Morgunblaðið - 13.10.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 13.10.2020, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is NJÖRVI & NJÖRVI+ Öflug árekstrarvörn Njörvi er öflugur stólpi til að verja mannvirki og gangandi fólk. Hentar líka vel til skyndilokana vega og til að afmarka akstursleiðir og bílaplön. Á sama deginum birtast okkur tvær greinar, önnur úr Morgunblaðinu 10.10. 2020 eftir Sigurð Inga Jóhannsson sam- gönguráðherra og for- mann Framsóknar- flokksins og fyrr- verandi landbúnaðar- ráðherra. Það hlýtur að boða eitthvað þegar núverandi sam- gönguráðherra tekur sig til á op- inberum vettvangi og tekur núver- andi landbúnaðarráðherra í kennslustund um hvernig skuli fara með landbúnaðarmálin. Við vitum ekki með vissu hvað um er að vera innan ríkisstjórnarinnar, en hefði Kristján Þór Júlíusson sent frá sér svona tilskrif um samgöngumálin er ekki víst að framsóknarmönnum hefði þótt það viðeigandi. Við lesum greinina og byrjum á fyrirsögninni, „Landbúnaður – hvað er til ráða?“ og áhuginn vaknar. Ágallar og ávinningur Hin greinin er eftir Vilhjálm Bjarnason og birtist í sama blaði fyrir nákvæmlega ári undir yfir- skriftinni „Samningur um EES, ávinningur og ágallar“. Við lesum grein Vilhjálms og verðum hugsi, berum hana saman við þá fyrrnefndu, sem boðar stór- tíðindi, vegna þess sem þar segir, þ.e.: „Það er […] til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að segja þessum ESB-tollasamningi upp.“ Munum að sá samningur tengist þeim fyrr- nefnda og að núverandi landbún- aðarráðherra beið það hlutverk að hnýta óhnýtta hnúta varðandi þann samning þegar hann tók við emb- ætti. Sameining afurðastöðva og örsláturhúsa Sigurður vill efla, styrkja og sam- eina afurðastöðvar landbúnaðarins í kjötvinnslu og ætla má að um sé að ræða sauðfjársláturhúsin. Það eru a.m.k. þau sem verið hafa til um- ræðu, enda staða þeirra slæm sem von er og venjulegt, enda taka þau til slátrunar og vinnslu mun meira magn en markaður er fyrir. Sigurður var land- búnaðarráðherra og bar sem slíkur ábyrgð á gerð tollasamnings- ins sem hann er að fjalla um – þess sem ríkisstjórnin er að hugsa um að segja upp. Þann samning gerði hann í þeim tilgangi að opna markað fyrir kindakjöt inn á ESB- markaðssvæðið. Þau eru mörg sem um aldir hafa látið sig dreyma um að stunda mætti hagkvæm viðskipti með ís- lenskt kindakjöt til annarra landa. Sumir draumar rætast, aðrir ekki, og síst rætast draumar um hag- kvæm viðskipti af þessu tagi þegar þjóðir Evrópu hafa komið sér saman um að halda frið hver við aðra, standa saman, huga að sameigin- legum hagsmunum og þar á meðal að framleiða mat til að fullnægja þörfum þegna sinna. Sigurður yljar okkur með þeirri frumlegu hugmynd að örsláturhús og heimaslátrun sauðfjár muni bæta hag bænda og þá væntanlega líka hag núverandi sláturhúsa, sem, ef draumarnir rætast til fulls, geta þá hætt starfsemi nema svo ólíklega vilji til að lifni yfir hinum erlendu kindakjötsmörkuðum í réttu hlut- falli við vöxt heima- og örslátrunar. Bjartur í Sumarhúsum skar sitt fé, át það sjálfur með sínum og hristi sig og byrsti gegn mótlætinu; trúði á sauðkindina og gaf sig hvergi, en við munum hvernig það endaði. EES-samningurinn Vilhjálmur fer í sinni grein yfir EES-samninginn og greinin er í fullu gildi þótt ársgömul sé. Hann minnir á hverju samningurinn hafi skilað fyrir þjóðina. Bendir á að skýrsla sem tekin var saman til að leggja mat á 25 ára samstarfið hafi sýnt fram á að kaupmáttur lág- markslauna hafi vaxið um 149% og almenn launavísitala hækkað að raungildi um 90% frá 1990. Þá kemur fram að aðgengi að vinnumarkaði EES-svæðisins hafi batnað og íslensk starfsréttindi njóti fullra réttinda um allt svæðið. Einn- ig kemur fram í grein Vilhjálms að Ísland hafi tillögurétt, málfrelsi og áheyrnarrétt að Flugöryggisstofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu og bendir á að „í þessum stofnunum fer fram meiri sérfræðivinna en lítið land ræður við“. Lausn vandans? Samgönguráðherrann núverandi vill leysa vanda sauðfjárbænda með því að auka hann og sér þá lausn helsta að slátrun fari fram á býlum bænda. Vill stofna hag þjóðarinnar í hættu með því að ögra EES- samstarfinu. Við vorum mörg sem börðumst gegn samningnum við ESB varð- andi viðskipti með kjöt og bentum á margt sem við hann væri að athuga, eins og t.d. að um væri að ræða þrjú hundruð þúsund manna þjóð á móti fimm hundruð milljónum. Misjafnar kröfur varðandi framleiðsluna, stuðningskerfi og fleira. Hafi verið hlustað, þá var það að engu haft. Öllu virtist vera fórnandi til að selja hið óviðjafnanlega íslenska kindakjöt, sem lítill sem enginn markaður reyndist vera fyrir, og stofnuð var útflutningsskrifstofa lambakjötsins, sem litlu skilar. Sig- urður vill „heimila afurðastöðvunum samstarf“ og vitnar m.a. í SÍS og fleiri. Þá vill hann auka það sem hann kallar „frelsi bóndans til at- hafna og tengja hann betur mark- aðsstarfinu“ og til að ná því fram vill hann „heimila örslátrun (?) og minni sláturhús með heimavinnslu“ á sauðfé og ungnautum. Þetta á að mati landbúnaðarráðherrans fyrr- verandi að bæta ástandið og styrkja stærri vinnslustöðvarnar! Ráðherra á hálum ís? Eftir Ingimund Bergmann » Samgönguráðherr- ann núverandi vill leysa vanda sauð- fjárbænda með því að auka hann og sér þá lausn helsta að slátrun fari fram á býlum bænda. Ingimundur Bergmann Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi formaður Félags kjúklingabænda. Loksins hélt ég að stjórnmálamenn ætl- uðu að taka völdin í málefnum hælisleit- enda á Íslandi þegar dómsmálaráðherra sagði eitthvað á þá leið að einstök mál yrðu ekki tekin fyrir þótt þau rötuðu í fjölmiðla. Enn á ný sýndu fjöl- miðlar hins vegar hvaða hreðjatak þeir hafa á stjórn- arfari þessa lands og fótumtroða vilja almennings í þessum málum. Það er greinilegt að þingmenn eru ekki í neinu sambandi við almenning þegar þeir koma smjaðurslegir í fjölmiðla og halda því fram að almenningur hafi risið upp og mótmælt brottflutningi fólks frá landinu sem ekki hefur nein- ar forsendur til að fá landvistarleyfi. Auðvitað á tíminn sem þetta ferli tekur að vera sem allra stystur en varla er hægt að álasa kerfinu fyrir seinaganginn þegar allt er gert til að tefja framkvæmd málsins. Það er ekkert sem segir að það sé mannréttindabrot að börn sem eru búin að vera á Íslandi í tvö ár fái ekki að vera hér áfram, samkvæmt því ættu börn foreldra sem fara í margra ára framhaldsnám í Bandaríkjunum að eiga heimtingu á að fá græna kort- ið svo dæmi sé tekið. Annað mál er að ég hef aldrei hitt Íslending sem ber ekki ugg í brjósti gagnvart trúarbrögðum og menningu sem honum eru framandi. Þar ættu fjölmiðlarnir að koma til skjalanna. Ótti og fordómar eru jú oftast sprottnir af þekkingarleysi og van- kunnáttu um hina ýmsu menningarheima. Ég skora á fjölmiðla að fara með tæki sín og tól og kafa ofan í hina ýmsu trúarmenningu sem er á Ís- landi og kynna okkur líf fólksins inn- an hinna ýmsu safnaða frá byrjun til enda. Séu menn ósáttir við þjóðkirkjuna vegna Jesúmyndanna sem sýna konu með hormónatruflanir er hægt að segja sig úr kirkjunni en það er víst mjög erfitt að segja sig úr RÚV. Fjölmiðlavald Eftir Trausta Sigurðsson Trausti Sigurðsson »Ég skora á fjölmiðla að fara með tæki sín og tól og kafa ofan í hina ýmsu trúarmenningu sem er á Íslandi. Höfundur er á eftirlaunum. traustitann@gmail.com ESB segir að lög þess séu æðri íslensk- um lögum. Ríkisstjórn Íslands og hennar stuðningsmönnum á Alþingi er ofboðið og hafa snúist til varnar íslensku sjálfstæði og löggjafarvaldi. Ávirðingar frá ESA ESA, eftirlitsstofnunin með að Noregur, Ísland og Liechtenstein hlýði valdboðum ESB og ákvæðum EES-samningsins, hefur nú sent rík- isstjórn Íslands enn eitt bréfið, sk. „rökstutt álit“ (Decision No. 002/20/ COL), sem segir m.a.: „Ísland hefur látið undir höfuð leggjast að láta inn- leitt EES-regluverk verða æðra ís- lenskum lögum – og þar með van- rækt að uppfylla sínar skyldur samkvæmt bókun 35 og grein 3 í EES-samningnum – ESA leggur fyrir Ísland að viðhafa nauðsynlegar aðgerðir til þess að hlýða þessu rök- studda áliti innan þriggja mánaða.“ Bréfið er langloka með 79 atriðum með ávirðingum við íslensk stjórn- völd, margar athugasemdir varða dómstóla landsins, þar á meðal Hæstarétt Íslands. ESA svarað Ríkisstjórnin Íslands sendi ESA bréf 10.9. 2020, sem svar við bréfi um sama efni frá 2017, þar sem m.a. er vísað í það mat utanríkisráðuneyt- isins að í ljósi dóms stjórnlagadóm- stóls Þýskalands sé ekki tímabært að huga að breytingum á lögum til sam- ræmis við framkomnar athugasemd- ir ESA á meðan óvissa ríkir í þessum málum almennt á EES-svæðinu. Stjórnlagadómsóll Þýskalands gaf nýlega út dóm sem fylgir ekki dómi dómstóls Evrópusambandsins. Aðgangur ESB að orkuauðlindum Frjálst land spurði ríkisstjórnina (26.2. 2020) hvort meiningin væri að veita fjárfestum ESB aðgang að ís- lenskum orkulindum í framhaldi af „rökstuddu áliti“ ESA um að Ísland virti ekki ákvæði EES um jafnræði íslenskra og ESB-fjárfesta við útboð virkjanaréttinda. Ríkisstjórnin svaraði (2.4. 2020) að frumvarp sem lagt hafði verið fram um málið hefði verið dregið til baka. „Komið hafi upp rökstuddar efa- semdir um að þjónustutilskipunin (nr. 123/2006 sem ESA vísaði m.a. til) eigi við um raforkuframleiðslu. Ís- lensk stjórnvöld hafa því ákveðið að fresta fyrirhuguðum lagabreytingum uns betri visssa er fengin fyrir því hvaða þjóðréttarlegu skuldbindingar hvíla á íslenska ríkinu að þessu leyti,“ segir í svari ríkisstjórn- arinnar. Ríkisstjórnin í varnarbaráttu Þetta er alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum, hingað til hefur ís- lenska ríkisvaldið hvorki æmt né skræmt þegar valdboð hafa komið frá Brussel, bara hlýtt. Það eru mikl- ar gleðifregnir að ríkisstjórn Íslands og stuðningsmenn hennar skuli vera farin að taka upp baráttuna fyrir sjálfstæði landsins. Þeim fylgja góð- ar óskir en vert að minna á að ná- grannar okkar Bretar tóku fjögur og hálft ár í að endurheimta sjálfstæðið og eru þó margfalt stærri þjóð en Ís- lendingar. Ríkisstjórnin snýst til varnar sjálfstæðinu Eftir Friðrik Daní- elsson og Sigur- björn Svavarsson Sigurbjörn Svavarsson » Það eru gleðifregnir að ríkisstjórn Ís- lands og stuðningsmenn hennar skuli vera farin að taka upp baráttuna fyrir sjálfstæði landsins Höfundar sitja í stjórn Frjáls lands. Friðrik Daníelsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.