Morgunblaðið - 13.10.2020, Page 20

Morgunblaðið - 13.10.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 ✝ Fjölnir Björns-son fæddist á Siglufirði 26. des- ember 1940. Hann lést á Landspít- alanum Hringbraut 3. október 2020. Foreldrar hans voru Björn Sigur- björnsson, ættaður frá Ökrum í Fljót- um, f. 8.6. 1913, d. 7.7. 1988 og Berg- þóra Baldvinsdóttir, f. 27.12. 1913, d. 30.12. 1999, ættuð frá Leiti í Dýrafirði. Systkini hans eru Sigríður (Sísí), f. 6.4. 1935 og Matthías, f. 18.12. 1947, d. 4.9. 1960. Sammæðra hálfsystir Fjölnis er Helga Ásgeirsdóttir, f. 25.6. 1951. Fjölnir kynntist lífsförunaut sínum, Evu Gestsdóttur, árið 1972. Þau giftu sig á æskuheimili Evu og framtíðarheimili þeirra hjóna, Bárugötu 33 í Reykjavík, í apríl 1973. Eva og Fjölnir eign- eru Erla, f. 20.6. 1984, Tinna, f. 26.10. 1989, Fjölnir, f. 7.10. 1991, d. 16.11. 1991, Kristófer, f. 19.6. 1996, og Bergþóra, f. 26.5. 1999. Langafabörn Fjölnis eru börn Valdimars, þau Tristan Máni, Maríkó, Júlía og Gunnar Oliver. Börn Ernu, þau Natan Hugi, Ant- on Breki og Eva Mekkín. Börn Elísabetar, þau Elma Rut og Gunnar Vilberg og börn Erlu, þau Sóley Birna og Ylfa Björk. Fjölnir ólst upp á Siglufirði til 8 ára aldurs en þá fluttist fjöl- skyldan á höfuðborgarsvæðið. Fjölnir vildi ungur komast á sjó- inn og lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík árið 1963 og hóf þá störf hjá Ríkisskipum. Næstu árin starfaði hann þar sem stýrimaður og síð- ar skipstjóri við strand- og milli- landasiglingar. Fjölnir sagði skil- ið við sjómennskuna og kom í land 1978 og starfaði eftir það sem sölumaður og sölustjóri hjá Sjóklæðagerðinni 66°N þar til hann fór á eftirlaun árið 2009. Útför Fjölnis fór fram í kyrr- þey, að hans ósk, 12. október 2020. uðust dæturnar Dóru, f. 9.5. 1974 og Valdísi, f. 17.8. 1978. Eiginmaður Dóru er Teitur Jón- asson og eiga þau Tinna, f. 24.1. 2003, Sunnu, f. 28.10. 2004, Viggó, f. 11.8. 2010 og Darra, f. 3.12. 2011. Eig- inkona Valdísar er Hanna Magnús- dóttir. Saman eiga þær tví- burana Huga og Elí, f. 5.8. 2015. Fyrir átti Valdís Mikael Búa, f. 14.2. 2013 og Hanna átti Þórdísi Lind, f. 12.3. 2000. Fjölnir átti af fyrra hjóna- bandi dæturnar Rut, f. 19.8. 1964 og Bergþóru, f. 27.10. 1965. Sam- býlismaður Rutar er Pétur Hjaltason og börn hennar eru Valdimar Ragnar, f. 3.1. 1981, Erna, f. 10.12. 1985, Elísabet Ósk, f. 28.4. 1988, og Guðrún Líf, f. 22.10. 1999. Börn Bergþóru Í dag kveð ég þig elsku pabbi minn. Þú varst minn klettur í líf- inu, mín stoð og stytta og fyrir- mynd í einu og öllu. Þú varst svo traustur og góður, svo hlýr og svo skemmtilegur. Þú varst líka ag- aður og heiðarlegur og strangur í þínu uppeldi sem ég sá oftar en ekki síðar meir hversu gott það gerði mér. Ég gat alltaf leitað til þín með allt og ég vissi að ég fengi alltaf hreinskilið svar – kannski ekki alltaf það svar sem ég óskaði eftir en nánast undantekninga- laust hafðir þú rétt fyrir þér og oftar en ekki óskaði ég þess að hafa fylgt þínum ráðum og hlust- að á þig. Þú kenndir mér svo margt. Í erfiðustu ákvörðunum í lífi mínu stóðst þú fyrstur upp og studdir mig, stoltur af mér fyrir að vera sú sem ég er og standa með sjálfri mér því það gerðir þú allt þitt líf. Stoltur af þér og þín- um, sama hvað öðrum fannst, og trúr þinni sannfæringu. Þú varst svo skemmtilegur elsku pabbi, oft stríðinn en alltaf glaður og hlæjandi og brostir með augunum svo það smitaði út frá sér til allra í kringum þig. Elsk- aðir að hitta vini mína og spjalla við þá um daginn og veginn og vildir taka þátt í lífi mínu og svo áhugasamur um allt sem ég tók mér fyrir hendur. Heimsóttir mig út um allan heim til að fá að kynn- ast því sem ég var að upplifa og taka þátt í því með mér. Það var mér svo ómetanlegt sem og öll okkar ferðalög síðustu ár. Þú varst líka besti afi sem hægt er að hugsa sér, laðaðir að þér börnin þín með einlægni þinni og gleði og oftast sömu bröndunum sem enginn gat fengið leið á því það varst þú sem sagðir þá og hlóst oftast mest sjálfur. Hversu dýrmætt fyrir börnin mín að fá að alast upp með þér í sama húsi síðustu ár, hitta þig á hverjum degi, knúsa þig og kitla og stússa í hinu og þessu. Þau sakna þín svo. Ég mun gera mitt besta í að taka þína bestu eiginleika og kosti og ala strákana mína upp með það að leiðarljósi og í þínum anda. Þú ert þeirra fyrirmynd. Takk fyrir allt elsku pabbi. Ég elska þig. Þín Valdís. „Þú passar hana, hún er á þína ábyrgð,“ sagði hann við mig á stigaskör Bárugötunnar kvöldið áður en ég fór með Dóru dóttur hans, rétt skriðna af unglinga- skeiðinu, í margra mánaða ævin- týrareisu um Austurlönd fjær. „Já auðvitað,“ tautaði ég og föln- aði. Þarna hafði ég verið kærasti dótturinnar í rúm þrjú ár og við Fjölnir rétt að byrja að kynnast. Hann lífsreyndur fyrrverandi sjóari og ég nýskriðinn úr menntaskóla, óreyndur með öllu. Til að byrja með var ég eflaust ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Mér fylgdi bara vesen. Dóttirin þurfti sífellt að fá lánaðan bílinn til að heimsækja mig í Kópavog- inn. Svo borðaði ég allan matinn í ísskápnum hans enda ekki vanur að hafa sísvangan unglingspilt á heimilinu. Ég var sérstaklega duglegur að klára heimalagaða rækjusalatið sem hann dreymdi eflaust um að gæða sér á eftir langan vinnudag. Fjölnir kvartaði samt aldrei. Það fannst mér fal- lega gert af honum. Enn í dag hef ég ekki fengið betra rækjusalat. Samband okkar Fjölnis þróað- ist svo og þroskaðist með árunum. Fjölnir hafði þægilega nærveru, var glaðvær og hlýr. Hann var maður orða sinna, reglusamur, traustur og trygglyndur. Maður vissi að hann vildi allt fyrir sitt fólk gera. Það var gott að leita til hans og okkur leið vel saman. Hann var alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd. Skipti þá ekki máli hvort það var stórt eða smátt. Ef það þurfti að mála, slá grasið (jafnvel á aðfangadag), skutla eða sækja börnin eða bara sinna öllu því sem við báðum um. Stundum gerði hann það líka bara alveg óumbeðið. Hann vildi nefni- lega hafa reglu á hlutunum en við áttum það kannski ekki endilega sameiginlegt tengdafeðgarnir. Honum fannst ég stundum full- trassasamur með viðhalds- og garðverkin og ég var bæði feginn og þakklátur þegar hann tók sig til og reddaði mér. Ég get líka al- veg viðurkennt það að stundum vonaðist ég til þess að hann myndi gera það og beið eftir því. Ég held að við höfum haft þegjandi sam- komulag í þessum málum. Hann var glaður að geta hjálpað og ég var hæfilega skömmustulegur. Svo reyndi hann einu sinni að kenna mér að binda pelastikks- hnút. Ég gafst upp eftir klukku- tíma. Það fannst honum fyndið. Meiri sólardýrkanda en Fjölni hef ég ekki kynnst. Það þurfti ekki mikla sól í garðinum okkar í Danmörku til þess að hann rifi sig úr skyrtunni og sleikti hvern ein- asta geisla. Eldhúsið og grillið var samt okkar besti samkomustaður. Þó árangurinn hafi ekki alltaf ver- ið sá besti lét Fjölnir mér alltaf líða eins og ég væri meistara- kokkur. Ég lagði líka metnað í að finna upp á einhverju nýju að elda þegar Fjölnir var í heimsókn. Það lifnaði yfir honum þegar við byrj- uðum að plana matinn. Svo fannst okkur gaman að kaupa í matinn saman. Líklega toppar þó fátt verslunarferð okkar í Whole Fo- ods í Flórída til að halda upp á sjö- tugsafmæli Evu. Sjaldan hafa tengdafeðgar skemmt sér jafn vel við matarinnkaup. Við vorum líka báðir mjög áhugasamir um potta, hnífa og aðrar eldunargræjur enda flestir mínar bestu eldhús- græjur gjöf frá Fjölni og Evu. Fjölnir var hlýr og glaðlyndur afi og í miklu uppáhaldi hjá börn- um okkar Dóru, þeim Tinna, Sunnu, Viggó og Darra. Þau munu sakna hans og minnast með ást og hlýju. Hafðu svo engar áhyggjur, Fjölnir minn, ég passa Dóru þína, hún er á mína ábyrgð. Takk fyrir allt síðastliðin 30 ár. Ég mun sakna þín. Þinn tengdasonur, Teitur Jónasson. Elsku afi minn, ég sakna þín svo endalaust mikið. Eftir að við fengum að vita um veikindi þín hefur ekki liðið sá dagur sem ég hef ekki hugsað til þín. Þú sagðir alltaf svo skemmtilegar sögur og hláturinn þinn fékk mig alltaf til að skellihlæja, alveg sama hvað. Ég man þegar ég var lítil og þú tókst alltaf í nefið mitt, síðan sett- irðu þumalinn þinn á milli vísi- fingurs og löngutangar og lést eins og það væri nefið mitt. Svo hlóstu svo mikið í hvert skipti, að það fékk mig líka til þess að hlæja, þótt ég hafi verið hrædd um að hafa misst nefið mitt. Ein fyndin saga er líka þegar þú varst í heimsókn heima hjá mér í Danmörku á seinasta ári og þú fórst og keyptir rakvél handa mér í Lyngby Storcenter. Þú reyndir að tala dönsku við af- greiðslukonuna og sagðir: „Min pige vantar …“. Þú gast samt ekki orðað það þannig að hún skildi þig svo þú endaðir á að tala með höndunum og sýndir hvernig maður rakar skegg. Konan varð rugluð því þú varst búinn að gefa til kynna að ég væri stelpa og núna að ég væri skeggjuð. Svo komstu heim með rakvélina og sagðir mér þessa sögu en þú gast það varla því þú hlóst svo mikið. Þetta var í síðasta skipti sem ég sá þig áður en þú kvaddir heim- inn. Þú varst yndislegur afi minn og alltaf til staðar fyrir mig. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Takk fyrir að hafa verið besti afi sem til er. Ég elska þig. „Din pige,“ Sunna. Með tregablöndnum huga minnist ég nýlátins náins vinar og samstarfsmanns Fjölnis Björns- sonar, sem lést 3. október sl. Skyndileg veikindi hans komu á óvart. Þau leiddu á stuttum tíma til andláts hans. Hann hafði alla tíð verið hraustur um ævina og bar það með sér í fasi og fram- komu. Hann var ósérhlífinn til allra verka, heiðarlegur, jákvæð- ur og bóngóður þá leitað var til hans. Auk þess að hafa starfað með Fjölni um 30 ára skeið hjá Sjó- klæðagerðinni hf. 66°N vorum við tengdir fjölskylduböndum sem svilar, giftir samrýndum systrum, sem gerði samband fjölskyldna okkar nánara en ella. Dæturnar Dóra og Valdís, greindar og vel menntaðar, bera svipmót foreldranna og eru meyj- arblóminn þeirra ásamt barna- börnunum, sem voru hans stolt og honum alla tíð efst í huga. Fjölnir hóf störf hjá Sjóklæða- gerðinni ehf. í byrjun árs 1978 og starfaði alla tíð sem sölustjóri sjó- og vinnufatadeildar fyrirtækisins eða um 30 ára skeið. Í starfi sínu ávann Fjölnir sér trúnað og traust viðskiptavina sem og starfs- og forráðamanna. Hann átti stóran þátt í að skapa fyrirtækinu góðan orðstír með góðri og traustvekj- andi framkomu. Hann kunni þá list að tala við fólk og halda uppi góðum samræðum. Hann kunni vel að segja frá samferðafólki sínu og stundum með leikrænum til- þrifum sem voru honum eðlislæg en sem engan særði. Þá var glettni í augum þegar frásögnin komst á flug. Fjölnir hafði frá unga aldri starfað sem sjómaður og hafði afl- að sér stýri- og skipstjórnarrétt- inda, sem hann starfaði við m.a. hjá Skipaútgerð ríkisins í strand- ferðasiglingum um margra ára skeið. Það má því segja að það hafi verið rökvís ákvörðun hans að fara í land á réttum tíma og hefja störf hjá fyrirtæki sem var ná- tengt sjávarútvegi þar sem Sjó- klæðagerðin ehf. var, enda var hann flestum hnútum kunnugur á þeim vettvangi. Í nánum samskiptum fjöl- skyldna okkar minnumst við margra ánægjulegra samveru- stunda. Samverustundirnar á ættaróðali þeirra systra þar sem um er að ræða sögufrægan sum- arbústað, Birkihlíð á Laugar- vatni, sem var byggður af listmál- aranum Þórarni B. Þorlákssyni árið 1924. Þar áttu þau hjón og fjölskyldan ótaldar ánægjustund- ir bæði í leik og starfi. Þar var Fjölnir í forystu í framkvæmdum og viðhaldi staðarins í gegnum ár- in og átti þar stærstan þátt án þess að gengið sé á hlut annarra, sem þar komu að. Þar skilur hann eftir sig stórt skarð. Það verður ekki talað um Fjölni án þess að minnast eigin- konunnar Evu. Hún var klettur- inn að baki Fjölni þar sem eðl- iskostir hennar komu glöggt í ljós í fasi traustrar eiginkonu og mátti þar kenna eindrægni og festu í öllu hennar lífi. Ég þakka Fjölni samfylgdina og trúmennsku við mig og fjöl- skyldu mína og óska honum góðr- ar ferðar til fyrirheitna landsins. Þórarinn Elmar Jensen. Kær fjölskylduvinur og sam- starfsfélagi til margra ára er fall- inn frá eftir stutt veikindi. Það var fyrir um 50 árum sem ég hitti Fjölni í fyrsta sinn þegar hann var að slá sér upp með móð- ursystur minni Evu og var boðinn í mat á Bárugötuna, húsnæði afa og ömmu. Ég var búsettur þar þennan vetur hvaðan ég sótti lokaárið í menntaskóla. Man hvað mér fannst þessi eldhressi sjóari og stýrimaður skemmtilegur þar sem ég settist hjá honum inn í stofu meðan Eva var að sinna matreiðslunni. Eva var greinilega smá stressuð yfir pottunum og birtist eldsnöggt í dyragættinni og segir: „Fjölnir! geturðu nokk- uð skotist út í sjoppu að kaupa kók með matnum?“ Fjölnir var rétt svo búinn að loka útihurðinni á eftir sér þegar Eva rýkur í sím- ann og hringir í Svönu systur sína til að fá ráð varðandi matreiðsl- una. Sennilega hefur lítið verið drukkið af kók en þeim mun betur tekist til með matinn enda upphaf á farsælu hjónabandi. Tveimur árum síðar gerðist ég háseti á Esjunni þar sem Fjölnir var 1. stýrimaður. Þar sá maður hvað hann var virtur og vinsæll hjá áhöfninni enda duglegur og úrræðagóður. Minnist sérstak- lega hvað Tryggvi Blöndal skip- stjóri treysti mikið á Fjölni þegar erfið mál komu upp og kröfðust tafalausrar úrlausnar. Þá var iðu- lega viðkvæðið hjá honum: „Talið við Fjölni, hann leysir úr þessu.“ Árið 1977 hófum við Fjölnir báðir störf hjá Sjóklæðagerðinni 66°N. Þetta var þegar fyrirtækj- unum Max og Sjóklæðagerðinni var skipt upp milli tveggja eig- enda sinna og vörumerkið 66°N tekið upp og vöruframboðið stór- aukið. Fjölnir var þá ráðinn sem sölustjóri, en hann vildi komast í land eftir 20 ára farsælan feril sem stýrimaður og skipstjóri, en ég hóf störf nokkrum mánuðum fyrr sem fjármála- og framleiðslu- stjóri. Sölustarf á þessum tíma byggðist mest á persónulegum kynnum, símtölum og söluheim- sóknum. Þarna nýttust hæfileikar Fjölnis einstaklega vel, hann hafði gott tengslanet um landið og kunni að tala við menn á kjarn- yrtu máli eins og góðum stýri- manni sæmir. Þar komu líka ósér- hlífni hans, dugnaður, heiðarleiki og ekki síst skemmtileg fram- koma og skopskyn sér vel. Þegar ég hætti hjá 66°N og hóf störf á öðrum vettvangi árið 2008 tókum við upp gamla hefð frá 66°N að bjóða starfsmönnum upp á jólahangikjöt síðasta vinnudag- inn fyrir jól. Þá fannst okkur ómissandi upp á stemninguna að bjóða Fjölni og föður mínum sem stofnanda og fyrrverandi for- stjóra 66°N, það hélst alveg fram á síðasta ár þegar því var hætt vegna rekstrarbreytinga. Að leiðarlokum viljum við hjón- in þakka allar þær frábæru stund- ir sem við höfum átt með Fjölni og Evu gegnum árin. Þar ber fyrst að nefna þorrablót fjölskyldunnar þar sem Fjölnir var hrókur alls fagnaðar, öll jólaboðin, veiðiferð- irnar og samverustundir í fjöl- skyldubústaðnum á Laugarvatni en þar átti hann ófá handtökin sem ber að þakka. Elsku Eva, Dóra, Valdís, Rut og Bergþóra og fjölskyldur. Megi allar góðar vættir blessa ykkur og styrkja. Gestur Már, Ella Dóra og fjöl- skylda. Gestur Már Þórarinsson. Fjölnir vinur okkar er fallinn frá eftir snarpa en stutta glímu og enn fækkar í saumaklúbbnum sem nú hefur séð á bak fjórum fé- lögum á síðustu fjórum árum. Raunar er ekki hægt að kalla klúbbinn saumaklúbb þar sem hvorki hefur sést í nál eða prjón í tugi ára, miklu fremur vinkon- uklúbb þar sem við „strákarnir“ fengum aukaaðild, án atkvæðis- réttar, og þar sem léttleiki og lífs- gleði réðu ríkjum öllum stundum. Fjölni kynntumst við fyrir röskum 40 árum þegar Eva kippti honum í land úr skipstjórastóln- um og féll hann þá strax vel í klúbbinn. Við sem nú eftir sitjum syrgj- um góðan dreng og félaga, heil- steyptan, heiðarlegan eðaldreng. Af mörgu er að taka þegar litið er yfir farinn veg: Horfnar minningar hópast nú að og hugurinn reikar um víða, en tekur því nokkuð að tala um það hve tíminn er fljótur að líða. (Eiríkur Hansen) Þegar horft er til baka standa kvöldverðarboð hjá Evu og Fjölni upp úr í minningunni, bæði hjá þeim heima svo og í sælureitnum á Laugarvatni. Alltaf fór Fjölnir þá á kostum, sá um „kokkeríið“ með stæl, sama hvort það var rjómalöguð humarsúpa, strog- anoff eða grillað ljúfmeti, allt allt- af framúrskarandi ljúffengt. Þá er ferð okkar til Möggu og Óla í Lúxemborg fyrir nokkrum árum alltaf ofarlega í huga. Þar var dvalið í nokkra daga í frábær- um höndum „Lúxaranna“, vin- áttuböndin styrkt og samvistanna notið til hins ýtrasta. Frábærir dagar. Nú eru allir þessir dagar og boð að baki og fyrir það ber að þakka af hlýhug og þá einnig fyrir vináttuna, velvildina og minn- inguna um þennan dáðadreng. Við færum Evu, dætrum og öll- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk í sorg þeirra. Í minningu dauðlegra manna er margvísleg tákn að sjá: Sum árin, sem liðin eru, þar englavængi fá. (Guðmundur Böðvarsson) Saumaklúbburinn; Margrét, Sigríður, Ólafur og Leifur. Okkur langaði að minnast Fjölnis með nokkrum orðum. Í minningunni kemur hann okkur fyrir sjónir sem hress og skemmtilegur maður. Meðan Erna var að leggja lillurnar, sem þá voru Rut og Begga, þurftum við undirritaðar að fá smá „trít“ og það var Fjölnir boðinn og bú- inn að veita okkur. Því það voru ófá skiptin sem hann náði í okkur og fór með okkur í bíltúr. Þá var plötuspilarinn settur á og við hlustuðum á Bítlana og fleiri sem voru vinsælir á sjöunda áratugn- um. Fjölnir var mjög hress og gantaðist mikið við okkur um okk- ar málefni sem hann var alltaf vel að sér um. Alltaf var það á þann hátt að við skellihlógum að góðlát- legu gríninu og ummælum ýms- um um það sem efst var á baugi hjá okkur. Einhverju sinni langaði okkur alveg agalega mikið til að fara í bíó og sjá mynd sem hét „Húsið sem draup blóði“ í Hafnarbíó. Hún var bönnuð innan sextán og þetta var svolítið snúið. Því hvor- ug okkar hafði náð þeim aldri. Því brugðum við á það ráð að mála okkur og reyna að manna okkur svolítið upp til að geta komist inn. Við fórum í krumplakkskápurnar og sparifötin, settum á okkur ljósbláan augnskugga og rauðan varalit sem við stálumst í hjá Rut ömmu/mömmu. Svo þegar við spurðum Fjölni hvort við litum út fyrir að vera sextán, þá brosti hann bara og hvatti okkur til að prófa, en beið svo úti í bíl. Við fór- um með heimalagað poppkorn í brúnum bréfpoka og komumst inn. Stöldruðum þó stutt við á myndinni og héldum saman út, hönd í hönd. Við minnumst hans með ljós, birtu og yl í hjarta. Eygló Rut Óladóttir og Linda Kristín Ernudóttir. Fjölnir Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.