Morgunblaðið - 13.10.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Það er lærdómsríkt
að fylgjast með efna-
hagsráðstöfunum rík-
isstjórnarinnar og
umræðu um hana við
þær aðstæður sem nú
eru uppi í veröldinni.
Sjaldan hafa stjórn-
völd veraldarinnar
verið svo samtaka um
að pumpa peningum
inn í hagkerfin til að
reyna að koma í veg fyrir að of
mikið rof verði milli fortíðar og
framtíðar í atvinnulífi þjóðanna.
Sumar þjóðir eiga sem betur fer
sjóði, aðrar prenta peninga eða
skuldsetja sig. Því lengur sem
þetta ástand varir því þynnri verða
hagkerfin og verðmæti réttinda og
annarra eigna rýrna stöðugt og
glatast að lokum.
Við þessar aðstæður er athygl-
isvert að stjórnarandstaðan skuli
hafa það helst fram að færa að ekki
skuli gert meira að og
hraðar. Allir haga sér
eins og um eldsvoða sé
að ræða og enginn
veltir því fyrir sér
hvort vatnsskemmdir
geti orðið meiri en
tjónið af eldinum.
Á tímum sakleys-
isins fyrir daga „afla-
marksismans“ og
„sjálfbærrar nýtingar“
hefði mörgum þótt
sjálfsagt að veiða meiri
þorsk við slíkar að-
stæður og skapa þannig verðmæti
og vinnu fyrir þjóðina. En nú finn-
ast varla stjórnmálamenn sem þora
fyrir sitt litla líf að nefna þann
möguleika enda hafa þeir flestir
verið heilaþvegnir rækilega af
áróðursmaskínu aflamarksismans
og tækifærissinnuðum fiskifræð-
ingum.
Skyldi það vera sjálfbært fyrir
loðnustofninn að hvalir séu al-
verndaðir og reynt sé að troða eins
miklu af þorski í hafið og hægt er?
Skyldi það sama vera jákvætt
fyrir rækjuna, humarinn og nýlið-
un þorskstofnsins?
Að auka ársafla þorsks um rúm
hundrað þúsund tonn eða færa
sóknina úr 20% í 30% stofns í 5-7
ár er að mínu mati skynsamlegasta
efnahagsaðgerð sem hægt er að
grípa til við slíkar aðstæður. Menn
þurfa ekki einu sinni að trúa því að
það sé eðlileg grisjun fyrir vexti og
nýliðun eins og ég og fleiri höfum
margsinnis haldið fram og rök-
stutt.
Sá er helstur munur trúarbragða
og vísinda að trúarbrögð eru oft
heilög en vísindi eru ávallt í endur-
skoðun og breytast með nýrri
þekkingu. Vísindi sem fela sig í
skjóli helgi og ímyndaðra yfirburða
eru ekkert annað en villutrú.
Fyrir um þremur áratugum varð
þjóðin fyrir því óláni að þeir sem
hefðu átt að gæta hagsmuna henn-
ar og frelsis ákváðu að fórna heild-
arhagsmunum þjóðarinnar í þeirri
von að skapa atvinnugrein betri
skilyrði til ofsagróða. Atvinnu-
greinin sem hafði áður við erfiðar
aðstæður híft þjóðina upp úr mold-
arkofum og fátækt skyldi nú rekin
í skjóli skömmtunarmiða hins
„guðdómlega“ aflamarks. Afli var
skorinn niður til að gera sóknina
ódýrari og hefur síðan verið rúmur
helmingur þess sem áður var.
Undanfarið höfum við verið að
sjá hina ýmsu ávexti aflamarksism-
ans og finnst mörgum nóg um. Vilj-
um við sjá ofsagróða sem orðinn er
til vegna skömmtunarmiða notaðan
til að múta, kaupa fjölmiðla og fjöl-
miðlamenn til að búa til hentugan
sannleika, eða kaupa banka og
skipafélög sem gefa skít í alla sam-
félagsábyrgð og þjóna glæpastarf-
semi af því það er svo gróðavæn-
legt?
Þó svo að vextir í dag séu við það
lægsta sem við höfum séð eru
ódýrustu lánin sem þessi þjóð hef-
ur kost á samt sem áður úr hafinu.
Sagan hefur sýnt okkur að það að
ávaxta fiskinn í hafinu gengur ekki
upp, þvert á móti þarf að grisja
fyrir nýliðun og vexti.
Aflamarksisminn skuldar ís-
lenskri þjóð um fjórar milljónir
tonna af þorski og annað eins í öðr-
um tegundum. Hvernig væri að
byrja að taka til baka svolítið af
skuldinni og reyna jafnframt að
endurheimta svolítið af siðferðinu
sem við trúum flest að hafi ein-
kennt íslenskt atvinnulíf hér áður?
Veiðum meiri þorsk, sköpum
meiri vinnu og verðmæti. Lifið heil.
Eftir Sveinbjörn
Jónsson
Sveinbjörn Jónsson
» Á tímum sakleys-
isins fyrir daga
„aflamarksismans“ og
„sjálfbærrar nýtingar“
hefði mörgum þótt
sjálfsagt að veiða meiri
þorsk við slíkar
aðstæður.
Höfundur er sjómaður og
ellilífeyrisþegi.
svennij123@gmail.com
Vinna og verðmæti
„Hagnýting hugvits
er mikilvæg forsenda
fjölbreytts atvinnulífs,
sterkrar samkeppn-
isstöðu, hagvaxtar og
velferðar“. Svo segir
réttilega í stjórnarsátt-
mála núverandi ríkis-
stjórnar. Sami boð-
skapur er síendur-
tekinn í allri orðræðu
flokka og þingmanna.
Stjórnvöld vinna hins vegar alls
ekki samræmi við þetta eins og hér
verður rakið. Og þar á ég ekki aðeins
við núverandi ríkisstjórn, heldur er
hér um langvarandi fordóma að
ræða sem orðnir eru rótgróin mein-
semd í stjórnkerfinu.
Hugvitsfólk hefur með sér tvenn
hagsmunasamtök; Samtök frum-
kvöðla og hugvitsmanna og KVENN
(Félag kvenna í nýsköpun). Félögin
eru opin einstaklingum sem vinna að
nýsköpun og vilja efla hana með
samtakamætti sínum. Allt starf er í
sjálfboðavinnu. Hlutverk félaganna
er fjölþætt. Það mikilvægasta er ef-
laust tengslanet og jafningjafræðsla;
miðlun ólíkrar þekkingar og reynslu
félagsmanna. Annar þáttur er
fræðslustarf, en árlega er haldinn
fjöldi fræðslufunda og kynninga. Fé-
lögin kynna verkefni
félagsmanna, hérlendis
og erlendis, með sýn-
ingum o.fl. Nýr þáttur
er samvinna við samtök
fatlaðs fólks um að auð-
velda fötluðum þátt-
töku í nýsköpun. Einn
mikilvægasti þátturinn
er almenn hagsmuna-
gæsla fyrir hugvitsfólk;
einkum þá sem eru á
frumstigum þróunar.
Þessu sinna félögin
með því að reyna að
koma ábendingum til stjórnvalda;
t.d. við lagasetningu og stefnumót-
un.
Nú skyldu menn ætla að stjórn-
völdum væri akkur í slíku starfi
sjálfboðaliða, sem allt miðar að því
að efna þau fyrirheit sem stjórnvöld
gefa, sbr. yfirlýsinguna hér í upp-
hafi. En því er öðru nær. Félögunum
hefur markvisst verið haldið niðri,
jafnt með fjársvelti sem algerri snið-
göngu og fordómum. Skoðum það
nánar:
Félögunum hefur ítrekað verið
synjað um fjárstuðning til að standa
undir útlögðum kostnaði við starf-
semi sína. Allt starf er unnið í sjálf-
boðavinnu, en til fellur ýmis kostn-
aður við fræðslu, kynningar og
skrifstofuaðstöðu. Síðast fengu fé-
lögin lítilsháttar framlag stjórnvalda
árið 2013. Sótt hefur verið um stuðn-
ing á hverju ári síðan; eftir þeim
leiðum sem í boði eru. Öllum beiðn-
um hefur ýmist verið synjað eða
þeim stungið undir stól í ráðuneyti
nýsköpunar.
Hver skyldi vera ástæðan? Aug-
ljósasta skýringin er hagsmuna-
gæsla sem tengist þeim gríðarmiklu
fjármunum sem veittir er úr ríkis-
sjóði í nafni nýsköpunarmála. Stórir
aðilar hafa komið sér vel fyrir við
þessa „kjötkatla“. Þessir aðilar eiga
góð ítök í stjórnmálaflokkum og vilja
ógjarnan að aðrir en þeir nái að hafa
áhrif. Þessir „útvöldu“ aðilar koma
berlega í ljós þegar skoðuð er stjórn-
arskipan stofnana og skipan ráð-
herra og Alþingis í nefndir og ráð
sem tengjast nýsköpun. Þar eru
áberandi fulltrúar Samtaka iðnaðar-
ins, sem lengi hafa drottnað yfir ný-
sköpunarmálum landsins ásamt
Samtökum atvinnulífsins. Þar eru
fulltrúar háskólasamfélagsins og
greina innan þess; fulltrúar ráðu-
neyta og stórfyrirtækja; en ekki
einn einasti fulltrúi þeirrar undir-
stöðu nýsköpunar sem stjórnvöld
telja hugvitsfólk vera. Nefndir og
ráð nýsköpunarumhverfisins eru
fleiri en hér er rúm til að telja upp;
allt frá hinu fjölskipaða „vísinda- og
tækniráði“ til stjórna og ráða sam-
keppnissjóða og tímabundinna
nefnda á vegum ráðherra, t.d. um
mótun nýsköpunarstefnu. Und-
antekningarlaust er hugvitsfólk
sniðgengið.
SFH og KVENN hafa þráfaldlega
farið þess á leit, bæði við ráðherra
nýsköpunarmála og við Alþingi, að
fá aðkomu að stjórnun og mótun
stefnu í málefnum sem almennt
varða nýsköpun á frumstigi. Því hef-
ur einatt og alfarið verði synjað.
Nú vill ráðherra nýsköpunar gera
gagngerar breytingar á stuðnings-
umhverfi nýsköpunar og m.a. skipta
út Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir
einkahlutafélag sem greinilega er
liður í einkavæðingu þessa mikil-
væga hluta stuðningsumhverfisins.
Þar leggur ráðherra enn á ný til að
gengið verði framhjá hagsmuna-
samtökum hugvitsfólks, og í ofaná-
lag að ekki verði sinnt mikilvægri
ráðgjafarþjónustu við frumkvöðla á
byrjunarstigi sem NMÍ á að sinna að
núgildandi lögum.
Í stjórnkerfum sem einkennast af
slíkri hagsmunagæslu er það plag-
siður að ráðast persónulega gegn
gagnrýnendum. Því höfum við
óspart fengið að kynnast sem beitt
höfum okkur fyrir úrbótum um mál-
efni hugvitsfólks og frumkvöðla. Allt
er gert til að þagga niður í okkur;
t.d. njóta verkefni okkar ekki sann-
gjarns mats í samkeppnissjóðum.
Um þær aðferðir mun ég síðar fjalla.
Hér hefur í örstuttu máli verið
drepið á fáeina þætti þeirra fordóma
og fálætis sem stjórnvöld hafa sýnt
hugvitsfólki og hagsmunasamtökum
þess. Þessu var öllu ítarlegar lýst í
skýrslu sem félögin sendu Alþingi og
fleiri stofnunum á síðasta ári. Ekki
var brugðist við á neinn hátt; hvorki
af Alþingi né einstökum þingmönn-
um.
Með því háttalagi viðhalda stjórn-
völd margháttuðum hindrunum ný-
sköpunarkerfisins og koma í veg fyr-
ir að góð verkefni hugvitsfólks komi
að gagni fyrir þjóðfélagið.
SFH og KVENN hafa lagt fram
beiðni til fjárlaganefndar Alþingis
um lítilsháttar framlag til að standa
undir kostnaði við sjálfboðaliðastarf
sitt í þjóðarþágu. Mun Alþingi enn á
ný bregðast hugvitsfólki?
Fordómar stjórnvalda í garð hugvitsfólks;
rótgróin meinsemd
Eftir Valdimar
Össurarson » Stjórnvöld vinna
ekki í samræmi við
markmið sín um hag-
nýtingu hugvits. Hug-
vitsfólki er haldið niðri
og hagsmunasamtök
þess sniðgengin.
Valdimar Össurarson
Höfundur er formaður Samtaka
frumkvöðla og hugvitsmanna.
guva@simnet.is