríkjaþings
um hæfi Amy
Coney Barrett til
þess að sitja sem
dómari í Hæsta-
rétti Bandaríkj-
anna. Áætlað er
að vitnaleiðsl-
unum ljúki á fimmtudaginn, en þær
eru undanfari þess að deildin í heild
sinni geti greitt atkvæði með eða á
móti skipun Barrett.
Lindsey Graham, formaður
nefndarinnar, sagðist hlakka til
næstu daga og vonast til að banda-
ríska þjóðin myndi fræðast meira
um dómaraferil Barrett. Þá hrósaði
hann Ruth Bader Ginsburg, sem lést
í síðasta mánuði, og sagði að sæti
hennar yrði „fyllt af annarri frá-
bærri konu“.
Dianne Feinstein, leiðtogi demó-
krata í nefndinni, sagði hins vegar að
ekki ætti að halda áfram með málið,
þar sem skammt væri til kjördags,
en Graham og aðrir repúblikanar
vildu bíða með útnefningu Baracks
Obama árið 2016, þar til ljóst væri
hvor flokkurinn hefði hreppt Hvíta
húsið. Einungis tveir af 53 þing-
mönnum repúblikana hafa lýst sig
andvíga því að fjallað sé um mál
hennar, og er því talið líklegt að
Barrett verði skipuð hæstaréttar-
dómari í lok þessa mánaðar.
Útnefning
Barrett
tekin fyrir
Amy Coney
Barrett
Vitnaleiðslum lýk-
ur á fimmtudaginn
Utanríkis-
ráðherrar Evr-
ópusambandsins
sammæltust í
gær um að setja
viðskiptaþving-
anir á nokkra
rússneska emb-
ættismenn vegna
eitrunarmáls
Alexei Navalní,
en Frakkar og
Þjóðverjar hafa sakað rússnesk
stjórnvöld um að bera ábyrgð á því.
Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands, fagnaði samþykktinni
og sagði hana skýrt merki um sam-
stöðu sambandsríkjanna, en ekki
var ljóst hversu margir eða hvaða
stofnanir myndu verða fyrir refsi-
aðgerðunum.
Samþykkja refsiað-
gerðir vegna Navalní
RÚSSLAND
Alexei
Navalní
Kínversk stjórnvöld hyggjast skima allar 9,4
milljónir íbúa hafnarborgarinnar Qingdao fyrir
kórónuveirunni eftir að sex tilfelli greindust á
sunnudaginn. Stefnt er að því að skimuninni
verði lokið á föstudaginn, en þegar var búið að
skima rúmlega 140.000 manns í gær.
Seinni bylgja kórónuveirunnar hefur haft lítil
áhrif á Kínverja og gripu margir þeirra tækifær-
ið í síðustu viku til þess að ferðast innanlands.
Rúmar níu milljónir í skimun eftir sex tilfelli
AFP
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum