Morgunblaðið - 13.10.2020, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Samanburð-arfræðintaka til alls
sem hugsanlegt er
og stundum til ein-
hvers sem nær
ekki því máli. Það
gildir einnig um
kórónuveiruna og hvernig hana
ber að í einstökum löndum. Þau
lönd sem stóðu sig illa í að lesa
smit úr fólki með einkenni eða
því sem hefði sannarlega um-
gengist fólk með staðfest smit
fengu lengi vel stjörnu í kladd-
ann fyrir gott ástand!
Í gær voru birtar tölur um
ný smit í nýliðinni viku og erum
við þar í riðli með löndum Evr-
ópu. Ætla má að smitaleit sé nú
orðin áþekk að styrk í þessum
landahópi og samanburður því
marktækur.
Tölurnar sýna smit á hverja
100.000 íbúa í löndunum:
Tékkland 493,1
Belgía 402,5
Holland 364,2
Spánn 308,1
Frakkland 293,1
Bretland 253,2
Ísland 252,9
Næst á eftir okkur kom svo
Danmörk, svo segja má að við
höfum tapað fyrir þeim í gær.
bæði í þessu og fótboltanum.
Í síðarnefndu keppninni var
eitt markið og kannski það af-
drifaríkasta mjög umdeilt.
Knattspyrnufræðingar töldu
það annaðhvort ómark (bolti
ekki yfir línu),
sjálfsmark eða
mark. Dómarinn
sagði mark. Áður
gilti yfirskriftin:
Maður deilir ekki
við dómarann. Sú
er nú týnd og tröll-
um gefin. Þeir sem hlaupa um
knattspyrnuvöllinn í fjarvídd
úr sófanum heima, vopnaðir
poppi og kóki, liggja nærri
andnauð þegar leikurinn hætt-
ir í margar mínútur á efsta
spennustigi hans meðan ein-
hverjir ósýnilegir menn sitja í
kjallara í órafjarlægð og eng-
inn sést taka atburðarásina í
sínar hendur og staðfesta eða
ógilda mark af því að það mun-
aði millimetrum hvort hæll á
knattspyrnumanni á fleygiferð
væri kominn yfir ósýnilega línu
sem aðeins tölva sér. Fyrir
skömmu var leikur sem búið
var að flauta af einfaldlega
flautaður á aftur, til að láta
taka vítaspyrnu í framlengingu
sem staðið hafði í 10 mínútur!
Hvar liggja mörkin?
Íslendingar voru ekki par
hrifnir af dómgæslunni um
helgina. Tapið var þó hátíð hjá
14-2 forðum tíð. En kannski er
hægt að fá þann leik flautaðan
á aftur og sjá hvort við náum að
rétta okkar hlut. Og eins og
dómgæslan var núna mætti
ætla að einhver smit hafi verið
vantalin hjá Dönum og réttast
að hækka þá upp fyrir okkur.
Tölvutækt réttlæti í
knattspyrnu er
ótækt og felur í sér
spennufall í leik sem
snýst um spennu}
Endurskoðunarsinnar
Nýleg talningSamtaka iðn-
aðarins hefur leitt
í ljós verulegan
samdrátt í ný-
byggingum íbúða á
höfuðborgarsvæðinu. Þegar
formaður skipulags- og sam-
gönguráðs borgarinnar, Sig-
urborg Ósk Haraldsdóttir, var
spurð út í þetta sagði hún út-
litið gott í Reykjavík og talaði
um mikið uppbyggingarskeið í
borginni á liðnum árum. Hún
sagði stefnt að uppbyggingu
1.000 íbúða á hverju ári til árs-
ins 2040 og að Reykjavík-
urborg stefndi að því að „leiða
húsnæðisuppbyggingu á höf-
uðborgarsvæðinu næstu árin“.
Draumaveröld meirihlutans
í Reykjavík er ekki sú sama og
blasir við öðrum. Ingólfur
Bender, aðalhagfræðingur
Samtaka iðnaðarins, segir í
samtali við Morgunblaðið að
þegar tölur næstu ára séu
skoðaðar gangi þetta ekki upp.
„Það er talsverð fækkun íbúða
í byggingu í Reykjavík eða um
9% frá því fyrir ári og það
stefnir í að fullbúnum íbúðum
sem eru að koma inn á mark-
aðinn í borginni muni fækka á
næstunni eða ekki
fjölga. Samkvæmt
talningu Samtaka
iðnaðarins er nú
47% samdráttur í
Reykjavík í íbúð-
um á fyrstu byggingarstigum,
þ.e. að fokheldu. Það er meiri
samdráttur en mælist á höfuð-
borgarsvæðinu og í nágrenni
þess á þessum byggingar-
stigum.“
Viðskiptablaðið ræddi taln-
ingu Samtaka iðnaðarins einn-
ig við Ingólf og þar kom fram
að enn væri áhyggjuefni hve
hátt hlutfall íbúða í byggingu
væri á dýrustu svæðunum. „Á
meðan uppbyggingin einblíni á
þéttingu sem skili dýrum íbúð-
um á markað, sé þörfin mest á
hagkvæmari íbúðum á lægra
verði sem aðeins sé hægt að
bjóða fjær miðbænum.“
Það er ekki aðeins að útlit
sé fyrir, þvert á það sem
borgaryfirvöld halda fram, að
of lítið verði byggt, heldur hef-
ur þéttingarstefnan í för með
sér að þær íbúðir sem þó eru
byggðar eru allt of dýrar.
Hvers vegna standa vinstri
flokkarnir fyrir þessari stefnu
í höfuðborginni?
Fólk þarf að geta
eignast íbúðir á
viðunandi verði}
Hvers vegna dýrari íbúðir?
F
ramlög til heilbrigðismála verða
aukin um ríflega 15 ma.kr. á
næsta ári, samkvæmt frumvarpi
til fjárlaga, að frátöldum launa-
og verðlagsbótum. Þetta er tæp-
lega 6% raunaukning frá fjárlögum þessa árs.
Á tímabili fjármálaáætlunar aukast fjár-
framlög til heilbrigðismála samtals um 16,1
prósent, eða 41,1 milljarð. Það er raunhækkun
upp á 28,4 ma.kr. eða 11,1%.
Í frumvarpi til fjárlaga endurspeglast skýr
vilji ríkisstjórnarinnar til að halda áfram að efla
hið opinbera heilbrigðiskerfi. Öflugt opinbert
heilbrigðiskerfi er mikilvæg forsenda fyrir
jöfnuði og kostir þessa kerfis verða enn ljósari
þegar við stöndum frammi fyrir alvarlegri
heilsufarsvá eins og nú, á tímum Covid-19.
Mikil áhersla er í fjárlögum næsta árs á
framkvæmdir sem efla innviði, lækkun greiðsluþátttöku
sjúklinga og eflingu heilsugæslu.
Í flokki framkvæmda má nefna nokkur mikilvæg verk-
efni. Aukin framlög til uppbyggingar nýs Landspítala
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu nema tæpum 7 mö.kr. en
samtals renna 12 milljarðar til verkefnisins árið 2021.
Rúmum 200 milljónum kr. verður varið til framkvæmda
við nýja legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri, um 300
milljónir króna renna til undirbúnings viðbyggingar við
Landspítala við Grensás og um 200 milljónum króna verð-
ur á árinu varið til byggingar nýrrar heilsugæslustöðvar á
Suðurnesjum.
Áfram verður unnið að því að lækka greiðsluþátttöku
sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu og verða
fjárframlög til þess aukin um 800 milljónir
króna á næsta ári. Framlög til heilsugæslu
verða aukin um 200 milljónir króna til að fjölga
fagstéttum og efla heilsugæsluna sem fyrsta
viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.
Framlög til að efla geðheilbrigðisþjónustu í
samræmi við geðheilbrigðisáætlun verða auk-
in um 100 milljónir króna. Tímabundið fram-
lag, samtals 540 milljónir króna, er veitt til að
efla geðheilbrigðisþjónustu á tímum CO-
VID-19 um allt land og heimahjúkrun verður
líka efld með 250 milljóna króna viðbót-
arframlagi.
Við höfum lokið stórum verkefnum í heil-
brigðismálum á kjörtímabilinu. Við höfum
samþykkt heilbrigðisstefnu á Alþingi, fram-
kvæmdir við nýjan Landspítala við Hring-
braut ganga vel, greiðsluþátttaka sjúklinga hefur lækkað
og mun lækka enn frekar, lög um þungunarrof voru sam-
þykkt og heilsugæslan efld. Samtals nema framlög til
málaflokka sem heyra undir heilbrigðisráðherra um 283,5
mö.kr. króna á næsta ári, en það er um fjórðungur af
heildarútgjöldum ríkissjóðs. Sem hlutfall af vergri lands-
framleiðslu verða útgjöld til heilbrigðismála um 9,2% árið
2021, sem er aukning frá fyrra ári þar sem hlutfallið var
9,0% og veruleg aukning frá árinu 2019 þegar sambærileg
tala var 8,0%. Við erum að sækja fram í heilbrigðismálum
og munum halda því áfram.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Sækjum fram í heilbrigðismálum
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslenska ríkið hefur lagt fram kröfur
um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum,
sem í skjölum óbyggðanefndar eru
auðkenndar sem svæði 10B. Mikið
er af fjöllum á Vestfjörðum og há-
lendum svæðum. Kröfur ríkisins ná
til alls 45 svæða og eru þau drjúgur
hluti alls lands í Ísafjarðarsýslum.
Óbyggðanefnd er einnig með Barða-
strandarsýslur til meðferðar en
málsmeðferð á síðustu svæðunum,
Austfjörðum og eyjum og skerjum
umhverfis landið, er ekki hafin.
Eyðibyggðirnar á Hornströnd-
um og í Jökulfjörðum eru ekki taldar
þjóðlendur í heild, samkvæmt kröf-
um ríkisins, heldur aðeins fjall-
lendið, þótt svæðið hafi lengi verið
friðlýst í Hornstrandafriðlandi.
Ástæðan er sú að flestar jarðirnar
eru í viðurkenndri einkaeigu og er
því láglendið upp af víkum og fjörð-
um skilið eftir. Nefna má í því sam-
bandi Aðalvík og Fljótavík.
Krafa er um að sá hluti Dranga-
jökuls sem tilheyrir Ísafjarðarsýslu
og fjalllendið þar í kring verði innan
þjóðlendu en áður hefur óbyggða-
nefnd úrskurðað að sá hluti jökuls-
ins sem telst til Strandasýslu sé
þjóðlenda.
25 þúsund skjöl rannsökuð
Ýmis þekkt fjöll verða innan
þjóðlendna, nái kröfur ríkisins fram
að ganga. Nefna má Bolafjall við
Bolungarvík og Erni við Skutuls-
fjörð. Sömuleiðis Stigahlíð og
Grænuhlíð þar sem skip hafa gjarn-
an leitað vars í óveðrum. Þetta eru
dæmi af handahófi.
Svæði 10B er innan fjögurra
sveitarfélaga, Ísafjarðarbæjar, Bol-
ungarvíkurkaupstaðar, Súðavík-
urhrepps og Strandabyggðar.
Óbyggðanefnd hefur kynnt
kröfur ríkisins og kallar nú eftir
kröfum þeirra sem kunna að eiga
öndverðra hagsmuna að gæta. Skal
lýsa þeim skriflega fyrir 1. febrúar
næstkomandi.
Málið var kynnt í bæjarráði Ísa-
fjarðarbæjar í gærmorgun. Birgir
Gunnarsson bæjarstjóri segir að
málið verði kannað nánar með tilliti
til hagsmuna Ísafjarðarbæjar. Bæj-
arráð hafi ekki tekið afstöðu til máls-
ins að öðru leyti.
Þegar gagnkröfur hafa borist
mun óbyggðanefnd rannsaka málin,
meðal annars með umfangsmikilli
gagnaöflun í samvinnu við sérfræð-
inga á Þjóðskjalasafni Íslands, og
úrskurðar síðan um kröfurnar. Sem
dæmi um afrakstur kerfisbundinnar
gagnaöflunar nefndarinnar má
nefna að rannsökuð voru yfir 25 þús-
und skjöl við málsmeðferð þeirra
þrettán svæða sem lokið er.
Eyjar og sker síðust
Landinu er skipt upp í 17 svæði
við málsmeðferð óbyggðanefndar.
Úrskurðað hefur verið um þjóð-
lendur á þrettán þeirra. Máls-
meðferð um Barðastrandarsýslur er
langt komin og áætlað að úrskurðir
verði kveðnir upp fyrir lok ársins.
Ætlunin er að úrskurða um þjóð-
lendur í Ísafjarðarsýslum í lok
næsta árs. Óbyggðanefnd áætlar að
taka Austfirði til meðferðar fyrir lok
þessa árs og kveða upp úrskurði á
árinu 2022. Skildar hafa verið eftir
eyjar og sker umhverfis landið og
þau gerð saman að svæði númer 12.
Áætlað er að taka það svæði til með-
ferðar á næsta ári og kveða upp úr-
skurði á árunum 2023 eða 2024.
Krafa um 45 þjóð-
lendur á Vestfjörðum
Staða þjóðlendumála á landinu
SVÆÐI 1 Uppsveitir
Árnessýslu
SVÆÐI 2 Sveitarfélagið
Hornafjörður
SVÆÐI 3 Rangár-
vallasýsla og Vest-
ur-Skaftafellssýsla
SVÆÐI 4 Suðvesturland
sunnan Hvalfjarðar-
botns, efstu jarða í
Árnessýslu og vestan
Þjórsár
SVÆÐI 5 Norðaustur-
land austan Jökulsár
á Fjöllum og vestan
Lagarfl jóts
SVÆÐI 6 Austanvert
Norðurland austan
Fnjóskár og vestan
Jökulsár á Fjöllum
SVÆÐI 7A Vestanvert
Norðurland (syðri hluti)
vestan Fnjóskár og
austan Blöndu
SVÆÐI 7B Vestanvert
Norðurland (nyrðri
hluti), Tröllaskagi norðan
Öxnadalsheiðar
SVÆÐI 8A Norðvest-
urland, Húnavatnssýsla
vestan Blöndu ásamt
Skaga
SVÆÐI 8B Mýra- og
Borgarfjarðarsýsla
SVÆÐI 9A Dala-
sýsla að undan-
skildum Skógar-
strandarhreppi
SVÆÐI 9B Snæfellsnes
ásamt fyrr v. Kolbeins-
staðahreppi og fyrr v.
Skógarstrandarhreppi
SVÆÐI 10A Stranda-
sýsla ásamt fyrr v.
Bæjarhreppi
SVÆÐI 10B Ísafjarðar-
sýslur
SVÆÐI 10C Barða-
strandarsýslur
SVÆÐI 11 Austfi rðir
SVÆÐI 12 Eyjar og sker
við landið
Málsmeðferð hafi n Málsmeðferð óbyggðanefndar
lokið og úrskurðir kveðnir upp Málsmeðferð ekki hafi n
10B
10A
10C
9A
9B
8B
8A
7B
7A
6
5
11
2
3
1
4
Heimild: Óbyggðanefnd
Úrskurðum óbyggðanefndar er oft skotið til dómstóla. Hafa fallið 68
hæstaréttardómar um þjóðlendumál. Í langflestum tilvikum hefur nið-
urstaða óbyggðanefndar verið staðfest en ekki þó alltaf.
Samkvæmt uppýsingum óbyggðanefndar er öllum málum sem varða
svæði 1-7B lokið í dómskerfinu og ef til vill einnig 8A en nýlega féllu dóm-
ar um það svæði í Landsrétti. Til meðferðar hjá héraðsdómstólum og
Landsrétti eru nokkur mál sem varða svæði 8B, 9A og 9B.
68 hæstaréttardómar
FYRIR DÓMSTÓLUM