Morgunblaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Verð kr. 1990
NETVERSLUN gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
Hybrid.
Flottasta typa með öllum búnaði.
Listaverð 6.690.000,- Okkar verð er
800.000 lægra eða 5.890.000,-
Til sýnis á staðnum í nokkrum litum.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
á- og raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnu-
stofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-16. MS fræðslu- og félagsstarf
kl. 14-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Allir vel-
komnir. Það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa, sími 411-2600.
Boðinn Félagsstarf er lokað, einungis opið í hádegismat í Boðanum.
Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf fyrir eldri borgara verður í Bústaða-
kirkju í október vegna covid-19. Guð blessi ykkur öll og við sjáumst
hress þegar að öllu er óhætt. Hólmfríður djákni.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Thai chi kl. 9. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópurinn Kríur
kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Minnum á grímuskyldu í
félagsmiðstöðinni. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upp-
lýsingar i síma 411-2790.
Garðabær Kæru gestir, íþrótta- og félagsstarfið okkar er lokað tíma-
bundið en Jónshús er opið með fjöldatakmarkanir sem er 20 manns í
rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda áfram upp
á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á face-
booksíðu okkar https: //www.facebook.com/eldriborgararfelagsstarf-
gardabaer
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Hjúkrunarfræðingur kl. 10.30
Hádegismatur kl. 11.30. Jóga kl. 14.30–15.30.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Gönguferð kl. 13.30.
Korpúlfar Frjáls listmálun kl. 9 í Borgum, spjallhópur kl. 13 í Borgum.
Virðum sóttvarnir, sýnum samstöðu og styðjum hvert annað. Helgi-
stund, leikfimi og sundleikfimi fellur niður vegna Covid. Opið í Borg-
um frá kl. 8 til 16, minnum á grímskyldu og sprittvarnir.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er hópþjálfun með sjúkraþjálfara í
setustofu 2. hæðar kl. 10.15-11. Bókband verður í smiðju 1. hæðar kl.
13-17. Eftir hádegi verður einnig söngstund með píanóleik kl. 13.30-
14.30. Við minnum á að grímuskylda ríkir í félagsmiðstöðinni og því
verða allir að mæta með grímu í dagskrárliði. Verið öll velkomin til
okkar á Lindargötu 59!
Seltjarnarnes Ath. engin vatnsleikfimi í dag vegna lokunar sund-
staða. Ef viðrar fyrir útiveru þá púttum við á vellinum við Skólabraut
kl. 10.30. Að öðru leyti verður engin dagskrá á vegum félagsstarfsins í
dag. Þeir sem eiga leið um félagsaðstöðuna eru minntir á almennar
sóttvarnir, sprittun og grímuskyldu.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka-
bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 13. Kaffi og meðlæti er til
sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
✝ GuðmundaStefánsdóttir
fæddist í Skipanesi
í Leirársveit 20.
október 1926. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Höfða á
Akranesi 4. októ-
ber 2020. Hún var
dóttir Guðríðar
Ólafíu Jóhanns-
dóttur ljósmóður,
f. 13.6. 1888, d.
21.3. 1947, og Stefáns Ólafs
Jónassonar bónda, f. 18.5.
1884, d. 11.6. 1927. Systkini
hennar voru Jónas, f. 1909, Jó-
hann, f. 1912, Þorsteinn, f.
1914, og Guðlaug, f. 1918, en
öll eru þau látin.
Guðmunda giftist hinn 14.
desember 1946 Magnúsi Magn-
ússyni skipasmið, f. 18.2. 1909,
d. 12.10. 1999, frá Söndum á
Akranesi. Börn þeirra eru: 1)
Magnús, f. 31.7. 1948. Sam-
býliskona hans er Halla Bergs-
dóttir, f. 20.4. 1948. Magnús á
tvær dætur með Margréti
Markúsdóttur, Berglindi, f.
1976, gift Jónasi Ríkharð Jóns-
syni, f. 1975, eiga þau þrjú
börn, og Þóru, f. 1980, gift
Birni Inga Björnssyni, f. 1974,
eiga þau þrjá syni. 2) Guð-
munda Magnea, f.
30.8. 1950, gift
Sæmundi Hafsteini
Jóhannessyni, f.
28.12. 1950, d.
12.2. 2018. Þau
eignuðust þrjú
börn, Magnús
Orra, f. 1974,
kvæntur Guðrúnu
Gísladóttur, f.
1979, eiga þau
þrjú börn, Jó-
hönnu Friðriku, f. 1980, á hún
einn son, og Guðmund Óla, f.
1987, d. 1988. 3) Guðríður
Ólafía, f. 13.1. 1955.
Munda, eins og hún var allt-
af kölluð, ólst upp í Skipanesi
en flutti á Akranes á 15. ári.
Þar starfaði hún m.a. í fisk-
verkun, á saumastofu og í mat-
arbúð. Eftir að börnin fæddust
var hún heimavinnandi hús-
móðir á Krókatúni 6 og bjó þar
þangað til hún flutti á Höfða
2016. Hún hafði yndi af alls
konar hannyrðum, prjónaði
m.a. lopapeysur í áratugi.
Útförin fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 13. október
2020, klukkan 13. Vegna að-
stæðna í þjóðfélaginu geta að-
eins nánustu ættingjar og vinir
verið viðstaddir útförina.
Munda tók mér opnum örm-
um í orðsins fyllstu merkingu
þegar ég kom inn í fjölskylduna
fyrir rúmlega tuttugu árum þeg-
ar ég kynntist Magga syni henn-
ar. Einmitt þess vegna hafa síð-
ustu mánuðir verið ákaflega
erfiðir með öllum þeim varúðar-
reglum og fjarlægðartakmörk-
unum sem gilda í dag. Að geta
ekki faðmað Mundu eins og allt-
af þegar við hittumst.
Munda ólst upp í sveit með
foreldrum sínum og fjórum
systkinum en faðir hennar féll
frá þegar hún var á fyrsta árinu.
Síðan lést bróðir hennar Jónas
aðeins tuttugu og fjögurra ára að
aldri. Þetta hefur verið mikil og
erfið lífsbarátta fyrir fjölskyld-
una þessi ár í sveitinni. En móðir
Mundu var ljósmóðir og hefur
það haft mikið að segja þegar
þurfti að framfleyta fjölskyld-
unni.
Þegar Munda er á fimmtánda
ári flytur móðir hennar á Akra-
nes. Þar vinnur Munda ýmis
störf; í verslun, við fiskvinnslu og
saumaskap, en eftir að hún gift-
ist var hún heimavinnandi hús-
móðir. Samhliða heimilisstörfun-
um fór hún að prjóna lopapeysur
og það má með sanni segja að
henni féll ekki verk úr hendi.
Síðan þurfti að koma peysunum í
búðir og fór hún því fyrstu árin
með vinkonum sínum með Akra-
borginni til Reykjavíkur. Þegar
erindinu var lokið fengu þær sér
kaffi á Hressó. Fann ég að þess-
ar ferðir höfðu verið hin besta
skemmtun. Munda saumaði líka
út og sagðist alveg gleyma sér
því þetta þætti sér svo skemmti-
legt. Nú er mikið talað um núvit-
und og er ég sannfærð um að út-
saumurinn var hennar
núvitundarstund.
Munda var skipulögð í heim-
ilishaldi. Keypt var í matinn einu
sinni í viku og spurningin hvað á
að vera í matinn var ekki vanda-
mál eða að það vantaði eitthvað.
Allt var til reiðu og enginn flýtir
á neinu. Alltaf tími til að fá sér
kaffi í rólegheitum eftir matinn
eða kvöldkaffi.
Þegar fyrsti bíllinn kom til
sögunnar var farið í bíltúra og
naut Munda þess að skoða sig
um. Munda hafði líka mjög gam-
an af veiðiskap, í sveitinni hafði
hún vitjað um net í fjörunni og
þótt leiðin væri nokkuð löng var
spennandi að fylgjast með hvað
hafði komið í netin. Einnig sagði
hún oft frá því að hún hefði veitt
í læk einum í nágrenninu. Hún
fór í veiðiferðir með Magnúsi
manni sínum og einnig með
tengdasyni og fjölskyldunni í
Vatnsá og veiddi þar maríulax-
inn sinn um áttrætt. Svo var far-
ið í berjamó og tínt af kappi, síð-
an var unnin úr berjunum saft
og notað í ýmsa matargerð svo
sem súpu og grauta. Svo var
ræktað margs konar grænmeti
sem sumt þurfti líka að forrækta
með mikilli natni.
Síðustu fjögur árin dvaldi
Munda á dvalarheimilinu Höfða.
Munda var alsæl á Höfða; tók
þátt í ýmsu starfi sem þar var í
boði svo sem handavinnu, göngu-
ferðum, líkamsrækt og fleira. Í
hvert skipti sem ég kom á Höfða
hafði hún orð á því hve dásam-
legt allt starfsfólkið væri.
Já, það er margs að minnast
þegar litið er yfir farinn veg en
það sem er mér efst í huga er
hlýjan sem ég fann alltaf fyrir og
yljar mér nú í hvert skipti sem
ég hugsa um elsku Mundu.
Halla Bergsdóttir.
Það voru ófá skrefin sem ég
tók upp stigann til ömmu í æsku
og alltaf tók hún svo vel á móti
mér. Ég tengdist henni strax til-
finningaböndum og sat mikið hjá
henni í prjónaherberginu í spjalli
um allt milli himins og jarðar.
Eftir skilnað foreldra minna var
ég oft uppi hjá ömmu á pabba-
helgunum sökum sterkra banda
okkar á milli. Ég fór aldrei að
sofa fyrr en ég hafði farið upp og
kysst hana góða nótt. Með ryk í
augunum og hlýju í hjarta minn-
ist ég þess að vera ævinlega
heppin með ömmu.
Hún var alltaf svo glöð að
heyra í mér og hún sparaði ekki
orðin þegar ég tilkynnti komu
mína í heimsókn með fjölskyld-
una, en það var alltaf glatt á
hjalla þegar við mættum í helg-
arheimsókn upp á Skaga, afi á
neðri hæðinni og langamma á
efri hæðinni, börnin sérstaklega
glöð með þessa dekurferð til
langömmu sem var fljót að
hlaupa upp til handa og fóta að
baka og græja allskyns kræsing-
ar fyrir komu okkar. Við fundum
mikið fyrir væntumþykju hennar
og hlýju.
Amma var ekki mikið fyrir
ævintýramennsku og naut sín
best heima við prjónaskap og út-
saum ásamt því að hitta ástvini
sína, sérstaklega í seinni tíð.
Hún var hörkudugleg prjóna-
maskína sem gleymdi sér iðulega
við lopapeysurnar og síðan síð-
ustu árin mikið við útsaum. Hún
sagði að prjónninn hefði svo góð
og róandi áhrif á sig.
Ég mun sakna þess að vita
ekki af henni á Höfða þar sem
henni leið langbest síðustu ár og
var hún endalaust ánægð með
þjónustuna, ég held jafnvel að
hún hafi verið búin að tryggja
pláss fyrir mig í ellinni, því
þarna skyldi ég einnig vera, hjá
þessu dásemdarfólki sem hugs-
aði svo vel um hana. „Þú finnur
hvergi betra fólk en hérna á
Höfða,“ sagði hún oft við mig
orðrétt, sem segir allt um dvöl
hennar þar.
Ég veit að ömmu líður vel
núna hjá afa, hann er eflaust bú-
inn að bíða eftir henni í nokkurn
tíma svo það er gott að vita af
þeim saman í englaheiminum.
Amma, ég mun alltaf sakna þín
og þú ert í hjarta mínu um alla
ævi.
Þín
Berglind.
Guðmunda
Stefánsdóttir
Öllu er afmarkað-
ur tími og tími okk-
ar mömmu er liðinn.
Það er margs að
minnast og margt að þakka fyrir
kærleikann og umhyggjuna fyrir
börnum mínum og maka, sem er
ómetanlegt og dýrmætar minn-
ingar að ylja sér við. Ég er þakk-
lát fyrir að hafa geta grátið örlög
þín og móðurmissinn í þínum
faðmi, það er ekki sjálfgefið að fá
huggun mömmu sinnar í þeim
kringumstæðum og hjálp til sátt-
ar við það sem var óumflýjanlegt.
Hún ætlaði svo sannarlega að
eyða sumrinu í annað en að liggja
sárþjáð. Stórafmæli, útskriftir,
fæðing, utanlandsferð og fleira
spennandi var á dagskránni.
Þeim mun þéttari sem dagskráin
var með uppákomum því ham-
ingjusamari var hún mamma.
Ávallt reiðubúin með tækifær-
iskort og gjafir og tilbúin að
gleðjast með vinum og vanda-
mönnum.
Hún var mörgum kostum búin
hún mamma, samviskusöm,
vandvirk, fyndin, glaðvær, skap-
andi, traust vinum sínum og ákaf-
lega fróðleiksfús. Listakokkur og
bakari, handavinnu sinnti hún af
vandvirkni. Það er stórt skarð
Helen Þorkelsson
✝ Helen Þorkels-son fæddist 4.
júlí 1940. Hún lést
29. september
2020.
Útför hennar fór
fram 12. október
2020.
fyrir skildi og mikið
er tómlegt hér í
Víðilundinum þar
sem hún bjó og
henni leið svo vel.
Ég þakka fyrir sam-
fylgdina, elsku
hjartans mamma
mín, blessuð sé
minning þín.
„Þar sem jökulinn ber
við loft hættir landið að
vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í
himninum, þar búa ekki framar neinar
sorgir og þessvegna er gleðin ekki
nauðsynleg. Þar ríkir fegurðin ein ofar
hverri kröfu.“
– Heimsljós – Fegurð himinsins
(Halldór Laxness.)
Þín dóttir,
Halla Björgvinsdóttir
Þorkelsson.
Ástkær móðir mín er farin í
sumarlandið góða að hitta horfna
ástvini sína. Þar verða fagnaðar-
fundir. Að trúa á líf eftir þetta líf
er gott. Góður guð tekur vel á
móti mömmu minni. Hún var
ótrúlega skemmtileg, lífsglöð og
jákvæð. Ef eitthvað var erfitt eða
leiðinlegt þá fann hún það já-
kvæða og það góða í öllu. Hún var
mikil félagsvera og átti erfitt með
að vera kyrr og flögraði um eins
og fiðrildi. Alltaf vinnandi í mörg-
um áhugamálum; spilamennsku,
prjónaklúbbi, dansi, í matarboð-
um, prjónandi, málhress, skap-
andi í listum, námskeiðum og
margt fleira. Mamma mín var
líka vinur minn, hún var lítið eldri
en ég. Við áttum margar sam-
verustundir, til dæmis talaði hún
oft um litlu skólasystkinin sín.
Gat rakið ættir fólks, hún var
mannglögg, ættfróð og hafði
mikla frásagnargleði. Upplifði ég
hennar æsku og æskuvini eins og
ég þekkti þau. Þetta voru
skemmtilegar stundir sem hún
sagði alltaf fallega frá og þá var
nú gaman. En hún átti sína
drauma, vonir og þrár. Það eru
alltaf tvær hliðar, en hún kaus
alltaf þá góðu. Takk fyrir að vera
mamma mín og amma barna
minna og langaló. Guð geymi þig.
Ef vér lifum, lifum vér drottni, og ef vér
deyjum, deyjum vér drottni. Hvort sem
þess vegna lifum eða deyjum, þá erum
vér drottins.
(Róm 14:8)
Þín dóttir,
Erla Björg Þorkelsson.
Elsku mamma mín. Þú fylltir
hjarta mitt af litum og listsköpun.
Þú kenndir mér svo mikið og
margt mikilvægt í gegn um líf
okkar saman og langar mig að
nefna víðsýni og hjálpsemi.
Allar sögurnar þínar í ljóðum
og myndum lýsa nú okkur í hjart-
anu.
Ég bið þess nú að þið sonur
minn og ömmubarn þitt, hann
Blængur Mikael Bogason, fáið
ykkar langþráða faðmlag á bak
við hlið regnbogans.
Það er þungbært að kveðja
þig. Hæfileikar þínir svo margir,
alla tíð varstu full af drifkrafti og
dugnaði.
Ég minnist hæfileika þinna í
matreiðslu, bakstri, leirlist, gler-
list, ritlist og prjónaskap. Þú
varst stór persónuleiki, vinmörg,
bænheit og trúuð. Þú snertir líf
margra með hjálpsemi þinni. Þú
varst víðlesin og hafðir gaman af
nýjungum. Mikill húmoristi,
prakkari og tókst jafnvel að þér
hlutverk skemmtikrafts.
Skemmtileg, góð, natin og um-
vefjandi amma. Þakka þér fyrir
lífið sem þú gafst.
Ég skal mála allan heiminn elsku
mamma,
eintómt sólskin, bjart og jafnt.
Þó að dimmi að með daga kalda og
skamma,
dagar þínir verða ljósir allir samt.
Litlu blómin, sem þig langar til að
kaupa,
skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.
Ég skal mála allan heiminn elsku
mamma,
svo alltaf skíni sól í húsið þitt.
Óskaðu þér mamma, alls sem þú vilt fá,
ennþá á ég liti, til hvers sem verða má.
Allar heimsins stjörnur og ævintýrafjöll
óskaðu þér mamma svo lita ég þau öll.
Ég skal mála allan heiminn elsku
mamma,
eintómt sólskin, bjart og jafnt.
Þó að dimmi að með daga kalda og
skamma,
dagar þínir verða ljósir allir samt.
Litlu blómin, sem þig langar til að
kaupa,
skal ég lita hér á teikniblaðið mitt.
Ég skal mála allan heiminn elsku
mamma,
svo alltaf skíni sól í húsið þitt.
(Þýð. Hinrik Bjarnason)
Þín
Emma Agneta Björgvins-
dóttir og Sigtryggur
Kristófer Kjartansson.