Morgunblaðið - 13.10.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 13.10.2020, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 Þröstur „Þykist öðrum þröstum meiri, þenur brjóst og sperrir stél, vill að allur heimur heyri, hvað hann syngur listavel.“ Þannig orti Örn Arnarson um árið og Elly Vilhjálms söng svo fallega um Lítinn fugl. Þessi þröstur gæddi sér á reyniberjum í haustlegum trjárunna á höfuðborgarsvæðinu um helgina og söng svo fallega þess á milli. Kristinn Magnússon Nú á tíðum er algengt að almenn- ingur taki afstöðu til þess, hvort dómar í refsimálum séu „réttir eða rangir“. Margir telja sig þess um- komna að telja sakborninga seka þó að dómstóll hafi sýknað þá af ákæru. Færri telja sakborninga saklausa ef dómstóll hefur sakfellt þá. Af þessu tilefni er ástæða til að endurbirta það sem ég hef nefnt gát- lista og hefur að geyma upptalningu á þeim atriðum sem dómarar þurfa að aðgæta að séu öll í lagi áður en sakborningur er sakfelldur í saka- máli: 1. Lagaheimild til refsingar þarf að vera í settum lögum. Efni hennar þarf að vera skýrt og ber að túlka vafa sakborningi í hag. 2. Ekki má dæma sakborning fyrir aðra háttsemi en þá sem í ákæru greinir. 3. Heimfæra þarf háttsemi til laga- ákvæðis af nákvæmni. Dómendur hafa ekki heimild til að breyta efnisþáttum í lagaákvæðum sakborningum í óhag. 4. Sanna þarf sök. Sönnunarbyrði hvílir á handhafa ákæruvalds. 5. Við meðferð máls á áfrýjunarstigi þarf að gæta þess að dæma sama mál og dæmt var á neðra dómstigi. Til endurskoðunar eru úrlausnir áfrýjaðs dóms; ekki annað. 6. Sakborningar eiga rétt á að fá óheftan aðgang að gögnum sem aflað hefur verið við rannsókn og meðferð máls. 7. Sakborningar eiga að fá sanngjarnt tækifæri til að færa fram varnir sínar. 8. Dómarar verða að hafa hlutlausa stöðu gagnvart sakborn- ingum. Þessar reglur kunna að leiða til þess að sekur maður verði sýknaður í dómsmáli gegn honum. Það er gjaldið sem við greið- um fyrir að geta kallast réttarríki. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þessar regl- ur kunna að leiða til þess að sekur maður verði sýknaður í dómsmáli gegn honum. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Gátlisti í sakamálum Nýsköpun í atvinnulífi, rekstri fyrirtækja og op- inberra aðila er verðmæti framtíðar. Virðiskeðjur fyrirtækja breytast hratt í stafrænum heimi þannig að mörg störf hverfa og ný störf verða til sem eykur kröfu um leiðtoga- færni í fyrirtækjum og hjá opinberum aðilum. Nýsköpun og hvers konar hagnýting hugvits er mikilvæg forsenda fjölbreytts atvinnulífs, sterkrar sam- keppnisstöðu, hagvaxtar og velferðar þjóðar, ekki síst í ljósi þeirra þjóðfélags- breytinga sem vænta má í atvinnu- og menntamálum vegna örra tæknibreyt- inga. Velgengni fyrirtækja í framtíðinni mun ráðast af því hvernig stjórnendur ná að koma auga á ný vaxtartækifæri. Samkeppnishæfni fyrirtækja eins og Apple, Google og Facebook er sú að geta hugsað strategískt til mjög langs tíma og náð þeim ótrúlega árangri sem þegar hefur náðst. Apple hefur náð að end- urnýja sig reglulega með nýjum vörum og náð þannig að halda fyrirtækinu á toppnum. Einnig hefur fyrirtæki eins og Amazon haft mikil áhrif á breytta versl- unarhætti í viðskiptum með nýjum lausnum í markaðssetningu og sölu. Breytingar á vinnumarkaði munu leiða til þess að föstum störfum hjá op- inberum aðilum og fyrirtækjum mun fækka verulega á næstu árum. Talið er að 25% af öllu vinnuafli heimsins vinni heiman frá sér í dag og það hlutfall fari hækkandi á næstu árum. „Vinnan snýst um hvað þú gerir frekar en hvert þú ferð þannig að staðsetning vinnunnar skiptir minna máli.“ Meiri sveigjanleiki á vinnumarkaði mun breyta nálgun á starfsmannahald fyrirtækja og stofnana. Hlutastörfum og sjálfstætt starfandi fólki mun fjölga umtalsvert á næstu árum þar sem tekið verður mið af frjálsum markaði. Einnig má búast við að borgarskipulag muni taka mið af nýjum þörfum í stafrænum heimi þar sem fólk þarf ekki að sækja störf á sama tíma á sama stað á dýrustu svæðum. Borgarskipulag, vinnumarkaður og húsnæðisþróun munu taka mið af þörfum framtíðar. Einnig þarf að forðast fjárfrekar fjárfestingar í innviðum sem geta verið úreltir á morg- un vegna hraðra tæknibreytinga í tækni- væddum heimi. Nýsköpun í rekstri og færni starfsmanna er verðmæti fram- tíðar og mun hafa úrslitaáhrif á vel- gengni fyrirtækja í einkarekstri og op- inberum rekstri. Verkefni sem auka hagvöxt og skapa atvinnutækifæri Gjaldeyrisvarasjóður: Nýta 200 ma.kr. af gjaldeyrisvarasjóði Íslands í uppbyggingu og tækifæri í líftækni, lyfjaiðnaði, fjártækni, heilsutækni, há- tækni og gervigreind. Auka samstarf ís- lenskra háskóla og atvinnulífsins og taka ákvörðun um að byrja á mörgum verk- efnum sem skapa fjölda atvinnutæki- færa. Í þessu skiptir miklu að hugsa stórt en væntingar styðja hegðun sem leiðir af sér kraft til athafna og fram- takssemi. Innviðauppbygging: Sundabraut, tvö- földun vega, nýtt sjúkrahús á Vífils- stöðum eða Keldnaholti og hjúkrunar- heimili um allt land. Virka eignastýringu: Selja óarðbærar fjárfestingar hjá ríkissjóði og setja fjár- magn í ný arðbær fjárfestingarverkefni. Ráðstafa háum fjárhæðum í arðbær og verðmætaskapandi verkefni sem skapa spennandi atvinnutækifæri til framtíðar fyrir sem flesta og auka þannig hagvöxt til lengri tíma. Hagræða í ríkisrekstri: Með stafræn- um viðskiptamódelum og betri þjónustu. Einfalda yfirbyggingu og stytta ákvarð- anatöku. Umbreyta ríkisrekstri í einkarekstur: Mikilvægt að umbreyta ríkisrekstri í einkarekstur í heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum þar sem tækifæri skapast og skilar mestri arðsemi fyrir þjóðarhag. Á næstu misserum þarf ríkisstjórnin að koma fram með hvata sem fjölga störfum sem auka hagvöxt með skatta- lækkunum, skattaívilnunum og með því að beina fjármagni í hagvaxtaraukandi atvinnugreinar í starfrænni tækni, líf- tækni, heilsu, fjártækni og gervigreind. Auk þess þarf að leggja mikla áherslu á ylrækt sem er stóriðja 21. aldarinnar á Íslandi með hreina orku og vatn sem sérstöðu Íslands og mætir sjálfbærni og umhverfismarkmiðum. Eftir Albert Þór Jónsson » Velgengni fyrirtækja í framtíðinni mun ráðast af því hvernig stjórnendur ná að koma auga á ný vaxt- artækifæri. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Nýsköpun og færni starfsmanna knýr hagvöxt framtíðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.