Morgunblaðið - 14.10.2020, Page 1

Morgunblaðið - 14.10.2020, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  242. tölublað  108. árgangur  NOKKUR HAGNAÐUR HJÁ FORLÖGUM AFHENDINGU HÉRLENDIS FRESTAÐ ELSTU TVÍBURAR LANDSINS VERÐLAUN 25 98 ÁRA Í DAG 4VIÐSKIPTI 12 SÍÐUR „Það er ljóst að tónleikarnir fara ekki fram í núverandi mynd, það verða engir áhorfendur í sal,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Senu Live, um Jóla- gesti Björgvins sem verið hafa einn stærsti viðburður ársins um árabil. Mikil óvissa er um það hvernig vertíð jólatónleika verður hér á landi þetta árið – og hvort af henni verður yfirhöfuð. Sena Live hefur að sögn Ísleifs brugðist við nýjum veruleika af völdum kórónuveiru- faraldursins með því að leita nýrra lausna. „Við erum að skoða nýja lausn. Hugmyndin er að halda tón- leikana í fullri stærð fyrir framan myndavélar og að hægt verði að sjá þá á öllum heimilum.“ Hrefna Sif Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Tix.is, segir að ein- hverjir tónlistarmenn hafi þegar hætt við jólatónleika í ár. Baggalút- ur, Bubbi, Friðrik Ómar og Geir Ólafs stefna þó enn að tónleika- haldi. »6 Björgvin syngur fyrir tómum sal  Nýtt fyrirkomulag Jólagesta í ár Morgunblaðið/Eggert Sígilt Björgvin Halldórsson og Diddú á Jólagestum fyrir nokkrum árum.  „Við lítum á þetta sem þjón- ustuviðbót fremur en sparnað,“ segir Sigurður Óli Árnason, ráð- gjafi hjá Advania, um svokölluð snjallmenni sem nú ryðja sér til rúms. Gervigreind er nýtt við þróun netspjalls þannig að snjall- mennið geti hjálpað viðskiptavin- um að nálgast upplýsingar og svör við einföldum erindum á fljótlegan hátt. Meðal stofnana og fyrirtækja sem hafa tileinkað sér þetta eru Íslandsbanki, Þjóðskrá, Mennta- sjóður námsmanna og Vinnu- málastofnun. „Þetta skilar betri og hraðvirkari þjónustu og léttir álagi af þjónustuverinu til lengri tíma,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. »4 Snjallmenni spjalla við viðskiptavinina Ekki er tímabært að ráðast í frek- ari virkjanaframkvæmdir hér á landi. Þetta er mat Bjarna Bjarna- sonar, forstjóra Orkuveitunnar. Bendir hann á að eftirspurn eftir orku sé lítil um þessar mundir og að mikil umframorka sé í kerfinu sem ekki sé í notkun. Þá bendi margt til þess að álverinu í Straumsvík verði lokað á komandi misserum og að þá muni enn draga úr orkunotkun í landinu. Fari svo að það losni um 20-30% af rafmagnsframleiðslunni geti það tekið 5 til 10 ár að koma rafmagn- inu „í vinnu“ á nýjan leik. Minna álag á flutningskerfinu Á sama tíma segir Bjarni að stórtækar fyrirætlanir upp á 90 milljarða uppbyggingu flutnings- kerfis raforku séu varasamar. Um leið og notkunin minnki dragi einnig úr álagi á kerfinu. „Það mun leiða til hækkunar á gjald- skrá Landsnets sem að endingu lendir á almenningi. Það er þó afar mikilvægt að styrkja afhending- aröryggi til almennings eins og ný- legir atburðir á Norðurlandi sýna.“ »ViðskiptaMogginn Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson Orkumál Bjarni Bjarnason segir næga raforku í kerfinu hér á landi. Varar við offjár- festingu  Segir stefna í lokun í Straumsvík Andrés Magnússon andres@mbl.is Atvinnuleysi á Suðurnesjum er kom- ið í áður óþekktar hæðir, en spá Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að í Reykjanesbæ verði það komið í 25% fyrir jólin. Engin dæmi eru um svo mikið atvinnuleysi frá því skipu- legar mælingar hófust. „Þetta er grafalvarleg staða og ég er dauðhrædd við veturinn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi. „Ég vona að stjórnvöld komi til móts við þennan stóra hóp með sértækum aðgerðum. Það hefur nú þegar talsvert verið gert, en það þarf meira til ef atvinnuleysið er að ná þessum hæðum.“ Í skýrslu Vinnumálastofnunar, sem kom út í gær, kemur fram að at- vinnuleysi á landinu sé nú talið vera komið yfir 10% og að það muni enn aukast næstu mánuði. Atvinnuleysi í september mældist 9,8%, en af því eru 9,0% almennt atvinnuleysi, en 0,8% tengt minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt atvinnuleysi í almenna kerfinu og í minnkaða starfshlutfall- inu jókst alls staðar á landinu, en hvergi í líkingu við það sem gerðist á Suðurnesjum. Þar fór heildarat- vinnuleysi úr 18,0% í ágúst í 19,6% í september, en talið er að það fari í 19,8% í þessum mánuði. Spár Vinnumálastofnunar, sem finna má í gögnum á vef stofnunar- innar, eru þó enn dekkri, því þær segja fyrir um að atvinnuleysi á Suð- urnesjum verði komið í 21,9% í des- ember. Enn bágara verður ástandið þó í Reykjanesbæ, en þar er því spáð að almennt atvinnuleysi verði komið í 24,6% í desember og atvinnuleysi kvenna geti náð allt að 26,5% í jóla- mánuðinum. Silja Dögg segir að hér sé ekki að- eins um atvinnuástandið að ræða, heldur félagslegar aðstæður í víðum skilningi. „Það er einfaldlega farið að sjást. Hún var skelfilega löng röðin hjá fjölskylduhjálpinni, röð langt út á götu eftir matargjöfum.“ Á Suður- nesjum er atvinnuleysi mun meira meðal kvenna en karla, eða 22,5% hjá konum en 17,7% hjá körlum þeg- ar horft er á heildaratvinnuleysi. Spá 25% atvinnuleysi  Fjórðungsatvinnuleysi í Reykjanesbæ fyrir jól  Vinnumálastofnun spáir stórauknu avinnuleysi á Suðurnesjum  Atvinnuleysið í landinu komið í um 10% Morgunblaðið/Árni Sæberg Suðurnes Unnið var af kappi við gatnagerð í Grindavík, en atvinnuleysi er nú þegar nær 20% á Suðurnesjum og fer ört vaxandi á næstu mánuðum. MAtvinnuleysi nálgast 20% … »2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.