Morgunblaðið - 13.10.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Við komum víða við í ár, heimsækjum
fjölda fólks og verðummeð fullt af
spennandi efni fyrir alla aldurshópa.
Kemur út 26. 11. 2020
Morgunblaðsins
Jólablað
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Samtöl við vini og fjölskyldu-
meðlimi ganga ekki sem skyldi í dag. Hug-
myndir þeirra munu gera það að verkum
að þú ferð að hlusta betur á sjónarmið
annarra.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú mátt búast við því að heimili þitt
og fjölskylda þurfi meiri athygli en ella.
Vinur vill láta óánægju sína í ljós en bentu
honum á að fara varlega.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þeir hlutir sem þú hefur látið þig
dreyma um svo lengi eru ekki eins fjar-
lægir og þú vilt vera láta.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú getur ekki ætlast til þess að
aðrir viti hvað þú hugsar ef þú þegir, fólk
les ekki hugsanir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Munið að hvatning er betra veganesti
en aðfinnslur. Settu þér skýr markmið og
treystu því síðan að tekjur úr nýrri átt
hjálpi til við að flýta ferlinu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ættir að nota daginn til að taka
skref í ástamálunum. Gefðu þér góðan
tíma til þess að velja og hafna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það getur verið varasamt að fara um
ókunnar slóðir án nokkurs undirbúnings.
Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á
hlutunum og það ber líka að virða.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er ekki mikill tími til
stefnu svo þú verður að hraða þér ef þú
ætlar að ljúka verkefnunum í tæka tíð.
Láttu sköpunarhæfileika þína leiða þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Leyfðu sköpunargáfu þinni að
fá útrás. Best væri ef þú gætir látið að-
finnslursem vind um eyru þjóta.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ekki láta fjarlægðina draga úr
þér með að hafa samband við gamlan vin
eða vandamann. Ef þú helgar þig göfugum
málstað tekst þér að ná þínum metnaðar-
fyllstu takmörkum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hógværð er góður kostur en
þú mátt samt ekki láta fólk misnota góð-
vild þína. Ekki gleyma að setja þitt eigið
nafn á lista yfir þá sem þú vilt veita að-
stoð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Að treysta einhverjum sem maður
þekkir varla er hluti af ævintýri dagsins í
dag. Allir hafa gott af smátilbreytingu.
ehf. Kristinn stofnaði ásamt Lög-
mönnum Hafnarfirði Ráðgjafastofuna
ehf. og Bókhaldsstofuna ehf. og rak til
ársins 2002. Þá fór hann inn í fjöl-
skyldufyrirtækið Ris, þar til hann fór
að starfa sjálfstætt í ráðgjafarfyrir-
tæki sínu Kjöri ehf. ásamt því að
starfa sem deildarstjóri skrifstofu
VHE ehf. þar sem hann hefur starfað
síðan. Kristinn hefur einnig gegnt
mörgum trúnaðarstörfum fyrir Frí-
Skotlands þar sem Kristinn starfaði
sem framkvæmdastjóri hjá Eiderknit
UK Ltd, dótturfyrirtæki Hildu hf.
Þar lék hann einnig körfubolta með
syni sínum, Jörundi, og urðu þeir
skoskir þriðjudeildarmeistarar árið
1991. Fjölskyldan flutti aftur heim
sama ár og Kristinn varð skrifstofu-
og fjármálastjóri hjá Byggðaverki
ehf. fram til ársins 1995 þegar hann
stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Kjör
K
ristinn Jörundsson
fæddist 13.10. 1950 á
sjúkrahúsinu í Vest-
mannaeyjum, en fjöl-
skyldan bjó lengst af í
Álfheimum og síðar í Garðabæ. Krist-
inn var í Langholtsskóla frá átta ára
aldri og tók landspróf í Vogaskóla
1966. Hann var í fyrsta árgangi MH
og útskrifaðist 1970 og lauk viðskipta-
fræði frá HÍ árið 1974.
„Ég var í sveit hjá frábæru fólki á
Viðivöllum Fremri í Fljótsdal í Norð-
ur-Múlasýslu frá 1958-63 og ég hef
búið að þessum tíma alla ævi.“
Átta ára gamall byrjaði Kristinn að
æfa körfubolta hjá ÍR undir hand-
leiðslu Einars Ólafssonar, sem var
íþróttakennari hans við Langholts-
skóla, en eiginkona Einars, Guðfinna
Kristjánsdóttir, var aðalkennari hans
í barnaskólanum. Kristinn varð strax
öflugur liðsmaður í körfunni og vann
ýmsa titla í yngri flokkunum. Hann
spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki
haustið 1968 og þeir urðu Íslands-
meistarar sjö sinnum næstu níu árin,
en Kristinn var fyrirliði lengst af þeim
tíma. Kristinn var með meistaraflokki
ÍR allt til ársins 1989 fyrir utan eitt ár
sem hann þjálfaði og spilaði með
Íþróttafélagi stúdenta.
Meðan Kristinn var að mennta sig
vann hann ýmis störf á sumrin, var í
gatnagerð, var öskukarl, í bygginga-
vinnu, í frystihúsi, hjá Ríkisendur-
skoðun og eitt sumar í húsgagna-
verslun og smíðastofu á Húsavík sem
hann notaði líka til að þjálfa fótbolta
hjá Völsungi og spilaði með þeim í 2.
deild það sumar.
„Síðasta árið í viðskiptafræðinni
vann ég í hlutastarfi í hagdeild Lands-
banka Íslands og byrjaði þar síðan í
fullu starfi þegar ég útskrifaðist úr
Háskólanum og vann þar til ársins
1983 að ég varð skrifstofu- og fjár-
málastjóri hjá Hildu hf.“ Kristinn fór
á námskeið til Bandaríkjanna í tvo
mánuði á vegum bankans og nýtti tím-
ann líka til að spila fótbolta með liði í
New Jersey. „Maður þurfti að standa
í röð og sanna tilvist sína og sýna til-
skilin leyfi áður en hver leikur hófst.“
Liðið vann deildina svo Kristinn er
líka deildarmeistari í Bandaríkjunum.
Árið 1989 fluttist fjölskyldan til
múrararegluna frá árinu 1999.
Ferill Kristins í íþróttum er ótrú-
legur því hann spilaði 79 landsleiki í
körfubolta á árunum 1970-81 og var
oft fyrirliði liðsins. Hann hefur verið
valinn körfuboltamaður ársins þrisv-
ar og tvisvar besti leikmaður úrvals-
deildarinnar. Einnig hefur Kristinn
haldið merki körfuboltans á loft og
miðlað til yngri kynslóða, en hann
hefur þjálfað bæði yngri flokka og
Kristinn Jörundsson, viðskiptafræðingur og íþróttamaður – 70 ára
Hjónin Kristinn og Steinunn í ferð í Jerúsalem með Frímúrurum, en Kristinn varð Frímúrari árið 1999.
81 landsleikur í tveimur greinum
Fótbolti Kristinn að skora fjórða markið í 5-2 sigri Fram á ÍBA. Körfubolti Kristinn lék 79 landsleiki í körfubolta.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Drengur Einarsson fæddist
á Landspítalanum 29. september
2920. Hann vó 3.290 g og var 51 cm
að lengd. Foreldrar hans eru Björg
Brynjarsdóttir og Einar Sigurðsson.
Nýr borgari
30 ára Björg ólst upp
bæði í Reykjavík og í
Vestmannaeyjum en
býr núna í Reykjavík.
Björg er verkfræðingur
og hefur bæði starfað
hjá ISAVIA og í eigin
fyrirtæki, en er núna í
barnsburðarleyfi. Björg hefur mikinn
áhuga á matreiðslu og svo allri útiveru
og samveru með fjölskyldunni.
Maki: Einar Sigurðsson, f. 1991, verk-
fræðingur hjá Norðuráli.
Barn: Drengur Einarsson, f. 2020.
Foreldrar: Ester Hafsteinsdóttir, f. 1961,
lífeindafræðingur hjá Teva Pharma í
Hafnarfirði, og Sigurgeir Brynjar Krist-
geirsson, f. 1960, framkvæmdastjóri í
vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Björg
Brynjarsdóttir
40 ára Dagbjört Erla
ólst upp í Breiðholtinu
og býr enn í Reykjavík.
Hún er yfirlögfræð-
ingur fasteignafélags-
ins Regins hf. Dag-
björt Erla hefur mikinn
áhuga á ferðalögum
og svo allri útivist og íþróttum. Hún fer
mikið á skíði, hefur gaman af því að
veiða og svo stundar hún sjósund.
Maki: Ásgeir Einarsson, f. 1978, eigandi
og framkvæmdastjóri Egils Árnasonar og
Harðviðarvals.
Synir: Einar Orri, f. 2009, og Ásgeir
Smári, f. 2010.
Foreldrar: Einar E. Guðmundsson, f.
1950, viðskiptafræðingur og Jóna Gunn-
arsdóttir, f. 1948, kennari.
Dagbjört Erla
Einarsdóttir