Morgunblaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 26
NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Los Angeles Lakers vann sautjánda NBA-meistaratitil sinn á sunnu- dagskvöld í kúlunni í Orlando eftir stórsigur á Miami Heat, 106:93, í sjötta leik liðanna í lokaúrslitum deildarinnar. Einvíginu lauk þannig 4:2. Lakers hefur þar með jafnað titlamet Boston Celtics, en Boston vann þrettán af sínum meistara- titlum áður en deildin sameinaðist gömlu ABA-deildinni í núverandi fyrirkomulag árið 1976. Lakers hef- ur unnið ellefu titla síðan deildin stækkaði og gerði erfiðara fyrir lið að vinna ár eftir ár með launaþaki og frelsi leikmanna til að skipta um lið eftir að hafa uppfylt samninga sína. Þetta var í 33. sinn sem Lakers var í úrslitarimmunni, en Boston kemur næst með 21. Með því að jafna tölu meistaratitla geta áhang- endur Lakers svo sannarlega sagt að þeirra lið sé nú með besta árang- ur allra liða í sögu deildarinnar. Þetta var einnig fjórði titill Le- Bron James með þremur liðum og má segja að hann sé kominn í hóp 4-5 bestu leikmanna deildarinnar frá upphafi, þótt margir NBA-spekúl- antar líti á Michel Jordan sem besta leikmanninn frá upphafi. Aðeins fjórir NBA-leikmenn hafa unnið meistaratitla með þremur liðum; John Salley, Robert Horr, og Danny Green. James er nú kominn í þennan hóp. Allir þessir leikmenn unnu þriðja titilinn hjá Lakers. Betra liðið fer í gang Lakers virtist hafa þessa rimmu í sínum höndum eftir að hafa náð 3:1- forystu og bjuggust flestir við að tit- illinn yrði innsiglaður á föstudag í fimmta leiknum, enda Lakers með betra lið. Jimmy Butler og félagar voru hins vegar ekki tilbúnir að fara í frí og Miami vann þann leik, 111:108, á lokasekúndunum. Svo leit út að keppnisskapið vantaði hjá La- kers í þeim leik og 3:2-staða var allt í einu í einvíginu. Butler lék nær allar leikmínútur fjórða og fimmta leiks- ins, og spurningin var hvort hann gæti gert það að nýju í þeim sjötta. Frank Vogel, þjálfari Lakers, ákvað að skipta út í byrjunarliðinu í sjötta leiknum með því að setja bak- vörðinn Alex Caruso í stað miðherj- ans Dwights Howards. Við það opn- aðist sóknarleikurinn hjá Lakers, á sama tíma sem svo virtist að keppn- isskapið hefði blossað upp aftur. Lakers-liðið tók smám saman hel- tök í fyrri hálfleiknum. Vörn liðsins var mjög virk og hart var barist um hvern bolta. Í öðrum leikhlutanum má segja að úrslitin í þessum leik – og þar með lykillinn að þessum síð- asta titli Lakers – hafi verið ráðin. Staðan var 28:20 eftir fyrsta leik- hlutann, en í öðrum hlutanum fór vörn Lakers í annan gír og leit út fyrir að Heat-liðið væri að reyna að stöðva brim sín megin. Lakers setti 36 stig í leikhlutanum gegn sextán hjá Heat, mest fyrir tilstilli Kentav- ious Caldwell-Popes og Rajons Rondos, sem skoruðu tuttugu af 36 stigum liðsins í leikhlutanum. Allt í einu var kominn 28 stiga munur í hálfleik, 64:36. Augljóst var á þessum tímapunkti leiksins að lið Miami var sprungið. Þar var engin orka til staðar og því var eftirleikur Lakers auðveldur. Strax í leikslok heyrði ég í tölu- verðum rakettusprengingum hér í bæ og hundruð áhangenda Lakers söfnuðust saman við Staples Center, en sem betur fer virtust flestir hegða sér vel þótt fæstir hafi farið að leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda hvað varðar almenningssamkomur. Íþróttaeðjótar hér í bæ geta nú beint athygli sinni að Dodgers- hafnaboltaliðinu, en það er talið sig- urstranglegasta liðið í úrslitakeppni þeirrar deildar. Uppfylla væntingar Þetta var vissulega kærkominn titill fyrir Lakers eftir bæði lengsta keppnistímabil í sögu deildarinnar og dauða stórstjörnunnar Kobes Bryants í febrúar rétt fyrir stöðvun keppninnar í mars. Eigandi Lakers, Jeanie Buss (dóttir langvarandi eiganda liðsins, Jerry Buss), var bæði kát og hrærð þegar hún tók við meistarastyttunni af forseta NBA, Adam Silver, eftir leikinn og ávarpaði leikmenn. „Þið hafið skrifað ykkar einstaka kafla í frábærri sögu Lakers. Saman höfum við öll hjá Lakers upplifað hræðileg- an missi þegar Kobe dó og þessi stytta minnir okkur á að þegar við öll sameinumst um ákveðið markmið geta ótrúlegir hlutir gerst.“ LeBron James var kosinn leik- maður lokaúrslitanna og átti þann heiður vel skilinn. Hann skoraði 30 stig, tók tólf fráköst, og var með 59% skotnýtingu í rimmunni. „Þetta er mjög þýðingarmikill titill fyrir mig og ég er hreykinn af að leika fyrir þetta sögufræga lið. Ég sagði Jeanie þegar ég kom til Lakers fyrir tveim- ur árum að ég myndi koma Lakers á toppinn þar sem það á að vera,“ sagði hann þegar hann tók við verð- launastyttu sinni. Miami getur verið hreykið af frammistöðu sinni í þessari úr- slitakeppni, þrátt fyrir þetta tap. Liðið rakst þó á endanum á tvíhöfða skrímslið James og Davis, og Heat átti ekkert svar við þeim í lokin. Lið- ið var einnig óheppið með meiðsl lykilleikmanna í lokarimmunni. Þetta er þó ungt lið með góða framtíð. Klassarekið lið af Pat Riley og Erik Spoelstra. Bræðir hjörtu Lakersaðdáenda Þegar James samdi við Lakers fyrir tveimur árum var hann að taka mikla áhættu í að vera með liði sem myndi blanda sér í toppbaráttunua í deildinni. Hann var að fara til liðs sem var í uppbyggingu og hafði ekki svo mikið sem þefað af úrslitarimm- unni í sterkri vesturdeildinni síðan Kobe Bryant og félagar unnu titilinn 2010. Á fyrsta blaðamannafundinum eftir að hafa komið hingað til Los Angeles var hann spurður hvernig hann gæti öðlast virðingu Lakers- aðdáenda hér í borg. „Hver? Ég?“ svaraði hann. „Ég gerði fjögurra ára samning,“ bætti hann við hlæjandi. „Ég veit ekki hvað annað ég get gert.“ Á blaðamannafundi fyrir fimmta leikinn var hann inntur af fréttarit- ara frá Los Angeles eftir þessum ummælum sínum þá. „Það sem ég hef smám saman skilið á undan- förnum tveimur árum er að fyrir aðdáendur Lakers skiptir engu máli hvað þú hefur afrekað áður en þú kemur til liðsins. Það er aðeins hvað þú hefur gert í Lakers-treyjunni sem skiptir þá máli.“ Eftir tveggja ára strit með Lak- ers, þar sem sumir sökuðu hann um að hafa komið til Los Angeles til að gera kvikmyndir frekar en nokkuð annað, hefur honum tekist að bræða kröfuhörð hjörtu Lakers-aðdáenda hér í bæ og er nú orðinn íþrótta- kóngur Los Angeles, en Lakers er langvinsælasta liðið hér í borg. Lakers var sápuópera fyrsta árið hans hjá liðinu og það má segja að James hafði gert lítið til að vinna kröfuharða Lakers-eðjóta hér í bæ. Hann var eins og aðkomumaður hjá Lakers, frekar en andlit liðsins út á við. Það var ekki fyrr en fram- kvæmdastjóri Lakers, Rob Pelinka, sendi fjóra unga leikmenn til New Orleans í skiptum fyrir Anthony Davis að hlutirnir loks fóru að smella saman fyrir Lakers og James. Eftir það var það bara spurning um að finna leikmenn sem gætu spilað vel með þessu tvíeyki. Lakers var enn að nýju í barátt- unni um titilinn eftir áratuga bið. Liðið er nú aftur komið á toppinn með James í fararbroddi og hann mun á næstunni byrja undirbúning- inn að því að vinna fimmta meist- aratitilinn á næsta keppnistímabili, því sá sem er með kórónuna (og ég á ekki hér við vírusinn) er ávallt óró- legur. Kúlan ekki til framtíðar Hrósa má NBA-deildinni fyrir keppnina í kúlunni í Disneyheimi, en forráðamenn hennar lögðu mikla vinnu í skipulagninguna í sumar og það skilaði sér í því að ekki ein ein- asta Covid-skimun kom til baka með smit. Það voru hundruð leikmanna og starfsfólk liðanna, auk 6.500 starfsmanna í kringum hótelin, veit- ingastaðina og leikina sjálfa. Ekki eitt einasta smit í skimunum á öllum þeim fjölda í fjóra mánuði. Leikmenn fórnuðu miklu með því að fara í kúluna, en útborgun (þeir fá ekki laun ef engir leikir eru spilaðir) er leikmönnum ávallt mikilvæg og það var aldrei spurning um að þeir myndu fórna því sem til þurfti til að klára keppnistímabilið. Deildin mun að öllu óbreyttu hefja leik að nýju um áramótin, en það verður víst annað skipulag á þeirri keppni. Keppnistímabilið á næsta ári mun hins vegar sjálfsagt fara vel fram yfir júnímánuð. Sigur eftir strit í áratug  Lakers lagði Miami í sjötta leiknum og jafnaði titlamet Boston  LeBron James besti leikmaðurinn og efndi loforðið um að koma Lakers á toppinn AFP Meistarar LeBron James fagnar með félögum sínu í Lakers. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 Bandaríkin New York City – New England ............ 1:2  Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 70 mínúturnar með New York.  Efst í Austurdeild: Toronto 37, Phila- delphia 34, Columbus 31, Orlando 30, New York City 26, New England Revolution 25, New York Red Bulls 23, Montreal 20.  Efst í Vesturdeild: Seattle 30, Portland 30, Kansas City 29, Los Angeles 24, Minne- sota 23, Dallas 21, San José 20.  Danmörk Ribe-Esbjerg – Fredericia ................. 31:32  Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson eitt en Daníel Þór Ingason skoraði ekki.  Staðan: Aalborg 15, GOG 12, Mors 11, Holstebro 10, Bjerringbro/Silkeborg 10, Skanderborg 9, SönderjyskE 9, Skjern 9, Kolding 6, Aarhus 4, Fredericia 4, Ribe- Esbjerg 3, Ringsted 0, Lemvig 0.   Úrslitakeppni NBA Sjötti úrslitaleikur: Miami – LA Lakers ............................ 93:106  Lakers sigraði 4:2 og er NBA-meistari 2020.   Sara Björk Gunnarsdóttir, lands- liðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur ekkert náð að spila með Evrópu- og Frakklandsmeisturum Lyon eftir að hún lék með íslenska landsliðinu gegn Lettum og Svíum. Sara hefur misst af þremur leikjum hjá Lyon síðan þá. „Ég er búin að vera slæm í hásin- unum í smátíma og hef þar af leið- andi ekki getað tekið þátt í þessum leikjum. Ég er að komast aftur af stað í þessari viku og reikna með því að vera með á föstudaginn kem- ur,“ sagði Sara við mbl.is í gær. Sara Björk er að jafna sig Morgunblaðið/Eggert Frakkland Sara Björk gæti verið með í næsta leik Lyon. Íslendingaliðinu Ribe-Esbjerg gengur ekki nógu vel að safna stig- um í danska handboltanum. Í gær tapaði liðið naumlega á heimavelli fyrir Federicia 31:32 og er liðið með 3 stig eftir 7 leiki í 12. sæti deildarinnar. Rúnar Kárason var atkvæðamik- ill eins og oft áður fyrir Esbjerg. Skoraði hann fjögur mörk úr níu skottilraunum og gaf sex stoðsend- ingar á samherja sína. Gunnar Steinn Jónsson skaut einu sinni á makrið og það heppnaðist. Daníel Ingason tók einnig þátt í leiknum. Naumt tap hjá Íslendingunum Morgunblaðið/Hari Stoðsendingar Rúnar Kárason gaf sex stoðsendingar á samherjana.  Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum þarf að sætta sig við að sitja heima þegar heimsbikarinn í alpagreinum skíðaíþrótta hefst um helgina vegna bakmeiðsla. Keppt verður í Sölden í Týról í Austurríki en Shiffrin hefur ver- ið með þar í fyrsta móti tímabilsins síðustu átta árin. Hún segir meiðslin þó ekki vera alvarleg.  Ísland mun taka á móti Ísrael í Laugardalshöllinni 7. nóvember í undankeppni EM karla í handknattleik en viðureignin átti að fara fram í Ísrael 8. nóvember. Vegna útbreiðslu kórónu- veirunnar í Ísrael er útgöngubann þar í landi og handknattleikssamband Ísr- aels óskaði eftir því við HSÍ að heima- leikjum liðanna yrði víxlað.  Sænski miðvörðurinn Marcus Jo- hansson tjáði Fótbolta.net í gær að hann væri farinn að leita að nýju liði fyrir næsta tímabil. Hann verði ekki áfram hjá ÍA.  Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik, leikur ekki meira með Fram á þessu keppnistímabili en hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að hún væri barnshafandi. Hún er þriðja landsliðskonan úr liði Fram sem fer í barneignarfrí á þessu ári en Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru báðar í fríi frá handboltanum af þessari ástæðu. Þá hefur Fram séð á bak landsliðs- markverðinum Haf- dísi Renötudóttur sem samdi við sænska félagið Lugi. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.