Morgunblaðið - 13.10.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.10.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI AÐRAR MYNDIR Í SÝNINGU: * Agnes * The Secret : Dare to Dream * Unhinged * A Hidden Life SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% HEIMSFRUMSÝNING SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. Heimur versnandi fer hefurverið haft á orði í ára-tugi. Hvað sem hæft er íþeirri staðhæfingu er ljóst af lestri Eplamannsins að víða er pottur brotinn, að minnsta kosti í skáldheimi í Danmörku, og fáum eða engum að treysta. Anne Mette Hancock er með putt- ann á púlsinum og lætur ekkert sem máli skiptir í brothættum heimi sér óviðkomandi í þessari spennusögu. Börn og sú ábyrgð sem þeim fylgir er rauður þráður út í gegn, en inn í veröld barna blandast vanda- mál heima fyrir og í skóla, einelti, ofbeldi, stríð, barátta fyrir betra lífi, leitin eilífa, græna grasið og læk- urinn. Ekkert er heil- agra en blessuð börnin og enn og aftur skal endur- tekið að alltof langt er seilst í von um vinsældir og sölu með því að byggja glæpasögur á ofbeldi gegn börnum. Börn sem viðfangsefni í bókum er mjög vandmeðfarið efni en að því sögðu er ástæða til að hrósa höfundi fyrir nálgunina, sem er varfærin og raunsæ. Hrein unun er að fylgjast með blaðakonunni Heloise Kaldan og lög- reglumanninum Erik Schäfer. Þau hafa gengið í gegnum ýmislegt og reynslan gagnast þeim í erfiðustu ákvörðunum. Lífið á sér ýmsar spegilmyndir og erfitt getur reynst að feta einstigið, en það er þessi innri barátta sem engu að síður vísar veginn og í flestum tilfellum til góðs. Samspil einkalífs og vinnu er listi- lega fléttað saman og þótt hindranir virðist óyfirstíganlegar er það seigl- an, vissan um að gera rétt, sem hef- ur vinninginn. Eplamaðurinn er bæði spennandi glæpasaga og áhrifamikil og raunsæ samtímasaga sem nístir inn að beini. Hún er mjög vel skrifuð, þýðingin er lipur, þráðurinn vel uppbyggður og helstu persónur sannfærandi. Varla hægt að biðja um mikið meira. Anne Mette Hancock „Eplamað- urinn er bæði spennandi glæpasaga og áhrifamikil og raunsæ sam- tímasaga sem nístir inn að beini.“ Brotalamir í kerfinu og fáum að treysta Glæpasaga Eplamaðurinn bbbbm Eftir Anne Mette Hancock. Nanna B. Þórsdóttir þýddi. JPV útgáfa, 2020. Kilja. 320 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Hvernig upplifun er þaðað missa tökin á raun-veruleikanum og fara ígeðrof? Með öðrum orð- um: Hvernig upplifun er að missa vitið? Þeir sem vilja fá svar við þeirri spurningu ættu að lesa þessa bók hennar Höllu Birgisdóttur, því þar gefur hún lesendum innsýn í það hvernig er að vera manneskja sem gengur í gegnum slíka reynslu. Frásögn Höllu er mjög persónu- leg og studd mörgum myndum, teikningum eftir hana sjálfa. Sam- spil teikninga og texta gerir það að verkum að lesandinn færist enn nær persónunni, Höllu sjálfri, sem er fyrir vikið ekki aðeins að segja okkur heldur líka sýna okkur hvernig þessi skelfilega reynsla var. Frásögn Höllu hefst á því þegar hún rétt rúmlega tvítug mynd- listarkona, móðir tveggja ára stúlku og sambýliskona barnsföður, er stödd á flugvelli í London þar sem litla fjölskyldan er á leið í frí til Madridar. Þar fara einkenni geðrofs að láta á sér kræla og við fylgjum Höllu áfram í tíma, fáum að verða samferða hugsunum henn- ar þar sem einkennin magnast og hún endar á geðsjúkrahúsi í London. Þaðan fer hún heim til Íslands, versnar aftur og fer á geðdeild Landspítala þar sem hún dvelur til meðferðar uns hún er útskrifuð. Þetta er nokkurra mánaða ferli og það er magnað að fá að fylgjast með hugsunum hennar og líðan þar sem hún hverfur inn í hliðarveru- leika sem er öðrum hulinn, en þar telur hún sig vera þátttak- anda í raunveru- leikasjónvarps- þætti. Allt í kringum hana verður að tákn- um sem beinast beint að henni og hún hverfur í raun alveg inn í hliðarveruleika svo fólk í raun- heimum nær ekki til hennar. Frásögn Höllu er einlæg og án dramatíkur, hún segir frá þessu eins og það var og það er sannar- lega fróðlegt fyrir fólk sem aldrei hefur lent í slíkum ósköpum og ætti líka að hjálpa fólki að skilja þá einstaklinga sem ganga í gegnum það að missa gjörsamlega tökin á hugsunum sínum, hverfa inn í ann- an heim. Halla segir á einum stað í bókinni að hún hugsi oft um alla þá sem eigi svona undarlegar minn- ingar, líkt og hún, sem enginn spyr um, enginn talar um og enginn vill vita að séu til. „Það afskrifar upp- lifunina sem óraunverulega en mál- ið er að hún er raunveruleg.“ (bls. 90) Halla segir á öðrum stað í bók- inni að hún sé að skrifa og teikna þessa sögu til að hjálpa öðrum, og fyrir vikið vilji hún ekki hafa sjón- arhornið einhliða. Sjónarhorn Þor- valds, bróður kærasta hennar, fær nokkrar blaðsíður og þegar á frá- sögnina líður koma einnig inn brot úr læknaskýrslum. Einnig fáum við að vita öðru hvoru sjónarhorn kær- astans. Allt gefur það frásögninni aukna dýpt, rétt eins og myndirnar bæta miklu við textann. Sannarlega er það áhugavert að fá að upplifa það ógnarástand að vera í geðrofi, í gegnum frásögn ungrar konu sem lýsir eigin reynslu. Höllu tekst með samspili texta og mynda að skapa hér fag- urt og áhrifamikið bókverk. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn „Höllu tekst með samspili texta og mynda að skapa hér fagurt og áhrifamikið bókverk,“ segir gagnrýnandi um verk Höllu Birgisdóttur. Enginn spyr um undarlegar minningar Sjálfsævisögulegt bókverk Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftir á? bbbbn Eftir Höllu Birgisdóttur. IYFAC útgáfa, 2020. Kilja, 160 bls. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.